Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 48

Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUQAGUR. 24, MARZ 1987 Próf. Oskar Bandle (t.v.) og próf. Peter Foote þurfa greinilega að íhuga orð Hermanns Pálssonar rækilega. A málþingi um norræn fræði eftirSigrúnu Davíðsdóttur Á dögunum voru nokkrir þekktir fræðimenn, er hafa lagt stund á norræn fræði, kjörnir heiðursdokt- orar við Háskóla Íslands. Það voru prófessorarnir Theodore Andersson frá Stanford-háskóla í Kaliforníu, Oskar Bandle frá háskólanum í Ziirich, Peter Foote frá University College í London og Hermann Páls- son frá Edinborg. Þrír þeir síðast- nefndu komu hingað af þessu tilefni og þá var skotið á málþingi í Odda um stefnu og stöðu þessara fræða. Prófessor Bjarni Guðnason stýrði samkomunni. Þeir Bandle og Foote sögðu stuttlega frá hvernig um- horfs væri í fræðunum í næsta nágrenni þeirra, en Hermann reif- aði hvemig rannsóknir á íslend- ingasögum kæmu sér fyrir sjónir. Og svo lögðu viðstaddir líka orð í belg. Vaxandi áhugi í þýzkumælandi iöndum Próf. Oskar Bandle minnti á í upphafi, að norræn fræði hefðu lengi verið sjálfsagður hluti germ- anskra fræða, eða alveg frá því Grimm-bræður voru upp á sitt bezta. Á þeirra tímum, sem eru kenndir rómantísku stefnunni, vo;-u það fyrst og fremst Eddukvæðin, sem fræðimenn sinntu, en áhuginn náði fljótlega til fomsagnanna. Síðastliðin hundrað ár eða svo hefur kennsla í norrænum fræðum farið fram innan germönsku eða ensku deildanna í Þýzkalandi. Bandle sagðist sjálfur hafa numið innan ensku deildarinnar, en fengið síðan áhuga á menningu Norður- landa og íslenzkt fornmál þá enn verið hluti þeirrar heildar. Uppúr 1950 urðu nútíma Norðurlandamál- in sjálfstætt fag, sem keppti þá við fombókmenntimar og germönsk fræði um athygli stúdentanna. Á milli 1960 og 1970 kom fram kyn- slóð, sem hafði litlar mætur á sögulegum viðhorfum, ekki aðeins af pólitískum ástæðum heldur líka vegna andófs við hrifningu nasista og fasista á fornnorrænum bók- menntum. Nú væri hins vegar svo komið, að stúdentar væm aftur uppfullir af sögulegum áhuga og áhuga á gamla tímanum, svo það væm fleiri stúdentar í fom-íslenzku en í nútímabókmenntum Norður- landa. Að lokum gat Bandle þess, að Próf. Oskar Bandle hefur fulla ástæðu til að vera brosmildur, því norræn fræði hafa lengi staðið með blóma í þýzkumælandi löndum. 1988 yrði ráðstefna í Zúrich um Norðurlandabókmenntir, svo lík- lega myndi athygli stúdenta á nágrenninu beinast enn frekar að faginu. Norræna fræði í Bretlandi Peter Foote, fyrrverandi prófess- or, sagði sögu íslenzkra fræða á Bretlandi langa. Þar væri stöðugur, fremur en vaxandi áhugi á faginu. Því miður væri bekkur fræðimanna þar þunnskipaður og yngsta kyn- slóðin harla fámenn. Það stafaði þó ekki síst af því að núverandi ríkisstjórn væri andsnúin öllum menntum, þessumjafnt ogöðmm. Innan fagsins gætir, að sögn Footes, enn mikilla áhrifa frá Gabri- el Turville-Petre, sem var prófessor í Oxford. Hann skrifaði m.a. bók um upptök íslenzkrar sagnaritunar. Flestir þeir sem nú em á miðjum aldri og fást við þessi fræði á Bret- landi em nemendur hans. Próf. Foote benti á, að engin sérstök stofnun sinnti rannsóknum í norrænum fræðum á Bretlandseyj- um og þær væm ekki á neinn hátt miðstýrðar. Þetta stæði þeim mjög fyrir þrifum. Á eftir tölu Footes sagði Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar, að Islend- ingar ættu sjálfir að reyna að koma frekari skipun á kennslu í fom- málinu erlendis. Stofnun Sigurðar Nordals hér ætti einmitt m.a. að rétta út höndina til þeirra manna, sem sinntu slíkri kennslu erlendis. Próf. Foote sagðist gjaman þiggja að íslendingar sendu þeim físk og sendikennara. íslendingasagna- rannsóknir o g villigötur fræðanna Þá var röðin komin að Hermanni Pálssyni að segja sitt álit á nýjustu rannsóknum á Islendingasögum. Hann sagði þar vaða uppi heima- í EINU ORÐISAGT STÓRKOSTLEGT eftir Þorbjörgu Daníelsdóttur Stórkostlegt! Það var orðið sem oftast heyrðist þegar við leituðum álits nokkurra sýningargesta, sem séð höfðu leikritið um Kaj Munk í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 15. mars sl. Hver var Kaj Munk og hvað gerir leikritið um hann svo stór- kostlegt? Flestir fullorðnir vita að Kaj Munk var danskur prestur og skáld og að Þjóðveijar tóku hann af lífi í stríðslok vegna opinskárr- ar andstöðu hans gegn nasisman- um. Margir hafa líka lesið ræðusafn hans, annaðhvort á frummálinu eða í frábærri þýðingu Sigur- bjöms Einarssonar biskups. Enn aðrir hafa séð einhver leikrita hans, a.m.k. Orðið, sem bæði hef- ur verið sýnt hér á sviði og í sjónvarpi. Állir sem einhver kynni hafa haft af manninum Kaj Munk i'ita að hann var stórbrotinn per- sónuleiki sem ekki fetaði troðna slóð meðalmannsins, heldur gekk sína eigin götu með trúna að leið- arljósi og hvatti aðra til að fylgja sér eftir. Leikrit sitt byggir Guðrún Ás- mundsdóttir á ræðusafni Kaj Arnar Jónsson sem Kaj Munk. Munks og ævisögu og henni tekst á einstaklega listrænan hátt að ná fram heilsteyptri persónugerð sem í túlkun Ámars Jónssonar verður ljóslifandi, hrífandi og sterk. Einföld umgjörð, skýrt mótaðar persónur og frumleg framsetning frábærra leikara og leikstjóra vinna saman að því að gera verkið í heild stórkostlegt. Spumingarnar sem beint var til sýningargesta: Hvemig líkaði þér sýningin? Hvernig maður virðist þér Kaj Munk hafa verið? Hvað finnst þér um að setja upp leikrit í kirkju? Arni Böðvarsson, málfars- ráðunautur Ríkisútvarpsins: „Mér finnst leikritið mjög gott og vel upp fært og hæfa vel í þessu umhverfi. Efni leikritsins hvetur fólk til að hugsa um þenn- an sögulega tíma sem leikritið greinir frá og til að hugsa að mörgu öðru leyti.“ Anna Kristín Jónsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir, nemar: Þær stöllur vom sammála um að efni leikritsins ætti erindi til nútímans og að það félli vel til flutnings í kirkju. Kaj Munk hafi verið mjög sterkur persónuleiki, sem mótaðist af samtímanum, en kannski dálítið ofstækisfullur. Guðrún Guðmundsdóttir, Svava Gísladóttir og Guðrún Þorsteins- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.