Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 72
Tillögur nefndar:
Orkuverð dýr-
ustu hita-
. —5/eitna lækk-
að um 20%
Selfossi.
LOKATILLÖGUR til lausnar á
vanda dýrustu hitaveitna lands-
ins verða teknar fyrir í ríkis-
stjórninni í dag. Þar er gort ráð
fyrir að orkuverð hitaveitnanna
lækki um 20%.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í umræðum á
aðalfundi miðstjómar Framsóknar-
flokksins, sem fram fór á Selfossi
um helgina, að lokatillögur væru
væntanlegar frá nefnd og miðuðu
þær að því að lækka orkuverð frá
dýrustu 'hitaveitum landsins um
20%. Hann sagði að ekki yrði lagð-
ur skattur á ódýrari veitur til að
jafna hitunarkostnað á landinu. Til-
lögumar um þetta mál fælu í sér
skuldbreytingar og lengingu á lán-
um veitnanna. Þessar tillögur yrðu
síðan kynntar í lok vikunnar.
— Sig. Jóns.
"^Vertíöin:
Þórunn Sveins-
dóttir VE nálg-
ast 1.000
tonna markið
AFLASKIPIÐ Þórunn Sveins-
dóttir frá Vestmannaeyjum er
aflahæst á yfirstandandi vertíð.
Afii bátsins var kominn í 925
tonn um helgina, og má búast
. við að hann fari yfir 1.000 tonna
^•Nwarkið einhvern næstu daga.
Siguijón Óskarsson, skipstjóri á
Þómnni Sveinsdóttur, varð níu
sinnum aflakóngur Vestmannaeyja
á ámnum 1973 til 1982, þar af
átta ár í röð. Má búast við að hann
endurheimti titilinn í ár. Hann sagði
í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins í Vestmannaeyjum: „Þetta
verður dúndrandi vertíð, a.m.k. hef-
ur þetta gengið ljómandi vel hjá
okkur.“ Sigurjón sagði að þessi afli
væri sá besti sem hann hefði nokk-
um tímann verið kominn með á
þessum tíma.
Sjá fréttir af vetrarvertíðinni
á blaðsíðu 70.
Barn beið
banaá
Klapparstíg
ÞRIGGJA ára gamall drengur
heið bana í slysi á Klapparstíg
síðdegis í gær. Atburðurinn var
tiikynntur til lögreglunnar um
klukkan 18.20.
Drengurinn mun hafa lent undir
hurð. Tildrög slyssins vom að öðm
leyti ekki kunn í gærkvöldi, en
Rannsóknarlögregla ríkisins vann
^ð rannsókn þess.
UNG og óþekkt söngkona,
Halla Margrét Arnadóttir,
söng sigurlag Valgeirs Guð-
jónssonar, „Hægt og hljótt“,
í undanúrslitum söngva-
keppni sjónvarpsstöðva í gær
og mun hún syngja það sama
lag í Brussel í Belgiu þann
9. mai nk. Halla Margrét
sagði í samtali við Morgun-
blaðið eftir sigurinn í gær
að hún stundaði söngnám,
væri á þriðja ári í Söngskól-
anum í Reykjavík og snerist
hennar áhugi fyrst og fremst
um söng og hefði gert um
langa hríð.
„Satt best að segja hafði ég
algjörlega útilokað sigur í
keppninni enda hafði ég um nóg
annað að hugsa. Ég var að
undirbúa mig fyrir sérstakt
próf í skólanum sem ég tók í
gærmorgun og svo vinn ég full-
an vinnudag á skrifstofu með
náminu. Mér ieið ágætlega að
hafa um eitthvað annað að
hugsa en einmitt söngvakeppn-
ina þótt þetta hafi verið mjög
gaman og spennandi allan
tímann.“
Halla Margrét sagðist ekki
vita hvernig Valgeir hefði „upp-
götvað“ sig. Hann vildi ekki
segja sér það og hún vildi helst
ekkert um það vita. Sjálf sagð-
ist hún hafa verið mjög ánægð
með lagið, en átti ekki von á
Morgunblaðið/Einar Falur.
Valgeir Guðjónsson og Halla Margrét Árnadóttir fagna sigri í gærkvöldi.
„Yrði ánægður með 15. sætið í Belgíu“
- segir Valgeir Guðjónsson, höfundur „Hægl og hljótt“
framhaldi. Halla Margrét vildi
ekkert segja um sigur í Belgíu
— hún ætlaði bara að syngja
lagið sitt og reyna að gera það
vel.
