Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 27

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 27
f MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 11. MARZ 1987 27 Reykjanes: Uppboð á eign- um Stranda hf. Grindavík. UPPBOÐ á eignum Stranda hf. verður næstkomandi föstudag kl. 11.00 árdegis að sögn bæjarfógetans í Keflavík, Jóns Eysteinssonar. Kröfurnar i búið eru um 40-50 milljónir króna en stæstu kröfuhafar eru Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður og Búnaðarbanki íslands. Strandir hf. hóf starfsemi sína 1984 og var loðnubræðslan reist á Reykjanesi í nálægð Sjóefnavinnsl- unnar vegna ódýrrar umframorku þaðan. Helstu kostirnir voru gufu- þurrkun loðnumjöls með jarðhita sem hefur ótvíræð gæði fram yfir eldþurrkun auk spamaðarins af að nota ekki olíu. Verksmiðjunni var lokað og starfseminni hætt í nóv- ember 1985 en þá vom þegar komnir upp ýmsir erfíðleikar í rekstrinum. Fyrirtækið var sett á söluskrá eftir að eigandanum var neitað um fyrirgreiðslu úr lána- stofnunum til kaupa á tækjasam- stæðu frá Svíþjóð til vinnslu á dýrafóðri, aðallega fisk-, svína- og kjúklingafóðri. Norskir og íslenskir aðilar hafa kannað möguleika á að yfírtaka reksturinn en ekki hefur orðið af því svo nú eru eignir fyrirtækisins komnar á uppboð. I stuttu máli endaði fyrsta tilraun til gufuþurrk- unar á fiskimjölsframleiðslu úr íslenskum jarðhita með því að rúlla yfir um. Eftir standar verksmiðju- hús, íbúðarhús, niðumídd tæki og drasl umhverfínu til ósóma á einum mesta ferðamannastað landsins. „í þrotabúinu em engir peningar til að hreinsa í kringum verksmiðj- una og ég efast um að nokkur sé tilbúinn til þess í sjálfboðavinnu," sagði bússtjóri þrotabúsins Jón Bri- em lögfræðingur í Keflavík. Jarðhitinn olli ekki gjaldþrotinu Að sögn Ingvars Níelssonar framkvæmdastjóra Orkustofnunar erlendis hf. skipaði iðnaðarráðuney- tið nefnd sem hann var í forsvari fyrir og átti nefndin að ganga úr skugga um hvort jarðhitinn væri orsökin fyrir gjaldþroti loðnu- bræðslunnar eins og látið var í veðri vaka á sínum tíma. Einnig kannaði nefndin hvort möguleiki væri að koma rekstrinum í gang að nýju með öðmm rekstraraðilum. „Niðurstöður nefndarinnar em þær að tæringin, sem var þekkt fyrir, sé minniháttar vandamál og því hefur notkun jarðhitans ekki átt neinn þátt í hversu illa fór held- íbúðarhúsið. Morgunblaðið/Kr.Ben. Verksmiðjuhús Stranda hf. og umhverfi þess. ur margir aðrir þættir. Þá koma pólitísk vandamál og hrepparígur á Suðumesjum í veg fyrir frekari rekstur annarra aðila á verksmiðj- unni,“ sagði Ingvar og bætti við að eitthvað væri að í þjóðfélaginu þar sem ekki væri hægt að nýta jarðhitann til að þurrka fiskimjöl. „Við eyðum 50 þúsund tonnum af olíu til að þurrka allt fiskimjöl sem framleitt er á einu ári en á sama tíma er til fimm sinnum meiri orka sem fer til einskis". Kr.Ben. Parketslípun Áratugs reynsla. ’ARKETgólfsf. Suðurlandsbraut 20, sími 31717. Bladburóarfólk óskast! Þrjár föstumess- ur í Fríkirkjunni ÞRJÁR föstumessur verða sungnar í Fríkirkjunni á þessari föstu. Fyrsta messan verður fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 en hinar tvær fimmtu- dagskvöldin 26. mars og 9. apríl. Sungið er úr Passíusálm- um sr. Hallgríms Péturssonar og Litanía sr. Bjarna Þorsteins- sonar í Siglufirði verður flutt. í föstumessunni á fimmtudags- kvöldið kemur syngur Magnús Jónsson, óperusöngvari, stól- vers. «é|5§ AUSTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Stigahlíð 35-97 MIÐBÆRII Hverfisgata 4-62 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. UTHVERFI Langholtsvegur 71-108 Laugarásvegur 39-77. Sunnuvegur Flokkur mannsins: Framboðslist- ar á Vest- fjörðum og Suðurlandi TVEIR framboðslistar Flokks mannsins hafa verið ákveðnir þ.e. á Vestfjörðum og á Suðurlandi. Efstu sætin á framboðslista Flokks mannsins á Vestfjörðum skipa: 1. Þór Öm Víkingsson, afgreiðslu- maður, Reykjavík. 2. Þórdís Una Gunnarsdóttir, verkamaður, Patreksfírði. 3. Hrefna Rut Baldursdóttir, verkamaður, Isafirði. 4. Pétur Hlíðar Magnússon, sjó- maður, Bolungarvík. 5. Birgir Ingólfsson, sjómaður, Patreksfírði. Efstu sætin á listanum á Suður- landi skipa: 1. Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóð- ir, Vestmannaeyjum. 2. Sigurður Björgvin Sigurðsson, afgreiðslumaður, Neistastöðum, Villingaholtshreppi. 3. Katrín Baldursdóttir, húsmóðir, Hveragerði. 4. Hronnn Ásgeirsdóttir, nemi, Hveragerði. 5. Kalmann de Fontenay, nemi, Útgarði, Hvolhreppi. 6. Davíð Kristjánsson, iðnverka- maður, Skóganesi, Gaulverja- bæjarhreppi. HSS ' *<& A" << Bjóöum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðió við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Pnawnwp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.