Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 6

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Hulduherinn Sigurður G. Tómasson lék á als oddi á fimmtugsafmæli gömlu Sundhallarinnar, þessarar einu sönnu, er haldið var uppá í gærmorg- un uppúr klukkan 8.00 með kapp- sundi fastagesta og íþrótta- og tómstundaráðsmanna. Keppnin var æsispennandi og afhenti Davíð borg- arstjóri sigurvegurunum medalíur, svo var kaffi. Já, margar góðar minn- ingar á undirritaður frá gömlu góðu Sundhöllinni, og vil ég nota hér tæki- færið og senda gömlu samstarfsfólki bestu afmæliskveðjur. Nú og þá er það auðvitað Albertsmálið. ÍParís Fomkínverski spekingurinn Lao- Tse segir í Bókinni um veginn: Þegar menn óttast ekki það, sem þeir ættu að óttast, mun hið skelfilegasta koma yfir þá. Þessi orð leituðu á hugann mitt í hringiðu Albertsmálsins er hreinlega stútfyllti ljósvakamiðlana liðna helgi. Þá leitaði hugurinn til „fóstbróður" Alberts, Guðmundar jaka, er sagði af sér trúnaðarstörfum á meðan rannsökuð var hugsanleg hlutdeild hans að Hafskipsmálinu. Ríkir ekki friður í kringum Guðmund jaka þessa dagana? — ég hefði nú haldið það — og enn læðast spekiorð Lao-Tse í orðabelginn: Sá er hygg- inn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterk- ur, sem sigrar aðra; hinn er mikil- menni, sem sigrast á sjálfum sér. Já, það má með sanni segja að ljósvakamiðlamir hafi blómstrað mitt í hringiðu Albertsmálsins, en því miður er nú sannleikurinn sá að sum- ir fréttamenn vakna fyrst til lífsins er sprengjumar lýsa upp gráma hversdagsins. Þó finnast ætíð menn á borð við Guðjón Amgrímsson fréttamann Stöðvar 2, er virðist eink- ar naskur á mikilleik hversdagstil- vemnnar. Guðjón sagði okkur til dæmis frá því í fyrradag að Jón Helgason landbúnaðarráðherra hefði nýlega tryggt bændum 27 milljarða króna tekjur næstu fjögur árin, er þýðir áð hver fj'ögurra manna §öl- skylda verður að neyta landbúnaðar- vara fyrir 9.000 krónur á mánuði næstu fjögur árin hvort sem henni líkar betur eða verr. Stórfrétt, ekki satt, þótt hún hafi horfið í moldryki hins óvíga hulduhers. Ég var annars að velta því fyrir mér hvort hersveit- armenn hefðu verið að verki er myndavélin hjá ríkissjónvarpinu tók á rás mitt í viðtalinu við Albert, þá hann kom af „ambassadorafundin- um“ með Þorsteini, en um tíma sáu sjónvarpsáhorfendur ekkert nema gangstéttina. Að lokum náðu ríkis- sjónvarpsmenn þó prýðilegri mynd af hinum gljáfægða Mercedes Benz er bar hershöfðingjann á brott til liðs- könnunar. Hin þýskættaða glæsi- kerra minnti mig á ágætan þýskan framhaldsþátt er nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Baby Þátturinn nefnist Kir Royale og segir þar frá samskiptum frægs slúð- urdálkahöfundar í Miinchen við þotuliðið. Er býsna fróðlegt að fylgj- ast með baráttu blaðamanns þessa, er Baby nefnist, við fína fólkið er hleður á hann gjöfum í þeirri von að fá „gott veður“ í dálkinum. Gjaf- imar eru ekki allar stórfenglegar, en í síðasta þætti var þó einn pen- ingafurstinn býsna stórtækur og bauð Baby heila höll með því fororði að furstinn mætti reisa þar einskon- ar nýlendu fyrir lífsþreytta peninga- fursta. Baby bítur á agnið, en þar sem hann er góður og gegn kaþó- likki er fyrst gengið til skrifta: Ég hef drýgt synd faðir... segir Baby um leið og hann réttir umslag með vænni fúlgu yfir til skrifta- föðurins . . . Við syndgum öll, viltu kvittun ... segir Prestur. Baby: Nei, nei! Prestur: Þú hefir gert kirkjunni og samfélaginu mikið gagn, sonur sæll, þér er fyrirgefið ... og svo hljóp prestur fram kirkjuskipið. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissj ónvarpið: Poppkorn ■■■■ Klukkan hálf- 1 Q30 átta í kvöld A Uhefst þátturinn Poppkom í ríkissjónvarp- inu, en þar em tónlistar- myndbönd kynnt og leikin fyrir áhorfendur. Fyrir skömmu var skipt um umsjónarmenn þáttar- ins og em það þeir Ragnar Halldórsson og Guðmund- ur Bjami Harðarson, sem hafa þáttinn með höndum. Um leið og þeir tóku við var þáttunum fjölgað, en framvegis verða þeir tveir í viku — á þriðjudags- og föstudagskvöldum. Þeir félagar hafa tekið upp ýmsa nýbreytni til þess að lífga upp á þáttinn og forða honum frá ládeyðu og lágkúm. Má nefna að nú verður mánaðarlega valinn sérstakur vinsælda- listi Poppkoms og fer það þannig fram að skömmu fyrir mánaðamót verður birt skrá yfir myndbönd þau er sýnd hafa verið í mánuðinum. Síðan taka áhorfendur sig til og skrifa fimm uppáhaldsmyndbönd- in niður á blað og senda Guðmundur Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórsson. Poppkomi án frekari um- svifa, en það er til húsa hjá Sjónvarpinu, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. í lok hvers þriðjudags- þáttar verður varpað fram einni hæfilega léttri popp- spumingu. Enn þurfa áhorfendur að draga fram frímerkin, en úr réttum lausnum verða dregnir þrír vinningshafar, sem munu fá sína hljómplötuna hver í verðlaun. /ím UTVARP © ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guóni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (17). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guðmunds- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn“, sagan um Stefán íslandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (22). