Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 70
MORGUNBLADIÐ, f>RIf)JUDAGUR 24. MARZ 1987 r70 Vetrarvertíðin: Sandgerði: Ragnar GK fékk 16,5 tonn í netin Sandgerði. RAGNAR GK sem er 14 tonna bátur fékk 16,5 tonn í netin í Patreksfj örður: Sæmilegur af li ^þrátt fyrir leiðinlegt veður Patreksfirði. AFLI báta frá Patreksfirði í síðustu viku var sæmilegur þrátt fyrir leiðindaveður alla vikuna. Sigurey BA landaði 85 tonnum af blönduðum afla eftir 7 daga veiðiferð, Patrekur landaði 85 tonn- um í 4 löndunum, Vestri landaði 58 tonnum í 3 löndunum, Egill BA landaði 40 tonnum í 3 löndunum, Brimnes BA landaði 16 tonnum í 2 löndunum og Andri landaði 16 tonn- um í 3 löndunum. Patrekur, Vestri og Egill eru á netum en Brimnes og Andri eru á línu. Mestur afli línu- ' bátanna er steinbítur. Skelbáturinn Pjóla BA aflaði sæmilega í vikunni. Afla bátsins er ekið á Barðaströnd þar sem hann er unninn hjá Flóka hf. - Fréttaritari. einum róðri í siðustu viku. Ragn- ar varð að fara tvær ferðir til lands með aflann þennan dag. í síðustu viku var hann með 35,2 tonn sem er býsna gott á svo lítinn bát. Heildaraflinn í síðustu viku var 662 tonn og var netabát- urinn Arney með mesta aflann 66.9 tonn í 4 sjóferðum. Þrír bátar komu með loðnu í vik- unni; Dagfari ÞH með 1156 tonn, Pétur Jónsson RE með 757 tonn og Öm KE með 363 tonn. Næstu netabátar urðu: Sæborg með 55,3 tonn, Bergþór með 53,2 tonn, Víðir II með 39,0 tonn, Hafn- arberg með 35,5 tonn, Mummi með 28,2 tonn, Fagranes með 20,1 tonn og Þorkell Ámason með 11,8 tonn. Línubátamir Sigurður Bjamason og Jón Gunnlaugs fóm tvær sjó- ferðir, Sigurður Bjamason fékk 18.9 tonn og Jón Gunnlaugs 14,6 tonn. Afli dragnótabátanna; Bliki með 16,2 tonn og Reykjaborg 6,3 tonn. Elliði sem er á trolli var með 37 tonn, Reynir með 18,8 tonn og Geir Goði með 12,1 tonn. Handfærabátamir sem em 25 fengu 21,2 tonn í vikunni. - BB Morgunblaðið/Sigurgeir Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir, sem væntanlega fer yfir 1000 tonnin I þessari viku. V estmannaeyjar: Þórunn Sveinsdótt- ir komin með 925 tonn á vertíðinni Morgtinblaðið/Kr.Ben. Orn Traustason skipstjóri á Fengsæl landar fiskinum. Vestmannaeyjum. „ÞETTA verður dúndrandi vertíð, allavega hefur þetta gengið ljómandi vél hjá okkur fram að þessu,“ sagði Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE í bryggjuspjalli við fréttaritara Morgunblaðsins. Sigurjón og skipshöfn hans voru að landa 70 tonnum af góðum þorski á laugardaginn og eru þá komnir með 925 tonn að landi frá áramótum. Frábært fiskirí hjá þessum þekkta aflamanni, en hann hefur níu sinnum orðið aflakóngur Vestmannaeyja, þar af átta ár í röð. Fyrst 1973 en síðast 1982. Sem dæmi um gott gengi Sigur- jóns í vetur má taka síðustu viku. Á mánudaginn landaði hann 22 tonnum og setti líka eitthvað í gáma, daginn eftir landaði hann 30 tonnum, á fimmtudaginn 45 tonnum og á laugardaginn 70 tonn- um. „Þetta er það besta sem við höfum verið komnir með á þessum tíma,“ sagði Sigurjón. „Við byijuð- um á dragnót og fengum milli 130-140 tonn af langlúru. Síðan tókum við netin og fengum gott ufsaskot til að byija með en nú er þetta púra þorskur. Það hefur verið leiðinleg tíð í mars og það þarf orð- ið alltaf að sækja fískinn dýpra og dýpra. Það er eins og fiskurinn gangi ekki lengur uppá grunnslóð- ina. ~v Grindavík: „Fjörufiskerí“ hjá bátunum Grindavík. ÞORSKURINN gaf sig til í síðustu viku inn í víkum og vog- um hjá trillunum og minni netabátum eða „í fjörunni“ eins og sjómennirnir kalla það. Á sunnudaginn var Öm Trausta- son skipstjóri á Fengsæl, 16 tonna trillu, að landa 5 tonnum tveggja nátta. Öm er eftirlitsmaður sjávar- útvegsráðuneytisins en notar sumarfríið til að fiska kvótann á Fengsæl. Hann sagði að það væri mjög algengt að eftirlitsmennirnir notuðu sumarfríin sín til að taka að sér ýmist loðnu- eða