Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 49
MÖRGUí^ÓLÁÐIÐ, ÞRIÐJUbAGUR 24. MARZ 1987 49 fengnar hégiljur og aðfengnar firrur, en hann vildi einkum staldra við nokkur atriði. Útlendingar virt- ust oft halda að í sagnaskýringum væri nóg að vera vel að sér í nor- rænu, en ekki þyrfti að kunna íslenzku. Hér vissu menn þó, að slíkt væri ekki hægt. Þrátt fyrir góðar og vandaðar útgáfur bæði frá Ámastofnun hér og í Kaupmannahöfn kæmust þær seint og illa til skila. Útgáfur hins íslenzka fomritafélags væm t.d. ofmetnar erlendis. Þannig væm alltof margar rannsóknir byggðar á textum, sem gæfu ekki rétta mynd af sögunum. Undanfarið hefði mikið verið skrifað um heim sagnanna. I þeim heimi bæm menn skam á hól og hetjuðu í Austurveg. Sumir útlend- ingar virtust trúa hvetju einasta atriði í Njálu, eins og hún birtist í útgáfu fomritafélagsins. Menn væm seinir til að skilja, að í rann- sóknum á sögunni þyrfti að miða við eitthvað annað en söguna sjálfa. Sama ætti við um aðrar sögur. En svo væm aðrir menn, sagði Hermann, sem fæm aðrar leiðir, vildu frekar huga að því, hvað t.d. höfundar sagnanna hefðu hugsan- lega lesið, fremur en að lesa sögumar til að fræðast um tíðarfar á söguöld. Slíkum fræðimönnum þætti til að mynda fróðlegt að reyna að grafast fyrir um hvað höfundur Njálu las, áður en hann jók mætu listaverki við heimsbókmenntimar. Eftir framsöguerindin spunnust nokkrar umræður um hitt og þetta varðandi fræðin. Bjami Guðnason benti á, að þó mikið hefði verið skrifað um íslendingasögur, stæð- um við samt að miklu leyti enn í sömu spomm. Enn væri margt óljóst, svo sem um uppmna sagn- anna, um áhrif munnmæla og rita og um stíl sagnanna, svo eitthvað sé nefnt. Sögumar væm svo stór- kostlegar, að þær létu ekkert uppi. Hann minnti á athuganir Peter Foote um lagamálið, þar sem mætti hugsanlega finna mikilvæg atriði varðandi upptök og þróun sögustíls- ins. Hermann sagði lagamálið vissu- lega mikilvægt í þessu sambandi, en eðli lagamáls og frásagna væri gjörólíkt. Vænlegra væri að bera niður í elztu þýðingunum, þegar uppmni sagnastílsins væri gaum- gæfður. Annars mætti ekki týna sér í stílathugunum, þó mikilvægar væm, það þyrfti að líta á fleiri þætti sagnanna. Jakob Benediktsson, fyrrv. rit- stjóri Orðabókar háskólans, benti á, að það vantaði mjög á, að elztu þýðingum heilagramannasagna og sagnfræðirita, hefðu verið gerð góð skil. Auk þessa bar á góma rannsókn- ir á bókmenntalegu og sagnfræði- legu gildi sagnanna og siðfræði þeirra, efni sem alltaf koma upp, ef minnst er á íslendingasögur á annað borð. íslendingasögur — eru þær að verða bókmenntir fyrir útlendinga? Eins og við er að búast þótti heimamönnum nokkuð forvitnilegt að velta því upp við gestina hvað kæmi útlendingum til að lesa íslenzkar fombókmenntir og hveiju máli þær skiptu nútímalesendur. Þar skaut ýmsu upp, svo sem sterkri persónusköpun, nútímalegri frásagnarlist og að allt hið ósagða í sögunum brýndi menn til að tak- ast á við þær. íslendingar hefðu svo staðfræði sagnanna til að styðjast við en útlendingar aðeins sögumar sjálfar og þær dygðu þeim vel. Útlendur gestur meðal áheyr- enda, en hagvanur hér, varpaði því fram í lokin, að sér virtist ungt fólk hér vera öldungis ófrótt og áhugalítið um íslendingasögur, en hins vegar rækist hún oft á útlend- inga, sem þekktu þær vel. Þetta er óneitanlega áleitin athugasemd og leiðir hugann að því, að það stoð- ar lítt að guma af óbrotgjarna og einasta menningararfi okkar, ef