Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 56
. ,r ............. ---------T^.-.v 56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Álfhólsvegi 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 10. mars. Jörundur Jónsson, Eygló Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Guðríður Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, VALDIMAR BJÖRNSON frá Minnesota, andaðist aö heimili sínu þriðjudaginn 10. mars sl. Fyrir hönd ættingja, Guðrún J. Björnson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Garðabraut 24, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 11.30. Helga Jóna Sveinsdóttir, Ásmundur Jónsson, Sigurgeir Sveinsson, Erla Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, HALLDÓR VALDEMARSSON, Flötusiðu 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 13.30. Bryndfs Magnúsdóttir, Magnús Halldórsson, Guðrún Valdís Halldórsdóttir, Helga Kristfn Halldórsdóttir. t Dóttir min og móðir okkar, JÓNINNA JÓNSDÓTTIR, Skarðshlfð 10A, Akureyri, er lést 8. mars sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 13. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jón Kristjánsson, Jóninna Karlsdóttir, Karl Haraldsson, Haraldur Haraldsson. + Maðurinn minn, faöir, tengdafaðir og afi, ELÍAS GUÐMUNDSSON, Holtsgötu 2, Sandgerði (Hraungerði), verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Helga Ingibjartsdóttir, Alda Elíasdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurrós Petra, Ármann Baldursson og barnabörn. t HAUKUR HALLDÓRSSON, Hjarðarhaga 60, sem lést sunnudaginn 8. mars, veröur jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.00. Brynhildur Dale, Howard Dale, Jón Hauksson, Svala Hauksdóttir, Ólafur Jakobsson, Guðný Jónsdóttir og barnabörn. Anna Kristín Árna dóttir — Minning Fædd 7. apríl 1908 Dáin 8. mars 1987 í dag er til moldar borin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði fósturmóðir mín, Anna Kristín Árnadóttir, Vest- urbraut 10, Hafnarfirði. Anna fæddist á Seyðisfirði 7. apríl 1908, dóttir hjónanna Árna Stefánssonar trésmiðs og konu hans, Jónínu Frið- finnsdóttur. Anna var elst ellefu systkina sem upp komust en þrjú létust í æsku. Lengst bjó þessi stóra fjölskylda á Gránufélagsgötu 11 á Ákureyri. Anna giftist ung Björgvini Bjamasyni frá Sveinsstöðum í Hell- isfírði. Reistu þau sér bú á Norð- firði. Lengst af bjuggu þau í Lundi, húsi sem þau byggðu sér þar og fjölskyldan var lengst af kennd við. Síðar fluttu þau til Hafnarfjarðar. Björgvin var sjómaður lengst af sinnar starfsævi. Oft var hann lang- dvölum fjarri sínu heimili, ýmist á vetrarvertíðum á Homafirði og síðar við Faxaflóa, eða á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Oft mun hafa verið erfítt hlutskipti um ástvininn í fangbrögðum við óblíð náttúruöfl- in. En með trú á góðan Guð tókst Önnu að þreyja þorrann og góuna og ávallt kom Björgvin heim að úthaldi loknu. Anna og Björgvin eignuðust þijú böm. Þau eru Sigríður, fædd 30. ágúst 1932, Guðmundur Bjarni, fæddur 23. ágúst 1934, og Am- björg Guðný, fædd 25. júlí 1945. Áuk þeirra varð ég undirritaður þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp sem eitt af bömum þess- ara yndislegu hjóna. Móðir mín, systir Önnu, hafði á þeim tíma sem ég fæddist, ekki aðstæður til að hafa mig hjá sér. Þama á heimili Önnu og Björgvins, fæddist ég og þama var ég allt til þess tíma að ég fór til vinnu og náms utan minnar heimabyggðar. Aldrei nokk- um tíma fann ég annað en ég væri eitt af bömum þeirra Önnu og Minning: Baldvin E. Þórð * arson, Isafirði Fæddur 22. september 1897 Dáinn 9. febrúar 1987 Baldvin E. Þórðarson fæddist á ísafírði 22. september 1897. For- eldrar hans voru hjónin Jóhanna Bjömsdóttir og Þórður Ásgeirsson. Þau hjónin eignuðust átta böm og var Baldvin sjöunda barn þeirra og það bamanna sem