Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 45 Afmæliskveðja: Guðmundur Björns- son, Akranesi Heiðursmaðurinn Guðmundur Bjömsson er 85 ára í dag. Vinir hans og félagar samfagna honum á þessum degi. Þeim mun ríkari ástæða er til þess, þar sem hann hefur með óbilandi þreki, atgervi og trú á gildi góðs mannlífs staðið af sér á síðustu árum alvarleg áföll sem heilsa hans hefur orðið fyrir. Og hann situr nú keikur í öndvegi fjölskyldu og frænda sem heilsa honum í tilefni dagsins. Eg veit ég mæli fyrir munn flestra að það er bæði gaman og gott að hafa átt Guðmund að sam- ferðamanni. Það er ekki síður ánægjulegt fyrir okkur sem Guð- mundur telur eflaust í hópi yngri manna. Hann er óvenju glaðlyndur maður, sívinnandi og vakinn yfir velferð lands og lýðs. Guðmundur er mannvinur góður, félagslyndur með ágætum og hrókur alls fagnað- ar á mannfundum. Hann er líka einn þeirra íslendinga sem vegna glæsileika og höfðingslundar vekja aðdáun hvar sem þá ber að garði. Aldamótamennirnir létu ekki að sér hæða. Bjartsýni, trúmennska, áræði, festa og fjör hefur einkennt lífsstarf þessa fólks. Guðmundur var strax frá uppvaxtarárum í liðs- sveit og síðar í fylkingarbijósti þessara baráttumanna sem helguðu krafta sína og líf þeirri hugsjón að bæta lífskjör fólksins í landinu og fegra þjóðlífið. Að fylgja samvinnu- stefnunni var því sjálfsagður hlutur og hann skipaði sér í raðir fram- sóknarmanna, sem völdu hann til mikilvægra trúnaðarstarfa. Og enn stendur hann dyggan vörð um flokkinn og Tímann. En Guðmundur er líka einn þeirra vökulu manna sem hugsa um vel- ferð og örlög fólks um víða veröld. Ógnir tveggja heimsstyijalda fengu mikið á hann og við höfum oft rætt um vá hins vitfirrta vígbúnað- arkapphlaups samtímans. Það er heldur ekki í anda hans að horfa uppá erlent heimsveldi hreiðra æ betur um sig hér á landi og sjá menn gera hermang að hugsjón. Þótt við Guðmundur stöndum nú í sitt hvorum stjórnmálaflokki fara pólitísk viðhorf okkar saman að flestu leyti og okkur rennur til rifja sú ógæfa félagshyggjufólksins að geta ekki staðið þétt saman í fylk- ing gegn íhaldsöflunum. Guðmundur Björnsson er Hún- vetningur, fæddur í Núpsdalstungu í Miðfirði þann 24. mars 1902. Foreldrar hans voru Bjöm Jónsson bóndi þar og Ásgerður Bjarnadótt- ir. Guðmundur ólst upp í Núpsdals- tungu í stórum systkinahópi. Þar var mikið menningarheimili og búið rausnarbúi á þeirra tíma mæli- kvarða. Guðmundi er heimabyggðin ákaflega hugstæð. Honum var það til að mynda mikið kappsmál að Núpsdalstunga héldist í byggð þeg- ar ljóst var að ættmennin myndu ekki lengur hafa þar búfestu. Það lætur áreiðanlega engan ósnortinn að koma þangað heim eða ganga upp öll Áusturárgljúfrin inn að Kampsfossi eins og ég gerði eitt sinn í fylgd með syni Guðmundar. Guðmundur var þá að heilsa upp á kunningja og vini vítt og breitt um Miðfjörðinn, þar sem hann er au- fúsugestur á hveijum bæ. Hugur Guðmundar hneigðist fljótt til mennta. Hann stundaði nám í alþýðuskólanum á Hvamms- tanga 1918—1919 og gagnfræða- próf tók hann frá Flensborgarskóla árið 1921. Að því búnu varð hann um skeið farkennari í heimabyggð sinni, sinnti um leið búinu og varð frumkvöðull að menningar- og framfaramálum sveitarinnar. En þótt Guðmundur væri elskur að átthögunum hvarf hann á braut til frekara náms og nú í Kennaraskól- ann og lauk kennaraprófí árið 1934. Ur því lá leið hans á nýjar slóðir. Strax sama ár og Guðmundur lauk kennaraprófí fluttist hann til Akraness og gerðist þar kennari. Akranes varð heimili hans og starfsvettvangur æ síðan. En ein- mitt um þetta leyti, eða árið 1934, varð Guðmundur þeirrar gæfu að- njótandi að ganga að eiga óvenju- lega mannkostakonu, Pálínu Þorsteinsdóttur frá Stöðvarfírði. Hefur sambúð þeirra fært þeim báðum mikla hamingju, enda átt því láni að fagna að eignast fímm óvenjulega vel gerð böm: Gerði Birnu, Ormar Þór, Bjöm Þorstein, Ásgeir og Atla Frey. Þau hjónin bjuggu sér fagurt heimili, þótt efn- in væru ekki mikil í fyrstu, og reistu að ég hygg á árunum í kringum 1950 af miklum myndarskap húsið á Jaðarsbraut 9. Það hygg ég hafa verið fyrir daga Sementsverksmiðj- unnar eitt fegursta byggingarsvæði í bæ á íslandi. Ber húsið á Jaðars- braut vott um mikla snyrtimennsku og smekkvísi. Guðmundi þótti án efa mjög vænt um kennslustarfið og stundaði það af kostgæfni allttil ársins 1972. Hann lét ekki við það sitja að sinna fullri kennslu í bamaskólanum, heldur sá hann um árabil um íslenskukennslu í Iðnskólanum sem fram fór á kvöldin. Ómældar frístundir sínar helgaði hann svo félagsmálastarfí, bæði virkri