Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 52

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Eftirminnileg'- ur konudagnr! Þankar um kvennalistafundinn á Hótel Isafirði eftír Hildigunni Lóu Högnadóttur Grein sú sem hér fer á eftir birt- ist upphaflega í Vesturlandi, blaði vestfírskra sjálfstæðismanna: „Mér fannst það vel við hæfí sl. sunnudag, svokallaðan konudag frá fomu fari, að sækja fund sem kvennalistakonur höfðu boðað til á Hótel ísafírði. Það sem dró mig á þennan kvennafund var einskær forvitni. Forvitnin um það hvort málflutningur kvennalistakvenna ætti erindi til vestfírskra kvenna og karla. Ég hef áður lýst því yfír í blaðagrein, að ég teldi sérframboð kvenna tímaskekkju. Eftir þennan fund er ég jafn sannfærð um það, að þessar annars ágætu konu eru ekki á réttri leið. Afskaplega klaufalega var haldið á málum við boðun þessa fundar og dróst það um klukkustund að hann hæfíst vegna seinkunar á flugi. Eðlilegra hefði verið úr því að fundurinn var á annað borð aug- lýstur í hádeginu, að auglýst hefði verið frestun hans þar til síðar um daginn. Mér er til efs að fundarkon- ur hefðu haft sömu biðlund eftir karlkyns stjórnmálamanni og hefðu vafalaust einhverjar verið farnar heim. En það verð ég að segja að ég dáðist að þolinmæðinni og þá ekki síst þeirra mæðra sem haft höfðu börn sín með sér, þær létu biðina ekkert á sig fá, né hama- ganginn í bömunum, heldur prjón- uðu og prjónuðu eins og þær ættu lífið að leysa. Ég hugsaði að ekki væri ofsögum sagt af myndarskap íslenskra kvenna, og fór næstum því hjá mér. Á fundum í þeim félög- um sem ég sæki höfum við aldrei ptjónana með okkur (a.m.k. ekki ennþá.) Ef við hefðum þurft að bíða svona lengi eftir frummælanda, þá hefðum við frekar reynt að munda pennana og punkta hjá okkur spumingahríð á viðkomandi ræðu- mann. En það er nú einu sinni svo að misjafnlega fömm vér konur að og kannski þess vegna er þessi grein skrifuð. En ég ætla ekíd út t þá sálma hér, heldur var ætlunin að hugleiða umræddan fund kvennalistans. Allt í einu vom þær svo mættar kvennalistakonumar og fundurinn var settur í hasti. Fyrst talaði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og næst henni María Jóhanna Láms- dóttir. Báðar töluðu þær óþarflega lengi og báðar sögðu þær efnislega það sama. Það er slæmt þegar fmmmælendur tala mjög lengi og þar að auki lá þeim alltof lágt róm- ur, sem bömin vom ekki í neinum vandræðum með að yfírgnæfa á stundum. Málflutningur Maríu Jó- hönnu var ágætlega skipulagður og hún hugleiddi kvennabaráttuna og fór með okkur 100 ár aftur í tímann til þess. Hún sagði okkur jafnframt að samstarf við hina stjórnmála- flokkana hefði ekki komið til greina þar sem hugmyndafræðin væri ger- ólík. Hug’myndaf ræði fyrir konur? En þarna brást skilningurinn mér. Er virkilega hægt í svona litlu þjóðfélagi að búa til einhverja sér- staka hugmyndafræði fyrir konur? Ég hef alltaf haldið að við væmm ein þjóð í einu landi, samfélag karla og kvenna. Emm við ekki öll að vinna saman að ákveðnu marki, því að gera landið okkar áfram byggi- legt? Víst greinir okkur á um leiðir, en ég hefði haldið að stjómmála- flokkarnir væm nógu margir til þess að allir fyndu þar eitthvað við sitt hæfí. Treysta þær sér ekki? Mér líkar ekki alls kostar þessi tilhneiging vissra hópa í þjóðfélag- inu að vilja flokka fólkið í litlar einingar; konur hér, karlar þar, aldraðir þarna og fatlaðir annars staðar