síldarbát. eða jafnvel litlar trillur. „Á þennan hátt komust við áfram í snertingu við þau störf sem við annars eigum að líta eftir og höfum við allir mjög gott af því,“ sagði hann og brosti. Hmngnir GK kom með mestan afla að landi yfír vikuna 102 tonn. Næstir vom Hrafn GK og Hrafn Sveinbjarnarson III GK með 87 tonn hvor. Sem dæmi um aflann hjá trillunum þá kom Gullfari GK sem er 11 tonna trilla með 3 manna áhöfn með 37 tonn yfir vikuna. Stóm bátamir em flestir komnir að vestan enda datt fiskeríið þar niður. Trollbátar hafa verið í þokka- legu fiskeríi en línubátar átt erfið- ara með að komast á sjó vegna brælu. Loðnuhrognatöku var hætt síðastliðinn laugardag en þá hafði verið tekið á móti 3660 tonnum af loðnuúrgangi. Bátarnir munu landa afgangnum af kvótanum í bræðslu nú á næstu dögum. Tæp 300 tonn af saltfíski fóm í vikunni og eins losnuðu stöðvamar við ufsa og þorskhrogn til Svíþjóðar með MS Amarfelli sem lestaði í Njarðvíkurhöfn um helgina. - Kr.Ben. Við verðum nú að sækja þetta út á 150-250 faðma dýpi, þetta hefur þróast á þennan veg undan- farin ár og maður veit satt að segja ekki hvar þetta endar. Hér fyrr á öldinni var fiskurinn við bæjardyrn- ar. Langafi minn á Eyrarbakka, sem reri á árabát, komst í vaðandi fisk þegar hann kom út úr innsigl- ingunni og varð að sussa á strákana sína: Hafið ekki hátt svo þið fælið ekki fiskana. Nú, um 70 ámm síðar, þurfum við að fara allt út á 250 faðmana til þess að fá fisk,“ sagði Siguijón Óskarsson. Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey, sem verið hefur aflakóng- ur síðustu þijár vertíðir, var með ágætan afla í síðustu viku, rúmlega 100 tonn af þorski. Gullborgin var með 60 tonn og Sólborg 67 tonn. Hjá öðmm var aflinn minni og hjá sumum var ekkert að gagni. Gandí er enn á dragnótinni og landaði tvívegis 20 tonnum í vikunni. */ / • m ’ ' .1 "ý Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE. Tvær togaralandanir vom í vik- unni. Breki með 157 tonn ogBergey með 115 tonnn. Klakkur hefur leg- ið inni í viku vegna bilunar í rafal og Sindri er enn í klössun í Þýska- landi, væntanlegur heim um mánaðamótin. Senn fer Vest- mannaey í stórklössun til Póllands og Breki fer í vélarskipti til Dan- merkur seinni partinn í apríl. Afli var frekar tregur hjá troll- bátum. Annars er orðið vemlega erfitt að fá uppgefnar aflatölur báta, það gerir gámaútflutningur- inn. Nær útilokað er að birta aflaskýrslur svo áreiðanlegar séu, líkt og tíðkaðist hér fyrr á ámm. - hkj. Keflavík: Agætur afli þrátt fyrir að gæftir væru stirðar KefUvfk. AGÆTISAFLI barst á land í Keflavík í síðustu viku þrátt fyrir að gæftir væru stirðar. Heildaraflinn í vikunni var lið- lega 780 tonn sem er 80 tonnum meira en vikuna þar á undan. Hrafn Sveinbjamarson GK sem er á netum var með mestan afla 80,5 tonn í 5 sjóferðum. Færabátamir fengu einn góðan dag og þá fengu Kópur 1850 kíló og Guðrún IS 1600 kíló. Næstu bátar urðu Skagaröst KE með 74,4 tonn, Búrfell KE með 58,1 tonn, Höfrungur II GK með 54,8 tonn, Oddgeir ÞH með 49,6 tonn, Skarfur GK með 48,8 tonn, Stafnes með 44,1 tonn og Happasæll með 42,6 tonn. Allir em þessir bátar á netum. Bcði KE sem er á línu fór aðeins eina sjóferð og var afli hans 17,6 tonn. - BB Afli netabáta hefur g-Iæðst fföfn, Homafirði. FYRRI hluta marsmánaðar var afli netabáta frá Höfn frekar rýr en hefur glæðst í síðustu viku. Hjá fiskiðjuveri KASK var landað 732 tonnum, hjá HOV-fiskverkun var landað 108 tonnum og hjá Hrelli í gáma til útflutnings var landað 70 tonnum. Aflahæstu bátar eru nú Skinney 433 tonn, Vísir 392 tonn, Hvanney 352 tonn, Erlingur 320 tonn, Skógey 316 tonn, Freyr 311 tonn og Stein- unn 310 tonn. Togarinn Þórhallur Daníelsson hefur landað 725 tonnum, sömuleiðis hafa litlu trillumar fiskað vel á handfæri þegar gefið hefur. - AE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.