þátt- töku í bæjarmálastarfi og Fram- sóknarflokknum. Hann var um árabil umboðsmaður Tímans og um langt skeið umboðsmaður Al- mennra trygginga á Akranesi sem var annasamt starf. Það eru ófáir æskumenn sem hafa fengið að njóta hinna miklu kennsluhæfíleika Guðmundar. Fjöl- margir nemendur hans hafa lýst gildi og gagnsemi þeirrar upp- fræðslu sem þeir nutu hjá Guð- mundi. Þeir báru mikla virðingu fyrir honum og tóku hann sér til fyrirmyndar. Mættu menn gjama gefa því meiri gaum nú á síðustu tímum hvers virði mikilhæf kenn- arastétt er fyrir framtíð þessarar þjóðar og meta stéttina að verðleik- um. Til vitnis um þá virðingu sem Guðmundur naut meðal starfs- bræðra sinna er að hann var kjörinn heiðursfélagi Kennarafélags Vest- urlands þegar hann lét af störfum. Guðmundi hefur hlotist margvísleg- ur annar heiður og ber þar hæst að forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi Guðmund ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að fræðslu- og félagsmál- um. Við Hrafnhildur færum Guð- mundi sérstakar hamingjuóskir á afmælisdaginn. Um leið flytjum við honum, frú Pálínu og íjölskyldunni allri bestu þakkir fyrir tryggð og vináttu í tvo áratugi. Við höfum verið hálfgerðir heimagangar á Jað- arsbrautinni þennan tíma og ætíð verið tekið af sömu rausn og hlýju, nú síðast í vetur þegar við áttum þess kost að vera ásamt fíölskvld- unni viðstödd þegar afhjúpuð voru listaverk af þeim hjónum, máluð af Benedikt Gunnarssyni. Það sem ég tók sérstaklega eftir þá sem endranær var hve bamgóður Guð- mundur er. Blíða hans og umhyggja fyrir bamabömum og bamabama- bömum er einstök og til eftirbreytni eins og svo margt annað í fari Guðmundar. Mín börn hafa notið þess engu síður en um afkomendur hans væri að ræða. Það sýnir betur en flest annað mannkosti þess öð- lings og stórhuga sem við hyllum í dag. Guðmundur er að heiman. Baldur Óskarsson Birting a fmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins ero birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar ero birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar eftir að ráða RÁÐUNAUT á sviði efnahagsmála Samvinna ríkisstjórna Norður- landa fer fram á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar. Samvinnan snertir allflest svið samfélagsins. Skrifstofan ann- ast daglega framkvæmd þessa samstarfs. Þar er unnið að und- irbúningi verkefna og fram- kvæmd þeirra ákvarðana, sem teknar eru af meðlimum ráð- herranefndarinnar og annarra stofnana, sem heyra undir hana. Sá sem gegnt hefur starfi ráðunaut- ar á sviði ef nahagsmála (ekonomisk politik) mun innan tíðar láta af störf- um og er þvi staða hans auglýst laustil umsóknar. Ráðunauturinn mun m.a. vinna að undirbúningi funda fjármálaráðherra Norður- landa og norrænu embættismanna- nefndarinnar. Þá mun viökomandi einnig hafa umsjón með þeim verk- efnum, sem unnið er að á þessu sviöi og stýra starfi hinna ýmsu vinnuhópa. Honum kunna einnig aö veröa falin önnur verkefni, til dæmis á sviði iðnaðarmála. Umsækjendur verða að búa yf ir við- eigandi menntun og starfsreynslu og er krafist reynslu af stjórnunar- störfum innan einka- eða ríkisgeir- ans. Starfið reynir bæði á hæfni manna til að vinna sjálfstætt og með öðrum. Að auki er þess krafist að viökomandi hafi mjög gott vald á dönsku, norsku eða sænsku. Starfinu fylgja ferðalög innan Norö- urlanda. Ráöunauturinn mun starfa i Kaup- mannahöfn. Ráðið er til fjögurra ára og kemur framlenging til greina að þeim tíma liðnum. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Skrifstofan býður góð laun og hentuga starfs- aðstöðu. Skrifstofan mun einnig aöstoöa viö að útvega húsnæöi i Kaupmannahöfn. Umsóknarfresturrennurút 13. apríl 1987. Nánari upplýsingar veita: Seppo Suokko, deildarstjóri eða Lennart Lindström, ráðunautur. Mette Vestergaard og Harald Loss- ius veita allar upplýsingar varðandi kaup og kjör. Siminn i Kaupmanna- höfnerOI 11 47 11. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordiska ministerradet Generalsekreteraren Store-Strandstræde 18 DK-1255 Köbenhavn K. Danmark. Ás-tengi TF Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál ^ StaíaioiigjQJxr VESTURGOTU 16 SÍMAR 14680 ?1480 BUDERUS potívatnslAsar Höfum ávallt fyrirfiggjandi pottvatnslása. Leitið ekki langt yfir skammt. VATNSVIRKINN/t ARMÚU 21 - PÓSTHÓLf 8620 - 128 REYKJAVlK SÍMAR VERSIUN 686455. SKRIFSTOf A 685966 Hann er kominn aft- urog kostar aðeins 1 .B65stgr. Mikið úrval af borðum frá kr. 5.520 stgr. BÚSTOFN Sm.ðtuvngi 4. Kópavoqi s.mar 4S470 44S44. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.