Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 66

Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 4 „ þetto. er ekkert tiL að habx áhyggjaroj) pii pcxrft bara. aJb drekka mára. vcctn." ást er... ... að faðma hana fallega. TM Reo U S Pat. Off.-all rights reserveo c19ö4 Los Angeles Times Syndicale Það hefði nú verið eðlilegt að segja mér að ferðinni væri heitið hingað upp til að hefja smíði fjallaskála? Má er skoða báta sem fara vel við húfuna? HGS er ekki ánægður með vegina í Vestur-Skaftafellssýslu. Myndir er tekin við Mosaháls þar sem unnið var við veginn á síðasta ári. Af hverju eru vegirnir svona vondir í Vestur-Skaftafellssýslu I Af hveiju verðum við Vestur- Skaftfellingar að þola svona vonda vegi? Vissulega er búið að klessa slatta af malbiki hér og þar og þakka skildi það en verst er að það er ekki nóg ef allir hinir vegimir verða algjörlega útundan. Vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Laka- vegi við Eldhraun er bókstaflega búinn og það sama má segja um Landbrotsveg, Meðallandsveg og veginn í Skaftártungu. Að sjálf- sögðu er öllum þeim vegfarendum er keyrðu veginn um Mýrdalssand á síðasta ári sú glæfraferð í fersku minni. Þessir vegir sem um er rætt eru stórhættulegir jafnt kunnugum sem ókunnugum. I vetur mynduð- ust djúp hvörf í vegina sem aldeilis var nú ekki verið að hafa fyrir að laga. Ekki má nú gleyma öllum forarpyttunum sem hafa myndast núna að undanförnu. Reyndar tóku blessaðir vegagerðarmennimir sig til og slettu í helstu pyttina en það var nú ekki verið að velja fínasta ofaníburðinn. Nei, nei, stærðarinnar stórgrýti inn á miðjum vegi. Ég hélt nú lengi í þá veiku von að ástand vega væri svona bág- borið víðar en hér. Því miður komst ég að öðm. Ég fór til Egilsstaða í síðustu viku og alla leiðina þangað var hægt að keyra umhugsunar- laust á 70—90 km hraða og varð mér þá hugsað til „fullrar aðgæslu- veganna" í V-Skaft. Ég skil ekki hvemig þessir vegir eiga að mæta öllum þeim ökuþunga sem er hér ár hvert? HGS Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVtSI Fyrir nokkrum misserum birt- ist forystugrein hér í Morgunblaðinu, þar sem lýst var þungum áhyggjum blaðsins yfir því, hvað strætisvagnar á götum Reykjavíkur yrðu ljótir, ef þeir yrðu málaðir í þeim gula lit, sem þá var ráðgerður. Ahrifamáttur leiðarans reyndist ekki meiri en svo, að skömmu seinna voru allir strætisvagnar borgarinnar mál- aðir gulir og ljótir! í fyrradag birtist hér í blaðinu athyglisverð frásögn eftir Elínu Pálmadóttur, þar sem hún segir frá því, að nokkrir listamenn, þ.á.m. okkar eigin Erró, hafi ver- ið fengnir til þess að skreyta strætisvagna í Frakklandi. Með greininni birtast litmyndir, sem sýna, svo að ekki verður um villzt, að þetta hefur tekizt mjög vel og er skemmtileg nýjung og til- breyting. Sjálfur sagði Erró í viðtali við Elínu: „Ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ef vel tekst til, þá verður haldið áfram og listamenn geta þama fengið ómæld verkefni. Hvað ætli séu margir strætisvagnar í hversu mörgum borgum í Frakklandi? Og svo finnst mér ekki síðra að mála á strætisvagn en t.d. að gera leiktjöld, því strætisvagnar eru úti og fara um allt, svo að fólkið sér þá og býr við þá í dag- legu lífi sínu.“ Hér er tækifæri fyrir Davíð Oddsson til þess að bæta úr þeim alvarlegu mistökum, þegar hann lét mála strætisvagnana í þessum ljóta gula lit. Þetta er tilvalið verkefni fyrir listamenn. XXX þannig t.d. að fyrst mátti heyra viðtalið við þá fyrir utan Arnar- hvol í útvarpi, síðan sama viðtal í Stöð 2 og loks aftur í ríkissjón- varpinu. Víkveija sýnist þessir fjölmiðlar vera komnir í töluverð- an vanda. Það þarf mikla áhugamenn um pólitík til þess að menn leggi á sig að hlusta á sömu viðtölin í 3-4 stöðvum. XXX Víkveiji gat ekki betur séð en ríkissjónvarpið eyddi 20 mínútum í frásögn af málum Alberts Guðmundssonar í frétt- atíma í fyrrakvöld. Það gat út af fyrir sig verið eðlilegt, ef sjón- varpið hefði haft einhveijar raunverulegar fréttir að færa. En svo var ekki. Athyglisvert er, að nú eru sjónvarps- og útvarps- stöðvar komnar í þá stöðu að senda út sömu viðtölin við menn. Fréttamenn þessara stöðva töluðu samtímis við Þorstein og Albert á sunnudagsmorgun, Nú hefur sjónvarpið lokið við að sýna spænska mynda- flokkinn um Goya og í fyrrakvöld tók við franskur myndaflokkur um Colette. Það er óskapleg hvíld í því fólgin -þótt ekki kæmi ann- að til!- að horfa á sjónvarpsþætti, sem búnir eru til annars staðar en í Bandaríkjunum. Þetta ameríska rusl er orðið yfirþyrm- andi í sjónvarpsstöðvunum hér. Ríkissjónvarpið stendur sig vel að þessu leyti. Stöð 2 má áreiðan- lega fara að gæta sín að missa ekki áhorfendur og áskrifendur af þessum sökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.