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin — Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Kim Sjöberg og Lars Hannibal leika á fiðlur tónlist eftir Paganini, Hándel og Villa-Lobos. b. Frederica von Stade syngur aríur eftir Rossini, Thomas, Massenet og Off- enbach. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.35 Menntun og stjórnmál. Páll Skúlason prófessor flyt- ur fyrra erindi sitt. 20.00 Frá finnska útvarpinu. Finnski strengjakvartettinn leikur Kvartett í e-moll op. 36 nr. 1 eftir Erkki Melartin. 20.30 í dagsins önn — Réttar- staöa og félagsleg þjón- usta. Umsjón: Hjördis Hjartardóttir. (Áður útvarp- að 3. f.m.) 21.00 Létt tónlist 21.30 Útvarpssagan: „Truntu- sól“ eftir Sigurð Þór Guð- jónsson Karl Ágúst Úlfsson les (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. SJÓNVARP jO. ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 18.00 Villispætaogvinirhans Tiundi þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýð- andi: Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey Sautjándi þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suöurhafseyju. Þýðandi: Gunnar Þorsteins- son. 18.50 íslenskt mál 17. Um orðtök sem tengjast búskap. Umsjón: Helgi J. Halldórsson. 19.00 Sómafólk - (George and Mildred) 20. Hin gömlu kynni. Bresk- ur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn Umsjón: Guðmundur Bjarni Haröarson og Ragnar Hall- dórsson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Svarti turninn (The Black Tower). Fjórði þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sakamálasögu P.D. James. Roy Marsden leikur Adam Dalgliesh lög- regluforingja. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. 21.30 Vestræn veröld (Triumph of the West). 3. Hjarta Vesturlanda. Nýr heimildaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarp- inu (BBC). Fjallaö er um sögu og einkenni vestrænn- ar menningar og útbreiöslu hennar um alla heims- byggðina. Umsjónarmaður er John Roberts sagnfræð- ingur. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 22.20 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður: Sturla Sig- urjónsson. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. b STOD-2 ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 17.00 Hin heilaga ritning (Sacred Hearts). Bresk sjón- varpskvikmynd frá 1984 skrifuð og leikstýrö af Bar- bara Rennie. Gamansöm mynd um tilvonandi nunnu, sem fær bakþanka þegar sjóndeildarhringur hennar víkkar. 18.30 Myndrokk. 18.45 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. Umsjón- armaður er Sverrir Guðjóns- son. 19.05 Viðkvæma vofan. Teikhimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 í návígi. Yfirheyrslu- og umræðuþáttur í umsjón fréttamanna Stöðvar 2. 20.40 Matreiöslumeistarinn. Matreiðsluþættir Ara Garö- ars Georgssonar vöktu verðskuldaöa athygli á síöasta ári. Nú er Ari mætt- ur aftur í eldhús Stöðvar 2 og hyggst kenna áhorfend- um matargeröarlist. 21.05 Afleiðing höfnunar (Nobodys Child). Bandarísk kvikmynd. Mynd þessi er byggð á sannri sögu um Marie Balter. Saga ungrar konu sem tókst að yfirstíga hið óyfirstíganlega. Beitt ofbeldi, sett á hæli og fleira álika, snýr hún mar- tröð þeirri sem hún lifði i sigur með gífurlegu hug- rekki á áhrifaríkan hátt. 22.35 NBA-körfuboltinn. Um- sjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.05 Heimsmeistarinn að tafli. Fimmta skák milli unga snillingsins Nigel Short og heimsmeistarans Gary Kasparov 00.30 Dagskrárlok. Andrés Björnsson les 31. sálm. 22.30 Ævintýri H.C. Ander- sens. Umsjón: Keld Gall Jörgensen. Halldóra Jóns- dóttir þýddi og les ásamt Kristjáni Franklín Magnús. (Áður útvarpað 8. f.m.) 23.25 Islensk tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Ú* ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 00.10 Næturútvarp. Hallgrim- urGröndal stendurvaktina. 6.00 I bítið. Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. Afmæliskveöj- ur, bréf frá hlustendum o.fl., o.fl. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Mar- grét Blöndal. Síðdegisút- varp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Nú er lag. Gunnar Salv- arsson kynnir gömu! og ný úrvalslög. 21.00 Tilbrigði. Endurtekinn þáttur frá laugardagssið- degi i umsjá Hönnu G. Siguröardóttir. 22.05 Heitr krásir úr köldu striöi. Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson dusta rykið af gömlum 78 snún- inga plötum Ríkisútvarps- ins. 00.10 Næturútvarp. Andrea Guömundsdóttir stendur vaktina. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. SYÆÐISUTVARP AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningarlif og mannlif almennt á Akureyri og í nærsveitum. 989 BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er i fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjalí- ar við hlustendur' og tónlistarmenn. Forstjóra- popp eftir kl. 15.00. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnár og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriðjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Elínar Hirst frétta- manns. Fréttir kl. 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður og flug- ' samgöngur. Fréttirkl. 3.00 ALFA KiiftUeg átvarptttM, FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 24. mars 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.