Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Morgunbladið/Júlíus
Síðustu daga fyrir páska er mikið að gera í pökkunardeildum hjá Nóa — Sirius og Mónu.
Páskaeggin vega fleiri tonn
FRAMLEIÐSLAN á páskaeggj-
um hjá sælgætisverksmiðjum
hefur verið í fullum gangi frá
því um áramót. Nói — Sirius
framleiðir um 325 til 340 þús-
und páskaegg í ár, sem er
nokkur aukning frá í fyrra.
Framleiðslan hjá Sælgætis-
gerðinni Mónu er svipuð og á
síðasta ári.
„Páskaeggin eru á annan tug
tonna að þyngd,“ sagði Sigurður
Marínósson framkvæmdastjóri
Mónu. „Við erum búnir að gjör-
breyta súkkulaðinu í páskaeggj-
unum því íslendingar vilja miklu
minni sykur en áður. Það er svo
mikil vakning hér á landi fyrir
góðu mataræði." Hjá Mónu eru
einnig framleidd sérstök páska-
egg fyrir sykursjúka. Stærð
eggjanna er allt frá 550 grömm-
um og 31 sentimetrum að hæð
með unga, niður í 23 gramma
„lukkuegg", sem pökkuð eru í
álpappír.
„Við framleiðum sennilega um
325 til 340 þúsund páskaegg í
ár, bæði stór og smá,“ sagði Sig-
urður Sigurðsson framleiðslustjóri
Nóa — Sirius. „Framleiðslan hófst
þegar fyrsta vinnudag eftir jól og
er í fullum gangi enn. Við munum
búa til páskaegg fram á síðasta
dag til að anna eftirspum sem fer
vaxandi milli ára.“ Sykurinn í
egginn mælist í tonnum en Nói —
Sirius framleiðir ekki sérstaklega
egg fyrir sykursjúka enn sem
komið er. Stærstu eggin eru 630
gr., 35 sm að hæð, með unga en
minnstu eggin eru 50 gr.
Samningar undirritaðir við Kennarasamband íslands:
Byijunarlaun hækka
um níu þúsund krónur
Morgunblaðið/Emilía
Samningurinn handsalaður. Indriði H. Þorláksson, formaður Samn-
inganefndar ríkisins, til vinstri og Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasambands íslands, til hægri. Einnig eru á myndinni Geir
H. Haarde og Svanhildur Kaaber.
Vildu
skiptaá
víni fyrir
hass
Keflavik.
LÖGREGLAN í Keflavík handtók
tvo ölvaða varnarliðsmenn á mið-
vikudagskvöldið. Höfðu þeir verið
að bjóða heimamönnum skipti á
áfengi og hassi. Þeir voru líka
grunaðir um meinta ölvun við
akstur og voru hafðir í haldi þar
til í gær, að þeim var sleppt.
Mennirnir höfðu verið á körfu-
boltaleik í Njarðvík fyrr um kvöldið
og höfðu þá falast eftir þessum við-
skiptum við nokkra áhorfendur. Eftir
leikinn bönkuðu þeir upp á í húsi í
Keflavík og vildu eiga viðskipti við
húsráðanda. Hann var hins vegar
ekki á þeim buxunum og hafði sam-
band við lögregluna sem handtók
mennina. Að sögn lögreglunnar voru
varnarliðsmennirnir með fjórar 5
pela vodkaflöskur, sem þeir ætluðu
að nota í þessum viðskiptaleiðangri.
Málið er talið að fullu upplýst.
B.B.
Borgaraflokkurinn;
Nítján
hundruð
manns
hafa gengiö
í f lokkinn
NÍTJÁN hundruð manns hafa
nú gengið í Borgaraflokkinn,
samkvæmt upplýsingum Alberts
Guðmundssonar efsta manns S-
listans i Reykjavík. Albert sagði
að um 1400 hefðu skráð sig í
flokkinn á kosingaskrifstofu
hans í Skeifunni, en um 500
manns úti á landi.
Við höfum skipað nefnd til þess
að gera formlega stofnskrá og verð-
ur formaður hennar Jón Oddsson
hæstaréttarlögmaður," sagði Al-
bert. Hann sagði að stefnt væri að
því að skipurit og stofnskrá yrðu
tilbúin fyrir formlegan stofnfund
flokksins, sem væri ákveðinn fljót-
lega að loknum kosningum. „Við
höfum ekki tíma til þess að halda
stofnfund fyrr en eftir kosningar,
vegna anna frambjóðenda,“ sagði
Albert.
TOGARINN Haukur frá Sand-
gerði hefur landað afla sínum í
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar:
Gróður fyrir
5 milljónir
BYGGINGARNEFND Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar á Keflavík-
urflugvelli hefur ákveðið að taka
tilboði fyrirtækjanna Blómalist/
Gróðrarstöðin Lambhagi um
gróður í flugstöðina. Þessi fyrir-
tæki áttu lægsta tilboð í þetta
verk, 4.957 þúsund krónur.
Fimm fyrirtæki buðu í gróðurinn,
og átti Blómaval næst lægsta tilboð-
ið, 6.810 þúsund krónur. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, formaður
byggingarnefndarinnar, sagði að um
væri að ræða kaup á tæplega 400
plöntum, runnum, botngróðri og
tijám. Stærstu trén væru 5—6 metra
há pálmatré. Blómakerin verða keypt
hjá Blómavali.
