Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
staða til hvort þeir þurfi að
leggjast á deild, koma á göngu-
deildina, eða geta farið til geð-
læknis úti í bæ.
Eftir breytingarnar á deildunum
á Kleppi eru þær jafn vel búnar
og deildirnar á Landspítalanum,
svo það er ekki síðra að vera á
þeim hvað snertir aðbúnað og
meðferð, ef fólk þarf að leggjast
inn.
Það hefur lengi veirð stefna í
geðlækningum að hafa mikið rými,
eins og gerist á stórum heimilum,
Endurbætur á Kleppsspítala:
Nú er þetta orðið í sam-
ræmi við kröfur tímans
Matstofa sjúklinga á deild 14
-segir prófessor Tómas Helgason, yfirlæknir
Prófessor Tómas Helgason, yfir-
læknir Kleppsspítala
sjúklingar heiman frá sér og eru
ýmist í hálfsdags eða heilsdags
starfí, eða þeir koma af deildunum.
Loks starfa þar sjúklingar frá
heimilum sem eru rekin hér og
þar í bænum á vegum spítalans.
Ein af göngudeildum geðdeildar-
innar er staðsett á Kleppsspítala
og þar eru um 3500 viðtöl á ári.
A Landspítalanum, á hinn bóg-
inn, eru þijár móttökudeildir. Ein
þeirra er sérstaklega ætluð fyrir
áfengis— og aðra vímuefnasjúkl-
inga. Hinar tvær fyrir aðra
geðsjúklinga. Þar eru tvær göngu-
deildir, önnur fyrir áfengissjúkl-
inga. Þangað koma sjúklingar í
11-12000 skipti á ári. A Landspít-
alanum er einnig göngudeild fyrir
aðra geðsjúklinga, þar sem eru
yfír 5000 komur á ári. Loks er
þar bráðaþjónusta, sem tekur á
móti öllum sjúklingum sem þurfa
skyndilega á geðlæknisþjónustu
að halda. í bráðaþjónustunni eru
þeir rannsakaðir og þeim veitt
fyrsta meðferð. Síðan er tekin af-
bæði góðan svefnstað og mikið
húsrými til að fólk geti hreyft sig
og starfað á daginn, því að sjúkl-
ingarnir eru á fótum og fullklædd-
ir. Því þarf mikið húspláss, ekki
síður en á venjulegu heimili. Eins
og þetta var áður fyrr voru
þrengslin svo mikil, að það var
næstum heilsuspillandi.
Það hefur einnig verið stefnan
í geðlækningum síðustu 30 árin
að veita geðsjúklingum meðferð
samhliða öðrum sjúklingum. Þess
vegna var stærsta skrefið til að
ijúfa einangrun geðsjúkra að fá
geðdeild á Landspítalalóð. En með
því að ekki er nóg lóðarrými, eða
peningar, til að hafa alla geðdeild-
ina þar, var valinn sá kostur að
endurbæta þessi hús á Kleppi og
nota þau sem hluta af geðdeild
Landspítalans, meðan ekki gefst
annað betra.
Á þessum sama tíma hefur ve-
rið lögð vaxandi áhersla á göngu-
deildarmeðferð og að hafa
sjúklingana ekki lengur á spítala
en bráðnauðsynlegt er. Aukinn
sérhæfður mannafli, ásamt nútí-
malyfjameðferð, hefur gert okkur
(Morgunblaðið/Einar Falur)
Séð yfir hluta af einni af setustofum sjúklinga á Kleppsspítala
MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á Kleppsspítala á undanf-
örnum árum. Starfseminni hefur verið breytt til muna, auk þess
sem segja má að búið sé að endurbyggja spítalann mestallan að
innan. I spjalli við Morgunblaðið sagði Tómas Helgason, yfirlækn-
ir, um breytingarnar:
„Við höfum undanfarin ár verið
að bæta aðstöðuna á spítalanum,
til að veita fólki viðunandi með-
ferð. i því skyni er búið að
endurbyggja spítalann, þannig að
í dag er pláss fyrir 65, þar sem
áður var troðið inn 280—300
manns. Auk þess er dagvistun
fyrir 30—40 sjúklinga. Fólk kemur
klukkan 8—9 á morgnana, fer
heim síðdegis og er heima á nót-
tunni. Búið er að breyta deildunum
og þær eru nú með vistleg 1—2
manna herbergi, sem eni hæfilega
stór. Áður voru þarna stórir salir
og voru 20—30 manns í sal, sem
var skipt niður með hálfum skil-
rúmum. Fyrst var þessum sölum
breytt í 4—6 manna stofur, en nú
er þetta orðið í samræmi við kröf-
ur tímans, þannig að aðstaða
deildanna er orðin eins og best
verður á kosið.
Kleppsspítalinn er hluti af geð-
deild Landspítalans. Á Landspítal-
anum hefur geðdeildin þrjár
móttökudeildir og hver deild hefur
rúm fyrir 15 sjúklinga og 2 dag-
sjúklinga, samtals 51 pláss. Síðan
eru tvær móttökudeildir á Kleppi,
hvor um sig með rými fyrir 12
sjúklinga í sólarhringsvist og 1—3
í dagvist. Á Kleppi er líka sérstök
endurhæfingardeild fyrir fólk sem
áður hefur verið vistað á öðrum
deildum, en þarf endurhæfingu,
allt frá einum mánuði upp í eitt
ár. Á Kleppsspítala eru einnig
tvær fímmtán manna deildir fyrir
sjúklinga sem eru langdvölum, af
því sjúkdómi þeirra er þannig far-
ið.
Auk þessa er á staðnum dag-
deild, sem rúmar 20—30 sjúklinga.
Fyrir utan iðjuþjálfun er sérstakur
vinnustaður til endurhæfíngar.
Þar er ýmis smáiðnaður, til dæmis
framleidd garðhúsgögn, saumaðar
svuntur og ævingagallar. Á þessa
endurhæfíngarvinnustofu koma
Ingibjörg Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur á deild 14 sýnir okkur
nýtt baðkar sem deildin hefur fengið. Að sögn Ingibjargar er baðka-
rið hið eina sinnar tegundar á landinu