Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 61
 V > MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 61 Minning: Ingibjörg E. Levy Fædd 2. janúar 1906 Dáin 18. janúar 1987 „Þú áttir öruggt hjarta og íslenskt þor í bylinn og útsýn yfir lífið sem oft er lítið skilin. Ef lífið sorg þér sendi þú sýndir engum harminn en heitt var inn við hjartað ef horft var inn í barminn." (Friðrik Hansen.) I þessum ljóðlínum er margt sem minnir mig á Ingibjörgu Levy. Hún var fædd að Ósum á Vatnsnesi 2. janúar 1906, dóttir hjónanna Agnar Guðmundsdóttur og Eggerts Levy hreppstjóra, ein af 8 börnum þeirra hjóna. Þar ólst hún upp á fjölmennu myndarheimili, þar sem allir urðu að leggja sitt af mörkum í lífsbar- áttunni sem á þeim trhum var hörð. Veturinn 1925—6 stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, en það var nánast eina námið sem um var að ræða fyrir stúlkur á þessum árum. Ingibjörg giftist Hirti Eiríkssyni, hæfileikaríkum dugnaðarmanni frá Hvammstanga, og þangað fluttist hún. Ekki voru þau rík af veraldleg- um efnum en þau áttu sterka trú á framtíðina. I sameiningu byggðu þau upp myndarlegt heimili ásamt velaverkstæði, sem Hjörtur starf- rækti. Oft mun vinnudagurinn hafa verið langur á þessum árum. Ingi- björg eyddi ekki kröftum sínum í hlaup eða óþarfa hávaða, en gekk þeim mun ákveðnari að því verki sem hún tók sér fyrir hendur hveiju sinni. Það var árið 1963 sem ég byij- aði að vinna hjá Eggerti, syni Ingibjargar, og var ég upp frá því heimagangur á heimilinu í nokkur ár og tók hún mér alltaf sem væri ég einn af fjölskyldunni. Mér eru ógleymanlegar margar stundii' frá þeim árum, þegar húsið var fullt af samstilltri gleði fjöl- skyldunnai'. En alvara og miskunn- arleysi lífsins er oft nær en menn grunar. „Því meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum.“ (Tómas Guðmundsson.) Sorgin gleymdi ekki Ingibjörgu. Þann 11. febrúar 1965 misstu þau hjón tvo syni sína í sjóinn, Hrein, 28 ára, og Skúla Hún, nýorðinn 20 ára, er bátur sem Hreinn átti fórst í aftakaveðri fyrir vestan land á leið frá Hvammstanga til Grinda- víkur. Harm sinn bar Ingibjörg með einstakri stillingu þó að slíkur miss- ir skilji alltaf eftir sár sem aldrei ná að gróa. Eftirlifandi börn Ingibjargar eru: Perla, fædd 3. maí 1938, búsett á Eskifirði; Eggert Heimir, fæddur 13. ágúst 1939, búsettur í Reykjavík; Eiríkur Haukur, fæddur 19. janúar 1941,- búsettur í Reykjavík, og Hilmar, fæddur 9. desember 1948, búsettur á Hvammstanga. Að leiðarlokum kveð ég þessa sæmdarkonu með orðum skáldsins: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Asbjörn Guðmundsson Kveðjuorð: Jóhann Kr. Þorsteins- son trésmiður Þann 27. febrúar sl. andaðist í Landspítalanum Jóhann Kristinn Þorsteinsson trésmiður, Eggjavegi 3, Reykjavík. Jóhann fæddist þ. 30. ágúst 1927 á Skerseyri við Hafnarfjörð. For- eldrar hans voru Þorsteinn Brynj- ólfsson og Sólborg Guðjónsdóttir. Ungur að árum kvæntist Jóhann Gestheiði Árnadóttur, sem látin er fyrir mörgum árum. Þau eignuðust tvo sonu. Annar lést ungur, en hinn, Þorsteinn Jóhannsson, er búsettur á Selfossi. Kynni okkar Jóhanns urðu með þeim hætti að mann vantaði til breytinga á húsi Rauða krossins við Oldugötu og var ég beðinn, að mig minnir af Ingólfi bróður Jóhanns, að vinna með honum á téðum stað, sem og ég gerði. Með okkur tókst ágætis samvinna. Hélt ég kunn- ingsskap við Jóhann það sem eftir var ævi hans. Gott var að vinna með Jóhanni, því maðurinn var með afbrigðum skemmtilegur og ennþá betri heim að sækja. Mér er minnisstætt eitt sinn er ég var í heimsókn ásamt tveimur öði-um, að á annan klukkutíma reytti hann látlaust af sér brandar- ana og nærstaddir veltust um áf hlátri. Eitt sinn sátum við tveir saman á heimili Jóhanns vestur undir Ána- naustum. Mér finnst eins og gengið sé um gólf, en sé engan, gekk svo til um hríð, er ég minnist á þetta við Jóhann, sem svarar: ert þú þá svona? Ég varð að játa það. Mér varð þá ljóst að hann varð margs vísari en almennt gerist. Jóhann lét þess getið að í hvert sinn, sem