Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ1987
Jám og stál
Myndlist
Bragi Asgeirsson
í vestri gangi Kjarvalsstaða
getur að líta nokkra skúlptúra úr
ryðfríu stáli og járni eftir hina
ungu og efnilegu listakonu
Hansinu Jensdóttur.
Að meginstofni til eru þetta
víravirkisskúlptúrar, en einnig eru
á staðnum tvær myndir úr ryðfríu
stáli, ásamt því að tveimur verk-
um hefur verið bætt við, sem ekki
eru á skrá, og var annað þeirra
á hinni stóru „abstraktsýningu" í
húsinu fyrir skömmu.
Hér er um mjög vönduð og ein-
læg vinnubrögð að ræða hjá
listakonunni og fram kemur mikil
hugkvæmni í samsetningu víra-
virkisskúlptúra.
En sá galli er á gjöf Njarðar,
að myndimar njóta sín alls ekki
á þessum stað né umhverfi, svo
sem þær eru settar upp, því að
hið steinhellulagða gólf gleypir
þær bókstaflega með húð og hári,
ef svo má að orði komast. Hér
eru nefnilega á ferðinni langtum
betri og sterkari verk en fram
kemur í fljótu bragði, og hefðu
þau trúlega notið sín margfalt
betur í Nýlistasafninu eða Nor-
ræna húsinu, sem búa yfir meiri
sveigjanleika en Kjarvalsstaðir í
núverandi formi, að ekki sé talað
um lýsingarmöguleika.
Einhvem veginn gmnar mig,
að á listakonuna hafi runnið tvær
grímur er hún sá upphaflegu út-
komuna og því bætt áðumefndum
tveim verkum við til að hressa
upp á heildina. Þau njóta sín líka
ólíkt betur, en gera það um leið
enn meira áberandi hve hin njóta
sín illa. Undantekningar em þó
myndimar úr ryðfría stálinu, sem
em vel gerðar og bera svip af
menntun hennar sem gull- og silf-
ursmiðs, sem hún fullnumaði sig
í áður en hún lagði út í myndlist-
arnám. Væntanlega lærir
Hansína af reynslunni og býður
næst upp á sýningu í umhverfi
Hansína Jensdóttir
og uppsetningu, sem hæfir mynd-
unum og dregur sérkenni þeirra
fram í stað þess að vinna gegn
þeim.
Doriana Chiarini
AIDA
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Einu sinni eða tvisvar hef ég
vísast ritað um uppákomur í því
fræga galleríi, er nefnist „Gangur-
inn“ eða réttara sagt „The Corrid-
or“ á fínu máli.
Þar hanga að staðaldri uppi
myndverk eftir vini og samhetja
hins unga myndlistarmanns,
Helga Þorgils Friðjónssonar, inn-
lenda sem útlenda.
Svo frægt er galleríið, að
svissneski myndlistarmaðurinn
Helmut Federle hefur gert mál-
verk í nýflatarlist, er hann tileink-
ar því, og hefur það ratað í virt
útlend listtímarit í lit og á gljá-
pappír. Eins og nafnið ber með
sér, er galleríið í fordyri íbúðar
listamannsins á Rekagranda 8,
og þangað geta áhugasamir lagt
leið sína, ef vill.
Eiginlega var það meiningin að
láta útlend tímarit að mestu eða
alfarið um að geta sýninga á
staðnum, enda virðist það einna
helst rekið í því skyni að komast
í þau. En á dögunum beið mín
fallegt gult boðskort í afgreiðslu
ritstjórnar blaðsins með tilmælum
um að skoða myndlistarsýningu
ítalskrar listakonu með hið tæl-
andi nafn Doriana Chiarini.
Væntingamar voru því miklar
og ég eins og faraldur á staðinn,
en þegar þangað kom, gat að líta
fjórar myndir af fímm á gólfinu,
— en þar höfðu þær hafnað vegna
lélegra festinga á veggina. Upp-
lýsingar um listakonuna voru og
engar á staðnum, og þótti mér
þetta hálf klént, sem einhverjum
aðdáendum þessa sýningarforms
þykir sjálfsagt nokkuð frakkt af
listrýninum.
Sjálfar myndimar vom nosturs-
lega unnar grafíkmyndir, að mér
sýndist í senn fíngerðar og kven-
legar og hef ég einungis allgott
af viðkynningunni af þeim að
segja.
