Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 26
26
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Anna María Sveinbjömsdóttir, gullsmiður:
Eg hef gaman
af hlutum sem
segja „klikk“
ANNA María Sveinbjörnsdótt-
ir, 25 ára Reykvíkingur, er ein
af fáum konum á Islandi sem
reka gullsmíðavinnustofu og
verslun. Hún lærði iðngrein
sína hjá Jóhannesi Leifssyni og
útskrifaðist frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1982. Eftir það
vann hún hjá Jóhannesi í eitt
ár, en hélt síðan til Kaup-
mannahafnar og stundaði nám
í tvö ár við „Guldsmedehój-
skolen." Hún tók þátt í gulls-
míðasýningu hér heima árið
1981 og í Kaupmannahöfn tók
hún þátt í tveimur sýningum.
Sú seinni var árið 1985 og þar
hlaut Anna María bronsmdalíu
fyrir listsmíði. Hún opnaði
verslun og verkstæði í Hlað-
varpanum fyrir stuttu. Blaða-
maður Morgunblaðsins leit við
hjá henni og spurði hana meðal
annars hvers vegna hún hefði
farið út til Danmerkur eftir að
hún tók lokapróf hér.
„Þessi skóli sem ég var í,“ sagði
Anna María, „ er ætlaður fyrir
útskrifaða gullsmiði og maður
lærir þar hönnun. Þeir taka inn
nemendur á tveggja ára fresti og
fyrir utan að vera með sveins-
próf, þarf maður að hafa unnið í
einhver ár við greinina. Danir
hafa svipaða uppbyggingu á iðn-
náminu og við hér heima. Hins-
vegar er gullsmíði mikið komin
inn í listaskóla víðast annars stað-
ar, þannig að fólk er að læra fagið
um leið og það lærir hönnun.
Þessi skóli gerir hinsvegar kröfur
til þess að fólk hafi þegar lært
fagið og geti einbeitt sér að því
að vinna úr hugmyndum sínum.“
En hvort flokkast gullsmíði sem
listgrein eða iðngrein?
„Gullsmíðin er listiðnaður.
Anna María við einn útstillingarkassann í verslun sinni.
komandi kúrs, til dæmis silf-
ursmíði. Síðan fékk maður
gagnrýni og varð að útskýra af-
hveiju maður vildi hafa hlutina
sísvona, en ekki einhvernveginn
öðruvísi. Annars var þetta þannig,
að kennarinn sat og vann að sínu
og við nemendurnir að okkar. Mér
fannst nú einhverra hluta vegna
best að leita til hinna nemendanna
eftir áliti. Núna sakna ég þess
mest að geta ekki unnið með öðr-
Maður hefur hvorutveggja. Námið
úti var beint framhald af því sem
ég hafði veirð að gera hérna
heima. Ég hafði alltaf ráðið miklu
um hvað ég gerði. Fyrra árið í
skólanum úti í Kaupmannahöfn
skiptist mikið niður í kúrsa, seinna
árið var maður mest að vinna á
sínu eigin verkstæði. Þetta var
ekki nema 9 manna hópur og við
unnum mikið saman.
Kúrsamir voru þannig upp-
byggðir að maður átti að koma
með eitthvað frá sjálfum sér í við-
Morgunblaðið/Einar Falur
Anna María slípar hér hringa sem hún er að smíða
um og helst mörgum saman."
Skartgripir þínir eru dálítið sér-
kennilegir. Út frá hverju vinnur
þú?
„Ég hef mjög gaman að mekk-
anisma, eða hlutum sem segja
„klikk.“ Ég hef gaman af að velta
fyrir mér lásum og vil frekar láta
þá sjást en hitt. Ég reyni að smíða
allan hlutinn sjálf, til dæmis fest-
ingarnar á eyrnalokkunum. Ég
vil hafa þær hluta af lokkunum,
frekar en að fá staðlaðar festing-
ar og hengja fallega lokka á þær.
Nælurnar eru litlir skúlptúrar.
Ég leik mér með formin og blanda
oft mynstrum í þau. Allir hlutir
sem ég gerði úti voru sléttir og
feldir. Maður eyddi löngum tíma
í að siípa þá. Ég fékk alveg nóg
af því. Þessvegna leik ég mér
mikið með mynstur. En ég er
auðvitað líka með slípaða gripi,
því það vilja kannski ekki allir
gefa konunni sinni hring sem á
stendur z,z,z, til dæmis.
Þegar ég smíða hringa er ég
sjálf alltaf að máta þá, vegna
þess að þeir verða að falla vel að
hendinni. Það er oft þannig að
hlutimir líta ekki út fyrir að vera
þægilegir, en em það samt, því
það er ekki nóg að hlutur líti vel
út á hendi, þótt það sé mikil-
vægt. Aðalatariðið er að hann
falli vel að hendinni og hindri
ekki eðlilegar hreyfingar.
Sum armböndin hjá mér eru
þannig, að þegar konur sjá þau
fyrst, halda þær að þær slasi sig
á þeim, því þau em eins og skúlp-
túrar, en þegar þær máta þau,
verða þær oft hálf undrandi yfir
því hversu þægileg þau em.“
Með hvaða efni fellur þér best
að vinna?
„Ég vinn mest með silfur, því
maður getur leyft sér að leika sér
meira með það en til dæmis gull-
ið. Það er ódýrara og maður þarf
ekki að hafa áhyggjur af að vera
að spreða efninu og taka ein-
hveija áhættu. Ég legg ekki mikla
áherslu á steina. Þeir em bara
punkturinn yfir i—ið. Ég smíða
ekki skartgripi í kringum steina,
heldur þfugt. Ég nota mest blóð-
stein. Ég nota hann mest út af
útlitinu, síðan nota ég perlur mik-
ið. En ég nota ekki bara silfur
og gull, heldur líka plast og hvað
sem er. Ég nota einfaldlega það
efni sem mér hentar til að ná
þeim árangri sem ég ætla mér í
það og það skiptið."
