Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 42

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 42
42 breska flughersins héldu öllum í hæfilegri fjarlægð að undanskildum fáeinum vinum mínum og starfs- mönnum. Carberry-hjónin höfðu þegar siglt tii New York og biðu komu minnar þar. Eins og það hefiði verið gott að hafa Tom sér til ráðuneytis nú við upphaf ferðar, hefði það þó Htlu breytt. Hann var ekki Sú mann- gerð að hvetja né letja til ferðar, þegar hann gekk út frá því sem vísu að viðkomandi hefði þá kunn- áttu og varkámi til að bera að ráfa ekki vísvitandi út í villur. Enda vissi hann ekki hvaða dag ég ætlaði að leggja í hann. Mér var nú hugsað til flugkennslustundanna forðum, í morgunskjmi Afríku-sólar, eða blá- móðu síðdegisins, sem og ailra - þeirra lífsreglna sem Tom lagði mér. Þetta ásamt flugmannsskír- teininu mínu, nokkurskonar „Magna Carta" flugmannsins, var mitt haldreipi nú í þröngum stjóm- klefa litlu einshreyfíls vélarinnar, þegar ég, umlukin bensíntönkum, setti stefnuna á Norður-Ameríku. I einum áfanga hafði ég ætlað mér tæpan sólarhring til að fljúga 4.500 kílómetra og mikinn hluta í myrkri nætur. Maður getur lifað langa ævi og að lokum komist að þeirri niður- stöðu að maður veit meira um aðra en sjálfan sig. Þú horfir meira á aðra en sjálfan þig og forðast með því einmanaleikann. Þegar þú lest bók eða viðrar hundinn þinn, ertu að forðast sjálfan þig um stund. Að forðast einmanaleikann er af sama toga og löngunin til að lifa lífinu. Að vera ein í smáflugvél þótt ekki sé lengur en eina nótt og einn dag samfleytt, aleinn og ekk- ert að horfa á nema örfáir mælar í skini lítillar peru og láta hugann reika. Slík reynsla getur komið upp um mann og það skýtur upp í koll- inn að einhver ókunnugur gangi manni við hlið. Sjálfur ert þú svo hinn ókunni. Það er náttmyrkur og ég flýg yfír írlandi sunnanverðu. Ljósin í Cork tindra í rigningunni en ég fer þurrum fótum yfír þeim. Við fylgj- umst að, ég og drynjandi vélin, ég fínn til öryggis hins fijálsa og óhefta. Á meðan ég sé ljósin og ímyndað fótatak þeirra, sem þar eru, fer ég sjálfumglöð og sigrihrós- andi og læt þeim vandamálin eftir þar niðri í rigningunni. Nú er liðin góð klukkustund frá flugtaki og að baki er England, Wales og Irska hafið. Á löngu flugi fínnur maður best hvað tími og vegalengd fara sam- an. Verði röskun á öðru hvoru, lylgir hitt með. Þannig var því líka varið í flugtakinu, þegar öllum myndavélum var beint að Vega Gull-vélinni, þar sem hún barðist við að lyfta öllum þessum auka- þunga. Var kannske ekkert samræmi í útreikningum verkfræð- inganna og þess, sem í henni bjó. Mér fannst tíminn stöðvast. Ætlar hún ekki að hafa það af. Hún skal, sagði ég um leið og ég tók fastar á stýrinu. Það var eins og blessuð skepnan „skildi Skúla bæn“, því titrandi los- aði hún sig úr þessum íjötrum og hækkaði flugið um leið og hún hálf- vegis spurði hvert skyldi svo halda. Kvíðablandin svaraði ég: Við ætlum saman að settu marki sem er í 5.700 kílómetra fjarlægð og þar af 3.500 kílómetra yfír úfíð Átlantshafíð. Við forum vestur með nóttinni. Að baki mér er nú Cork, en fram- undan vitinn í Berehaven. Ljós- blikkin, sem ég sé frá honum segja mér að nú sleppi fastalandinu. Og ég flýg út yfír hafið. Óttinn er horfínn, án þess þó að ég hafí harkað af mér. Hann er horfinn vegna þess að traust mitt og trú á flugvélinni minni, þessu eina haldfasta er það sama og að hafa fast land undir fótum. Flug er ekkert annað en stundarflótti frá hinum eilífu jarðarfjötrum. Það rignir ennþá og úti fyrir er svartamyrkur. Eg les af hæðarmæl- inum. Hann segir 700 metrar og Sperry gervisjónbaugsmælirinn