Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 54
54 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Reuter Tutu (t.v.) stendur hér við vaxmyndina glettinn á svip. Reuter Willie Thorne sýnir hér Kou Nan, liðsforingja í Kínaher, hvernig fara eigi að við að hreinsa af borðinu. Er ekki ann- að að sjá en Kou Nan sé fullur áhuga. Snóker í Kína w |„alþýðulýðveldinu“ Kína var haldið alþjóðlegt snókermót í fyrsta skipti nú um helgina. Það var snókerkempan Willie Thome, sem rúllaði andstæðingum sínum upp og hremmdi þannig bikarinn og vegleg verðlaunin. Þetta þýkir þykir vera enn eitt dæmið um að kommúnistastjómin í Peking, sé að opna landið fyrir vestrænum áhrifum, en að undan- fömu hefur borið í síauknum mæli á hverskonar tískufyrirbrigðum, sem eiga rætur sínar að rekja til hins fijálsa heims. Segja sumir að fyrst að snókerinn sé kominn til Kína, styttist í að opnaðir verði pöbbar að bresku sniði og menn fari að keppa í pílukasti. Líklega þurfa Kínvetjar þó að bíða nokkuð enn eftir því. Snjó kastað. Reuter Frá Krizia koma þessir kvöldklæðnaðir, en þeir eru ekki alls óskyldir þeim klæðnaði, sem vinsælastur hefur verið það sem af er árinu. Þrátt fyrir að herðparnar séu miklar um sig er sniðið kvenlegt og áhersla á það lögð með satínsiaufunni um hálsinn, en slaufur hverskonar hafa notið æ meiri hylli að undanförnu. Pilsið við er líka úr satíni, en jakkinn er úr flaueli og gljáir langar leiðir. * - m m .... * . mm Erkibiskup í tvíriti Reuter Snjókast á Akropolis Þó svo að íslendingar njóti einmuna veðurblíðu og mildur vetur hafi verið samstíga góðærinu, þá hafa ekki allir notið siíks hins sama. Beggja vegna Atlantshafs reyndist veturinn mönnum þungur í skauti — frost vom mikil og langvinn, illviðri tíð og veðurfar almennt slæmt. Yfírreið Veturs konungs er þó greinilega enn ekki lokið, því nú á mánudaginn gengu snjóstormar yfir Grikkland. Hlóðust upp snjóskaflar og þurftu menn að klæðast vetrarfötum, en til þessa hefur Grikkjum nægt að renna upp í hálsinn þegar kaldast hefur orðið. Meðfylgjandi mynd var tekin á Akropolis-hæð, en þar fóm ferðamenn í snjókast. Séra Desmond Tutu, erkibiskup af Jóhann- esarborg, hefur loks slegið í gegn svo um munar. Það gerði hann á mánudag, þeg- ar afhjúpuð var vaxmynda- stytta af honum í safni því, sem kennt er við Tussaud maddömu. Biskupinn flaug sérstaklega frá Suður- Afríkuna til þess að vera viðstaddur afhjúpunina. „Menn geta orðið svo og svo frægir, en það er ekki fyrr en að vaxmynd er sett upp af manni hjá Madame Tussaud’s að það er opin- berlega staðfest að maður sé eitthvað", var einhveiju sinni haft eftir George Best, knattspymumanninum kunna. Tutu biskup er greinilega sammála Best, því að þegar þess var farið á leit við hann að hann sæti fyrir hjá listamannin- um Steve Swales, sagði hann það auðsótt mál og sat hann fyrir í rúmlega tvær vikur síðastliðinn maí og gaf föt af sjálfum sér til þess að klæða vaxmyndina. Hvað gera menn ekki fyrir frægð- ina? Það er hætt við að þessari stúlku yrði nú kalt hér á landi, ef alvöruvetur skyldi gera. Þessi dragt frá Versace Couture er úr smáköflóttu efni þar sem á skiptist hvítt og svart. Yfir allt saman er stúlkan síðan sveipuð slá, sm hægt er að taka betur um sig ef þarf. Það er Gianna Versace, sem hannaði flíkina. Nýjasta tíska frá Mílanó Nú þegar eru tískuhönnuðir byijaðir að huga að vetrar- og hausttískunni, þó svo að varla sé nú byijað að örla á vorinu ennþá. Geta íslenskir tískuáhugamenn vonandi merkt af meðfylgjandi myndum hveijir straumar og stefnur verða í hérlendri tísku næsta vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.