Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987
53
að vísu minnzt á „ný atvinnutæki-
færi“ og að við stækkun „opnuðust
möguleikar". Eins víst er, að „at-
vinnutækifærin" bregðist og
möguleikamir „lokist"! Drepið er á
útflutning á ferskum fiski, laxaseið-
um og öðrum afurðum laxeldis-
stöðva. Er það ekki nokkuð langsótt
að ekki megi gagn gera minna en
3000 m flugbraut þeirra hluta
vegna? Auk þess eru forsendur fyr-
ir slíkum útflutningi flugleiðis ærið
hæpnar. Það kemur hins vegar á
óvart, að greinarhöfundur minnist
ekkert á ferðamannasæginn, sem
ýmsir hafa séð í hillingum, ekkert
á alla skyndibitastaðina og hótelin,
sem rísa eiga í kjölfar flugvallar-
stækkunar.
Að mati dómbærra manna þarf
varaflugvöllur fyrir venjulegt milli-
landaflug „að vera minnst 2.287
m“. Svo telur nefnd, er flugmála-
stjóm skipaði, sama kemur fram í
greinargerð Hauks Haukssonar
varaflugmálastjóra og nefndaráliti
frá 25. júní 1985. Lengd flugbraut-
arinnar er nú sem næst 2014 m,
en hægt að lengja hana til norðurs
um 290 m án verulegs kostnaðar
og u.þ.b. 60 m til suðurs. Brautar-
lengd yrði þá 2364 m fyrir lendingu
norður eftir og 2264 m miðað við
lendingu suður á við. Trúlega mætti
þó enn betur gera, án tilfinnanlegs
kostnaðar.
Með 3000 m flugbraut er stefnt
að gerð vallar, sem þjónað getur
sem hernaðarmannvirki, og NATO,
þ.e.a.s. Bandaríkin, eiga að greiða
reikninginn. Hér á að uppfylla kröfu
Bandaríkjastjómar frá árinu 1951
um varaflugvöll. Slíkt þjónar ekki
hagsmunum íslendinga.
Talað er um þijá kosti, sé völlur:
inn lengdur fram á Skóga: í
greinargerð bæjarstjómar virðist
aðeins koma til álita að brúa Víkina,
óhemju dýr framkvæmd. í öðm lagi
hefur verið rætt um að taka núver-
andi afrennsli Miklavatns, Víkina,
af og fylla upp, en gera afrennsli
sunnan hugsaðrar flugbrautar á
Skógum. Þriðji kosturinn er að gera
afrennsli norður úr vatninu um
Borgarmýrar til sjávar, sem allir
staðkunnugir munu þó telja frá-
leita, síðari kostirnir, ekki sízt hinn
seinni, mundi hafa í för með sér,
að slíkur skurður mundi skjótt fyll-
ast sökum sífellds „áhlaðanda
norðan“, eins og kveðið var að orði
um ós, er var að fomu á þessum
slóðum. Báðar þessar „skurðað-
gerðir", sem bæjarstjóm kennir við
Olaf Pálsson verkfræðing fengu
jafnvel engan hljómgmnn meðal
bæjarstjómarmanna og var verk-
fræðingnum ekki vandaðar kveðj-
umar. Það er auðsætt, að nýtt
afrennsli Miklavatns mundi valda
gífurlegum breytingum landshátta
og lífríkis fram um allan Skaga-
flörð. Og óvíst er með öllu, hvaða
afleiðingar slíkt kynni að hafa fyrir
starfsemi tveggja veiðifélaga
bænda, við Miklavatn og Sæmund-
ará.
Á Borgarsandi er sandtaka, sem
allir Skagfirðingar njóta góðs af og
raunar fleiri. Alls er óvíst, hvemig
til mundi takast með sandnámið ef
afrennsli Miklavatns væri veitt um
Sandinn.
í greinargerðinni segir: „Bæjar-
stjóm Sauðárkróks hefur verið því
algerlega sammála, að stuðla að
því eftir fremsta megni, að um-
ræddum varaflugvelli yrði valinn
staður við Sauðárkrók." Þetta er
rétt svo langt sem það nær. En það
ríkir ekki einhugur nú um vallar-
lengdina. Einn fulltrúi a.m.k. vill
binda sig við þær kröfur, sem flug-
málanefndin hefur talið nauðsyn-
legar „til þess að flugvöllur teljist
fullnægjandi varaflugvöllur fyrir
stærri millilandaflugvélar", eins og
segir í nefndaráliti, sem fyrr er til
vfsað. Þá verður lengd brautar að
vera minnst 2287 m.
í greinargerð bæjarstjómar: „Þá
er rétt að fram komi, að sýslunefnd
Skagaíjarðarsýslu hefur lýst ein-
dregnum stuðningi við hugmyndina
um byggingu varaflugvallar."
Spumingin er: Hvers konar vara-
flugvallar? Það er látið óskýrt.
Bókun sýslunefndar er á þessa lund
og nefnd ályktun:
„Sýslunefnd samþykkir að verða
við ósk bæjarstjómar Sauðárkróks
um samstarf í því mikla hagsmuna-
máli bæjar og sýslu, að varaflugvelli
fyrir millilandaflug verði valinn
staður við Sauðárkrók, og felur
sýsluráði að taka þátt í viðræðum
við bæjarstjórn um þetta mál.“
Bókunin er dularfull sem véfrétt.
Ég held, að enginn Skagfirðingur
hafí mælt gegn lengingu, spurning-
in er aðeins hversu mikil hún á að
vera og hvaða stefnu hún á að taka,
hve miklu skal til fórna. Ég þykist
fara nærri um, að sýslunefndar-
menn hafi litla fræðslu hlotið um
þá valkosti, er til greina koma.
Ályktunin er því léttvæg; málið var
ekkert skýrt fyrir sýslunefndar-
mönnum.
Ymislegt er enn ósagt varðandi
flugvallarmálin, en hér skal staðar
numið. í greinargerð bæjarstjórnar
Sauðárkróks er klykkt út með
frómri ósk: „Ef um ágreining er
að ræða á að leysa hann í kyrrþey
milli aðila en ekki hlaupa í blöð
með hvaðeina, sem fólki kann að
mislíka." Ég tel hins vegar, að það
sé eðlilegt og nauðsynlegt, að skipt-
ar skoðanir í þessu máli séu kynntar
alþjóð sem gerst, ekki hvað sízt
vegna þess, hve margir virðast vilja
sitja að hitunni að óreyndu. Það er
ekki við hæfi að fara með veggjum,
sigla beggja skauta byr.
Höfundur er forstöðumaður við
Héraðsskjalasafnið á Sauðár-
króki.
Útsala
Útsala
bifreiðaeigendur!
Allt að 50% afsláttur á varahlutum
og
Civic 1974-1979
Accord 1977-1978
á Islandi
Vatnagörðum 24, símar 38772 og 82086.
HRINGDU,
in skuldfœrð á
greiðsluko rt a re i k n i n g
þinn mánaöarlega
SIMINN ER
691140 691141
Sonat 21/korus 45
borðlampi
kr. 2.120
Hervik
105 cm rúm
kr. 14.400 m. dýnu
Uddebo
spegill
kr.3.790
Jalusi
S-210
skápur
heildarverð
kr. 23.835
Hervik
náttborð
kr. 4.390
Boj 61
kommóða
kr. 3.490
Lavendel
sængurverasett
kr. 1.595
•IKEA SVEFNHERBERGI •
BJARTIR DAGAR OG
BJARTAR NÆTUR
Rúm í fjölbreyttu úrvali. Mikið úrval sængurfata.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650