Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
15
Úrval hf
Kynning á sumarbúðum
bama og unglinga 1 Bretlandi
Beaumont-búðir eru m.a. í Cokethorpe.
FERÐASKRIFSTOFAN Úrval
hf. býður ferðir fyrir börn og
unglinga í Beaumont-sumar-
búðirnar í Bretlandi. Það var
í fyrsta sinn boðið upp á þess-
ar ferðir síðastliðið sumar.
Laugardaginn 4. apríl nk.
verður haldinn sérstakur
kynningarfundur á Hótel Loft-
leiðum, ráðstefnusal, kl. 14.00.
Á fundinn mætir Damien Med-
ine, fyrrverandi skólastjóri og
aðstoðarframkvæmdastjóri
Beaumont. Mun hann segja frá
sumarbúða- og skólastarfinu,
sýna myndbönd og skyggnur og
svara fyrirspurnum.
Beaumont-sumarbúðirnar eru
fyrir börn og unglinga á aldrinum
8—17 ára. Sumarbúðimar era
víðsvegar um Bretland og er
hægt að dvelja þar í 1—6 vikur
í senn.
Nokkram íslenskum kennuram
verður boðin þátttaka í starfi
sumarbúðanna í 5 til 6 vikur í
sumar, því era kennarar vel-
komnir á fundinn.
(Úr fréttatílkynningu)
Morgunblaðið/Júlíus
Steinunn við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstaðir:
Höggmyndir í Kjarvalssal
STEINUNN Þórarinsdóttir
myndhöggvari opnar á laugar-
daginn sýningu á verkum sínum
í Kjarvalssal, Kjarvalsstöðum. Á
sýningunni eru 26 verk úr ýms-
um efnum svo sem járni, blýi,
gler og leir, bæði frístandandi
höggmyndir og veggmyndir.
Flest verkin á sýningunni eru
unnin á síðasta ári, en Steinunn
hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar
1986. Þetta er 5. einkasýning Stein-
unnar og sú stærsta hingað til. Hún
hélt síðast einkasýningu árið 1984,
en hefur auk þess tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði heima og erlendis.
Steinunn hlaut menntun sína í
Englandi og á Ítalíu og kom heim
frá námi 1980. Sýning hennar er
opin alla daga frá kl. 14—22 og
lýkur 20. apríl.
• |
KUR........BUXUR.
mmm
BER ER SERHVER BUXNALAUS"
sagði maðurinn og fór í Hagkaup
og keypti buxur á alla fjölskylduna.
Buxnaúrvalið hefur aldrei ■«««%
verið meira en einmitt núna. HAVyllAU MT
Verðið svíkur engann,
frekar en fyrri daginn.
REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK
Póstverslun Sími: 91-30980
! buxur • venjulegar buxur • óvenjulegar buxur sætar buxur • síðar buxur • stuttar buxur • gallabuxur • flauelisbuxur gúmmíbuxur • vinnubuxur •
.................... ...........................................................................u iiiniiHiiiniii iniiini Tiiiinirnr-niif™——