Valgeir Guðjónsson sagðist
hafa búið lagið til heima hjá
sér — einn í svefnherberginu
sínu — í fyrra. „Þetta var bara
eitt af þessum lögum sem varð
til allt í einu, alls ekki gert
sérstaklega fyrir söngvakeppn-
ina. Það var sem sagt mjög
hægt og hljótt í kringum þessa
lagasmíð.
Mér fannst þetta lag geta
unnið keppnina eins og hvað
annað. Ég vildi fá nýtt andlit
fram á sjónarsviðið og var að
leita þegar mér var bent á
Höllu Margréti til að syngja
lagið mitt.“ Aðspurður um á
hvaða sæti hann stefndi í
Brussel sagðist Valgeir gera sig
ánægðan með 15. sætið. „Ef
ég fengi 15. sætið í Belgíu,
værum við íslendingar á upp-
leið — ekki satt. Var ekki
Gleðibankinn í því sextánda í
Osló?“
Sjá fréttir, umsögn og
myndir á bls. 39.
Óskar Albert eftir lausn
frá ráðheiraembætti í dag?
Búizt við óbreyttri skipan framboðslistans í Reykjavík, ef svo verður
LÍKLEGT má telja, að Albert
Guðmundsson, iðnaðarráðherra,
óski eftir því að verða leystur
frá ráðherrastörfum í dag. Kem-
ur sú ákvörðun ráðherrans í
kjölfar fundar hans með Þor-
steini Pálssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins, sl. sunnudag um
þær athugasemdir, sem skatt-
rannsóknarstjóri hefur gert við
skattaframtal Alberts. Stjórn
Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík kemur saman
til fundar í dag. Búizt er við, að
niðurstaða þess fundar verði sú,
að framboðslistinn í Reykjavík
verði óbreyttur svo framarlega
sem iðnaðarráðherra biðjist
lausnar frá ráðherraembætti, en
Albert Guðmundsson skipar
efsta sæti listans. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
Þorsteinn Pálsson sammála
þeirri málsmeðferð.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því, að Albert Guðmundsson
hafi ekki tekið endanlega ákvörðun
um að óska eftir lausn frá ráð-
herraembætti í dag. Lokaákvörðun
hans mun byggjast mjög á því,
hvort stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna ákveður að boða til nýs
fulltrúaráðsfundar um skipan fram-
boðslistans. Verði það gert gæti það
orðið til þess að breyta afstöðu ráð-
herrans og leiða til harðari átaka.
Búast n . i v'ið því, að skiptar skoð-
anir verði mnan stjórnar Fulltrúa-
ráðsins, en heimildarmenn
Morgunblaðsins telja fullvíst, að
stuðningur formanns Sjálfstæðis-
flokksins við óbreytta skipan listans
og þar með að Albert Guðmundsson
skipi efsta sæti hans, þrátt fyrir
væntanlega afsögn hans úr ráð-
herraembætti, verði til þess, að
ekki komi til almenns fulltrúaráðs-
fundar um skipan listans.
Verði niðurstaða stjórnar full-
trúaráðsins á þennan veg má gera
ráð fyrir, að ósk Alberts Guðmunds-
sonar um lausn frá ráðherraemb-
ætti komi til afgreiðslu á fundi
þingflokks Sjálfstæðisflokksins kl.
16.00 í dag og mundi iðnaðarráð-
herra þá fá formlega lausn frá
embætti í kvöld eða í fyrramálið.
• Jafnframt mun þingflokkurinn þá
taka afstöðu til þess, hver taki við
iðnaðarráðuneytinu í stað Alberts.
Þar sem skammt er til kosninga
er gert ráð fyrir, að einhver núver-
andi ráðherra Sjálfstæðisflokksins
taki að sér að gegna embættinu til
loka kjörtíniabils.
Albert Guðmundsson kom til
landsins síðdegis á laugardag af
fundi iðnaðarráðherra Norðurlanda
í Kaupmannahöfn. Hann átti fund
með Þorsteini Pálssyni kl. 10.00 á
sunnudagsmorgun en síðdegis á
sunnudag héldu stuðningsmenn Al-
berts almennan en lokaðan fund,
sem skýrt er frá annars staðar í
Morgunblaðinu í dag. Ráðherrarnir
tveir ræddust við á ný eftir hádegi
í gær og jafnframt mun Þorsteinn
Pálsson hafa gert Steingrími Her-
mannssyni, forsætisráðherra, grein
fyrir málinu laust fyrir hádegi í gær.
Sjá frásögn af fundi stuðnings-
manna Alberts Guðmundsson-
ar á bls. 31.