Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Varast ber ítalskt
stj órnarmynstur
Sagði Þorsteinn Pálsson á fjölmennum
baráttufundi sjálfstæðismanna á Selfossi
Selfossi.
HÚSFYLLIR og ríflega það var
á fundi sjálfstæðismanna á Hótel
Selfossi i fyrrakvöld. Um 600
manns sóttu fundinn og voru
fundarmenn víða að af Suðurl-
andi og er fundurinn einn sá
fjölmennasti sem haldinn hefur
verið á staðnum. Mikill áhugi var
meðal fundarmanna fyrir öflugu
starfi Sjálfstæðisflokksins og
kom fram mikiil stuðningur við
frambjóðendur flokksins.
Fjórir efstu frambjóðendur fram-
boðslistans fluttu ávörp og fjölluðu
um stjórnmálaástandið eins og það
blasir við og lögðu áherslu á stefnu
flokksins og árangur í ríkisstjórn.
Auk þess sem flutt voru ávörp
sungu tveir kórar nokkur lög; kór
Fjölbrautaskólans undir stjóm Jóns
Inga Sigurmundssonar og kór Tón-
listarskóla Rangæinga undir stjórn
Sigríðar Sigurðardóttur. Auk þess
komu fram á fundinum Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Garðar Cortes
og sungu nokkur lög við undirleik
Ónnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Þá söng Garðar Cortes eitt lag með
kór Fjölbrautaskólans án þess það
hefði verið æft sérstaklega.
Ami Johnsen, Eggert Haukdal
og Amdís Jónsdóttir, frambjóðend-
ur Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi, lögðu áherslu á
árangur ríkisstjómarinnar í ávörp-
um sínum og lýstu yfir vonbrigðum
með framboð Borgaraflokksins,
einkum vegna þess að þar væru
meðal annatra á ferð stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Pálsson lagði í sínu
ávarpi höfuðáherslu á góðan árang-
ur ríkisstjómarinnar í efnahagsmál-
um og sýndi myndir máli sínu til
stuðnings. Hann varaði alvarlega
við því að ríkjandi ástand gæti leitt
til stjórnleysis, líkt og ér á Ítalíu,
þar sem stjórnir sitja í skamman
tíma og lítið tóm gefst til að stjórna.
Slíkt ástand yrði að forðast. í lok
máls síns hvatti hann flokksmenn
til öflugs starfs fram að kosningum.
Sig. Jóns.
Kristín Þorkelsdóttir ásamt tveimur verka sinna.
Krístín Þorkelsdóttir
sýnir í Gallerí Borg
KRISTÍN Þorkelsdóttir opnaði sýningu sína HRIF í Gallerí
Borg sl. fimmtudag. A sýningunni eru vatnslitamyndir
málaðar á síðastliðnu ári. Aðalviðfangsefni Kristínar er
íslenskt landslag, sem hún máiar úti i náttúrunni.
Kristín fæddist 193G. Hún
útskrifaðist frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1954 og
stofnsetti Auglýsingastofu
Kristínar (Auk hf.) ásamt Herði
Danielssyni 1967 og hafa þau
starfrækt hana síðan.
Þetta er þriðja einkasýning
Kristínar en hún hefur einnig
tekið þátt í samsýningum.
Sýningin er opin virka daga
kl. 10.00-18.00 nema mánudaga
kl. 12.00-18.00 og um helgar kl.
14.00-18.00. Sýningunni lýkur
þriðjudaginn 14. apríl.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Mikill fjöldi fólks sótti baráttufund sjálfstæðismanna á Selfossi.
Hagfræðingur ASÍ um tilboð og samninga ríkisins undanfarið:
Hreyfa við markmiðum,
sem sett voru í desember
Staða fiskiðnaðarins leyfir ekki almennar
launahækkanir, segir Gunnar Friðriksson
Þorsteinn Pálsson í ræðustóli.
