Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 19

Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 19 samtökum þeirra ábyrgð á sinni framleiðslu. Þau hús sem og sá hlut framleiðslunnar sem neitendur vildu, seldist þá fyrst. Samkeppnin um sölu neyddi sláturhúsin til að leggja meira kapp á sölumennsku og vinnslu. Það kjöt sem eftir yrði, yrði ríkið að kaupa, en eðlilegt væri að fyrir það kjöt fengist lægra verð og niðurfelldur geymslukostn- aður. Það er þannig að það gæti vantað kindakjöt af þeirri gerð sem fólk helst vill þó frystigeymslur séu yfirfullar af kjöti. Það er engin ástæða til að hafa fleiri við kjöt- framleiðslu en tækni og aðstæður gefa tilefni til. Það liggja fyrir gríðarleg verkefni sem taka þarf til við strax. Hér á ég við skógrækt og ekki síður uppgræðslu. Það eru víða gríðarleg flæmi sem girða þarf og eins þarf að sá lúpínu þar sem hún á við, melgresi annars staðar, birki og nytjaskógi þar sem það á við. Verkefnið er svo stórt að áburð- ardreifing á aðeins við á takmörk- uðum svæðum. Það mætti hugsa sér að bændur fengju ákveðið á hektrara fyrir að girða hann og síðan fyrir uppræktun. Það þarf að beina styrkjunum til landbúnaðar- ins inn á þessa braut. Bændur verða að hafa stefnu sem þorri fólks get- ur sætt sig við. Það er miklu vænlegra en að reiða sig á ein- hveija ákveðna stjómmálaflokka. Stjórnmálamenn hafa verið að hræra í málefnum okkar stéttar og margt hefur verið til bölvunar. Það að hlúa að ræktun landsins okkar getur aldrei orðið annað en innlegg í banka framtíðarinnar. Einn rnillj- arður á ári væri sú tala sem ég teldi raunhæfa til landgræðslu og skógræktar. Landið á það inni hjá þjóðinni að tekið verði til hendinni. Byggðastefna sem skattur á kjöt stenst ekki. Höfundur er bóndi á Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu. Sýning á gluggaskreyting- um í Du Pont-skólanum Jónshúsi, Kaupmannahöfn. NEMENDUR Du Pont-skólans héldu hina árlegai sýningu sína 19. mars sl. í skólanum er kennt allt það er glugga- útstillingar varðar og er hann einn af örfáum sinnar tegundar á Norðurlöndum. Du Pont-skólinn er vel þekkt- ur heima þar sem fjölmargir íslendingar hafa stundað þar nám þessi 27 ár, sem hann hefur starfað. Gluggi Steinunnar Ólafsdóttur og Diljár Einarsdóttur varð nr. 1. í vetur eru alls 27 nemendur í skólanum, þar af 7 íslendingar, og láta þeir vel af náminu undir stjórn skólastjórahjónanna Du Pont. Fimm Norðmenn eru meðal nemenda og einn Færeyingur, en 10 íslenzkir nemendur hafa þegar látið skrá sig fyrir næsta vetur. Á sýningunni sl. fimmtudag Gluggi Gunnhildar Þórarins- dóttur og Elínar B. Ingólfs- dóttur varð nr. 3. Gluggi Brynju Hauksdóttur og Þórunnar Pétursdóttur varð nr. 5. voru 12 stórir gluggar og dæmdu sýningargestir um röðun á þeim skriflega. Flest atkvæði fékk gluggi Steinunnar Ólafsdóttur og Diljár Einarsdóttur, en í honum var glösum af mismunandi stærð- um raðað sem taflmönnum á skákborð. Næstflest atkvæði fékk norsk stúlka og tvær danskar stöllur hennar, en þriðju urðu íslenzku stúlkurnar Gunnhildur Þórarinsdóttir og Elín Björg In- gólfsdóttir og var gluggi þeirra umgjörð um Salvador Dali-ilm- vatnið. Auk framangreindra eru íslenzkir nemendur Du Pont-skól- ans Brynja Hauksdóttir og Þórunn Pétursdóttir, gluggi þeirra nr. 5, og íris Jensen. Munu þær allar ljúka prófi í vor en skólinn stendur út júnímánuð og eru tek- in próf í öllum kennslugreinum skólans, sem eru fjölmargar. Flestir íslenzkir nemendur skól- ans hafa farið heim til starfa, en nokkrir farið í starfsþjálfun hér hjá útlærðum gluggaskreytingar- manni, sem tekur tvö ár og gefur meiri réttindi. — G.L. Ásg. TOYOTA • VESTMANNAEYJAR • VESTMANNAEYJAR Víð eruni á leiðinni til vkkir með ThvotafiöHin! Um helgina verða Toyota Land Cruiser og Hi Ace 4X4 áþreifanlegir hjá Fjölverki s/f, reiðubúnir til skoðunar og reynsluaksturs. Við rennum í hlað kl. 10.00 á laugardag en leggjum aftur í hann kl. 17.00. Við vonumst til að sjá ykkur í góðu bílaskapi v TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið" með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka dísil turbo, 5 gíra beinskiptur.. . TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gira, vökva- og veltistýri, 2.4 lítra bensínvél eða dísil turbo, breið dekk, driflokur... Hl ACE 4X4, 8 manna með „de luxe" innrétt- ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil- vél... sjón er sögu ríkari! TOYOTA AUK h(. 109.6/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.