Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Bann-
skilti
Starfsmenn
suður-afrísku
járnbrautanna
handleika skilti
sem hengd eru
á lestarvagna,
sem aðeins eru
ætlaðir hvítum
landsmönnum
en ekki blökku-
mönnum. A
skiltunum
stendur: „Að-
eins hvítir"
Reuter
Finnland:
Þingforsetinn úr
röðum hægrúnauna
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
ILKKA Suominen, formaður hægriflokksins Kokoomus, var kjörinn
forseti nýja finnska þjóðþingsins á fimmtudaginn. Á meðan kjör
Suominens fór fram mótmælti hópur kvenna, sem kölluðu sig „grát-
konurnar". Köstuðu þær 200 vasaklútum, einum fyrir hvern
þingmann, út í þingsal til að mótmæla því að konur geta gegnt her-
þjónustu. Höfðu konurnar notað alþjóðakvennadaginn, 8. mars, til
að skrifa slagorð á móti hernum á vasaklútana.
í fréttatilkynningu, sem konurnar biðjast lausnar. Stjórnarmyndunar-
Ian Smith svipt-
ur þingsæti sínu
Harare, Reuter.
IAN Smith, fyrrum forsætisráð-
herra Rhódesíu, var í gær sviptur
sæti sínu á þingi Zimbabwe í eitt
ár.
Þingið samþykkti með 38 at-
kvæðum gegn 10 brottvikingartil-
lögu, sem ríkisstjórnin bar fram
vegna yfirlýsinga Smith í Jóhannes-
arborg. Þar lýsti hann andstöðu
sinni við refsiaðgerðir, sem beitt
hefur verið gegn Suður-Afríku
vegna aðskiinaðarstefnu stjórnar-
innar.
Upphaflega lagði stjórn Zimbab-
we til að lögð yrðu niður 20
þingsæti, sem frátekin eru fyrir
hvíta menn, en látið var nægja að
svipta Smith sæti að þessu sinni.
Nathan Shamuyarira, upplýsinga-
ráðherra, sagði hins vegar að það
mál yrði tekið upp síðar.
Smith var rekinn úr þinghúsinu
um leið og tillagan hafði verið sam-
þykkt. Hann hafði setið 39 ár á
þingi landsins. Við umræður sagði
Smith að enginn gæti bannað hon-
um að gagnrýna stjórn Roberts
Mugabe. Ekkert væri mikilvægara
fyrir þegna hvers lands en að hafa
málfrelsi og skoðanafrelsi og væri
íbúum Zimbabwe tryggt hvort
tveggja í stjórnarskrá Iandsins.
Eitthundrað sæti eru á þingi
Zimbabwe og eru 20 frátekin fyrir
hvíta menn, samkvæmt samkomu-
lagi, sem náðist 1979 milli fyrrver-
andi stjórnar hvítra manna [sem
Smith veitti forystu] og blakkra
skæruliða. Samkomulagið gerði ráð
fyrir að hægt yrði að leggja frá-
teknu sætin niður eftir 18. apríl nk.
ef 70 þingmenn styðja tillögu af
því tagi. Mugabe hefur ítrekað þá
afstöðu sína að leggja beri sæti
hvítra manna niður og að allir íbúar
landsins eigi að hafa jafnan atkvæð-
isrétt, án tillits til litarháttar.
dreifðu eftir að vasaklútunum var
hent, er vitnað í kvæði í Kalevala
þar sem segir frá móður sem er að
tína saman bein sonar síns, sem elf-
ur dauðans skolar á land. í frétta-
tilkynningunni segir að nútíma
hernaður sé þannig, að engin móðir
geti tínt saman neitt af syni sínum
eftir á. Þá sé ekkert eftir nema að
gráta.
Uppákoman kom bæði þingmönn-
um og þingvörðum á óvart, enda
fara sjaldan eða aldrei fram mót-
mælaaðgerðir innan þinghússins.
„Grátkonurnar" voru svartklæddar,
en það er kannski skýringin á að
þingverðir áttuðu sig ekki á, að þær
ætluðu að trufla starf þingmanna.