ÞAÐ tilboð sem Starfsmannafé-
lag ríkisstofnana fékk frá ríkinu
felur í sér talsvert meiri meðal-
launahækkanir en jólaföstu-
samningarnir svokölluðu í
desember síðastliðnum, sam-
kvæmt upplýsingum hagfræð-
inga hjá Þjóðhagsstofnun og
ASI. Þeir treysta sér hins vegar
ekki enn til að meta hvað miklu
munar, en óttast að þeir samn-
ingar sem verið er að gera af
hálfu ríkisins komi til með að
hafa veruleg áhrif á verðlags-
forsendur þær sem samningar
aðila vinnumarkaðarins byggðu
á.
Bjöm Bjömsson . hagfræðingur
Alþýðusambands íslands sagði í
samtali við Morgunblaðið að ASÍ
hefði takmarkaða aðstöðu til að
fylgjast með samningagerðinni nú
en mat annara sem þekktu til væri
að samningamir þýddu 23-24%
hækkun á næstu tveimur ámm. Það
skipti auðvitað máli að hve miklu
leyti þessar hækkanir kæmu inn á
árið í ár en það væri deginum ljós-
ara að þessir samningar færu
töluvert langt útfyrir það sem um
var' samið í jólaföstusamningunum.
Björn sagðist telja að þetta hljóti
að hreyfa við þeim verðlagsmark-
miðum sem sett voru þá. Þarna
væri ekki lengur einangraður samn-
ingur við kennara, eins og fyrst
hefði verið haldið fram, heldur væri
verið að tala um af hálfu stjórn-
valda að aðrir opinberir starfsmenn,
sem enn er ósamið við, fái svipaðar
hækkanir. „Það smitar auðvitað
útfrá sér, hefur áhrif á almenna
markaðinn, og hlýtur að hafa áhrif
á verðlagsþróunina innanlands. Það
eru þó ekki að svo stöddu nein efni
til að leggja mat á hve mikið það
kemur til með að hreyfa þær við-
miðanir," sagði Björn.
Aðspurður sagðist Björn ekki
telja að samkomulagið frá í vetur
væri sprungið, en menn yrðu að
gera sér það ljóst að sarnningar af
þessu tagi hefðu ekki einangruð
áhrif. „Það er ljóst að hafi menn
gert þessa samninga með hliðsjón
af þeim verðlagsforsendum sem
lagðar voru í desembersamningun-
um þá hafa þeir verið að nota
rangar forsendur, því menn hafa
áhrif á forsendurnar með sínum
samningum," sagði Björn.
Gunnar J. Friðriksson formaður
Vinnuveitendasambands Islands
sagði við Morgunblaðið að hann
óttaðist að samkomulagið frá í
haust væri að gefa sig með samn-
ingum ríkisins því þar væri farið
verulega útfyrir rammann sem sett-
ur var í jólaföstusamningunum.
„Það vakti fyrir okkur að koma í
veg fyrir síendurteknar gengisfell-
ingar svo verðbólgan elti okkur
ekki alltaf uppi og reyna að komast
út úr vítahringnum. Það er hætt
við að tækifærið til þess komi ekki
aftur og það er tómt mál að tala
um almennar launahækkanir nú því
fiskiðnaðurinn er farinn að kveinka
sér verulega vegna falls dollarans
og slíkt myndi aðeins þýða hrun
fastgengisstefnunnar," sagði Gunn-
ar.
Gunnar sagði að þenslan á vinnu-
markaðnum ylli vinnuveitendum
Ferðamarkaður og fjölskylduhá-
tíð í Broadway á laugardaginn
FERÐALÖG eru orðin svo sjálf-
sagður þáttur í lífi almennings
að nauðsynlegt er að gefa fólki
kost á að afla sér vitneskju um
hvað er á boðstólnum með að-
gengilegum upplýsingum og
ferðaráðgjöf.