vín væri um hönd haft í húsi þessu, gerði framliðinn drengur vart við sig með þessum hætti. Nokkrum dögum fyrir andlát Jóhanns heimsótti ég hann og átti hann þá eifitt um mál, svo var af honum dregið, en ekki var á honum að sjá að hann óttaðist dauðann. Ég sendi aðstandendum Jóhanns mínar beztu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hans. Eyvindur Friðgeirsson Aftur til Oz sýnd í Bíóhöllinni Framhald af Galdrakarlinum í Oz Tónabíó sýnir myndina „Tölvan“ TÓNABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Tölvan“. Með aðalhlutverk í myndinni fara Timothy Bottoms, De- ana Jurgens og John Pliillip Law. Leikstjóri er John G. Thomas. Myndin fjallar um Casey Cain sem hefur alla tíð verið heyrnar- laus og lifir í sínum þögla heimi. Hann hefur góða vinnu þar sem hann á góða félaga en hann á sitt leyndarmál — honum hefur tekist að smíða tölvu sem getur heyrt og talað fyrir hann. Stórt tölvufyrirtæki sér gróða í upp- fínningu hans og svífst einskis til að ná henni til sín. En Casey kynnistungri konu, Marciu, sem er talkennari og heimur hans gjörbreytist í kjölfar þess, segir í frétt kvikmyndahússins. BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á Walt Disney-myndinni Aftur til Oz, en það er framhald af myndinni Galdrakarlinn frá Oz. Með aðalhlutverkið fer Fairuza Balk, sem leikur Dorothy litlu. í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir að þetta sé ævintýramynd sem fjalli um Dorothy, sem sífellt dreymir um landið sem vinir hennar búa í. Hún hefur hugboð um að vinir hennar þar séu í einhverri klípu. Hún kemst til landsins, en þar er margt breytt frá því hún var þar síðast. Nýir valdhafar eru komnir til sögunnar og er þar helst- ur Nómakóngur, sem breytir öllum í skartgripi sem hann nær á vald sitt. Meðal þeirra eru ýmsir vinir Dorothy. t Þakka hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns, ÓLAFS ÞÓRARINSSONAR. Sérstaklega vil ég þakka Siguröi Ólafssyni söngvara. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarna barna, Birna Norðdahl. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall sonar mins, bróður okkar og mágs, HALLDÓRS GÍSLA ODDSSONAR, skipstjóra, Háaleitisbraut 44. Áslaug Guðjónsdóttir, Bjarni Oddsson, Elsa Friðjónsdóttir, Guðjón Oddsson, Gfslfna Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa ÓLAFS ORMSSONAR og heiðruðu minningu hans á einn eða annan hátt. Ormur Ólafsson, Alfa Guðmundsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðjón Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Sérstakt þakklæti færum við starfsfólki Landspítalans, deild 12 A og öllum þeim er vottuðu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sambýlismanns míns, sonar okkar, föður og mágs EINARS ÍSFELD KRISTJÁNSSONAR, Bleikjukvfsl 3. íris Arthúrsdóttir, Sif Ásmundsdóttir, Kristján Benediktsson, Ólöf Isfeld Kristjánsdóttir, Ólöf ísfeld Einarsdóttir, Kristján Haukur Einarsson. Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrfmsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, John E. Duncombe, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JAKOBS GÍSLASONAR, fv. orkumálastjóra. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Borgarspítalans fyrir alúðlega umönnun í veikindum hans. Sigrfður Ásmundsdóttir, Gfsli Jakobsson, Johanne Jakobsson, Jakob Jakobsson, Moira Jakobsson, Ásmundur Jakobsson, Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson, Steinunn Jakobsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir sérstakan hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa GÍSLA ANDRÉSSONAR, hreppstjóra, Hálsi, Kjós. Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Gíslason, Nfna Björnsdóttir, Jón Gfslason, Sólrún Þórarinsdóttir, Halldór Gfslason, Vilborg Sigurðardóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Runólfsson, Andrés Freyr Gfslason, Inga Anna Gunnarsdóttir, Hjörtur Gíslason, Guðrún Ingadóttir, Gfsli Örn Gfslason, Ágústa Gfsladóttir, Sigrfður Kristfn Gfsladóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.