fullvissar mig um lárétt flug. Ég áætla rekið þremur gráðum meira en veðurkortið gefur til kynna, leið- rétti fyrir því og flýg blindflug. Nú væri gott að hafa miðunarstöðvar og eitthvað samband við umheim- inn. En því er nú ekki að heilsa. Betra veður væri líka vel þegið. Veðurstofan hafði ekki gert ráð fyrir þetta hvössu. — Mér fínnst bæði herða á vindinum og úrkom- unni. Fyrst í stað hálfvegis dofna ég af allri bensínfylunni og hreyfíl- drununum, en venst því von bráðar. Klukkan er 2200. Ég flýg stór- baugslínu til Harbour Grace á Nýfundnalandi og áætla 65 kíló- metra vindhraða á klukkustund í fangið, en af hraðamælinum les ég 210 kflómetra lofthraða á klukku- stund. Miðað við ríkjandi veðurhæð og útlitið á veðurkortinu áætla ég að eftir sé 18 klukkustunda flug enn- þá. Klukkan 2230 keyri ég enn á stóra tankinum næst mér og verð að nota úr honum til síðasta dropa. Á honum er enginn magnmælir. Þar stendur aðeins: Dugar til íjög- urra stunda flugs. Það er svo sem ekkert athugavert við þá staðhæf- ingu. En klukkan 2235 steinþagnar hreyfillinn, og þama svíf ég vélar- vana yfír opnu hafinu í svarta náttmyrkri. Állt í einu rennur það upp fyrir mér að drunur vélarinnar höfðu verið hin seiðmagnaða þögn, því eftir seinustu ganghljóð hreyf- ilsins varð það raunverulegri þögn sem ýtti við mér. Samt fann ég ekki til hræðslu og svo sem ekki fyrir neinu. Star- andi á hæðarmælisnálina fálmaði ég til einhverra aðgerða til úrbóta. Ég gæti ímyndað mér að undir- rótin að hugprýði eða hugarró sé hið ómeðvitaða og ósjálfráðu hreyf- ingamar. Að svífa í aflvana flugvél yfír opnu úthafínu og vita það eitt, að aðeins sjö hundruð metrar eru í kalda öldutoppana, er ekkert eðli- legra en að toga aðeins í stýrið og reyna að halda hæðinni. En sam- kvæmt lögmáli flugeðlisfræðinnar væri það ekki vænlegt til árangurs, heldur hið gagnstæða, og í þessu tilfelli er óyndisúrræði að ýta stýr- inu fram og þar með beina mátt- vana flugvélinni niður á úfínn hafflötinn. Það virðist hræðslublandin upp- gjöf. En það er þó hin óhagganlega staðreynd, að ekkert flýgur án hraða. Þama sit ég í dimmum stjóm- klefanum og les af hálf-sjálflýsandi hæðarmælinum hvemig ég missi hæð. Nú losar hún aðeins þijú hundruð metra hæð yfír sjávarfleti. Það er augljóst að tankurinn hefur tæmst, og ekkert annað að gera en loka fyrir hann og opna þann næsta, eins og Percival hafði kennt mér. En það vefst fyrir mér að fínna skiptikranana, sem eru niður við gólfíð. Ég þreifa eftir vasaljósinu og með erfíðismunum fíkra ég mig með annarri hendinni og get stillt kranana. Ég held' niðri í mér andanum. í eitt hundrað metra hæð er enn ekk- ert lífsmark með hreyflinum, mér fínnst nálin á hæðarmælinum æða að núllinu. Það verður eins og eld- ing. — En við það verður myrkrið aðeins svartara. Hversu háar geta öldurnar orðið? — 10 metrar? — Kannske 30 metrar? Ég get ekki varist þeirri hugsun að þetta séu ef til vill endalokin. Þetta er sem martröð eða ætti ég að segja eins og hröð atburðarás í æsilegri bíómynd. Mér finnst ég hafí lifað þessi augnablik áður, en það er að sjálfsögðu eitt drauma- rugl. Hversu nálægt öldutoppunum ég var þegar hreyfíllinn hrökk aftur í gang veit ég ekki, en það er næst- um ólýsanleg sú tilfinning þegar Vega Gull-flugvélin mín klauf loftið aftur uppávið gegn æðandi vindin- um og hæðarmælirinn vatt upp á sig á ný og hafið fjarlægðist. Það var eins og stormurinn og ókyrrðin segðu mér að vakna, þetta hafí aðeins verið draumur. Ég giska á að þetta ástand hafi varað rúmar þijátíu sekúndur. Ég ætti að þakka Guði fyrir þetta, sem ég og geri, og þá ekki síður Geof- frey De Havilland fyrir að smíða þennan