SAMNINGAR voru undirritaðir
seinnihluta gærdagsins milli
Kennarasambands Islands og
ríkisvaldsins og eru þeir sambæri-
legir þeim samningum, sem
gerðir voru við Hið íslenska kenn-
arafélag í byijun vikunnar.
Samningurinn nær til um þrjú
þúsund kennara og skólastjórn-
enda í grunn- og framhaldsskól-
um landsins.
„Miðað við allar aðstæður er ég
ánægður með þennan samning,"
sagði Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasambands íslands, í samtali
við Morgunblaðið. „Við náðum því,
sem við settum okkur í upphafi við-
Njarðvík í þremur síðustu veiði-
ferðum vegna deilu um hafnar-
aðstöðu. Að sögn Eyþórs
Jónssonar, útgerðarstjóra Hauks
verður svo áfram þar til skýring-
ar hafa fengist. „Hingað til
höfum við aðeins fengið útúr-
snúninga, sem við sættum okkur
ekki við,“ sagði Eyþór ennfrem-
ur.
Að sögn Eyþórs var togarinn
Sveinn Jónsson, sem er frá öðru
útgerðarfyrirtæki, við bryggjuna
þegar Haukur var að koma inn til
löndunar í byijun marsmánaðar.
Útgerðarmaður togarans neitaði að
láta færa hann, þannig að Haukur
kæmist að bryggjunni. Þá hefðu
þeir snúið skipinu til Njarðvíkur,
þar sem landað hefði verið úr því.
Magnús Magnússon, formaður
hafnarnefndar í Sandgerði, vildi
ekki tjá sig um þetta mál, en sagði
að unnið væri að lausn deitunnar.
INNLENT
ræðna í febrúar, að ná upp launum
byijenda og það tókst nokkuð vel,
þó allir fái hækkun, en þeir eldri
minni til að byija með. Ymis önnur
mál náðust einnig fram, eins og það
að nú verður sama kennsluskylda á
öllu grunnskólastiginu, en þar var
einnar kennslustundar munur áður.
Framhalds- og endurmenntun verð-
ur metin betur til launa en var áður
og samningnum fylgir sérstök bókun
um endurskoðun alls launakerfis
stéttarinnar fyrir næsta haust og ef
það næst ekki um það samkomulag
eru möguleikar á að segja samningn-
um upp í byijun næsta árs,“ sagði
hann ennfremur.
Valgeir sagði að samkvæmt
samningnum hækkuðu byijunarlaun
strax um rúm níu þúsund krónur á
mánuði, hækkuðu úr 32.850 krónur
í 42 þúsund krónur. Samningurinn
gildir frá 1. febrúar í ár til ársloka
FASTEIGNIN Aðalstræti 100 á
Patreksfirði var nýlega slegin
Stofnlánadeild landbúnaðarins á 5
milljónir á nauðungaruppboði.
Brunabótamat hússins er um 43
milijónir kr. Húsið var í eigu Mat-
vælavinnslunnar hf. á Patreks-
firði, sem hefur rekið í því
rækjuvinnslu og kjötvinnslu, en
var byggt fyrir nokkrum árum
af Kaupfélagi Vesturbarðstrend-
inga sem sláturhús.
Kaupfélagið seldi Matvælavinnsl-
unni sláturhúsið á árinu 1985, en
1988. Sömu áfangahækkanir eru í
samningnum og samist hefur um á
almennum vinnumarkaði. Gert er
Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf og
kaupfélagið eru stærstu hluthafarnir
í því fyrirtæki. Fyrir rúmu ári var
talið að 40—50 milljóna króna skuld-
ir hvíldu á húsinu. Stærsti kröfuhaf-
inn var Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, tæpar 22 milljónir kr., og var
hún aðaluppboðsbeiðandinn.
Byggðasjóður átti einnig kröfu í hú-
sið, einnig Samvinnutryggingar, SÍS,
Mjólkursamsalan í Reykjavík, Lands-
banki íslands og fleiri. Þá átti
Kaupfélag Vesturbarðstrendinga að
minnsta kosti 12 milljóna kr. kröfu
í húsið á 11. veðrétti. Krafa Stofnl-
ráð fyrir að almenn atkvæðagreiðsla
fari fram um samninginn 8. og 9.
apríl næstkomandi.
ánadeildar er á 1. veðrétti, og tapa
því aðrir kröfuhafar öllum sínum
kröfum, nema þeim takist að inn-
heimta þær hjá hlutafélaginu, sem
mun vera að mestu eignalaust, eða
upphaflegum skuldara.
Auglýst hefur verið uppboð á
verslunarhúsi Kaupfélags Vestur-
barðstrendinga á Patreksfirði.
Leifur Kr. Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildarinnar,
segir að ekki sé búið að ákveða hvað
gert verði við húsið. Það mál yrði
ekki athugað fyrr en eignayfirtakan
væri formlega frágengin.
Sandgerði:
Deilt um hafnaraðstöðu
Sandgerði.
Patreksfj örður:
„Sláturhúsið“ sleg-
ið Stofnlánadeild
Slegið á 5 milljónir, brunabótamat 43 milljónir kr.