o.s.frv. Þetta er ekki fram- farastefna, heldur afturhald. Þess vegna álít ég það ekki rétta leið fyrir konur að halda úti einhverri einkabaráttu. Ég trúi að meginástæðan fyrir því að kvennalistakonur gengu ekki til liðs við hina stjórnmálaflokkanna sé sú að þær treystu sér ekki til þess. Konur hafa vissulega sérstöðu hvað stjórnmálabaráttu varðar og eiga oft erfítt uppdráttar við hlið karla. Kvennalistakonur treystu sér ekki í þessa vinnu öðmvísi en í skjóli sérréttinda sem þær bjuggu sér til sjálfar og kölluðu kvennahug- myndafræði. En það er bara tals- vert mikill munur á kvenréttindum og forréttindum. Allir hinir hefðbundnu stjóm- málaflokkar vilja fá konur til samvinnu. Konur eiga nákvæmlega sama rétt og karlar í stjórnmálafé- lögum. Það er svo undir þeim sjálfum komið hvemig þær spila út. Það er rétt að sú vinna er oft æði hörð fyrir konuna, því karlar em yfírleitt fleiri og telja sig oftar en ekki hæfari en konuna. Konur eiga líka sök sjálfar, þar sem þær hafa hreinlega ekki kært sig um að vera í trúnaðarstörfum eða á list- um og vera ábyrgar. Erum við ósýnilegar? Það er þó á þessum stöðum sem við konur eigum að beijast og breyta viðhorfum karla, en beijast jafnframt við hlið þeirra og sem jafningjar, en ekki í máttlausum þrýstihóp sem verður þannig sökum mannfæðar. María Jóhanna ræddi mjög vítt og breitt um þessi mál, meðal annars um þann draum kvenna að vera sýnilegar. Ég verð nú að segja eins og er að ekki hefði ég trúað því að óreyndu að við væmm ekki sýnilegar, því það emm við sannarlega, að haida öðm fram væri að játa á sig minnimáttar- kennd gagnvart körlum. En við verðum bara að átta okkur á því, að það réttir okkur enginn neitt. Við verðum að hafa fyrir því sjálfar á sama hátt og karlar og séum við jafnhæfar og þeir þá sé ég enga fyrirstöðu. Það gildir nefnilega það sama fyrir okkur konur eins og karla að við verðum að vera hæfar. Hæfar til að gegna því hlutverki sem við emm kallaðar til og þá ekki síst þegar fara á með umboð annarra. Konur geta ekki og mega ekki breyta leikreglum sér í hag. Á fundinum ræddi annar fmm- mælenda um það að konum gengi illa að ná samstöðu. Það er alveg rétt. Það hefur lengi loðað við kon- ur, að þeim gangi illa að ná saman, meira að segja innan sama stjóm- málaflokks. Höfuðandstæðingar þar em ekki karlarnir, heldur þeirra Hildigunnur Lóa Högnadóttir „I svo fámennu kjör- dæmi sem Vestfjörðum tel ég- það mjög var- hugavert að stofna sérstakan kvennalista. Það veikir alla þá bar- áttu sem hefur verið unnin og dreifir at- kvæðum á þann veg, að við gætum átt á hættu að tapa þingmanni frekar en hitt.“ eigin öfund og afbrýði út í kynsyst- ur sínar. Konur fella þyngstu dómana hver um aðra. Þetta vitum við allar. Svo til að rugla þær enn frekar í ríminu koma svo hinir og þessir þrýstihópar til sögunnar og telja þeim trú um að karlar séu að traðka á þeim og margar trúa þessu. Ég hef oftsinnis verið litin homauga af kynsystmm mínum fyrir að hafa áhuga á stjómmálum. Margar hafa sagt sem svo: pólitík, nei, það er sko ekkert fyrir mig, pólitík er mannskemmandi, og fáar vilja raunvemlega koma nálægt henni samkvæmt því. Em sjávarút- vegsmál, sem skipta okkur svo miklu máli, ekki pólitík, eða land- búnaður og orkumál, samgöngur o.s.frv.? Allt þetta og meira til er pólitík. Reynsluheimur kvenna er ekkert meiri pólitík en reynsluheim- ur karla, en samt sáust á fundinum konur sem viðhaft höfðu álíka orð og að ofan