Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 24
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Doktor í véla- verkfræði ÁSLAIJG Haraldsdóttir varði 27. janúar sl. doktorsritgerð sína við vélaverkfræðideild Michigan-há- skóla í Bandaríkjunum. Ritgerð- in ber titilinn „Hæfnibætur með diffurkvóta-afturverkun í línu- legum kerfum“ (Performance improvement by derivative feed- back in linear systems). Hún fjallar um notkun PD-stýringa til að bæta hæfni stýrikerfa með tilliti til viðkvæmni þeirra fyrir óvissu í kerfinu, en einnig er sýnt hvemig PD-stýring eykur svömn kerfa við tmflunum í mælirásum. Áslaug lauk BS-préfi í vélaverk- fræði frá Háskóla íslands í júní 1980 og MS-prófi í sömu grein frá Oklahoma State University. Henni voru veittir margir styrkir til dokt- orsnámsins. Auk þess veitti Michig- an-háskóli henni viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í mars 1985 og 1986. Thor Thors-styrkinn frá íslensk-ameríska félaginu hlaut hún 1980-81. Dr. Áslaug Haraldsdóttir Áslaug er fædd í Reykjavík árið 1956. Foreldrar hennareru Harald- ur Þórðarson, deildarstjóri tækni- deildar SVR og María Á. Guðmundsdóttir, deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu. Áslaug er gift Alireza Behboud og eignuðust þau son, Jónas, þann 6. febrúar sl. Auk þess á Áslaug 11 ára dóttur, Báru Yngvadóttur, sem býr hjá föð- ur sínum á íslandi. V erðj öfnunarsj óður f iskiðnaðarins: Lögvernduð eignaupptaka - segir Heimir Fjelsted um greiðslur í sjóðinn „LOGBUNDNAR greiðslur rækjuframleiðenda í Verðjöfn- unarsjóð fiskiðnaðarins, sem á síðasta ári skiptu hundmðum milljóna, rýra verulega afkomu rækjuvinnslunnar og draga úr sókn eftir sem hæstu verði á mörkuðunum erlendis. Þetta fé skilar sér ekki til viðkomandi fyrirtækja aftur nema í litlum mæli og því má flokka þetta und- ir lögverndaða eignaupptöku, sem ég tel að stangist á við stjórnarskrána,“ sagði Heimir Fjelsted, framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunar hf. á Skaga- strönd í samtali við Morgun- blaðið. „Á síðasta ári voru teknar hundr- uðir milljóna af rækjuvinnslu í Verðjöfnunarsjóðinn og tugmilljónir af einstökum verksmiðjum. Þetta á sér stoð í lögum frá 1969 um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins," sagði Heimir. „Mér virðist þetta vera lög- vemduð eignaupptaka, sem_ þó stangast á við stjómarskrána. í 67. grein hennar segir: „Eignarréttur- inn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Þessar greiðslur skila sér ekki til baka til viðkomandi fyrir- tækja nema að litlum hluta. Fyrir nokkmm ámm hafði rækjuvinnslan hf á Skagaströnd greitt 3 milljónir í þennan sjóð, en fengið eina milljón til baka. Til hvers er maður að beijast fyrir því að ná hæstu verði erlendis hveiju sinni, þegar kúfurinn og jafnframt ávinningurinn er tekinn af á þennan hátt? I dag em tekin 12% af cif verði rækjunnar, sem gæti verið að meðaltali um 480 krónur á kíló, eða 57,60 krónur. Þetta fé mætti nota til uppbygging- ar innan fyrirtækjanna og greiða niður tap undanfarinna ára. Enn- fremur mætti nota það til hækkunar hréfnisverðs til sjómanna. Mun rétt- ara væri að sjóðurinn yrði lagður niður og menn taki áföllum, sveifl- um í markaðsverði sjálfir. Þá er það forkastanlegt að fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna geti komið í veg fyrir að fiskiðnaðurinn leggi niður eigin sjóð eins og raunin er. Því má líkja þessu við það, að væri eitt- hvert dagblað rekið með hagnaði, að til kæmi einhver sjóður, sem tæki kúfirin af hagnaðinum og færði öðmm, sem rekin væm með tapi. Þetta er auðvitað fásinna og harður sosialismi í framkvæmd," sagði Heimir. Klífa 7455 metra hátt fjall í Nepal Morgunblaðið/Þorkell Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. Þau búast við að ná tindi Gangapurna i Nepal í lok næsta mánaðar. Það yrði hæsta fjall sem Islendingar hafa klifið. FIMM félagar úr íslenska Alpa- klúbbnum freista þess í næsta mánuði að ná toppi hæsta fjalls sem íslendingar hafa klifið. Fjallið sem um ræðir er í Nepal og nefnist Gangapurna. Það