Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverd Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR == HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-RJÓNUSTA Noregsbréf frá Krístínu Maiju Baldursdóttur Enn eitt óhugnanlegt slys. Rússnesk rúlletta Níræður maður sem var á leið- inni í matarboð til vinkonu sinnar lenti í hörðum árekstri þegar fiutn- ingabíll ók í veg fyrir hann hjá einni brúnni héma á Suðurlandinu. Ollum til undmnar steig hann þó ómeiddur út úr klesstum bfl sínum, dustaði af sér rykið og nöldraði um þá fjárans ólukku að komast ekki í matarboðið á réttum tíma, eins og hann hafði þó hlakkað til. Lögreglu- mennimir urðu svo glaðir að sjá gamla manninn á lífi, að þeir tóku í skyndi af honum skýrsluna og óku honum með sírenu í matarboðið. Komu meira að segja aftur stuttu síðar enn brosandi út að eyrum með gleraugun hans sem hann hafði misst. Engan skyldi undra gleði lögreglumannanna því umferðar- slysin hvíla eins og vond álög yfír norsku þjóðinni. Þeir em liðnir þeir tímar þegar Norðmenn fóm á gömlum bílum upp til íjalla til að fiska, eða dóluðu sér á smábátum inn á fjörðum. Olí- an kom og kippti undan þeim jafnvæginu, enda þótt þeir hafi enn ekki verið svo séðir að nota hana almennt til upphitunar. Fjármagnið streymdi inn og bankamir misstu alla stjóm á sér og grátbáðu fólk, jafnt atvinnurekendur sem hús- mæður, að taka sér nú lán fyrir lífsgæðunum. Nú, menn hentu auð- vitað frá sér veiðistönginni og tóku lán eins og nágranninn, keyptu sér hús og bfl og sumir jafnvel hrað- bát, svo ég tali nú ekki um „hytta" eða sumarhús sem öllum hér finnst ómissandi. Unga fólkið lét ekki sitt eftir liggja, henti gömlu reiðhjóla- dmslunni, fékk sér lán og fjárfesti í mótorhjóli eða nýjum bfl. Og ný öld gekk í garð hjá Norðmönnum, sem einkenndist af hraða, spennu og því miður, dauða. Enginn þótti maður með mönnum nema hann ætti gott farartæki og vitanlega þurfti að sýna afl þess. Á norskum þjóðvegum var nú rússnesk rúlletta spiluð. En tollurinn tók sitt, tala fómarlamba hækkaði ár frá ári og nú er svo komið, að ársins 1986 mun verða minnst sem hins mesta slysaárs í sögu Noregs. 463 fómst, 12.250 slösuðust og 34 þúsund bflstjórar vom teknir fyrir of hraðan akstur. Meir en helmingur fórnar- lamba var ungt fólk í blóma lífsins. Þetta em fjoldamorð og ekkert annað, sagði einn blaðamaðurinn. Umferðarslysin kostuðu trygging- arfélögin 250 milljónir norskar á mánuði. Ríkisstjómin lítur á þetta sem eitt hið mesta þjóðfélagsvandamál Norðmanna, og hefur reitt fram milljónir í aukafjárveitinga til að- gerða gegn umferðarslysum. Eina helgina í haust var öll lögreglan kölluð út til starfa, og viti menn, slysunum fækkaði um meir en helming þá helgina. Enda lágu þeir í leyni fyrir manni í öllum hliðargöt- „En eftir að hafa ekið um norska þjóðvegi er ég satt að segja ekkert voðalega hissa á þess- um umferðarslysum. Þessir vegir eru mar- tröð fyrir allt venjulegt fólk þótt kannski Niki Lauda yrði himinlifandi að fá að þjösnast um þá.