Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
35
Danmörk:
Metár
hjá inn-
brotsþjóf-
um 1986
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Árið 1986 var metár hjá inn-
brotsþjófum í Danmörku. Að
meðaltali var stolið jafnvirði
2,5 milljóna danskra króna
(rúml. 14 millj. ísl. kr.) á dag.
Um 220.000 innbrot. komust á
skrár hjá dönskum tryggingarfé-
lögum, 10% fleiri en 1985.
Félögin greiddu 894 milljónir
danskra króna (rúml. 5 milljarða
ísl. kr.) í bætur, 13% meira en
1985.
Fastíísnum
Allt að 50 skip eru nú föst í ís á Eystrasalti, milli Svíþjóðar og Finnlands, og var meðfylgjandi
mynd tekin af einu þeirra norðarlega i hafinu. I Helsingjabotni og Kyrjálabotni er víðast hvar
meters þykkur lagnaðarís. Hefur ástandið ekki verið jafn slæmt á Eystrasalti 30 ár. Hvassir suð-
austanvindar hafa valdið því að víða hefur ísinn pakkast upp og hefur ísbrjótum ekki tekizt að
halda siglingaleiðum opnum.
Júgóslavía:
Hóta hervaldi til að verja
völd kommúnistaflokksins
Verkfallsólgan ognar flokknum og
samstöðu þjóðarbrotanna
Belgrað. AP.
BRANKO Mikulic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sagði á sunnu-
dag, að hernum yrði beitt til að tryggja áframhaldandi völd
kommúnistaflokksins ef þörf krefði. Mikil verkfallsólga, sú mesta
frá stríðslokum, er nú víða í Júgóslavíu og óttast ráðamenn, að
hún kunni að snúast upp í andóf gegn kommúnistaflokknum auk
þess að auka á sundurlyndið nteðal þjóðanna, sem landið byggja.
Mikulic lét þessi orð falla í við-
tali við vestur-þýska fréttamenn
en hann mun fara í opinbera heim-
sókn til Vestur-Þýskalands á
fimmtudag. Tanjug-fréttastofan
júgóslavneska birti það einnig og
hafði eftir Mikulic, að stjórnkerfið
lægi undir árásum manna, sem
vildu koma upp andkommúnískri
stjórnarandstöðu. I fyrradag var
það einnig haft eftir háttsettum
hershöfðingja, að herinn gæti ekki
lokað augunum fyrir því, sem
væri að gerast í landinu, en myndi
hins vegar ekkert aðhafast upp á
eigin spýtur.
Vestrænir stjórnarerindrekar
segja, að hvortveggja yfirlýsingin
sé viðvörun til almennings um að
stjórnin ætli sér ekki sitja hjá ef
óánægjan og ólgan í landinu fara
úr böndunum.
Opinberlega hefur verið frá því
greint, að á tæpum mánuði hafi
11.000 menn á 80 vinnustöðum
lagt niður vinnu eftir að Branko
Mikulic, forsætisráðherra, til-
kynnti, að launahækkanir hefðu
verið stöðvaðar til að ná tökum á
verðbólgunni, sem er um 90%.
Auk launastöðvunarinnar var
ákveðið að tengja launin afköstum
eða framleiðslu en fyrir suma
þýðir það allt að 50% launalækk-
un. Þá var verð á rúmlega 500
neysluvörum, þ. á m. ýmsum
nauðsynjavörum, hækkað veru-
lega.
Ólöglegar verkfallsaðgerðir eru
ekki óalgengar í Júgóslavíu en
yfirleitt standa þær ekki nema í
nokkrar klukkustundir í senn. Svo
hefur einnig verið að þessu sinni
en þó eru þess nokkur dæmi nú,
að menn hafi lagt niður vinnu í
heila viku. Verst er ástandið í
Króatíu þar sem ráðstöfunum
stjórnarinnar hefur verið fylgt
fast eftir og hefur löggæsla verið
efld mjög í Zagreb, höfuðborg
ríkisins og næststærstu borg
Júgóslavíu.
Heldur hefur dregið úr verk-
föllunum síðustu daga en flestir
búast við, að þau aukist aftur um
mánaðamótin þegar launþegar fá
launaumslögin í hendur með
minni pening en áður þrátt fyrir
óðaverðbólguna.
