Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 44

Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 44 Lagmetisiðjan Garði hf. Grindavík: Framleiðir kavíar fyr- ir Frakklandsmarkað Grindavík. HAFIN er framleiðsla á kavíar úr söltuðum grásleppuhrognum fyrir Frakklandsmarkað hjá Lagmetisiðjunni Garða hf. í Grindavik undir vörumerkinu „Royale“. Að sögn Einars Lárussonar verk- smiðjustjóra hóf fyrirtækið söltun á grásleppuhrognum á síðastliðnu ári auk þess sem keypt voru söltuð hrogn víða að. „Eftir tilraunastarf- semi í samvinnu við aðila á Akranesi, Vigni Jónsson, sem stað- ið hefur yfir í 6 mánuði með Frakklandsmarkað fyrir augum, er framleiðslan nú komin í gang. 011 framleiðslan hefur þegar verið seld fyrirfram en það er útflutnings- fyrirtækið Triton í Reykjavík sem annast markaðssetningu í Frakk- landi. í fyrsta áfanga eða næsta mánuðinn er reiknað með að fram- leiða um 300.000 glös en vélasam- stæða sem hönnuð er sérstaklega fyrir þessa framleiðslu er alsjálfvirk og getur framleitt um 20.000 glös á dag á fullum afköstum. Fyrirtæk- ið er tilbúið til að kaupa öll grá- sleppuhrogn sem til falla á Suðumesjum á komandi vertíð. Ljóst er að þessi nýja framleiðslu- lína mun brúa dauða tímann frá áramótum þar til rækjuvertíð hefst hjá bátunum en nú er unnið á hálf- um afköstum úr frosinni rælq'u sem keypt er víðsvegar að af landinu," sagði Einar að lokum. Kr. Ben. Glösunum er pakkað í sérstakar umbúðir fyrir Frakklandsmarkað. Húsnæði Lagmetisiðjunnar Garða hf. í Grindavik. Séð yfir nýju kavíarframleiðslulínuna. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Sunnlendingar Sjálfstæðisflokkurinn opnar skrifstofu i Sjálfstæðishúsinu Selfossi frá og með föstudeginum 13. mars og verður hún opin frá kl. 14.00 til kl. 19.00 og kl. 20.00 til kl. 22.00 alla virka daga fyrst um sinn. Kjördæmisráð Reykjaneskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðls- ffokksins í Reykjaneskjördæmi verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, laugardaginn 14. mars 1987 og hefst kl. 9.00 fyrir hádegi. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á lögum kjördæmisráðs. 3. Alþingiskosningarnar. Frummælándi Matthías Á. Mathiesen, utanrikisráðherra. Stjórn kjördæmisráðs. Landsfélag um þjóðlega náttúruvernd og stangveiði með flugu. Opið hús fimmtudaginn 12.03 kl. 20.00 í Veiðiseli. Gestur kvöldsins, Lenn Batista, sýnir þurrflugur og þurrflugugerð. Laugardaginn 14.03 opið hús í Smiðjukaffi í Kópavogi kl. 14.00. Erindi: Sigurður Páls- son. Veiðisvæðakynning og kynning á veiði- vörum. Flensborgarar íkapp- ræðum á Stefnisfundi Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofa kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins, í Reykjanes- kjördæmi er í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði. Fyrst um sinn er skrifstofan opin kl. 17.00 til 19.00 mánudaga til föstudaga og kl. 10.00 til 12.00 laugardaga. Simi 91-651055. Húsnefnd. Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, boðar til hádegisverðarfund- ar nk. laugardag, 14. mars i veitinga- húsinu A. Hansen kl. 12.00. Til gamans verður kapprætt um það hvort leggja eigi nið- ur félagsstarf f skólum. Ræöuliðin skipa vaskir piltar úr Flensborgarskóla. Matarverð aðeins kr. 350. Allir velkomnir. Stjómin. Stjórn Kjördæmisráðs. fundir FLUGMÁLASTJÓRN Flugmenn — flugáhugamenn Flugmálastjórn, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Vélflugfélag íslands og Öryggis- nefnd FÍA halda reglulegan flugöryggismála- fund sinn fimmtudaginn 12. mars á Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 20.00. Þessi fund- ur verður í umsjá Flugvirkjafélags íslands. Fundarefni: Fræðsluerindi, fyrirspurnir og myndasýning. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Bflarfrá Þýskalandi Hafir þú hug á að flytja inn notaðan bíl frá Þýskalandi, þá tek ég að mér að finna réttan bíl og koma honum í skip. Davíð S. Ólafsson, Eilbekerweg 14, 2000 Hamborg 76, sími: 9049-40-2009654. Loftpressur og ámoksturstæki Óskum eftir að kaupa góða dregna loft- pressu (diesel) og aðra ca 160 cupic loft- pressu á traktor. Einnig ámoskturstæki með 1,7-2 tonna lyfti- getu, tvívirk. Upplýsingar í síma 687787.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.