lengst lifði. Bald- vin andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafírði 9. febrúar sl. Útför hans var gerð frá ísafjarðarkirkju 16. sama mánaðar. Þann 9. desember 1950 kvæntist Baldvin Maríu Jónsdóttur, hinni mætustu konu og fyrirmyndar- húsmóður. Hún andaðist þann 19. marz 1978. Ungur að ámm fór Baldvin að vinna við fiskverkun hjá Ásgeirs- verslun hér í bænum. Á árinu 1923 fór hann að vinna hjá Olíuverslun íslands á ísafírði og vann þar til ársins 1934, en þá var hann ráðinn skrifstofumaður hjá Samvinnufé- lagi Isfírðinga og þar vann hann næstu fjögur árin. í nóvember 1940 var Baldvin ráðinn gjaldkeri hjá Sjúkrasamlagi ísafjarðar og þar vann hann næstu sjö árin, eða til ársins 1947 að hann var ráðinn bæjargjaldkeri hjá ísa- fjarðarkaupstað. Því mikilsverða starfí gegndi hann svo í 15 ár. Á árinu 1939 var Baldvin kosinn end- urskoðandi hjá Kaupfélagi Isfírð- inga og því starfi gegndi hann í + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR PÉTURSSON, Blikabraut 5, Keflavík, er lést 4. mars 1987, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 13. mars kl. 14.00. Inga Kristjánsdóttir, Pótur Þórðarson, Birgitta Þórðarson, Elín Þórðardóttir, Kristján Þórðarson, Guðbjörg Samúelsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Guðfinna Arngrímsdóttir, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og ömmu, MARGRÉTAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Safamýri 57. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á hjartadeild Land- spítalans. Alexander Stefánsson, Esther Alexandersdóttir, Margrét S. Alexanders. + Elskulegur eiginmaður minn, faöir, sonur, bróðir, tengdasonur, frændi og mágur, JÓNAS EWALD JÓNASSON, Köldukinn 29, Hafnarfirði, sem lóst af slysförum þann 1. mars, verður jarðsunginn frá Þjóö- kirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 13. mars kl. 15.00. Guðrún Jóhannsdóttir og dætur, foreldrar, tengdaforeldrar, systkin og frændsystkin. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er vottuðu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLÍNU KRISTÍNAR ÞORVALDSDÓTTUR, Skúlagötu 68. Sérlegar þakkir færum við forseta okkar, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrir sérlega mannúð með veru sinni. Fyrir hönd aðstandenda, Valur Sigurbjarnarson. Björgvins og ég fann oft að þau hreinlega mundu ekki annað en að svo væri. Nú þegar þau eru bæði horfín á vit æðri tilveru, en Björg- vin iést 30. apríl 1976, vil ég þakka allt það sem þessi yndislegu hjón voru mér og fjölskyldu minni. Veri elsku Anna mamma guði falin. Árni Stefánsson Vilhjálmsson 20 ár. Hann var einn af stofnendum Félags opinberra starfsmanna á Isafírði og var þar í aðalstjóm sem ritari í mörg ár. Það var á árinu 1962 sem Bald- vin hætti að vinna utan heimilis síns. En þá fór hann að vinna heima hjá sér við bókhald fyrir nokkur smærri fyrirtæki og félög. í byijun ársins 1977 veiktist hans ágæta kona og í september sama ár urðu þau að yfirgefa sitt fyrir- myndarheimili og fluttust þá á Elliheimilið hér í bænum. Með bréfi dagsettu 2. október 1977 barst Byggingarsjóði Elli- heimilis ísafjarðarkaupstaðar ávísun að upphæð kr. 6.000.000 — sex milljónir króna — og var upp- hæðin gjöf frá þeim hjónunum Maríu Jónsdóttur og Baldvin E. Þórðarsyni. Að sjálfsögðu þökkuðu þáverandi forsvarsmenn bæjarins þeim hjónunum þann mikla höfð- ingsskap og rausn sem þessi stóra gjöf bar með sér. Sá sem þessar fáu línur ritar átti þess kost að kynnast Baldvin E. Þórðarsyni til margra ára, mann- kostum hans og fæmi í störfum. Fyrir þau góðu kynni er ég mjög þakklátur. Jón Á. Jóhannsson SLOMl> HAFNARSTRÆTI 15. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrákl. 09—21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12—18. Sími21330.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.