Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 kjúklingar og fiskur einnig sérstöðu sem „léttur og hollur" matur. Þrír stærstu smásöluaðilar á freðfiskmarkaðnum, Mrs. Paul’s, Gorton’s og Van de Kamp’s hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á lágt kaloríumagn fiskmetis og markaðssett sérstaka fiskrétti í því skyni. Long John Silver’s stefnir að því að selja soðna fiskrétti á öllum 1.600 sölustöðum fyrir lok áratugarins. Að auki telja menn að fiskréttir verði í auknum mæli að henta fyrir örbylgjuofna, en það gera sumir réttir í brauðraspi eða öðru deigi ekki. Sumir telja að fiskrétti þurfí að miða við þá staðreynd að stór hópur bandarískra neytenda vill fyrir alla muni forðast físklykt við matseld og að vegna ókunnugleika víla margir neytendur fyrir sér að matreiða úr fiski. Verslun og matsala Vegna aðstæðna sem stytta mat- seldartíma og vegna meiri heimilis- tekna 1946-62-kynslóðarinnar má búast við hægfara en öruggri aukn- ingu á viðskiptum veitingahúsa og mötuneyta. Fiskmeti er samkvæmt nýjustu könnunum á matseðlum flestra veitingahúsa (89% með a.m.k. einn fiskrétt) og mötuneyta (97% með a.m.k. einn fiskrétt). Þorskur er á matseðli hjá 42% veit- ingahúsa og 59% mötuneyta. Sé miðað við frystar sjávarafurðir, neyta Bandaríkjamenn um 2h hluta af heildarmagninu utan heimilis, það er að segja á veitingahúsum eða í mötuneytum. Ýmsir telja að þetta hlutfall sé að snúast við, þannig að Banda- ríkjamenn muni á næstu árum borða meira af fiski heima hjá sér. Til marks um það er sú staðreynd að ferskfiskdeildum í stórmörkuð- um hefur flölgað um helming á síðustu fimm árum. Arið 1981 voru 19 prósent þeirra með fiskdeildir, núna eru það um 40 prósent. Og þótt kannanir sýni að fjórðungi neytenda er í nöp við lyktina sem fylgir fisksoðningu, þá kvartar ann- ar fjórðungfur yfir kunnáttuleysi og skorti á fiskuppskriftum. Þessu má breyta með fræðslu. Árið 2000 mun um að bil fjórð- ungur íbúa Bandaríkjanna búa í „sólarfylkjunum", Kalifomíu, Tex- as og Flórida. Þetta verður að talsverðu leyti fólk sem áður hefur búið á austurströndinni, þar sem fiskmeti er haft í hávegum, og má því búast við aukinni fisksölu í sól- arfylkjunum. Það færist í aukana í Banda- ríkjunum, að veitingastaðir séu í eigu stórfyrirtækja sem starfa um allt land. Samræmd innkaup munu valda því að þeir fiskframleiðendur ná mestum árangri sem standast strangar gæðakröfur, bjóða jöfn gæði og stöðugt framboð. Þeir sem mæta slíkum kröfum, fá ennfremur hærra verð fyrir sína vöru. Stór- rekstur veitingastaða minnkar væntanlega útgjöld vegna aðila, sem sérhæfa sig í dreifingu og birgðahaldi um landið. A næstu árum verður einnig sam- þjöppun í smásölu, stórmörkuðum fjölgar og smærri verslunum fækk- ar. Framleiðendum og söluaðilum fækkar og þeir stækka að sama skapi, einkum vegna skilyrða sem þeir þurfa að mæta: örugg gæði og vöruframboð, þar á meðal traustar birgðir. Verkun og vinnsla hafa batnað, notkun fiskkassa og frysting (sem að hluta fer fram um borð) hafa stuðlað að þessu. Surimi Ýmiskonar fiskréttir úr ufsa- hakki (surimi) hafa náð skjótri útbreiðslu í Bandaríkjunum og tvö- Sjávarafurðir eru aðeins brot af matvörumarkaðnum í Bandarikjunum, en á und- anförnum árum hafa bæði sölumagn og söluverðmæti aukist verulega. Gera má ráð fyrir aukinni neyslu fiskmetis í Bandaríkjunum á næstu árum og er talað um helmings aukningu á tímabilinu 1985 til 1990. Breytt viðhorf neyt- enda og félagslegar breyting- ar hafa stuðlað að aukinni eftirspum eftir fiskmeti, og mun sú þróun halda áfram. Veitingahús, mötuneyti og verslanir hafa ekki látið þess- ar staðreyndir fram hjá sér fara, viðbrögð þeirra sýna að markaður fyrir fiskmeti fer stækkandi og tekjur vaxandi. Fréttaritari Morgunblaðs- ins sótti nýlega fiskmetissýn- inguna í Boston, en hún er haldin árlega í annarri viku marsmánaðar. Þessa sýningu sækir mikill fjöldi fisksala og fiskkaupenda í því skyni að kynna sig og kynnast öðmm í þessari viðskiptagrein. Tímaritið Seafood Business styrkir fiskmetissýninguna og annaðist að