Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Sýnir 1 Gallerí Gang-
skör við Amtmannsstíg
ÁSDÍS Sigurþórsdóttir opnar
sýningu laugardaginn 4. apríl í
Gallerí Gangskör við Amt-
mannsstíg. Verk Asdísar á
þessari sýningu eru olíumyndir,
málaðar á pappír og flestar unn-
ar á þessum vetri. Meginuppi-
staðan í verkunum er krossinn.
Ásdís útskrifaðist frá grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1980 og er félagi í íslenskri grafík.
Hún hefur tekið þátt í sýningum
félagsins en auk þess í öðrum sam-
sýningum bæði hér heima og
erlendis.
Einkasýningar Ásdísar eru: Gall-
erí Langbrók (1981), Bókasafn
ísaflarðar (1981) og Gallerí Borg
(1984).
Ásdís hlaut á sl. ári þriggja mán-
aða starfslaun frá menntamála-
ráðuneytinu. Hún hefur verið
myndlistarkennari sl. tvö ár við
Skálholtsskóla og grunnskólann í
V^terkurog
k./ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Asdís Sigurþórsdóttir myndlist-
arkona.
Gnúpveijahreppi þar sem hún er
búsett.
Gallerí Gangskör er opið virka
daga kl. 12.00-18.00 og um helgar
kl. 14.00-18.00. Sýningin stendur
til 22. apríl.
Ragnheiður Jónsdóttir við verkin „Yfir“ I og II. Morgunbiaðið/Juiíus
Norræna húsið:
Ragnheiður Jóns-
dóttir sýnir grafík
Ragnheiður Jónsdóttir opnar á
morgun, laugardaginn 4. apríl, kl.
15.00 sýningu á grafíkverkum í
Norræna húsinu. Oll verkin á sýn-
ingunni eru unnin á síðustu 2 árum
og hafa ekki verið sýnd áður, að
þremur verkum undanskildum.
Ragnheiður hélt sína fyrstu einka-
sýningu á grafík fyrir rúmlega 10
árum, en þetta er 11. einkasýning
hennar. Hún hefur auk þess tekið
þátt í §ölda alþjóðlegra grafíksýninga
og 5 sinnum hlotið alþjóðleg verðlaun
fyrir verk sín.
Tæplega 30 verk eru á sýningu
Ragnheiðar í Norræna húsinu og eru
myndraðir áberandi. Má nefna
myndraðimar „Kljúfur", „Land“ og
„Fimindi", sem hver um sig em þijú
verk.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
14—22. Henni lýkur á sumardaginn
fyrsta, þann 23. apríl.
Tónlistarskóli
Keflavíkur:
Tónleikar í
tilefni 30
ára afmælis
KENNARAR við Tónlistarskól-
ann í Keflavík halda tónleika í
sal skólans föstudagskvöldið 3.
apríl og hefjast þeir kl. 20.30.
Tilefnið er 30 ára afmæli skólans
á þessu ári. Allir kennarar skól-
ans munu koma fram, ýmist einir
eða í samspili.
Ymislegt fleira er að gerast í
tónlistarskólanum þessa dagana.
Núna stendur yfir svokölluð for-
eldravika.
Skólanum hafa borist gjafír frá
Útvegsbankanum og Sparisjóðnum
í Keflavík. Útvegsbankinn gaf skól-
anum hljómplötur fyrir geislaspil-
ara skólans og sparisjóðurinn gaf
skólanum hljóðnema.
Aðgangur á tónleikana á föstu-
dagskvöld er ókeypis og áætlað er
að þeir standi í u.þ.b. eina klukku-
stund.
i
litlar buxur • stórar buxur víðar buxur* þröngar buxur • hátíðlegar buxur • hversdagslegar buxur • grænar buxur gular buxur * rauðar buxur bl