Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 2

Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Iceland Seafood í Bandaríkjunum: Marz söluhæsti mán- uður frá upphafi Alls selt fyrir 767,8 milljónir króna FISKSALA dótturfyrirtækja Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sambandsins í Bandaríkjunum og Bretlandi i marzmánuði gekk mjög vel og varð i öllum tilfellum meiri en i sama mánuði í fyrra. Heildarsala frá áramótum er hins vegar minni að magni til en á sama tíma í fyrra, en meiri í verðmætum. Sala Iceland Seafood í Bandaríkjunum varð meiri í marz siðastliðnum en í nokkrum öðrum mánuði í sögu fyrirtækisins í verðmætum talið. Þá var selt fyrir 767,8 milljónir króna, sem er 51% meira en í marz i fyrra. Salan í þessum löndum fyrsta ársfjórðunginn nam alls um 4,8 milljörðum króna. Sala Iceland Seafood í Banda- ríkjunum í marz síðastliðnum nam 5.521 lest að verðmæti 767,8 millj- ónir króna. Það er meira en í nokkrum mánuði áður, en í marz í fyrra nam salan 4.229 lestum að verðmæti 508,2 milljónir króna. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru seld- ar 12.717 lestir að verðmæti 1,7 milljarður króna, en á sama tíma í fyrra höfðu verið seldar 13.902 lest- ir að verðmæti 1,6 milljarður króna. Aukning í verðmætum talið er 2,2% en magn dróst saman um 8,5%. Sala skrifstofu Iceland Seafood í Bretlandi, en markaðssvæði henn- ar er Vestur-Evrópa, var í marz 156 milljónir króna en i fyrra 150 millj- ónir. Fyrsta ársfjórðunginn voru seldar 4.233 lestir að verðmæti 402 milljónir, en á sama tíma í fyrra höfðu selzt 4.936 lestir að verð- mæti 438 milljónir. Þar er því um að ræða samdrátt, bæði í magni og verðmætum. Sala í Bretlandi og Þýzkalandi dróst saman, en stóð nokkuð í stað í öðrum löndum. Coldwater Seafood í Banda- ríkjunum seldi alls 14.424 lestir að verðmæti 2,3 milljarðar króna fyrstu þijá mánuði ársins. Miðað við sama tíma í fyrra dróst magn saman um 14,5% en verðmæti var hið sama. Salan í marz varð 5.670 lestir að verðmæti 900 milljónir króna. í magni talið er aukning 3% og 20% í verðmætum. Sala flaka og unninnar vöru var nánast sama í magni, 2.586 lestir, sem þýðir 22% aukningu í unninni vöru en 7% sam- drátt í sölu flaka. Pétur Másson, starfsmaður Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið að orsak- ir minni sölu væru fyrst og fremst skortur á flski að heiman, meðal annars vegna verkfalls sjómanna í janúar. Öll flök væru því skömmtuð og ekki næðist að framleiða upp í allar pantanir á unninni vöru. Eysteinn Helgason, forstjóri Ice- land Seafood í Bandaríkjunum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikla aukningu á sölu í mars mætti meðal annars rekja til þess, að fastan væri nú seinna á árinu en í fyrra. Aldrei hefði verið framleitt jafnmikið og selt í einum mánuði og nú. Birgðir af blokk til vinnslu í verksmiðju fyrirtækisins hefðu verið nægar og því hægt að anna eftirspurn, en mögulegt hefði verið að selja mun meira af flökum, hefðu þau fengizt að heiman. Hjúkrunarkonur hjá rík- inu samþykktu naumlega Hjúkrunarkonur á Landakoti og hjá Reykjavíkurborg felldu samninginn Hjúkrunarfræðingar í Hjúkr- unarfélagi íslands sem starfa hjá ríkinu samþykktu naumlega í atkvæðagreiðslu nýgerðan kjarasamning við ríkisvaldið, en Aðalskipu- iag Reykjavík- ur samþykkt AÐALSKIPULAG fyrir, Reykjavíkurborg til ársins 2004 var samþykkt eftir síðari um- ræðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Aðalskipulag var síðast samþykkt í borgarstjórn árið 1962. Borgarfulltrúar voru almennt sammála um meginatriði