Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
27
Ólögleg efni í innfluttri mat-
vöru flæða inn á markaðinn
— segir Elín Hilmarsdóttir, matvælafræðiiignr
ÓLÖGLEG efni í innfluttum
vörutegundum eru algeng hér á
landi og flæða óheft inn á mark-
aðinn, að sögn Elínar Hilmars-
dóttur, matvælaf ræðings hjá
Félagi íslenskra iðnrekenda.
„Efnanna er oftast getið utan á
vörunni. Þau eru þá ef til vill
lögleg í framleiðslulandinu, en
ólögleg hér á landi og innlendum
framleiðendum er því meinað að
nota þau í framleiðslu sina."
Félag íslenskra iðnrekenda í
samvinnu við Neytendasamtökin
hefur að undanförnu kannað merk-
ingar drykkjarvöru og nýlega er
könnun á sælgæti lokið. Fyrir-
hugaðar eru sams konar kannanir
á matvöru og ýmsum efnum til
hreingerninga. I niðurstöðum könn-
unarinnar á drykkjarvöru var
hlutfall ófullnægjandi sýna 35,2%
og mælst hefur verið til þess að
25 erlend sýni og 15 innlend verði
fjarlægð af markaðnum ýmist
vegna ónógra merkinga eða ólög-
legra efna í drykkjunum. Varðandi
sælgætið, var 31,8% sýnanna ófull-
nægjandi.
Elín sagði að vörurnar hefðu
ekki verið efnagreindar að sinni
Abyrgöar
sjóður lög-
manna greið-
ir bætur í
fyrsta sinni
STJÓRN Lögmannafélags ís-
lands hefur afgreitt fyrstu
umsóknir um greiðslu úr
ábyrgðasjóði lögmanna síðan
sjóðurinn var stofnaður árið
1976. Fjórar umsóknir bárust
sjóðnum vegna krafna á hendur
lögmanni í Reykjavík sem var
nýlega lýstur gjaldþrota. Þrjár
þeirra hafa verið afgreiddar og
að sögn Hafþórs Inga Jónssonar
framkvæmdasljóra félagsins er
búist við að sú fjórða verði af-
greidd í næstu viku.
Einn umsækjenda, Rúnar Þór
Björnsson, hefur framselt sjóðnum
kröfu sína á hendur lögmanninum.
Rúnar varð fyrir slysi á skemmti-
staðnum H-100 á Akureyri fyrir sjö
árum þegar hann féll niður um
lyftuop. Lögmaðurinn fékk skaða-
bætur sem Rúnari höfðu verið
dæmdar greiddar út með skulda-
bréfum á sínu nafni og barst féð
aldrei í hendur rétts eiganda. Rúnar
gerði þá fjárnámsbeiðni í eigum
skemmtistaðarins sem fógetaréttur
á Akureyri vísaði frá.
Abyrgðasjóðurinn greiddi Rúnari
þá fjárhæð sem honum voru dæmd-
ar í skaðabætur árið 1984 að
viðbættum vöxtum, eða um 1,9
milljónir króna. „Eg er ánægður
með að þessu máli skuli loksins
vera lokið. Þó ég hefði kosið að
málið hefði farið rétta leið í dóms-
kerfínu er betri einn fugl í hendi
en tveir í skógi," sagði Rúnar í
samtali við blaðamann.
Að sögn Hafþórs munu þeir sem
sjóðurinn greiðir bætur framselja
honum kröfur sínar á hendur við-
komandi lögmanni.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
þannig að ekki stoðaði fyrir yfír-
mann Hollustuverndar ríkisins að
afsaka sig með því að stofnunin
hefði ekki rannsóknarstofu á sínum
snærum. Ólöglegu efnanna var get-
ið utan á umbúðunum. „Við viljum
ekki birta lista opinberlega yfir
þessar vörur að svo stöddu heldur
tókum við það ráð að senda hann
heilbrigðisráðuneytinu og Hollustu-
verndinni til að sjá framvindu mála.
Ef hinsvegar ekkert verður gert af
hálfu hins opinbera, verðum við
líklegast að birta listann.“
Elín sagði að í drykkjarvörum
væru litarefni og rotvarnarefni í
mörgum tilvikum ólögleg hér á
landi og fengi fólk oft ofnæmi af
völdum þeirra. Þá er mikið af sykur-
lausum innfluttum vörutegundum á
markaðnum hér sem inniha'ida ólög-
leg sætuefni. íslendingum er
bannað að framleiða úr sumum
þessum sætuefnum á meðan ekkert
er gert við því þótt þau flæði inn
á markaðinn erlendis frá. Ólöglegt
er til dæmis að nota „nutrasweet"
í innlenda sælgætisframleiðslu en
það efni er hinsvegar mjög algengt
í innfluttu sælgæti og kemur hingað
óheft á markaðinn," sagði Elín.
Nyja eirnneiuiingstölvan frá IBM
er sannkölluð hamhleypa!
IBM PC XT286 er ný, geysidugleg
einmenningstölva. Vinnslusnerpuna fær hún
úr örgjörvanum Intel 80286 sem gerir hana
allt að þrefalt fljótvirkari en fyrri gerðir PC
XT tölva.
Nýja tölvan er til mikils léttis við flókinn
rekstur nútímafyrirtækja. Segja má að hún
njóti sín best þegar mest ríður á að vinna
fljótt og vel eftir margslungnum forsendum.
Vinnsluminni er allt geymt á aðalborði
tölvunnar. Það er ríflegt, alls 640 KB. Svo má
auðvitað nýta tengiraufar undir minni ef
þörfin stóreykst. Um er að ræða fimm 16-bita
raufar og þrjár átta-bita.
Með tölvunni kemur 20 MB fastur seguldiskur
og disklingastöð fyrir 5,25 þumlunga, l,2ja
MB disklinga.
Af öðrum fylgieiningum PC XT286 má nefna
stóran aflgjafa (157 vött); spjald fyrir rað- og
samsíðatengingu; og rafhlöðudrifna klukku
fyrir tíma og dagsetningu. >.
Ymis viðbótarbúnaður er fáanlegur. Þar er
vert að nefna aukið vinnsluminni í 8,6 MB.
Einnig er mikilvægt að völ er á þrenns konar
disklingastöðvum til viðbótar: 5,25 þumlunga
fyrir 1,2 MB disklinga, 5,25 þumlunga fyrir
360 KB disklinga eða 3,5 þumlunga fyrir 720
KB disklinga.
PC XT286 er að sjálfsögðu samhæfð öðrum
IBM PC XT og AT tölvum. Hún er alltaf
vanda sínum vaxin og gildir þá einu hvort
hún er notuð sem stök einmenningstölva eða
tengd öðrum vélum.
Láttu einhvern af söluaðilum okkar
kynna þér þessa bráðsnjöllu tölvu!
Söluaðilar:
VANDVIRKNIIHVIVETNA
Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf. Nýbýlavegi 16. Sími 641222 Örtölvutækni hf. Ármúla 38. Sími 687220
Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen Hverfísgötu 33.Sími 20560
ARGUS/SÍA