Á morgun, laugardag, hefur
Ferðaskrifstofan Utsýn opið hús
í Broadway kl. 13.30—16.30 og
veitir hvers konar upplýsingar um
ferðalög til um 20 landa. Þátttak-
endur í „Ferðamarkaðnum" koma
frá Portúgal, Spáni, Ítalíu, for-
stjórar og fulltrúar stórra gisti-
staða og ferðaskrifstofa, en auk
þess verða Flugleiðir, Arnarflug,
SAS og Almennar tryggingar rneð
sölukynningar. Myndbönd verða í
gangi frá ýmsum stöðum og mik-
ið úrval prentaðra upplýsinga frá
mörgum löndum um víða veröld,
sem fólk getur tekið með sér til
frekari fróðleiks. Nokkur önnur
fyrirtæki kynna vörur sínar og
gefa gestum að smakka ókeypis,
t.d. pylsur frá Goða hf. og Svala
frá Sól hf. Skemmtiatriði verða
um miðjan daginn á sviðinu í Bro-
adway og veitingar fást keyptar
á vegum hússins. Við komuna fá
allir gestir ókeypis happdrætti-
smiða og í lokin verður dregið í
leikfangahappdrætti fyrir börn og
ferðahappdrætti fyrir fullorðna.
Vinningar eru flugfarseðlar, gisti-
vinningur og sumarleyfisferðir til
útlanda. Verðmæti vinninganna
er um 300 þúsund krónur. Þetta
er í annað sinn sem Útsýn heldur
slíkan ferðamarkað. í fyrra komu
um 3.000 gestir á slíkan ferðadag
í Broadway. Ástæða er til að ætla
að aðöóknin verði ekki minni í ár,
því að pantanir eru meiri en
nokkru sinni miðað við árstíma.
Nærri 80% af heildarsætamagni
Útsýnar í sumar eru þegar seld
og biðlistar í margar ferðir. Til
að anna eftlrspurn hefur Útsýn
því í huga að bæta við nokkrum
ferðum á hánnatímanum. Tekist
hefur að auka við gistirými á vin-
sælustu gististöðunum á Costa del
Sol.
(Fréttatilkynning frá Útsýn)
miklum áhyggjum. Þar væri mikil
pressa, sem væri að kenna halla-
rekstri ríkissjóðs. Vissar starfs-
greinar væru á uppboði, ef svo-
mætti segja, og þegar allir væru
að bera sig saman og heyra háar
launatölur væri von að launþegar
ókyrrðust. Síðan hefðu horfur um
trausta ríkisstjórn eftir kosningar,
og að tekið verði með festu á málun-
um þá, versnað.
Jóngeir Hlinason hagfræðingur
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna sagði það ljóst að samning-
arnir nú væru langt umfram
jólaföstusamningana og veruleg
hætta á að áhrifin yrðu víðtæk.„Það
er spurning hvort þetta valdi ekki
launasprengingu innanlands, ekki
síst vegna þess hvað þetta er blásið
upp í fjölmiðlum. Vinnumarkaður-
inn er illa í stakk búinn til að
mæta launahækkunum. Útflutn-
ingsgreinar, og sérstaklega iðnað-
urinn, myndu efalaust lenda í
vandræðum þar sem þær hafa ekki
fengið neinar verðhækkanir vegna
þess hve mikið er selt í dollurum,
og dollarinn hefur lækkað úr 42
krónum í 39 krónur frá jólaföstu-
samningunum," sagði Jóngeir.
Bolli Þór Bollason hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofunun sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að of snemmt
væri að meta þau áfhrif sem yfir-
standandi samningalota hefði.
Hinsvegar setti allt sem færi fram-
úr jólaföstusamningunum vissa
pressu á efnahagslífið þótt erfitt
væri að meta hvað væru beinar
launahækkanir og hvað kæmi fram
sem launaskrið. „Hættan er að ef
samið er um beinar launahækkanir
umfram desembersamninganna
hafi það fordæmisáhrif. Slíkt virðist
ekki vera fyrir hendi í nýju samn-
ingunum við fyrstu sýn og önnur
áhrif eru meira langtímaáhrif,“
sagði Bolli.
Bolli sagði að ekkert hefði gerst
á síðustu vikum sem breyti þeirri
verðlagsspá sem gerð var í byrjun
mars. Þjóðhagsstofnun myndi síðan
bíða eftir að þessi kjarasamninga-
lota gangi yfir og reyna að meta
stöðuna eftir það.