Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
29
Kjðrbók Landsbankans-Góð bók
lyrir bjarta framtlð
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Boðað til land-
kynningar að hol-
lenskum hætti
Arnarflug flytur hingað farand-
sýningu KLM flugfélagsins
Umboðsaðili KLM hér á landi er
Arnarflug. Flugfélögin hafa með
sér samstarf sem felst í gagn-
kvæmri sölu á farmiðum. Þá er
hollenska flugfélagið þjónustuaðili
Arnarflugs á Schiphol-flugvelli við
Amsterdam. Að sögn Halldórs Sig-
urðssonar deildarstjóra hefur
Amarflug unnið markvisst að því
að beina ferðalöngum til Amst-
ermdam undanfarin ár á þeirri
forsendu að þaðan séu nær ótæm-
andi tengimöguleikar með flugi.
Islendingar séu hinsvegar afar
vanafastir hvað þetta varðar og
hafi því í gegnum árin haft viðkomu
í Kaupmannahöfn eða Bretlandi á
leið sinni. Hann benti á að Schiphol
er nú §órði fjölfarnasti flugvöllur í
Evrópu og margverðlaunaður fyrir
þægindi. Þaðan flýgur KLM beint
til rúmlega 80 áfangastaða í Evr-
ópu, Asíu, Afríku, Suður- og
Noður-Ameríku.
í farandsýningu KLM er lögð
áhersla á þetta víðfeðma sam-
göngunet. „Nútíma farþegaþota
flýgur yfír Holland á stundarfjórð-
ungi. En land umlukið sjó er aldrei
lítið,“ segir þulur sýningarinnar og
bendir á að Niðurlendingar hafa í
aldalanga reynslu af siglingum til
fjarlægra landa. Uppbygging
Schiphol-flugvallar sé rökrétt skref
í þróun þjóðar sem byggir afkomu
sína á þjónustu og samgöngum.
KONUNGLEGA Hollenska flug-
félagið, KLM, hélt kynningu á
Hollandi, þjóð og menningu í
Bíóhöllinni og Brodway siðastlið-
inn miðvikudag. Til hennar var
boðið fulltrúum fjölmiðla og fyr-
irtækja sem selja eða veita
ferðaþjónustu. Þessi farandsýn-
ing sem nefnist „Holland kallar“
verður sett upp í 230 borgum á
tveimur árum. Hún samanstend-
ur af litskyggnuröð sem sýnd er
á þremur sýningartjöldum
samtímis með tali og tónum.
Höfundar hennar eru hjónin
Hans og Laura Samson. Búnaður
til sýningarinnar, tölvur, mynd-
vörpur og hljóðkerfi vegur hálfa
aðra smálest.
Til þess að auka á hollenskt svip-
mót voru tveir látbragðsleikarar í
trúðsgervi í för með sýningunni.
Þeir gengu um salinn áður en hún
hófst og tóku þátt í að velja sigur-
vegara í verðlaunagetraun sem efnt
er til að henni lokinni. Heppnir sýn-
ingargestir hlutu þar m.a. farmiða
með KLM og demanta frá Van
Moppens demantafyrirtækinu.
Morgunblaðið/Árri Sæberg
Að lokinni sýningu var dregið úr lausnum i léttri getraun. Annar tveggja látbragðsleikara sem taka þátt
í gamninu talar í hljóðnema hollenska kynnisins. I baksýn er ein af flugfreyjum Arnarflugs í einkennis-
búningi KLM.