Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 1

Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 69. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Landslýður var- aður við andóf i Belgrad, Reuter, AP. FORSÍÐUR júgóslavneskra dag- blaða voru í gær lagðar undir viðtal við Branko Mikulic, for- sætisráðherra landsins. Sagði hann að öllum ráðum, þar með talið hervaldi, yrði beitt ef andóf og verkföll ógnuðu veldi komm- únistaflokksins. Fjögur stærstu dagblöðin, sem gefin eru út í Belgrad, birtu við- Pakistan: 51 ferst í loftárás Pesawar, Pakistan, Reuter, AP. HERÞOTUR frá Afganistan gerðu í gær loftárásir á bæinn Teri Mangal í Pakistan skammt frá landamærum ríkjanna tveggja. 51 maður fórst og 105 særðust. Flestir þeirra sem fórust voru af- ganskir flóttamenn. Um 10.000 manns búa í Teri Mangal sem er um fimm kílómetra frá landamærunum. Heimildarmaður Reuter-fréttastof- unnar í Kurram, skammt vestur af borginni Pesawar, sagði að fjórar afganskar herþotur hefðu tvívegis gert árásir á Teri Mangal. Taldi hann líklegt að tala látinna ætti eftir að hækka þar eð miklar skemmdir hefðu orðið á byggingum og því hætt við að fleiri lík væri að finna í rústum þeirra. Stjórnvöld í Afganistan skýrðu ekki frá árásunum. Afganskar her- þotur gerðu tvívegis loftárásir á landamærabæi í síðasta mánuði og sögðu yfirvöld í Pakistan að 90 manns hefðu fallið í þeim og 250 særst. Stjórnin í Kabúl, höfuðborg Afganistan, vísaði þessum ásökunum á bug og sagði fréttir þessar lið í áróðursherferð vestrænna fjölmiðla til að spilla fyrir friðarviðræðum í Afganistan. talið við forsætisráðherrann auk þess sem rætt var við Milan Deljavic hershöfðingja. Sagði Deljavic að herinn gæti ekki leitt stjómmála- ástandið í landinu hjá sér. Viðtalið við Branko Mikulic birt- ist fyrst í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel. Ræddi hann einkum efnahagsástandið í landinu en verð- bólga og „frysting“ launa hefur leitt til verkfalla víða um landið auk þess sem flokksmenn hafa gagn- rýnt ráðamenn í Belgrad og krafist róttækra breytinga. Mikulic sagði „ákveðin öfl“ hafa krafist þess að tekið yrði upp fjölflokkakerfi. Sagði hann kröfur þessar miða að því að grafa undan stjórn kommúnista- flokksins og að „andófsmenriirnir" hefðu notið aðstoðar erlends ríkis. Hann lét þess hins vegar ógetið hvert það ríki væri. Samkvæmt opinberum tölum hafa 11.000 verkamenn lagt niður störf í 80 verkföllum víða um land frá 26. febrúar til að mótmæla efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar. Verðbólga er tæp 100 prósent í Júgóslavíu og 17 prósent vinnu- færra eru atvinnulausir. Sjá nánar um ástandið í Júgó- slavíu á bls. 34. Reuter Willy Brandt segir af sér formennsku WILLY Brandt sagði í gær af sér sem formaður vestur-þýska Jafn- aðarmannaflokksins (SPD). Johannes Rau, kanslaraefni flokksins í síðustu þingkosning- um, tilkynnti um afsögn hans og sagði að eftirmaður hans yrði kjörinn á þingi flokksins í sumar. Heimildarmenn innan flokksins sögðu að boðað yrði til sérstaks þings í þessu skyni þann 16. júní. Að sögn vestur-þýska sjónvarps- ins (ARD) hefur þegar verið ákveðið að Hans Jochen Vogel, formaður þingflokksins, taki við af Brandt. Flokksmenn höfðu deilt á Brandt eftir að hann útnefndi Margaritu Mathiopoulos, sem er grískættuð, til embættis blaðafull- trúa. Hafði ákvörðun þessi einkum verið gagnrýnd vegna reynsluleysis hennar á vettvangi stjómmála auk þess sem hún er ekki skráður flokksmaður. í gær tilkynnti Margarita Mathiopoulos að hún sæktist ekki eftir því starfi. Myndin var tekin að afloknum fundi hennar og Willys Brandt. Sjá „Brandt leiddi þjóð sína ...