En einhvemveginn get ég trútt
um talað. Ég er of gamaldags til
að kunna að meta þetta sýningar-
form, sem er spánnýtt og fmm-
legt, þ.e. að hengja upp myndir á
vegg með því að klístra leir aftan
á þær og kalla svo á fulltrúa fjöl-
miðla til að þvælast um þær á
gólfinu.
En að sjálfsögðu þakka ég fyr-
ir mig með virktum.
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Hrönn Hafliðadóttir og Þóra Fríða
Sæmundsdóttir héldu tónleika í
Gamla bíó sl. laugardag og fluttu
söngverk eftir Gluck, Brahms, Schu-
bert, Wagner, Strauss, Poncielli og
Tchaikovsky. Tónleikamir hófust á
aríu Orfeusar. Þrátt fýrir að
Vínarbúar tækju þessari óperu illa í
fyrstu, hefur þetta verk öðlast þá
sérstöðu að vera nær eina óperan í
gamla „bel canto“-stílnum, sem enn
er flutt. Arían Che faro senza
Euridice er meðal fallegustu atriða
verksins. Á eftir aríu Orfeusar voru
þijú lög eftir Brahms, Die Mainacht,
O kúhler Wald og snilldarverkið Lieb-
estreau. Rödd Hrannar á sérlega vel
við ljóðalögin eftir Brahms en þó er
eins og öndunartæknin sé henni ein-
________Tónlist
Jón Ásgeirsson
Óperan Aida hefur nú um skeið
gengið fýrir fullu húsi og er sýningin
enn jafn heillandi og undirritaður
man hana frá frumsýningunni.
Breytingar hafa síðan þá orðið í
mannahaldi og einnig, að nú er texti
óperunnar sýndur með ljósvarpa.
Trúlega em fáir trúaðir á slíka ný-
breytni en þar sem oft er mjög mikið
um endurtekningar á texta og sú
aðferð viðhöfð, að sleppa þeim, veld-
ur textamyndin litlum tmflunum en
vekur hins vegar athygli á einstaka
mikilvægum orðum í söngtextanum.
Það er sem sagt vel til fundið að
texta ópemr á þennan máta. Þær
breytingar sem orðið hafa í manna-
haldi, er fyrst að telja, að Anna
Júlíana Sveinsdóttir syngur Amneris
og gerir það mjög vel, bæði hvað
leik og söng snertir, t.d. í atriðinu
þegar Amneris fær Aidu til að opin-
bera ást sína á Radames, í túlkun
hennar á angist Amneris er Radames
vill ekki þýðast hana og síðast, er
hún formælir prestunum fyrir
grimmd þeirra.
Eiður Á. Gunnarsson er önnur
breytingin á söngliðinu í ópemnni,
hann syngur hlutverk konungsins.
Þetta er lítið hlutverk og gefur ekki
mikið til átaka í söng. Eiður er reynd-
ur söngvari og hefur sungið við
ópemna í Aachen í mörg ár og mun
hafa í hyggju að flytjast heim mjög
fljótlega. Eiður söng sitt litla hlut-
verk ágæta vel, en sú helgimynd, sem
konungurinn á að vera, gefur lítið
hver hemill, þegar hún syngur veikt.
Rödd hefur hún mikla, sérlega fall-
ega og trúlega einstæða ekta „contr-
alt“ og feikna mikið tónsvið.
Öndunarhemill sá sem hér er átt við,
veldur því að víða vantar jafnvægi í
styrk raddarinnar, sérstaklega í veik-
um söng og bar nokkuð á því að
stakir tónar og heilar laghendingar
væm eins og án „stuðnings". Þegar
svo er brotist yfír þessar hömlur
verður tónunin oftlega all sterk mið-
að við heildarsvip lagsins. Þama er
eitthvað sem má bæta og þá er Hrönn
Hafliðadóttir feikna góð söngkona. I
Schubert-lögunum var röddin í betra
jafnvægi, sérstaklega í Der Wander-
er. í Wesendonk-lögunum eftir
Wagner var söngur Hrannar góður
og sömuleiðis túlkun ljóðanna en lög-
in eftir Strauss vom með sama merki
brennd og þau sem hún söng eftir
Brahms og Schubert.
annað svigrúm í túlkun en upphafínn
virðuleika.