margrómaða Gipsey-hreyfil í samráði við Himnasmiðinn að sjálfsögðu. Ljós á skipi — dagskíma — nokkrir brattir klettar rísa úr hafí. Landsýn er hin stóra stund sæ- farans, sem stýrt hefur knerri sínum að landi. Þannig átti ég nú líka mína stóru stund. Jafnvel þótt manninum tækist í framtíðinni að sigrast svo, með tækninni, á óra- víddum hafsins, að það taki hann aðeins brot af flugtímanum í dag, verður samt þrá hans til að leita sér hins jarðbundna skjóls jafn mik- il þrátt fyrir allt. Landsýn verður manninum alltaf jafn kærkomin burt frá öllum hraða séð. Gegn um gráa þokuflekkina sé ég klettótta strönd. — Strönd Ný: fundnalands, hina langþráðu sýn. í meira en nítján klukkustundir hafði ég flogið í náttmyrkri og stormi, og sigurinn var í sjónmáli. Sigur næturinnar var þó ekki allur minn. Lipri fararskjótinn minn, Vega Gull-inn hafði komið mér í gegnum þetta sem komið var og ekki án átaka. Ég var orðin þreytt og köld. ís var tekinn að myndast á framrúðu stjómklefans. Landið var af og til hulið í grámyglu þokunnar. En þama var þó land. Vonandi það eina rétta land. Það varð að vera, því enginn tími var til efasemda. í suðri Cape Race, þaðan til vest- urs til Cape Breton-eyja. Með kort og gráðuboga á hnjánum og taut- andi fyrir munni mér hendingarnar: „Variation West — magnetic best. — Variation East — magnetic le- ast“, eða vestur hækkandi, austur lækkandi, set ég út nýjar stefnur á kortið. Ég flýg í suður í leit að leið- armarki. Og innan stundar birtist mér vitinn á Cape Race. Ég flýg tvo hringi yfír Cape Raee og set svo stefnuna á Cape Breton og mynni Sankti Lawrence- flóa. Ég sé fyrir mér framhaldið, New-Brunswick síðan Maine — svo lokamarkið — New York, — og segi við sjálfa mig: Þetta er farið að styttast, nú er að duga eða drep- ast. En frá því ég fór frá Abingdon hafði ég varla getað mjakað mér til í sætinu, svo var að mér þrengt og svefnleysið var að buga mig. Þó var ég fegin dagsbirtunni meira en orð fá lýst, þótt í augun stingi. Nú get ég þó séð hafið niðurundan. Aðeins rúmir sexhundruð kílómetrar enn til næsta lands, og svo land úr því alla leið að lokamarki. Ég hafði ákveðið að lenda á Syd- ney-flugvelli og taka eldsneyti. En það er svona rétt eins og að tylla sér niður í Kisumu. Velgengni eykur manni trú og þrek. Ég gat nú séð með nokkurri vissu, að ég hafði meðvind. Síðasti bensíntankurinn var vel þriðjungs- fullur og mér fannst framtíðin blasa við mér. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hreyfíllinn fór að missa gang með miklum sprengingum og spúði svörtum reykjarmekki. Hann þagn- aði, en hrökk svo aftur í gang. Svona gekk þetta um stund. Það eru ástæður fyrir öllu, hugs- aði ég um leið og ég sneri fram og aftur öllum bensínhönum í þeirri von um að ég færi að losa um loft- bólur, sem gætu hafa myndast. Svo mikið gekk á fyrir mér, að það blæddi úr fingurgómunum og föt mín báru því órækt vitni. Þannig allt að því hökti ég áfram. Olía, þrýstingur og hiti í lagi — magnettur eðlilegar — samt skot og hvellir og ég var farin að missa flughæð. Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma. Ef ég næði landi, yrði ég fyrst til að hafa flogið yfír Atlantshafið frá Englandi. Það yrði staðreynd. En markið var sett hærra. — New York, með eðlilegri millilendingu, en alls ekki nauðlendingu, því þá dytti nú botninn úr öllu saman, hvað mig sjálfa varðaði. í hvert skipti, sem hreyfillinn nær sér á strik næ ég að hækka flugið, og svo endurtekur sagan sig og svona held ég enn áfram til vesturs eins og fugl í ætisleit. Skyggnið fer nú ört batnandi og í um 60 km fjarlægð eygi ég land. Hafí mig ekki rekið af leið, þá er þetta Cape