“ um, og ég sem kom óvart akandi á 64 km hraða þar sem hraðamörk- in voru 60 km, var tekin á staðnum eins og hver annar bófí og síðan iátin borga reikning upp á 600 kr. norskar. Já takk, fyrir aðeins 4 aukakflómetra. Síðan hefur maður ekki gert þeim til geðs að skipta yfir í þriðja gir. En nú hafa þeir hjá ríkinu sumsé legið á fundum og brotið heilann um hvaða aðgerð- um sé best að beita gegn þessum vágesti. Frú Besterud dómsmála- ráðherra, sem er þekkt fyrir allt annað en rolugang, var orðin þreytt á seinagangi sérfræðinganna í ráðuneytinu í þessum málum, og sagði í viðtali við Dagbladet í jan- úar, að úr því að Ameríkanar gátu ruðst inn í Víetnam á einum degi þá ætti þeim Norðmönnum ekki að muna um að hefja allsheijaraðgerð- ir gegn umferðarslysum strax fyrir helgina. Það væri nú ekki svo galið ef þeir beittu bara sömu aðferð og dómari nokkur í Ameríku. Hann tók til sinna ráða og dæmdi alla þá sem teknir höfðu verið fyrir of hraðan akstur til að vinna á slysavarðstof- unni í ákveðinn tíma. Enginn þeirra var tekinn aftur. En eftir að hafa ekið um norska þjóðvegi er ég satt að segja ekkert voðalega hissa á þessum umferðar- slysum. Þessir vegir eru martröð fyrir allt venjulegt fólk þótt kannski Niki Lauda yrði himinlifandi að fá að þjösnast um þá. Flestir vegir hafa aðeins eina akrein, þeir eru þröngir og liggja í eintómum hlykkj- um og beygjum, fæstir upplýstir og í slæmu skyggni eru þeir dauða- gildra í orðsins fyllstu merkingu. Aldrei finnst mér það samt koma fram í blöðunum að bæta þurfi vegakerfið. Kannski er það erfitt og kostnaðarsamt þegar landslagið er haft í huga. Fjöll, tré, klettar, og hvað skyldu þeir hafa eytt mikl- um fiármunum í öll jarðgöngin? Tveir vöruflutningabílstjórar sem voru á leið frá Osló til Bergen kom- ust nú aldeilis í hann krappan núna í janúar. Þeir óku hægt hvor á eft- ir öðrum því það var hálka þótt skyggni væri gott, og í/ einni al- ræmdri beygjunni sem þar að auki liggur í þverhníptu bjargi, missti bflstjórinn sem á undan fór stjóm á flutningabílnum vegna þungans og hálkunnar, en rétt áður en bíllinn steyptist nær 400 metra ofan í gi- lið, náði hann að fleygja sér út úr bflnum. Sá sem á eftir ók lenti ná- kvæmlega í því sama, en náði því einnig á elleftu stundu að komast út úr sínum bfl. En gleði bflstjór- anna, sem þekktust ekki baun, varð óstjómleg þegar þeir komu auga hvor á annan, því báðir höfðu álitið hinn hafa farist. Sjónvarpið og blaðamenn komu á staðinn, mynd- uðu flutningabílana sem lágu eins og litlir kramdir eldspýtustokkar ofan í gilinu, og höfðu síðan langt viðtal við báða bflstjórana. Þeir voru hinir hressustu, reyndar ekki enn búnir að átta sig á því að þeir væru á lífí, en orðnir ævarandi vin- ir, jafnvel þótt annar væri frá Bergen og hinn frá Osló, og vom að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að halda upp á daginn með því að fara í kirkju eða á krá. Báð- ir kostir vom þeim jafn kærir. En með auknum bílkosti þjóðar- innar komu fleiri vandamál til sögunnar. Göturnar fylltust auðvit- að af nýjum bílum, og skyndilega uppgötvuðu menn að þeir komust hvorki afturábak né áfram vegna umferðarþungans. Þannig er að Norðmenn vinna aðeins til klukkan þijú eða flögur á daginn, þekkja aðeins aukavinnu af afspum, og það þýðir að allir þurfa að komast heim á sama tíma. Því myndast langar bílalestir sem ná allt frá miðbænum og upp í afskekktustu úthverfin, og getur þá tekið klukku- tíma að komast vegalengd sem venjulega er farin á fimm mínútum. En það er stutt í gamla rólyndið hjá Norðmanninum. Hann situr bara inní bflnum sínum í röðinni, les dagblaðið eða rabbar í farsím- ann við vini eða skyldmenni. Stundum hringja þeir í konuna ef hún er heima og halda henni á snakki meðan hún er að laga mið- degjsverðinn, en hann er borðaður hér á landi