Eins og fyrr sagði var óperan sú
sama og á frumsýningunni því Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og Garðar
sungu frábærlega vel, t.d. lokaatrið-
ið, sem var tindrandi fagurt. Kristinn
var og stórbrotinn, Viðar í mikilli
framför, Katrín góð og kórinn einn-
ig. Dansararnir vom góðir en dans-
inn sem á að vera táknrænn fyrir
helgun og sigurmögnun sverðs þess
er Radames á að bera gegn óvinun-
um, var að þessu sinni dansaður
mjög fallega af Ingibjörgu A. Jóns-
dóttur. Nokkrir hafa og komið við
sögu í stjóm hljómsveitar og nú stóð
Páll P. Pálsson og stýrði sýningunni
af öryggi og festu. Hvað undirritaður
man til samanburðar, þá er ekki frítt
við að hraðinn sé ívið minni á ein-
staka atriðum. Hljómsveitin var ekki
eins góð og á fmmsýningunni, eink-
um þar sem tónmálið er næstum
einraddað og sérlega viðkvæmt. Þó
skal geta þess sem vel var gert og
það vom nokkrar strófur á óbó, sem
á köflum hljómuðu fallega.
Ópera er margslungið listform og
hefur enn staðið af sér allar umbreyt-
ingar og virðist verða því öflugri
miðill sem fjölmiðlunin eflist. Það
telja fróðir menn vera mest vegna
þess að í leikhúsinu hafa tengslin á
milli áheyrenda og flytjenda eflst til
jafns við fírrð þá sem menn finna
gjaman til í niðursoðinni og einhliða
mötun íjölmiðlanna. Það munar því
að persónur leikhússins em af holdi
og blóði og lifa augnablikið með
áheyrendum.
Tvö síðustu verkefnin á efnis-
skránni vom tvær aríur, sú fyrri úr
La Gioconda, eftir Poncielli og
kveðjuaría Jóhönnu af Örk, eftir
Tchaikovsky. Þama var Hrönn í réttu
hlutverki, þar sem stór rödd hennar
fékk að njóta sín og hefði verið fróð-
legt að heyra rödd hennar boma upp
af hljómsveit í aríu Tchaikovskys.
Djúpsviðið í rödd Hrannar er feikna
fallegt en ef til vill of sterkt fyrir
viðkvæman söng og sama má segja
um hásviðið, sem býr yfír ótrúlegum
krafti. Það er mikil freisting að ætla
svo, að Hrönn hafí blátt áfram ekki
fundið sitt svið, sem án efa má fínna
í einhveijum ópemnum, eins og sann-
aðist í Trúbadomnum. Þrátt fyrir að
Hrönn hafí ekki að fullu getað ham-
ið sína miklu rödd, vom tónleikamir
í heild góðir og til þessa naut hún
ágætrar aðstoðar Þóm Fríðu Sæ-
mundsdóttur.
Hrönn Hafliðadóttir
Bandalag jafnaðarmanna:
Framboð í tveimur kjördæmum
LANDSFUNDUR Bandalags
jafnaðarmanna var haldinn um
helgina. Ákveðið var að bjóða
fram lista til alþingis í tveimur
kjördæmum, Reykjavík og
Reykjanesi. Samþykkt var
stjórnmálaályktun og stefnuskrá
fyrir bandalagið og kosið var í
12 manna landsnefnd.
í stjórnmálaályktuninni er lögð
áhersla á, að skilið verði á milli
löggjafarvalds og framkvæmda-
valds og forsætisráðherra verði
kjörinn beinni kosningu. Skilið verði
á milli dómsvalds og framkvæmda-
valds. Efnt verði til þjófundar um
nýja stjórnarskrá. Valdið verði fært
heim í hérað með stofnun fylkja.
Allir kjósendur í landinu hafí jafnan
atkvæðisrétt. Vinnustaðafélögum
verði leyfð að taka að sér réttindi
og skyldur stéttafélaga.
Allir sé jafnir fyrir lögum og eigi
rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð.
Æðstu embættismenn ríkisins séu
skipaðir eða kosnirJ.il Qögurra ára
í senn. Ábyrgð þingmanna gagn-
vart kjósendum verði skilgreind í
stjórnarskrá. Þingmenn skulu sitja
þing út kjörtímabilið fyrir þann
flokk sem þeir eru kosnir eða víkja
af þingi og ber þá að kalla til vara-
menn. •
Yfímefnd verðlagsráðs sjávarút-
vegsins verði lögð niður og fískverð
verði gefíð frjálst. Ríkisbankar verði
seldir almenningshlutafélögum og
gjaldeyrisverslun gefín fijáls. Verð-
myndunarkerfi og uppbygging
íslensks landbúnaðar verði breytt í
þágu neytenda og bænda. Tengsl
menntastofnana og atvinnulífs
verði efld og atvinnuvegimir fái
fímm fulltrúa í háskólaráði.