er 7455 metra hátt. Gangapurna var klifið í fyrsta sinni árið 1962 og aðeins tíu hópar hafa komist á tindinn svo vitað sé. Þetta er í fyrsta skipti sem islenskir aðilar skipuleggja leiðangur til Himmalaya-fjalla. Að sögn Torfa Hjaltasonar er hér um að ræða meðlimi sama hóps og kleif fjallið Huascaran í Perú fyrir tveimur ámm. „Undir- búningur leiðangurs íjallgöngu- manna hefst í raun með leit að fjalli sem hentar getu þeirra. Eft- ir komuna frá Perú fómm við að leita að fjalli í Himalaya sem væri eðlilegt framhald af þeim sem við höfum áður klifið," sagði Torfi. „Gangapurna var eitt um það bil tíu fjalla sem við öfluðum okkur nákvæmra upplýsinga um til þess að geta áttað okkur á því hvert þeirra hentaði hópnum.“ Hann sagði að við skipulagn- ingu leiðangursins hefðu þau notið aðstoðar fjallgöngumanns sem er búsettur í Nepal. Hann hefur haft milligöngu um samn- inga við þarlend stjómvöld. Nauðsynlegt er að „panta“ eftir- sótt fjöll með fyrirvara og gi-eiða leyfisgjald áður en lagt er af stað. í Nepal munu leiðangursmenn ráða 50-60 burðar og aðstoðar- menn sem fylgja hópnum að rótum fjallsins. í leiðangrinum taka þátt tíu manns. Þau munu halda hópinn þar til komið er að Gangapuma en þá verður hópnum tvískipt. Fjórir leiðangursmenn ætla að ganga um fjalllendi í nágrenni Gangapuma, á meðan félagar þeirra klífa toppinn. Guðmundur Pétursson leiðangurstjóri hyggst ganga upp að snjólínu sem er í 5500 metra hæð, en bíða þar meðan fimmmenningamir reyna við háfjallið. Þau gera ráð fyrir að það taki sex daga að ná tindin- um. „Ferðin hefst með flugi til Kathmandu höfuðborgar Nepal,“ sagði Anna Lára Friðriksdóttir. „Þar ætlum við að kaupa vistir til fararinnar og halda síðan með rútu til borgarinnar Pohkara. í Pohkara bætast burðarmenn og aðstoðarmenn í hópinn og leiðang- urinn byijar. Við byijum á því að ganga langan dal sem liggur upp að Gangapurna. Sú gönguferð tekur sennilega viku því um tor- færu er að fara. Við enda leiðar- innar setjum við upp bækistöðvar. Áður en ráðist er í sjálfa fjall- gönguna er síðan ætlunin að klífa nokkur Qöll í nágrenninu sem eru 5500-6500 metra há, til þess að æfa okkur," sagði hún. Anna sagði að stærsta vanda- málið við fjallgöngu í þessari hæð væri að aðlagast súrefnisleysi. Líkaminn gæti aukið framleiðslu rauðu blóðkornanna sem flytja súrefni en til þess þyrfti æfingu. Þessari aðlögun fylgir gjarna svimi og vanlíðan. Gangan á háfjallið á að hefjast í síðustu viku aprílmánaðar. Þá verða settar upp búðir í 5500 metra hæð, þaðan sem fimmmen- ingamir leggja upp. Takist þeim ekki að komast á tindinn í fyrstu tilraun af einhveijum ástæðum eru þau staðráðin í að reyna aft- ur. Eru því 12 dagar í áætluninni fráteknir fyrir þennan hluta leið- angursins. Á meðan fimmmenningarnir klífa tindinn, munu fjórar konur í hópnum fara í 20 daga göngu- ferð í kringum fjallið. í þeirri ferð verður farið yfir fjöll og fímindi og meðal annars kannað fjöl- skrúðugt plöntu og dýralíf í Himmalaya. Torfi sagði að við undirbúning ferðarinnar hefði hópurinn notið velvildar fyrirtækja og einkaaðila, þeirra á meðal em Útilíf, Domus, Amarflug, Tjaldborg, Henson og Bmnabótafélag Islands. Ú-beygjur bannaðar MorgunblaðidV GÓI Borgarráð hefur samþykkt samkvæmt tillögu umferðardeildar borgarinnar að banna U-beygjur á Reykjanesbraut. Eftirleiðis er bannað að taka U-beygju á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðar- vegar, Smiðjuvegar, Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar. Hafnarfjörður: Ný æskylýðs- miðstöð keypt BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarð- ar hefur keypt hluta húsnæðis við Strandgötu 1 til 3, Skip- hól, fyrir æskulýðsmiðstöð. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar bæjarstjóra er reiknað með að starfsemin geti hafist um mitt ár. Keyptur verður búnaður og húsgögn gerð þannig úr garði að þau hæfi ungu fólki. Æskulýð- smiðstöðin verður að hluta til á annarri og þriðju hæð hússins á rúmum 445 fremetrum. Kaupverðið er 9,9 millj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.