klukkan fjögur. Reyndar hef ég nú heyrt þær margar tauta yfir því hversu óþægilegt það sé að hafa karlinn svona í símanum meðan þær standa hálfar ofan í pottunum, sumar hafa jafnvel kvartað yfir vöðvabólgu því það er svo erfitt að halda svona símtólinu upp að eyranu með öxlinni. Fæstar konur eru þó með farsíma i sínum bflum því þær nota tímann til að pijóna peysur á sig og fjölskylduna. Hún Turid héma í næsta húsi hefur til dæmis pijónað einar fimm peys- ur síðan í september, bara í bílnum. Einn daginn hitti ég hana niðrí bæ, og af því að ég var bfllaus þá bauð hún mér far sem ég og þáði, en harmaði síðar, því strætó er miklu fljótari í förum vegna alls kyns hlið- arstíga sem þeir einir mega aka um. En við sátum sem sagt þama í bflnum hennar Turidar (Þuríðar) og ekki leið á löngu þar til við vorum pikkfastar í einni bflalestinni. Það er ákaflega erfitt fyrir íslending að lenda í svona biðröð, því blóðið í okkar æðum rennur jú miklu hraðar en hjá öðmm þjóðum, og áður en ég vissi af var ég komin í einn kút af spennu og byijuð að naga ólina á veskinu mínu. Turid teygði sig aftur á móti í poka sem lá í aftur- sætinu og dró upp úr honum hálfkláraða peysu sem hún var að pijóna á hann Árvid (Amvið) mann- inn sinn. Við sátum lengi þögular, hún pijónaði og ég nagaði. Eitthvað hef ég farið í taugamar á henni Turid því hún spurði mig af hveiju ég væri svona stressuð. Ég sagði henni auðvitað að ég væri alls ekk- ert stressuð og lauk við að bíta í sundur ólina, en þá um leið mjakað- ist bílalestin af stað og ég ærðist af fögnuði. Mér til undrunar hélt Turid áfram að pijóna ákveðin á svip og lét sem hún heyrði ekki í bflflautunum fyrir aftan sig. "Þetta gekk svo góða stund, en svo brást henni þolinmæðin, hún svipti upp hurðinni hjá sér, og með peysuna hans Arvids í fanginu hvæsti hún á bflstjórana fyrir aftan sig: Sjáið þið ekki menn að ég er í úrtökunni!? Höfundur er húsmóðir, kennari og nemi í Kristianaand i Noregi. Lionsklúbbur Stykk- ishólms minnist 20 ára starfsafmælis Stykkishólmi. I febrúarmánuði átti Lionsklúbbur Stykkishólms 20 ára starfsaf- mæli. Um sama leyti átti Lionsklúbbur Grundarfjarðar 15 ára starfsafmæli og kom þessum nágrönnum saman um að minnast þessa áfanga með sameiginlegri hátíð í félagsheimilinu í Stykkishólmi og bjóða þátttöku fulltrúum klúbba á Vesturlandi. Á hátíðina mættu líka fulltrúar eins og alltaf áður. Hótelið hafði frá þeim öllum, fluttu kveðjur og ámaðaróskir og færðu klúbbunum góðar gjafir til starfseminnar. Var þetta ánægjulegt hóf. Mörg ávörp voru flutt og ýmislegt efni til skemmtunar. Meðal gesta vom Sverrir Júlíusson, fyrrum umdæm- isstjóri, og frú frá Reykjavík og setti það sinn svip á. Formaður Lionsklúbbs Stykkis- hólms er Hrafnkell Alexandersson og formaður Lionsklúbbs Grundar- fjarðar Guðmundur Smári Guð- mundsson. Veislu- og dagskrár- stjóri við þetta tækifæri var Finnur Jónsson sem skilaði því með prýði boðið komumönnum gistingu á hóf- legu verði og var það nýtt og öll herbergi því leigð út. Á fyrstu starfsámm Lionsklúbbs Stykkishólms komu félagar sér upp félagsmiðstöð sem nefnd er Lions- húsið og hefir hún gert ótrúlegt gagn um árin, bæði til fundahalda og ýmissa smáfagnaða og þá ekki síst sem svefnpokaláss á sumrin. Lionsklúbburinn hefir jafnan gert sér far um að hlúa að menningar- málum í bænum ásamt annarri starfsemi. — Árni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.