þessu sinni fyrirlestra og fræðsluerindi á sýningunni. Það sem hér er ritað byggir að talsverðu leyti á upplýsingum sem fengust á sýningunni í Boston. Á tímabilinu 1975-84 jókst fisk- innflutningur Bandaríkjamanna að magni til um nær 13% — en verðið þrefaldaðist. Árið 1984 voru fluttir inn 2,45 milljarðar punda af fiski, sem jafngilti 61 prósenti af allri fískneyslu Bandaríkjamanna á því ári. Á síðasta ári hækkaði fiskverð almennt um nær 20 prósent á með- an almennt matvöruverð stóð því sem næst í stað. Núna flytja Banda- ríkin inn fisk fyrir 4 milljarða dollara og eru annar stærsti fiskinn- flytjandi heims, næst á eftir Japan. Fiskmeti það sem selt er í Banda- ríkjunum, er að meirihluta til frystar fískafurðir (55-58%). Fryst- ingin auðveldar birgðahald og gerir að verkum að framboð getur verið tiltölulega stöðugt. En það er líka auðvelt að hafa stjórn á framboðinu með fiskeldi og þessvegna hefur neysla á eldisfiski fjórfaldast und- anfarinn áratug, núna eru um 12 prósent fiskneyslunnar eldisfiskur. Neytendur Neysla fiskmetis hefur aukist í Bandaríkjunum og verður væntan- lega ekkert lát á þeirri þróun næstu árin, enda telja fróðir menn að hækka megi söluverð fiskmetis um allt að 10 prósent á ári næstu tíu árin. Undanfarin 20 ár hefur neysla fiskmetis aukist um nær helming í Bandaríkjunum, hún var 10 pund á mann árið 1967, en á síðasta ári var hún nær 15 pund á mann. Núna er reiknað með 20 pundum á mann árið 1990. Sala á kjúklingakjöti hefur aukist að sama skapi og sala á fiskmeti. Neysla kjúklingakjöts er nær 60 pund á mann, fiskneysla 15 pund á mann og nautakjötsát sem fer minnkandi, er núna 76 pund á mann. Talið er að um miðjan næsta áratug verði neysla á kjúklingakjöti orðin meiri en nautakjötsneyslan. Neysla nautakjöts, svínakjöts og lambakjöts heldur að líkindum Margir komu á sýningarsvæði Coldwaters og kynntust íslenskum gæðafiski. áfram að dragast saman á næstu árum. Útbreiddur áhugi á heilnæmu fæði ýtir undir kjúklinga- og fiskát, auk þess sem nýjar upplýsingar um hollustu stuðla að aukinni fisk- neyslu. Nýjar vísindarannsóknir sýna að fiskfíta minnkar líkur á hjartasjúkdómum og ennfremur mun eftirspum eftir matvöru sem er hitaeiningasnauð, bragðgóð og örugg að gæðum áfram aukast. Neytendur fiskmetis hafa sam- kvæmt könnunum meiri áhuga á gæðum en verðlagi. Útlit matarins, ferskleiki, upplýsingar á umbúðum og næringargildi skipta meira máli en verðlag. Stóra kynslóðin Þeir sem em miðaldra um þessar mundir em venju fremur stór hluti heildaríbúafjölda Bandaríkjanna, vegna þess að árgangamir sem fæddust 1946-62 vom óvenju stór- ir. Þessi kynslóð hefur eignast óvenju fá böm og verður loks að öllum líkindum langlífari en fyrri kynslóðir. Það hefur með öðmm orðum orðið vemleg breyting á ald- ursdreifingu bandarísku þjóðarinn- ar, hún eldist í þeim skilningi að meðalaldurinn verður 36 ár árið 2000 (var 28 ár árið 1970), og þeir sem em á 35-45 ára aldri verða rúmlega 30 prósent allra íbúa (í stað rúmlega 20 prósenta árið 1980). Þessi umrædda kynslóð hefur almennt meiri menntun en fyrri kynslóðir, og kannanir sýna að Bandaríkjamenn á aldrinum 35-44 ára borða mun oftar úti en aðrir aldurshópar. Þetta fólk fer oftar á„vandaðri“ veitingahús en aðrir aldurshópar, en sækir einnig skyndibitastaði til að spara sér tíma. Þessi kynslóð er Iíka opnari fyrir nýjungum í matargerð. Sumir spá því að eftirspurn eftir físki í brauðraspi eða deighulstri fari minnkandi á næstu ámm, þar eð menn leggja meira upp úr holl- ustunni. Veitingahúsakeðjur sem sérhæfa sig í sjávarréttum, eins og Long John Silver’s, Captain D’s og Red Lobster, munu í auknum mæli selja grillaða, snöggsteikta og ofn- bakaða fiskrétti, en minna af djúpsteiktum réttum. Stóm skyndi- bitafyrirtækin hafa hvert á fætur öðm bætt við salatbörum á sölu- stöðum frá 1979 og þar njóta Séð yfir hluta svæðisins á Bostonsýningunni, þar sem fiskseljendur keppast við að kynna varning sinn. Stórfelld aukiiiiig’ á fisk- neyslu í Bandaríkj nmini

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.