greinir. Pólitík eða saumaklúbbur Að hverju em konur að leita, em þær að leita að alvömpólitík eða saumaklúbb? I svo fámennu kjördæmi sem Vestfjörðum tel ég það mjög var- hugavert að stofna sérstakan kvennalista. Það veikir alla þá bar- áttu sem hefur verið unnin og dreifir atrkvæðum á þann veg, að við gætum átt á hættu að tapa þing- manni frekar en hitt. Okkur kæmi það sannarlega betur ef þessar áhugasömu konur legðu krafta sína í að byggja betur upp það sem fyr- ir er. Það gemm við með því að standa saman í þeim félögum sem við störfum í og vera fastar fyrir í þeirri baráttu. Sú kona, sem vill ná árangri í pólitisku starfi, verður að hafa fyrir því á sama hátt og karlinn eins og áður sagði. En í þeiiri baráttu treystir hún ekki síst á kynsystur sínar, að þær hvetji hana. Én því miður er staðreyndin alltof oft sú, að konur láta sig vanta á kjörstaðina, þar sem þeim er gef- inn kostur á vali frambjóðenda. Konur láta sig vanta af ýmsum ástæðum sem sumar hafa verið taldar upp hér, en miklu oftar af áhugaleysi. Konur og karlar eiga að standa saman Nú er stórlega vegið að lands- byggðinni og ég trúi því alls ekki að konur séu áhugalausar um þau mál, enda koma þau okkur öllum við sem hér búum. Það er mjög mikilvægt að nú sé haldið vel á málum. Þar verða konur og karlar að standa saman, en ekki hvor í sínu lagi. Erfíðleikar landsbyggðar- innar verða ekki leystir í fámennum hópi kvenna. I máli Sigríðar Dúnu kom fram að kvennalistinn hafnar núverandi kjördæmaskipan og telur sig hafa heildarsýn yfír landið. Þessi stað- hæfíng er nú dálítið undarleg, svo ekki sé meira sagt. Hún var meira að segja sett fram með jafn mikilli sannfæringu og maður heyrir hjá hinum kokhraustustu karlmönnum. Sigríður Dúna sagði ennfremur að kvennalistinn vildi ekki búa til at- vinnuþingmenn og þess vegna vildu þær hafa þann háttinn á, að skipta þingmönnum út á 2ja ára fresti. Ég sem hef alltaf álitið að það væri kjósandinn sem ákvæði hvað hver og einn sæti lengi á Alþingi. Ég er ekkert viss um að margir væru hrifnir af að fá ekki að ráða yfir atkvæði sínu nema í 2 ár hjá kvennalista, en 4 ár hjá öðrum flokkum. En í framhaldi af atvinnu- mennskunni, þá hefur það aldrei þótt verra í minni sveit að fólk kynni eitthvað til verka og öðlaðist reynslu. Tvö ár þættu ekki langur tími þar. Fáeinar konur tóku til máls á fundi þessum og voru flestar þeirra mjög hikandi. Það þurfti því ekki mikið til að taka af skarið og stofna kvennalista. Ég álít það afar slæmt fyrir Vestfírðinga, ef þeir ætla sér að sóa atkvæðum sínum á lista sem kemur alltaf til með að vera mótað- ur og vera stjórnað af Reykjavíkur- meyjum." Höfundur er verslunarstjóri á Isafirði. Opið bréf til þín Ymsar mistúlkanir og rangfærslur eftir Önnu Bj. $veinsdóttur og Guðbjörgu Emilsdóttur Nú stendur yfír verkfall Hins íslenska kennarafélags. Ymislegt er því sagt og skrifað um laun og störf kennara. Sem betur fer virð- ast flestir sammála um að bæta þurfí kjör kennara og þá ekki þeirra vegna heldur til þess að hæft fólk haldist í stéttinni. Því miður eru kennarar þó allt of oft niðurlægðir með spumingunni um hvort þeir ýinni fyrir launum sínum og það jafnvel dregið í efa. Undanfarið hafa birst í dagblöð- um ýmsar greinar um kaup og kjör kennara, og þar hafa oft komið fram ýmsar rangfærslur og ýmis leikur að tölum sem okkur finnst nauðsynlegt að leiðrétta. Fimmtudaginn 12. mars birtist grein í Morgunblaðihu undir