Fangelsimál
VERULEG línubrengl urðu því
miður í einum kafla greinar Þor-
valds Sigurðssonar um fangelsis-
mál, sem birtist I blaðinu í gær.
Biðst blaðið velvirðingar á þeim
mistökum. Kaflinn, sem nefnist
„Allt á floti í eiturlyfjum“, fer
hér á eftir.
Allt á floti í eiturlyfjum
Það hlýtur því að vekja furðu
manna að þegar þessir ógæfusömu
einstaklingar loks em komnir í
fangelsi þá skuli þar allt fljóta í
Tónleikar
Selkórsins
á laugardag
SELKÓRINN á Selíjarnarnesi
heldur hina árlegu opinberu tón-
leika sína fyrir styrktarfélaga
og aðra söngunnendur laugar-
daginn 4. apríl kl. 16.00 og
sunnudaginn 5. apríl kl. 16.00 í
sal Tónlistarskóla Seltjarnar-
ness.
Á efnisskránni em bæði innlend
og erlend lög, einsör.gvari með
kómum er Viktor A. Guðlaugsson,
stjórnandi er Friðrik V. Stefánsson
og undirleikarar em Kristín Kristj-
ánsdóttir og Gylfí Gunnarsson.
Hinn árlegi dansleikur Selkórsins
verður haldinn laugardaginn 2. maí
í Félagsheimili Seltjarnarness.
- Leiðrétting
eiturlyfjum svo að fangaverðir, allir
af vilja gerðir til þess að halda
uppi reglu, fá ekki við neitt ráðið.
Þetta ömurlega ástand leiðir svo til
þess að þegar menn loks hafa frið-
þægt fyrir brot sín og koma aftur
út í samfélagið, em þeir oft í verra
ástandi en við upphaf refsivistarinn-
ar. Það lætur því að líkum að
félagssamtökin Vernd, sem sinna
föngum á meðan á refsivist stendur
og reyna síðan að hjálpa þegar út
í samfélagið er komið á nýjan leik,
þurfí á allri tiltækri hjálp og fyrir-
greiðslu að halda sem unnt er að
láta í té. Það er með öllu óviðun-
andi, að þessi samtök áhugafólks
skuli daglega þurfa að stríða við
hvers konar flárhagsvanda á sama
tíma og samtökin af hinum sámstu
vanefnum em þó að sinna málum
sem beint eða óbeint snerta alla
þjóðina.
Félagssamtökin Vernd em eins
og áður segir fijáls samtök áhuga-
fólks til hjálpar föngum. Frumheiji
og brautryðjandi þessa mannbóta-
og líknarstarfs var hin stórbrotna
sæmdarkona Þóra Einarsdóttir,
sem af einstökum dugnaði og
mannkærleika barðist fyrir stofnun
Verndar og starfaði þar í fjölmörg
ár við hinar erfiðustu aðstæður, en
hélt jafnan merkinu hátt og varð
þannig til ómældrar blessunar fyrir
fjölmarga einstaklinga og heimili
þeirra. Þóra er nú heiðursformaður
samtakanna én starfar nú ekki
lengur fyrir þau því mannúðarmál
í annarri heimsálfu (Indlandi) hafa
nú tekið hug hennar allan. Fylgja
henni að sjálfsögðu blessunaróskir
í störfum fyrir bágstadda þar.
Þátttakendur á námskeiðinu ásamt framkvæmdastjóra.
Morgunblaðiö/Ófeigur
Hraðfrystihúsið hf.:
Fimmtíu sérhæfðir fiskviimslumenn
Talið frá vinstri: Gísli Kristjánsson framkvæmdastjóri HFH, Björn
Þorgrímsson elsti þátttakandinn, Gróa Guðnadóttir yngsti þátttak-
andinn og Hólmgeir Einarsson verkstjóri.
Hofsósi.
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ hf. Hofs-
ósi bauð starfsfólki sínu til veislu
um síðustu helgi í tilefni þess að
50 manns úr starfsliði fyrirtækis-
ins hafa lokið starfsþjálfunar-
námskeiði og öðlast þar með
starfsheitið sérhæfður fisk-
vinnslumaður.
Fengu allir sem luku námskeið-
inu viðurkenningarskjal undirritað
af starfsfræðslunefnd fískiðnaðar-
ins. Framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins hf. Hofsósi, Gísli Kristjáns-
son, gat þess í ávarpi sínu þegar
skírteinin voru afhent að nú strax
eftir að námskeiðinu lauk mætti sjá
árangur þess fyrir fyrirtækið, mikil-
vægt væri að starfsfólk þess gerði
sér glögga grein fyrir hringrásinni
í rekstri fyrirtækisins frá því fískur
kemur í hús til vinnslu til þess að
neytandinn snæddi afurðina erlend-
is.
Alls voru teknir fyrir og kenndir
10 efnisflokkar á námskeiðinu og
lauk því síðan með V* mánaðar
starfsfræðslu á vinnustað. Það kom
fram í máli framkvæmdastjóra að
eftir að hafa lokið þessu námskeiði
hafí viðkomandi bæði aukin starfs-
réttindi og hærri laun.
Kennarar á námskeiðinu komu
víða að, frá Akureyri, ísafirði,
Sauðárkróki og Reykjavík.
— Ófeigur