Júgóslavía samanstendur af
sex sjálfstjórnarlýðveldum og
tveimur héruðum að auki og enn
sem komið er hefur óánægjan
beinst að yfirvöldunum á hveijum
stað en síður að alríkisstjórninni.
Hætt er þó við, að ástandið auki
Símamynd/AP
Verkamenn í vefjariðnaði í Belgrað á fundi þar sem ákveðið var
að fara i verkfall til að mótmæla lágum launum.
enn á deilurnar innan stjórnarinn-
ar, sem á við ærinn vanda að
stríða fyrir, óvild og tortryggni
milli iðnvædds norðurhlutans og
vanþróaðs suðurhlutans svo ekki
sé minnst á ágreininginn milli
þjóðarbrotanna. Eru nokkur
þeirra stærst, Serbar, Króatar,
Svartfellingar og Slóvenar, en
einnig má nefna til Sígauna, Al-
bani, Rúmena, Rúþena, Úkraínu-
menn, Slóvaka, Tékka, ítali og
Þjóðveija.
Þegar Branko Mikulic, kunnur
harðlínukommúnisti, tók við
stjórnartaumunum í maí í fyrra
greip hann strax til strangra efna-
hagsráðstafana í glímunni við
verðbólguna. Var þá talið, að hann
nyti mikils stuðnings innan
flokksins um land allt en nú hafa
ríkisstjórnir í nokkrum sjálfstjórn-
arlýðveldanna skorað á hann að
afturkalla launastöðvunina. Er
það einsdæmi í kommúnískri sögu
Júgóslavíu og boðar ekkert gott
fyrir Mikulic.
Almenningur í Júgóslavíu lítur
ekki framtíðina björtum augum
og getur líklega tekið undir með
Zagreb-blaðinu Vjesnik, sem
sagði fyrir nokkrum dögum:
„Ástandið meðal þjóðarinnar gef-
ur ekki fyrirheit um betri tíð og
blóm í haga ... miklu fremur líkist
það aðsteðjandi stórviðri."
Gaddafi
hótar að
setja upp
kjarna-
flaugar
New York. Reuter.
MUAMMAR Gaddafi Libyti-
leiðtogi hótaði í gær að setja
upp sovéskar kjarnaflaugar
meðfram ströndum lands
síns, ef Bandaríkin gerðu
aftur árás á Libyu.
„Libysk stjórnvöld munu þá
lýsa yfir, að landið sé komm-
únískt, sækja um inngöngu í
Varsjárbandalagið og setja
upp sovéskar kjarnaflaugar við
Miðjarðarhafsströnd lands-
ins,“ sagði Gaddafi fyrir milli-
göngu túlks í viðtali við
fréttamann bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC.
Viðtalið við Gaddafi fór
fram í tjaldi hans og var leið-
toginn klæddur leðursamfest-
ingi. Hann sagði, að valdajafn-
vægið á Miðjarðarhafssvæðinu
mundi kollvarpast, léti hann
verða af fyrrnefndum hótun-
um sínum.
„Verði Libya kommúnískt
land, þá verður ekki aftur snú-
ið,“ sagði hann.
„Bandaríkjamenn vita, að
áframhaldandi árásir þeirra
gætu leitt til þess, að Libya
gengi Sovétmönnum og
bandamönnum þeirra á hönd,
og það mundi kollvarpa valda-
jafnvæginu í þessum heims-
hluta,“ sagði Gaddafi.
Libya hefur áður hótað að
ganga í Varsjárbandaiagið, en
NBC sagði, að þetta væri í
fyrsta sinn, sem Gaddafi hefði
hótað að setja upp sovéskar
kjarnaflaugar í landinu.
Muammar Gaddafi
IgTROOPER
Traustur beaar mest á revnir.
ISUZU
Traustur þegar mest á reynir.
Nýr og stórendurbættur,
glæsilegur TROOPER. Væntanlegur í apríl.
mmr[
Opið virka daga 9—18.
Laugardaga 13—17.
BiLVANGURse
HÖFÐABAKK A 9 SÍMI 687300