fyrir- sögninni „Byijunarlaun kennara verði 61.319 kr. á rnánuði". I grein- inni stóð . . . „Byrjunarlaun kennara utan persónuuppbótar og annarra álaga eru nú 33—34 þús- und krónur á mánuði“. (leturbr. höf.) Það rétta er hins vegar að: Byijunarlaun grunnskólakenn- ara eru 32.851 kr. samkvæmt launatöflu ríkisstarfsmanna BHMR og BK, 1. desember 1986, flokkur 136 miðað við 148 stig, miðað við þriggja ára háskólamenntun. Persónuuppbót fá allir ríkis- starfsmenn greidda í desember. Sama upphæð er fyrir hvern og einn, óháð þeim launaflokki sem viðkomandi er í. Tekið skal fram að til að fá persónuuppbót þurfa menn að hafa unnið í að minnsta kosti eitt ár hjá ríkinu, þannig að hún leggst ekki á byijunarlaun kennara. Persónuuppbótin var í desember 1986 kr. 7.641. „Undanfarið hafa birst í dagblöðum ýmsar greinar um kaup og kjör kennara, og þar hafa oft komið fram ýmsar rangfærslur og ýmis leikur að tölum sem okkur finnst nauð- synlegt að Ieiðrétta.“ Annað álag. Það álag sem greitt er kennurum er heimavinnu-yfir- vinna (oft nefndir stílapeningar) sem greitt er eingöngu þeim kenn- urum sem kenna svokallaðar bóklegar greinar, til dæmis íslensku, stærðfræði og samfélags- fræði. Kennarar sex ára barna fá aðeins 75% álags þess er þeir fengju við að kenna öðrum árgöngum. Aðrir kennarar sem kenna fög svo sem íþróttir, myndmennt og hand- mennt, fá ekki þetta álag greitt. Stílapeningar eru reiknaðir út frá nemendafjölda, stundafjölda og ákveðnum stuðli 0.0025 klukku- stundir. Dæmi: Kennari í fullu starfi kennir tveimur bekkjum með 20 nemendum í hvorum bekk, samtals 30 vikustundir, fær kr. 1.971 á mánuði. (Sérkjarasamningur fyrir grunnskóla grein 4.2.3.) Kennurum er skylt að sinna gæslu í frímínútum sem eru eins og allir vita kaffíhlé kennara. Laun fyrir gæsluna eru kr. 434 á mán- uði. Tekið skal fram að kennarar geta ekki skorast undan þessari gæslu. Þá er allt álag kennara upp talið. Hæsti taxti grunn- skólakennara Geta má þess að eftir 15 ára starf er grunnskólakennari kominn á hæsta taxta, laun hans eru þá kr. 45.320 á mánuði. Má þá sjá að það stenst ekki að meðaldagvinnu- laun kennara séu 48—49 þúsund eins og kom fram í grein í Morgun- blaðinu föstudaginn 13. mars undir fyrirsögninni „Óbreytt kennslu- skylda en launin hækki minna.“ Ef til vill gerir fólk sér ekki grein fyrir þeirri vinnuaðstöðu sem kenn- arar búa við. I fæstum skólum er vinnuaðstaða fyrir kennara, það er að segja húsrúm, næði, verkfæri og önnur gögn til að vinna þá vinnu utan beinnar kennslu, sem eru 13,25 tímar á viku samkvæmt kjarasamningi. Kennarar þurfa því að hafa aðstöðu heima fyrir þar sem þeir sinna undirbúningsvinnunni. Hingað til hafa kennarar ekki feng- ið greitt fyrir lánað húsnæði né heldur ritföng og þær fræðibækur sem þeir óhjákvæmilega þurfa að hafa til að geta undirbúið sig og fylgst með nýjungum. Vinnutími grunnskólakennara miðað við fulla kennslu er 45,75 klukkustundir á viku. Venjuleg dag- vinna er 40 klukkustundir á viku. Þá sést að kennarar vinna 5,75 stundir framyfir dagvinnu en sam- kvæmt kjarasamningum greiðist sú vinna mörgum mánuðum seinna sem sumarlaun. Við samningu þessarar greinar höfðum við úr mörgum villandi blaðagreinum að velja, umræddar greinar eru því ekkert einsdæmi. Með von um að hafa leiðrétt ein- hveijar rangfærslur og ranghug- myndir um laun kennara. Höfundar eru kennarar við Snæ- landsskóla íKópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.