Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 5

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 5 erlendis Góð tungumálakunnátta getur hjálpað þér alls staðar: í skólanum, vinnunni, starfsumsókninni, ferðalaginu, bók- lestri, bíói, tómstundum o.fl. o.fl. —. Besta fermingargjöfm: Dvöl I Englandi eða^ýf^?’and‘ Gjafaskírteim h)a Utsyn England King’s School of English er viður- kennd stofnun, sem rekur fjóra skóla, sem bjóöa enskunámskeið við allra haefi á suðurströnd Englands: Bournemouth, Wimborne og London. King’s í Bournemouth: Aðalnámskeið: 24 kennslustundir á viku, lágmarks- aldur 16 ára, frá mánaöarnámskeiö- um upp í ár. Kennt á 6 stigum i 12—17 manna bekkjum. Einnig hald- in sumarnámskeiö meö 20 kennslu- stundum á viku. Skemmtana-, íþrótta- og strandlíf. King’s College f Bournemouth: Meiri kennsla og framhaldsnám- skeið: 30 kennslustundir á viku, 17 ára og eldri, í 2—10 vikur, 8—10 í bekk. Undirstaöa æskileg. Viðskiptaenska og tölvuþjálfun. Einnig þrjú 3ja mán- aða námskeið í stjórnun. King’s Wimborne: Aldur 10—16 ára, 20 kennslustundir, sambland af kennslu, íþróttum og leikjum, skemmtikvöldum og skoð- unarferðum, 2—8 vikur eða lengur. Wimborne er notaleg lítil borg 16 km frá suðurströndinni. King's i London: Skólinn er í Beckenham í suð-austur London. Margvísleg námskeið t.d. 30 tíma kennsluvika, einnig sum- arnámskeiö 16 og 24 tíma, skemmt- ana- og fyrirlestrahald. 25 mín. lestarferð inn í miöborg Lundúna. Lánum myndbönd um King’s. Nýtt námskeið: „Professional English Course” 37 tímar á viku fyrir fólk í viðskipta- og atvinnulífinu. Lágmarksaldur: 20 ára. II Frakkland Institut de Francais, Ville-Franche-sur-Mer Skólinn er staðsettur á hinni fögru suðurströnd Frakklands, skammt frá Nice, Cannes og Monte Carlo. Kennt er á 7 mismunandi stigum, 6—10 nemendur í hóp og er lágmarksaldur 21 árs. Kennt er í óvenjulega glæsi- legum húsakynnum og dvalist i íbúðum á vegum skólans. Skólinn er rómaöur fyrir umhverfi, aðbúnað og kennsluaöferðir. Einnig fleiri skólar. II Ítalía Dante Alighieri, Florens Skólinn er með aðalstöövar í Flor- ens, borg fornrar menningar, lista og hátízku. Staðsettur í miðborginni í miöaldahöll skammt frá Ponte Vecchio með útsýni yfir Arno-fljótið. Kennd er ítalska á fimm mismunandi námskeiðum, þar sem fléttað er inn í kennslu i bókmenntum, listum og sögu. Dvalist á heimilum eða í ibúð- um, sem skólinn sér um að útvega. Einnig boðið upp á námskeið í Róma- borg og Siena. Spánn Malaca Instituto, Malaga, Costa del Sol Námskeið í spænskri tungu og menningu með dvöl á sólarströnd, vetur eða sumar. Skólinn er stað- settur í fögru úthverfi Malaga, skammt frá ströndinni og býður upp á margvísleg námskeið við allra hæfi. Heimsóknir á söfn og sögu- staöi. Costa del Sol þarf vart að kynna, en hér er gullið tækifæri til að kynn- ast tungu, þjóð og menningu. Þýzkaland Humboldt Institut í Ratzenried-höllinni í þýsku Ölpunum Ratzenried er rómuö fyrir nátt- úrufegurð og fer kennsla fram í fornum kastala. Velja má um heima- vist eða dvöl á einkaheimilum. Boðið er upp á námskeiö, sem eru fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, og kennt í 10 manna hópum. ( frístundum má iðka margvíslegar íþróttir, m.a. fjallgöngur og siglingar. Vikulegar kynnisferðir og á veturna skíöaferðir. Nýtt: Námskeið fyrir unglinga 10-16 ára. Bandaríkin ELS-enskunámskeiðin eru haldin í 23 borgum viðsvegar um Bandarikin, t.d. i New York, Boston, Philadelph- ia, San Francisco, Denver, Seattle og Washington DC. Það er völ á enskukennslu á níu mismunandi stigum og dvalist á stúdentagörðum. Einnig eru haldin námskeiö sérstak- lega sniðin fyrir fólk í viöskiptaheim- inum og stjórnendur fyrirtækja. Kannið málin! Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 og 23638. Með FIAT UNO sanna ítalskir hönnuðir rækilega hæfni sína. Hér fara saman glæsilegt útlit og framtíðar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks notagildi. Pað er ekki að ástæðulausu að FIATUNO ereinnmestseldi bíll- inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekið er tillit til aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og síðast en ekki síst, hvað þú færö mikiö fyrir peningana. Skelltu þér strax í reynsluakstur. Eftir það veistu nákvæmlega hvað verið er að tala um. Umboðið Skeifunni 8 s. 91-68 88 50 essemm sIa b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.