Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 3

Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 3
b MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 3 Kaupmannahöfn: Islensk málverk á uppboði MÁLVERK eftir Gunnlaug Blöndal var selt fyrir rúmlega 152 þúsund íslenskra króna á uppboði hjá Ame Bruun Ras- mussen í Kaupmannahöfn í gær. Málverkið var í sýningarskrá metið á 15 til 20 þús. danskar krónur, sem jafngildir 84.573.00 til 112.764.00 ísl. kr. en var sleg- ið nýjum eiganda í ísl. kr. 152.231. Tvö önnur málverk eftir íslenska listamenn, þá Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson, verða boðin upp á síðari degi uppboðsins í dag. Fjallalandslag með á eftir Gunnlaug Blöndal sem selt var á uppboðinu í Kaupmannahöfn í gær. Skagafjörður: Grásleppu- karlar ása út netum Skagafirði. EKKl er hægt að segja annað en að veturinn hafi verið dásamlega hagstæður. Nú eru tún byijuð að grænka, brum sjást á tijám og grænir toppar sjást á túnum. Mér er sagt að klakinn sé sama og enginn í jörðu og sumstaðar ekki til. Farið er að setja kartöflur niður - til spírunar. Ekki veit ég til að farið sé að setja niður þó umtal sé tölu- vert um það. Vegimir eru eins og á sumardegi en þó eru byijaðar að koma holur eftir mikla umferð. Vitan- lega er hrossum beitt nema einstaka eldishross sem alin eru. Rauðmaga- veiði hefur verið góð og nú eru grásleppukarlar að ása út netum sínum. Annars hefur sjóveiði lítið verið stunduð í Skagafírði þar sem af er og togarar aflað misjafnlega. Björn í Bæ Utvarpsumræður á Alþingi í kvöld: Þrír ræðumenn frá hverjum þingflokki Stefnt að þinglausnum næsta fimmtudag ÞIN GFLOKKARNIR hafa hver um sig tilnefnt þijá menn til að tala í almennu stjórnmálaumræðunum á Alþingi í kvöld. Hver flokkur fær samtals þijátíu mínútur til umráða og verða umferðirnar þijár, tíu mínútur í hverri. Röðin verður þessi: Framsóknarflokkur, Al- þýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Samtök um kvennalista. Umræðurnar hefjast kl. 20:00. Ræðumenn Framsóknarflokks verða Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, Jón Helgason, dómsmálaráðherra, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Ræðumenn Alþýðuflokks verða Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmundur Einarsson og Kjartan Jóhannsson. Ræðumenn Sjálfstæðisflokks verða Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, Ólafur G. Einarsson og Friðrik Soph- usson. Ræðumenn Alþýðubandalags verða Ragnar Amalds, Guðrún Helgadóttir og Steingrímur J. Sigfús- son. Fyrir Samtök um Kvennalista tala Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Stutt er nú eftir af þingtímanum, enda hafa kosningar verið ákveðnar 25. apríl n.k. Stefnt er að þinglausn- um fímmtudaginn 19. mars. Hæstarettardómur: Víxilréttur helst þótt víxill sé útgef- inn eftir gjalddaga FYRIR Hæstarétti hefur fallið dómur sem sýnir að víxill, sem hefur verið samþykktur, heldur víxilrétti gagnvart samþykkjanda enda þótt útgefandi hafi verið annar en samþykkjandi ætlaði og víxillinn hafi bæði verið gefinn út og framseldur eftir gjalddaga og afsagnardag. Málið snerist um víxil sem fyrir- tækið Bifreiðar og Landbúnaðarvélar samþykkti, en á víxileyðublað vant- Borgarráð: • • Oryggismál olíu- tanka kannað SAMÞYKKT hefur verið í borgar- ráði að kanna ástand og öryggis- mál allra olíutanka í borginni. Siguijón Pétursson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í borgarráði lagði fram tillögu um að: „Borgarráð sam- þykkir að fela borgarverkfræðingi að láta kanna nú þegar ástand og örygg- ismál allra olíutanka í borginni og skila niðurstöðum til borgarráðs inn- an tveggja mánaða. Þá samþykkir borgarráð að krefjast þess af Lands- virkjun, að nú þegar verði gengið frá fullnægjandi öryggisráðstöfunum við olíutanka hennar í Elliðaárdal." Borgarráð samþykkti fyrri hluta tillögunnar en síðari hluta hennar var frestað. aði nafn útgefanda. I niðurstöðum undirréttar segir að í ritun sam- þykkisins hafi falist heimild til handa fínnska fyrirtækinu Tuulilasimyynti Raimo Rapeli Oy, sem síðar varð fyrirtækið Suomen Tuulilasimyynti Öy, til að rita nafn útgefanda og neyta síðan víxilréttar á hendur Bif- reiðum og Landbúnarvélum sem samþykkjanda. Þessa heimild not- færði hið finnska fyrirtæki sér. Með ritun útgefanda á víxileyðublaðið hafí orðið til lögformlegur víxill. Finnska fyrirtækið hafí síðan öðlast rétt, samkvæmt vixlinum, á hendur Bifreiða og Landbúnaðarvéla með framsali frá útgefanda. Þótt víxillinn hafí verið framseldur eftir gjalddaga hafí það framsal fullt gildi að víxil- rétti. Þá segir í niðurstöðum undirréttar að víxiil sé formslqal og þegar málið hafí verið höfðað hafí víxillinn upp- fyllt öll formskilyrði víxillaga. Því skipti það ekki máli um gildi víxilsins að hann hafi ekki verið undirritaður af útgefanda á gjalddaga. Bifreiðum og Landbúnaðarvélum var því gert að greiða víxilskuldina og hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðrún Erlendsdóttir og Halldór Þorbjömsson. Lögmaður fínnska fyr- irtækisins var Hákon Ámason hrl., en lögmaður Bifreiða og Landbúnað- arvéla var dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. SNJÓÞVEGNU gallabuxur úr svörtu deni Einnig mikio úrval af ödrum KARNABÆR Austurstræti 22. unglingadeild. La Dl Laugavegi 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.