Höfuðstóll lána byggðasjóðs
ríkisins verði lækkaður sem nemur
mismun á hækkun launa og lán-
skjaravísitölu. Lánasjóður íslenskra
námsmanna verði gert kleyft að
veita lán til fullrar framfærslu
námsmanna, sem séu að fullu end-
urgreidd en án vaxta. Framiög
ríkisins til menningarmála verði
stóraukin og frelsi fjölmiðla eflt,
m.a. með því -að ieggja niður
pólitískt kjörið útvarpsráð.
Öldruðu fóiki, ellilífeyrisþegum
og öryrkjum, verði gert kleyft að
halda sjálfstæði sínu og mannlegri
reisn, og nýta starfsorku sína.
Greiðslur frá Tryggingastofnun
ríkisins til aldraðra og öryrkja verði
í formi launa sem tryggi að viðkom-
andi geti lifað mannsæmandi lífi
og ekki verði litið á þessar greiðslur
sem ölmusu. Þær verði óháðar at-
vinnutekjum upp að meðaltekjum í
landinu og verði óháðar greiðslum
lífeyrissjóða.
Skóladagur verði samfelldur og
aðstaða og kjör kennara bætt.
Framlög og stuðningur ríkisins við
samtök áhugafólks og sérfræðinga
er starfa að forvömum, fræðslu og
RÍKISMAT sjávarafurða hefur
nú komið á fót vinnumiðlun fyrir
þá starfsmenn, sem sagt var upp
um áramót, á fimmta tug manna.
Uppsagnirnar koma til vegna
þess, að ferskfiskmat er ekki
lengur í höndum Ríkismatsins.
Að sögn Sigurðar Gunnarssonar,
starfsmanns Ríkismatsins, hefur
nokkur hluti fískmatsmanna fengið
fasta vinnu hjá öðrum, nokkur Ijöldi
meðferð vímuefnaneytenda og að-
standenda þeirra verði stóraukin.
Málefni fólks með geðræna sjúk-
dóma verði sérstaklega tekin til
endurskoðunar og framlög ríkisins
til þeirra aukin.
Stutt við málstað friðahreyfínga
og kröfuna um kjarnorkuvopnalaus
svæði svo og alhliða afvopnun. Við
óbreyttar aðstæður styður Banda-
lag jafnaðarmanna aðild íslands að
Nato en telur að tími sé kominn til
að endurskoða vamarsamninginn
við Bandaríkin. Fylgt verði mark-
hefur enga vinnu fengið og ein-
hveijir hafa verið í lausamennsku.
Sigurður sagði, að illa hefði gengið
að koma þessum mönnum fyrir inn-
an ríkisgeirans og því væri aðkall-
andi að útvega þeim vinnu. Mest
aðkallandi væri það á Akureyri,
Akranesi, í Reykjavík, á Snæfells-
nesi og í Vestmannaeyjum. Þetta
væru menn með mikla starfsreynslu
og vanir því að vinan sjálfstætt.
miðum blandaðs hagkerfís um
aukinn hagvöxt og bætt lífskjör
landsmanna, þar sem sífellt er leit-
ast við að sætta hagrænar og
félagslegar aðgerðir.
í landsnefnd Bandalags jafnaðar-
manna voiu kjörin: Alfreð Guð-
mundsson, Anna Kristjánsdóttir,
Georg Georgsson, Guðmundur
Jónsson, Gunnar Þór Jónsson, Helgi
Schiöth, Jónína ívarsdóttir, Ólafur
Ólafsson, Þorgils Axelsson, Þor-
steinn Hákonarson, Þorsteinn Már
Jónsson og Öm S. Jónsson.
Vinnumiðlun stofnunarinanr hefði
því verið sett á laggimar í sam-
vinnu starfsmannafélagsins og
stjórnenda stofnunarinanr. og von-
uðust menn til að geta leyst úr
þessum vandkvæðum á farsælan
hátt, þar sem alltaf væri sárt að
þurfa að segja starfsfólki upp,
kannski eftir áralanga þjónustu.
Ríkismatið stofnar vinnumiðlun