“ á bls. 32. Háttsettur sovéskur embættismaður: Líklega ekki samið um Evrópuflaugar á árinu Moskvu, Washington, Genf, Reuter, AP. SOVÉSKUR sérfræðingur hefur sagt að tilboð Bandarikjastjórnar um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu sé blekking ein. Viktor Karpov, for- stöðumaður afvopnunardeildar Frumlegar tannlækn- ingar Berlínarbúinn Bernhard Kacz- inski sýnir hér hvernig hann gerir við tennur sínar sjálfur. Kaczinski, sem starfar sem leigubílstjóri, komst að þeirri nið- urstöðu að tann- læknum hætti til að draga tennur of. fljótt úr sjúklingum sínum. Þvi brá hann á það ráð að gerast eigin læknir og hef- ur frá því sært meinsemdirnar út með aðstoð högg- borvélar. Holurnar fyllir hann með lími og kveðst hann ekki hafa fengið tannpínu undanfar- in sex ár. Reuter sovéska utanríkisráðuneytisins, kveðst efast um að samningur varðandi Evrópuflaugarnar verði undirritaður í ár. Banda- rískir embættismenn vísuðu ásökunum Sovétmanna á bug i gær og sögðu yfirlýsingar sem þessar gamalkunnugt áróðurs- bragð þeirra. Viktor Karpov, sem í eina tíð var aðalsamningamaður Sovétstjórnar- innar í Genf, sagði í viðtali við Izvestia á sunnudag að flest benti til þess að Bandaríkjastjóm vildi ekki ná samkomulagi um Evrópu- flaugarnar. Sagði hann að „núll- lausnin" svonefnda um útrýmingu meðaldrægra flauga hefði frá upp- hafi verið blekking ein. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti hugmyndina um „núll-lausnina“ fyrst fram árið 1981. Mikhail Gorbachev féllst í raun á hana í síðasta mánuði þegar hann lýsti því yfir að ráðamenn í Kreml væru reiðubúnir til að semja sérstaklega um útrýmingu meðaldrægra flauga. Karpov kvað samningamenn Bandarikjastjórnar í Genf hafa lagt til að flaugum af gerðinni Pershing II yrði breytt á þann veg að þeim mætti beita sem skammdrægum kjarnorkuvopnum og væri því ekki gert ráð fyrir brottflutningi þeirra. Þá sagði hann Bandaríkjamenn hafa lagt til að stýriflaugar í Evr- ópu yrðu fluttar um borð í skip og kafbáta. Marlin Fitzwater, talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, vísaði þessum ásökunum á bug í gær. Aðspurður sagði hann stjórn- ina taka ummæli Karpovs alvarlega en bætti við að Sovétstjórnin hefði oft gripið til sambærilegra yfirlýs- inga í viðræðum um afvopnunar- mál. Sagði hann að bandarískir embættismenn væru enn vongóðir um að unnt væri að ná samkomu- lagi um meðaldrægar kjarnorku- flaugar. í gær voru fjögur ár liðin frá því að Reagan Bandaríkjaforseti kynnti geimvarnaráætlun stjórnar sinnar. Af þessu tilefni ítrekaði hann að áfram yrði unnið að þróun og smíði geimvopna. Tass-fréttastofan so- véska fordæmdi í gær áætlunina og sagði tilgang hennar vera þann að tryggja hernaðarlega yfirburði. Líbanon: Waite sag’ður njósnari Beirút. AP, Reuter. SAMTÖK sem nefnast „Bylting- arsamtök réttlætisins" halda Terry Waite, sendimanni ensku biskupakirkjunnar, í gíslingu í Líbanon. Utvarpið í Teheran skýrði frá þessu í gær en samtök- in, sem eru hliðholl írönum, halda tveimur Bandarílgamönn- um og Frakka gislum í Beirút. í frétt útvarpsins sagði að Terry Waite hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði stundað njósnir. I síðasta mánuði sökuðu samtökin Waite um að hafa haft senditæki innan klæða til auðvelda banda- rískum hersveitum að finna gíslana. Samtök sem nefnast „Jihad" (Heilagt stríð) sögðu í gær að Bandaríkjamaður sem samtökin hafa í haldi væri fársjúkur og dauð- vona ef hann kæmist ekki undir læknishendur. Buðust þau til að leysa hann úr haldi gegn því að Bandaríkjastjóm beitti sér fyrir því að 100 föngum í ísrael yrði sleppt. „Byltingarsamtök réttlætisins" halda Jean-Louis Normandin í gíslingu og höfðu hótað að taka hann af lífi í dag, þriðjudag. í gær barst fréttastofu í Beirút myndband þar sem Normandin sagði að aftöku hans hefði öðru sinni verið frestað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.