Breton. Tíminn rétt silast áfram. Það er eins og hver mínúta verði efnis- kennd. Þær ganga hver af annarri, fyrir augum mér eins og hlekkir í keðju. Sjái ég brest í hlekk held ég í mér andanum þar til hann hefur runnið framhjá. Ég er komin inn yfir ströndina. Eftir að hafa þrifíð til mín kortið og fundið nokkurn veginn út stöðu mína, reiknaðist mér svo til, að þrátt fyrir allt, sé aðeins örfárra mínútna flug til Sydney-flugvallar. Enn tapar hreyfíllinn afli og ég lækka flugið. Ég er orðin vön þessu og kæri mig kollótta. Ég hlýt að metja þetta til Sydney. En nú er hann steindauður og ég heyri aðeins hvininn þegar ég kfyf loftið á hraðri leið niður. Um leið og ég sveigi vélinni til austurs, skoða ég landið. Mér sýnist það nokkuð dökkt og hnullungsgijót á við og dreif. Ekki er það árennilegt, hugsa ég. Enginn tími fyrir vangaveltur. Nauðlending fyrirsjáanleg. Ég hef valið mér stað. Beygi og fer hring, kem svífandi inn yfír, eða kannske frekar hangandi. Loft- skrúfan stendur grafkyrr, og jörðin kemur æðandi á móti mér. Ég vængskríð vélinni síðasta spölinn til að lenda ekki á fyrirstöðum skammt frá. Ég fínn hjólin snerta og grafast í gljúpan svörðinn, stingst svo á nefíð. Ég slengist fram í rúðuna og mölbrýt hana og fínn blóðið vætla niður andlitið. Skríð svo út úr stjómklefanum og sekk upp að hnján í aurbleytu og stari lqanalega, ekki á umhverf- ið, heldur á úrið mitt. Tuttugu og ein klukkustund, tuttugu og fímm mínútur. Atlantshafsflug. Abingdon, Eng- land til nafnlausrar mýrar — án viðkomu. Eyjarskeggi á Cape Breton-eyju, sem átti leið um, kom auga á flug- vélina þar sem hún var í þessum óeðlilegu stellingum, með stélið upp í loftið og framhlutann grafinn í jörðu að hluta til. Þegar hann sá mig bröltandi um í mýrinni og í tæpu kallfæri við hann, gat hann bent mér á færustu og þurrustu leiðina til sín. Ég held honum hafi ekki litist á blikuna þegar við loksins mætt- umst, hvar um mig miðja rann blóð og forarleðja. Mér fannst ég vera sem ráfandi vofa, og sólin stakk í augun. En þetta var aðeins þreytan sem nú sagði til sín. Ég hafði ekki sofíð í yfír fjörutíu klukkustundir. Hann kom mér síðan í skipbrots- mannaskýli úti við ströndina og þaðan gat ég látið vita af mér í gegnum síma til Sydney-flugvallar. Næsta dag var mér flogið til Floyd Bennet-flugvallar við New York. Þar beið mín ennþá fjöldi manns og fagnaði mér innilega. Þegar ég sté frá borði átti ég að- eins eina ósk, sem átti eftir að bijótast um í mér lengi á eftir. Ef ég aðeins væri að stíga út úr Vega Gull-flugvélinni minni. Tvær mínútur frá vísum dauða — Ekki aftur fyrir milljón £ Kaupmannahöfn í gær. Eftir að Beryl Markham, hefð- arfrúin, sem fyrst kvenna varð til þess að fljúga ein í flugvél frá austri til vesturs yfír Atlantshaf, var komin til New York, lét hún svo ummælt: „Ég geri það ekki aftur, að fljúga þessa leið þó mér bjóðist milljón í sterlingspundum. Ef bensínið hefði þrotið tveim mínútum fyrr, þá gat ekki öðruvísi farið en að ég hefði hrapað og drukknað í öldum Atlantshafsins." Frúin varð að nauðlenda á Nova Scotia og var þá þrotin að bensíni. „Bensínmælirinn nálgaðist núll- punktinn þegar ég var skammt undan Ameríku-ströndinni,“ segir frúin. ,;Ströndina sá ég ekki vegna þoku. Ég flaug í blindni. Þetta voru ægilegustu stundir lífs míns. Ég þjáðist af trylltum hugarórum um að ég myndi hrapa. Allt í einu sá ég land. Eg nauðlenti en hefði hrap- að tveim mínútum síðar." Frúin kom til New York í gær, og var henni veitt mikilfengleg móttaka. Frétt Morgunblaðsins, 8. september 1936. Höfundur er Jón R. Steindórsson, flugmaður hjá Flugleiðum hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.