skipu- lagsins þó áhersluatriði væru mismunandi. Þó var talsverður ágreiningur um þróun umferðar- mála. Aðalskipulagið var sam- þykkt með atkvæðum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks en fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista sátu hjá. hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og á Landa- kotsspítala felldu samninginn. Hefur Hjúkrunarfélagið óskað eftir að viðræður verði teknar upp á nýjan leik við Reykjavíkur- borg og Landakotsspítala, þar sem samningurinn var felldur. Hjúkrunarfræðingar í Hjúkrun- arfélagi íslands, sem starfa hjá Akureyrarbæ, semja sérstaklega og hafa samningar ennþá ekki tekist þar. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg felldu samninginn með 150 atkvæðum gegn 125. Á kjörskrá voru 310, atkvæði greiddu 277, sem er 89,35% þátttaka. Á Landakoti var samningurinn felldur með miklum meirihluta atkvæða, 104 atkvæðum gegn 29. Á kjörskrá voru 142 og atkvæði greiddu 133. Hjúkrunar- fræðingar sem starfa á ríkisstofn- unum samþykktu samninginn með 267 atkvæðum gegn 243! Á kjör- skrá voru 625, en atkvæði greiddu 518. Þá samþykktu hjúkrunarfræð- ingar á sjúkrahúsum landsbyggðar- innar og sjálfseignarstofnunum öðrum en Landakoti samninginn með 184 atkvæðum gegn 98. 361 var á kjörskrá, en atkvæði greiddu 289. Pálína Sigurjónsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að niður- stöður atkvæðagreiðslunnar sýndu að það væri erfitt að vera fyrstur til að semja og ef til vill væri ein af ástæðunum fyrir því að samning- urinn fékk ekki meira fylgi sá tími, sem hann er gerður á. Það hefði verið vitað fyrirfram að skiptar skoðanir væru um samninginn, en stjórn og samninganefnd félagsins hefði talið tilboð viðseinjenda með þeim hætti að ekki væri stætt á öðru en að leggja það undir dóm félagsmanna, enda hefði félagið náð fram ýmsum kröfum sem það hefði barist fyrir í mörg ár, þó menn væru aídrei fullkomlega ánægðir þegar staðið væri upp frá samn- ingaborðinu. „Við viljum ná samn- ingum án átaka og það er ekki um annað að ræða en setjast niður aft- ur og reyna að gera betur," sagði Pálína að lokum. Morgunblaðið/Bjami Brynjólfur Halldórsson tekur á móti veðurkortinu. Veðrið á hádegi í dag: Veður til að stíma á Halann og Víkurálinn - segir BrynjólfurHalldórsson, skipstjóri á f ry stitogar anum Frera „Á FÖSTUDAG verður norð- austanátt á landinu öllu, 6 til 7 vindstig og kuldaskil út af Austfjörðum. Hæð verður yfir Grænlandi og gott veður á Halanum og í Víkurálnum, það er því veður til að stíma þang- að. I Norðursjónum verða 7 til 8 vindstig að norðvestan og skipin, sem eru að sigla með aflann til Bretlands og Þýzka- lands, fá því bullandi lens,“ sagði Bryiyólfur Halldórsson, skipstjóri á Frera RE, í samtali við Morgunblaðið i gær. Brynjólfur er hvorki veðurfræð- ingur né sérstakur veðurspámað- ur. Hann hefur einfaldlega móttökutæki fyrir veðurkort og veðurspár um borð í skipi sínu, en slík tæki eru algeng í stærri skipum flotans. Hann sagðist fá veðurkort og veðurspár frá tveim- ur fýrirtækjum og fylgjast með veðrinu þannig þó hann hlustaði alltaf á veðrið líka. „Það er betra að hafa íslenzku veðurfregnirnar líka, en með þessum tækjum er hægt að komast af án þeirra,“ sagði hann. Brynjólfur sagði að kortin væru unnin með aðstoð gervitungla og gæfu upplýsingar með táknum um vindhraða og úrkomu, en einn- ig væru kortin með lægðum og hæðum og þrýstilínur í þeim segðu þá til um vindhraða. Morgun- blaðsmenn hittu hann um borð í Frera rétt fyrir klukkan 16.30 í gær. í brúnni gekk hann að fyrir- ferðarlitlu