Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Flugkonan Beryl Markham. BerylMarkham og Atlantshafsflug hennarfyrir 50 árum Þann 5. september sl. voru liðin 50 ár frá því að enska (austur-afríska) flugkonan Beryl Markham flaug yfir Norður-Atlantshafið, frá austri til vesturs, ein síns liðs, og varð fyrst kvenna til þess, og raunar fyrst allra til að fljúga frá Englandi til Norður-Ameríku einliða. Frétt Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins 6. september 1936. (Samkv. einkaskeyti og FÚ í gær). Glæfralegt Atl- antshafsflug Enska hefðarfrúin Beryl Mark- ham lagði af stað ein í flugvél frá Englandi til Ameríku í gærkveldi þrátt fyrir að veðurútlit væri slæmt, og er ferðalag hennar talið mesta fífldirfska. Engin loftskeytatæki eru í flug- vélinni. í dag kl. 4 kom fregn um að sést hefði til flugvélar hennar yfir Nýfundnalandi og síðar að hún hefði þurft að nauðlenda lálægt St. John í New-Brunswick, en sú frétt þykir mjög vafasöm. Frú Markham er fyrsta konan, sem hefír flogið yfir Atlantshafið frá austri til vesturs ein síns liðs. Mbl. Fjórum árum áður hafði kunningi hennar, flugkappinn J.A. Mollison, fyrstur flogið j)essa leið einn síns liðs, þá frá írlandi til Pennfield Ridge, New Brunswick. í maí 1932 flaug hinsvegar ameríska flugkonan Amelia Ear- hart frá Harbour Grace á Ný- fundnalandi, austur yfír hafíð til LondonderiY á Norður-írlandi, og mér er nær að halda að flug Beryl Markham hafi ekki borið jafn hátt, sem skyldi vegna þessa flugs Amel- iu. Amelia Erhart hvarf á einflugi yfir Kyrrahafi 1937 eins og kunn- ugt er, og þrátt fyrir víðtæka leit urðu menn einskis vísari um afdrif hennar. Beryl Markham iagði upp frá Abingdon í Berkshire á Englandi að kvöldi 4. september 1936 í eins- hreyfílsflugvél, búinni þeim lág- markstækjum, sem þá tíðkuðust í slíkum farkostum. Siglingatæki voru engin utan einn eða tveir kompásar, og radíótækjum var ekki til að dreifa. Flugtíminn allur til Floyd Bennet-flugvallar í New York var áætlaður rúmur sólarhringur eða um 28 klukkustundir eftir því sem ég kemst næst. Millilending var fyrirhuguð á Sydney-flugvelli á Nova Scotia og flugtíminn yfír haf- ið reiknaður um 20 klukkustundir. Ferðin endaði hinsvegar í ónefndri mýri nálægt Baline Nova Scotia eftir erfítt flug og miklar gangtruflanir í hreyflinum (senni- lega ísing í blöndungi) eftir 21 klukkustunda og 25 mínútna flug. Flugvélin skemmdist nokkuð, en Markham slapp að mestu ómeidd. Hún átti aðeins örskammt flug eft- ir til Sydney- flugvallar. Áhugi minn fyrir þessu flugi Beryl Markham yfír Atlantshaf vaknaði eftir að hafa lesið bók hennar „West With The Night“ eða Vestur með nóttinni. Heiti bókar- innar segir raunar til um þann tíma sólarhringsins, sem hún valdi sér til að leggja upp í þessa löngu og glæfralegu flugferð. Hún réttilega velur sér þann kostinn að fljúga mest allt yfirhafs- flugið að nóttu til og þar af leiðandi taka land vestanhafs árla dags. Með því nýtur hún einnig dags- birtunnar við lendingu á Nova Scotia. Eftir það eru svo öll leiðar- mörk auðsjáanlegri að deginum, alla leið til New York, þar sem hún ætlar sér að ná lokamarkinu laust fyrir sólsetur. Nákvæm tímamörk er ekki að fínna í bók hennar. Því nefni ég þetta hér, að mér finnst aðdragandi flugsins og ferðin sjálf áhugaverð. Á það skal þó bent að á þessum árum voru margir ofur- hugar flugsins, sem lögðu upp í langferðir, kannski meira af kappi en forsjá, og virðist Beryl Markham enginn eftirbátur þeirra að kjarki til a.m.k. í ljósi þeirra staðreynda að hún stundaði mest allt sitt flug í Aust- ur-Afríku þar sem hún bjó, og þess vegna, að vissu marki, vanmetur hún óravíddir úfíns Atlantshafsins. Þar gilda að vísu sömu lögmál, en náttúran er öndverð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.