Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 27
f MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 11. MARZ 1987 27 Reykjanes: Uppboð á eign- um Stranda hf. Grindavík. UPPBOÐ á eignum Stranda hf. verður næstkomandi föstudag kl. 11.00 árdegis að sögn bæjarfógetans í Keflavík, Jóns Eysteinssonar. Kröfurnar i búið eru um 40-50 milljónir króna en stæstu kröfuhafar eru Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður og Búnaðarbanki íslands. Strandir hf. hóf starfsemi sína 1984 og var loðnubræðslan reist á Reykjanesi í nálægð Sjóefnavinnsl- unnar vegna ódýrrar umframorku þaðan. Helstu kostirnir voru gufu- þurrkun loðnumjöls með jarðhita sem hefur ótvíræð gæði fram yfir eldþurrkun auk spamaðarins af að nota ekki olíu. Verksmiðjunni var lokað og starfseminni hætt í nóv- ember 1985 en þá vom þegar komnir upp ýmsir erfíðleikar í rekstrinum. Fyrirtækið var sett á söluskrá eftir að eigandanum var neitað um fyrirgreiðslu úr lána- stofnunum til kaupa á tækjasam- stæðu frá Svíþjóð til vinnslu á dýrafóðri, aðallega fisk-, svína- og kjúklingafóðri. Norskir og íslenskir aðilar hafa kannað möguleika á að yfírtaka reksturinn en ekki hefur orðið af því svo nú eru eignir fyrirtækisins komnar á uppboð. I stuttu máli endaði fyrsta tilraun til gufuþurrk- unar á fiskimjölsframleiðslu úr íslenskum jarðhita með því að rúlla yfir um. Eftir standar verksmiðju- hús, íbúðarhús, niðumídd tæki og drasl umhverfínu til ósóma á einum mesta ferðamannastað landsins. „í þrotabúinu em engir peningar til að hreinsa í kringum verksmiðj- una og ég efast um að nokkur sé tilbúinn til þess í sjálfboðavinnu," sagði bússtjóri þrotabúsins Jón Bri- em lögfræðingur í Keflavík. Jarðhitinn olli ekki gjaldþrotinu Að sögn Ingvars Níelssonar framkvæmdastjóra Orkustofnunar erlendis hf. skipaði iðnaðarráðuney- tið nefnd sem hann var í forsvari fyrir og átti nefndin að ganga úr skugga um hvort jarðhitinn væri orsökin fyrir gjaldþroti loðnu- bræðslunnar eins og látið var í veðri vaka á sínum tíma. Einnig kannaði nefndin hvort möguleiki væri að koma rekstrinum í gang að nýju með öðmm rekstraraðilum. „Niðurstöður nefndarinnar em þær að tæringin, sem var þekkt fyrir, sé minniháttar vandamál og því hefur notkun jarðhitans ekki átt neinn þátt í hversu illa fór held- íbúðarhúsið. Morgunblaðið/Kr.Ben. Verksmiðjuhús Stranda hf. og umhverfi þess. ur margir aðrir þættir. Þá koma pólitísk vandamál og hrepparígur á Suðumesjum í veg fyrir frekari rekstur annarra aðila á verksmiðj- unni,“ sagði Ingvar og bætti við að eitthvað væri að í þjóðfélaginu þar sem ekki væri hægt að nýta jarðhitann til að þurrka fiskimjöl. „Við eyðum 50 þúsund tonnum af olíu til að þurrka allt fiskimjöl sem framleitt er á einu ári en á sama tíma er til fimm sinnum meiri orka sem fer til einskis". Kr.Ben. Parketslípun Áratugs reynsla. ’ARKETgólfsf. Suðurlandsbraut 20, sími 31717. Bladburóarfólk óskast! Þrjár föstumess- ur í Fríkirkjunni ÞRJÁR föstumessur verða sungnar í Fríkirkjunni á þessari föstu. Fyrsta messan verður fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 en hinar tvær fimmtu- dagskvöldin 26. mars og 9. apríl. Sungið er úr Passíusálm- um sr. Hallgríms Péturssonar og Litanía sr. Bjarna Þorsteins- sonar í Siglufirði verður flutt. í föstumessunni á fimmtudags- kvöldið kemur syngur Magnús Jónsson, óperusöngvari, stól- vers. «é|5§ AUSTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Stigahlíð 35-97 MIÐBÆRII Hverfisgata 4-62 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. UTHVERFI Langholtsvegur 71-108 Laugarásvegur 39-77. Sunnuvegur Flokkur mannsins: Framboðslist- ar á Vest- fjörðum og Suðurlandi TVEIR framboðslistar Flokks mannsins hafa verið ákveðnir þ.e. á Vestfjörðum og á Suðurlandi. Efstu sætin á framboðslista Flokks mannsins á Vestfjörðum skipa: 1. Þór Öm Víkingsson, afgreiðslu- maður, Reykjavík. 2. Þórdís Una Gunnarsdóttir, verkamaður, Patreksfírði. 3. Hrefna Rut Baldursdóttir, verkamaður, Isafirði. 4. Pétur Hlíðar Magnússon, sjó- maður, Bolungarvík. 5. Birgir Ingólfsson, sjómaður, Patreksfírði. Efstu sætin á listanum á Suður- landi skipa: 1. Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóð- ir, Vestmannaeyjum. 2. Sigurður Björgvin Sigurðsson, afgreiðslumaður, Neistastöðum, Villingaholtshreppi. 3. Katrín Baldursdóttir, húsmóðir, Hveragerði. 4. Hronnn Ásgeirsdóttir, nemi, Hveragerði. 5. Kalmann de Fontenay, nemi, Útgarði, Hvolhreppi. 6. Davíð Kristjánsson, iðnverka- maður, Skóganesi, Gaulverja- bæjarhreppi. HSS ' *<& A" << Bjóöum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðió við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Pnawnwp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.