tæki upp á vegg og studdi á takka. Eftir augnablik var veðurútlitið fyrir föstudaginn komið á blað; sáraeinfalt. Skip- veijar á stærri skipunum eru því ekki algjörlega háðir þjónustu Veðurstofunnar þó þeir meti hana mikils og þeir geta ennfremur miðlað upplýsingunum til annarra sé þess þörf. \rí> XX CGRRVI C3APR12/ T+24 u í/ x \K Svona verður veðrið á hádegi í dag. „Yar svo vanmáttugnr þarna“ — segir Kristján Rafn Sigurðsson, sem bjargaðist er Reynir EA fórst, en tengdafaðir hans fórst með bátnum Akureyri. „ÉG athugaði strax með Svavar eftir að bátnum hvolfdi en fann ekkert lífsmark með honum. Ég var inni í stýrishúsinu í ein- hvern tíma, en eftir að ég náði að opna dyrnar greip ég i hett- una á úlpunni — ætlaði að toga hann með mér út — en hann var alveg fastur. Hann hefur festst í einhverju. Ég veit ekki hveiju. Það er sárast að hafa ekki náð honum, en maður var svo vanmáttugur þarna.“ Þetta sagði Kristján Rafn Sigurðsson í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins, en Kristján bjarg- aðist er Reyni EA hvolfdi á þriðjudaginn fyrir utan höfnina á Litla-Ársskógssandi. Svavar Guðmundsson, tengdafaðir hans fórst með bátnum. Kristján er 21 árs. Þeir tengda- feðgar voru saman á Reyni þegar trillan lenti í árekstri við ms. Mánafoss á dögunum. Þá var eig- inkona Svavars einnig með. Reynir EA var 6 tonn. Kristján sagði við Morgunblað- ið: „Þetta tók voðalega snöggt af. Við vorum að fara suður á Hauga- nes í fylgd Naustavíkur og Særúnar. Við fórum fyrst frá bryggju og biðum við bryggjuend- ann. Við ætluðum að vera á milli bátanna. Naustavíkin kom út, og þá ventum við og ætluðum að sigla í hlé við þá. Veðrið var alveg bijálað — vindhraðinn mjög mik- ill. Það hallaði á stjómborða hjá okkur og eftir að báturinn fór að halla reyndi Svavar að keyra hann upp. Setti á fullt og sneri. Við voram að komast hlémegin við Naustavíkina en vindurinn var svo mikill að ekki varð við neitt ráðið. Þetta gat ekki farið öðravísi." Svavar og Kristján voru báðir í stýrishúsinu þegar óhappið varð. „Við vorum með alla glugga opna, annars hefðum við ekkert séð út, og stýrishúsið var ekki nema 4-5 sekúndur að fyllast af sjó, en ég náði samt að anda að mér áður en stýrishúsið fylltist." Kristján sagði að mjög dimmt hefði verið þama niðri og hann orðinn lopp- inn, „en samt tókst mér að opna dymar“. Kristján segist hafa verið mjög rólegur þama niðri. „Ég er viss um að það var einhver með mér þama niðri, einhver sem hjálpaði mér. Ég var fullkomlega rólegur. Ég er mjög gjam á að fá innilok- unarkennd, ég geng til dæmis frekar upp stiga en að fara í lyftu. En þama beið ég rólegur — ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að ég hefði gert það.“ Kristján sagði ennfremur að hræðslan hefði ekki farið að gera vart við sig fyrr en hann var kominn um borð í Særúnu, en þangað var honum bjargað í Markúsameti eins og greint var frá í blaðinu í gær. Kristján vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til skipverja á Særúnunni fyrir björgunarstarfið. „Aðstæður voru erfiðar og þessir menn eiga allt það besta skilið.“ Kristján er verkstjóri í rækju- vinnslunni á staðnum en sagðist hafa tekið sér frí til að róa með Svavari. „Ég hef enga ákvörðun tekið - verð að hugsa mín mál,“ sagði Kristján er hann var spurð- ur hvort hann ætlaði aftur á sjóinn. „Ég held þó að ég verði að ná þessari reynslu úr mér — ég verði því að fara aftur og þá á stærri bát. Ég held ég stigi ekki upp í þessa litlu báta á næst- unni,“ sagði Kristján Rafn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.