við tímum svo ekki að splæsa á hann rannsóknarfé. Það er tómt mál að halda, að íslendingar verði leiðandi í rannsóknum á eigin fombók- menntum öldungis af sjálfu sér, jafnvel þó við hýsum handritin í traustum geymslum vestur á Mel- um. Þó handritin séu góð duga þau harla skammt, svona ein og sér ... „Við emm mjög ánægðar,“ sögðu þær. Eygló Yngvadóttir, komin austan úr Þykkvabæ við sjötta mann: „Þetta er alveg stórkostlegt, það er svo margt sem kemur manni á óvart. Þetta er ógleyman- legt og ég ætla að koma aftur.“ Jóhannes B. Magnússon, fyrrv. meðhjálpari í Dómkirkj- unni: „Mér finnst þetta alveg stórg- ott. Ég hef lesið mikið um Kaj Munk og er kunnugur ævi hans. Mér finnst þetta sannfærandi mynd af honum og túlkunin öll mjög góð, það fara allir vel með sín hlutverk. Mér fyndist ég hefði tapað miklu hefði ég farið á mis við að sjá þetta.“ Gísli Sigurðsson, ritsljóri: „Þetta er fyrst og fremst fram- úrskarandi vel sögð saga og auðséð að hér er rútíneraður leik- húsfræðingur að verki, og það sýnir manni hvað hægt væri að gera með mörg önnur verk, ef slíkur fagmaður setti þau í leik- rænan búning. Framsögnin í þessu verki er líka frábær, einkum hjá Arnari, eins og reyndar alltaf hjá honurn." Lise Munk I viðtali við Víðförla, febr. 1987.: „Uppsetningin fannst mér ein- föld og falleg. Sérstaklega var ég hrifin af myndinni sem dregin er upp af Matthildi og uppvexti litla drengsins. Guðrún hefur komið auga á kjamann í prédikunum mannsins míns og náð að láta hann koma fram í leikritinu. Það er í rauninni ótrúlegt að fyrirfinna manneskju sem prédikanimar hafa haft svona mikil áhrif á.“ Þýskur sjónvarpsmaður, hingað kominn til að gera heim- ildamynd um menningarlífið á íslandi: „Mér líst mjög vel á þetta leik- rit. Við áttum viðtal við Guðrúnu og fengum hugmynd um innihald leiksins. Leikurinn er mjög fag- mannlegur og góður og leikmynd- in góð. Okkur lék einmitt forvitni á að sjá hvemig leikrit er sett upp í kirkju, þar sem kirkjubúnaðurinn er hluti af leikmyndinni." Þijár mæðgur; Guðrún Þor- steinsdóttir, Svava Gísladóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. „Ég er alveg undrandi yfir hvað vel hefur tekist til, þetta er alveg stórkostlegt,“ „Ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum áhrifum af nokkru leikriti, ég fann þessi áhrif um leið og ég kom inn í salinn." „Mér virðist Kaj Mqnk fyrst og fremst hafa verið sannur maður og mikill trúmaður sem hvergi hvikaði frá sannfæringu sinni. Þetta leikrit er ákaflega vel til þess fallið að flytja í kirkju." Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég á engin orð, þetta er svo stórkostlegt og svo miklu meira en ég hafði nokkurn tíma reiknað með.“ Leikritið um Kaj Munk var frumsýnt á dánardægri hans, þann 4. janúar sl., að viðstöddum ekkju hans og syni, Lise og Ame Munk. Það hefur nú verið sýnt samtals 22 sinnum, oftast fyrir fullu húsi. I Leikhúsinu í kirkjunni er „fullt hús“ þó ekki nema 170 sæti. Óvíst er hversu lengi það verður sýnt áfram. Höfuudur er framkvœmdaatjóri Leikhússins í kirkjunni. Boröstofuhúsgögn Ný sending Fjölbreytt úrval BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 4S670 - 44544. lXxjQlíí—iL-Jl— i* 'iiz. '■■ - BIONDA cc -tr ♦•• WILKENS BSF ÆXSILFURBÚÐIN LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ f 29 ÁR .. ........ - ■ - ■■'■■■■ _ HRINGDU ■■'.LMIUI'GIJL'.IIV.; in skuldfærð á greiðslukortareikning þinn mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.