Kjör Suominens sem þingforseta
var mjög einróma en það sýnir, að
allir flokkar hafa viðurkennt að
hægrimenn unnu sigur í kosningun-
um fyrir tæpum þremur vikum.
Þingforsetinn er fyrstur manna að
ræða við Mauno Koivisto forseta
þegar byijað er að mynda nýja ríkis-
stjórn.
Nýja þingið verður formlega sett
í dag, en þá mun núverandi sam-
steypustjórn jafnaðarmanna, mið-
flokksmanna og tveggja smáflokka
viðræður fara fram með þeim hætti
að forseti lýðveldisins ræðir fyrst við
formann þjóðþingsins og síðan við
formenn þingflokkanna. I þetta
skipti er röðin sú, að fyrstur til að
hitta forsetann er fulltrúi hægri-
flokksins, síðan kemur fulltrúi
jafnaðarmanna og svo koll af kolli.
Helstu valkostir virðast vera sam-
steypustjórn hægrimanna og mið-
flokksmanna eða hægrimanna og
jafnaðarmanna. Sú hugmynd að
mynda mætti breiða samsteypu allra
þriggja virðist ekki vera vinsæl hjá
jafnaðarmönnum.
Kosningaósigur jafnaðarmanna
hefur gert það að verkum að menn
hafa íhugað breytingar í flokks-
forystunni. Formaður flokksins,
Kalevi Sorsa forsætisráðherra, hefur
látið frá sér fara opinberlega að
honum finnist tími til kominn að
breyta til. En það er óljóst hvort
hann sjálfur ætlar að breyta til eða
hvort honum finnst að flokkurinn
ætti að gera það. Jafnaðarmenn
ætla að halda landsfund í sumar og
þá kemur í ljós hvort formaðurinn
ætlar að gefa kost á sér aftur.
Ge
gjaldmiðla
London, AP.
Bandaríkjadalur hækkaði í
verði gagnvart öllum helztu
gjaldmiðlum í gær. Gullverð
hækkaði einnig.
Lítil tilþrif voru í gjaldeyrisvið-
skiptunum en spádómar um að
vextir yrðu hækkaðir í Banda-
ríkjunum urðu til þess að dalurinn
hækkaði. Sérfræðingar í Frankfurt
bjuggust við litlum breytingum í
dag, en spáðu að gerðar yrðu til-
raunir til að lækka verð á dalnum
í naestu viku.
I London kostaði sterlingspundið
1,5930 dali í gær, miðað við 1,6035
dali í fyrradag. Gengi dalsins var
annars þann veg að fyrir hann fen-
gust:
1,8265 v-þýzk mörk (1,8190)
1,5240 svissn. frankar (1,5200)
6,0725 franskir frankar (6,0485)
2,0600 hollenzk gyllini (2,0525)
1.301,25 ítalskar lírur (1.295,75)
1,30855 kanad. dalir (1,3085).
í Japan var gengi dalsins skráð
á 147,05 jen (146,90) en 146,90 jen
í London í gærkvöldi.
Gullúnsan kostaði 420,50 dali í
London (419,20) og 421,00 dali í
Ziirieh (419,00).
Sovétríkin:
Hefta hljóðnemar orð-
ræður Shultz í Moskvu?
Njósnir landgönguliða taldar viðameiri en komið hefur fram
VERIÐ getur að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
geti ekki rætt viðkvæm málefni innan veggja bandaríska sendiráðs-
ins í Moskvu þegar hann fer þangað um miðjan þennan mánuð
vegna hlerunartækja, sem sovéskir útsendarar hafa komið fyrir,
að því er greint var frá í bandaríska dagblaðinu The New York
Times í gær.
Þetta kemur upp úr kafinu í
kjölfarið á að tveir landgönguliðar,
sem gættu sendiráðsins, voru
handteknir og sakaðir um að hafa
hleypt njósnurum KGB inn í bygg-
inguna.
I blaðinu var haft eftir ónefnd-
um embættismönnum í stjóm
Ronalds Reagan Bandaríkjafor-
seta að utanríkisráðuneytið vildi
síður fresta hinum mikilvæga fundi
Shultz og Edouards Shevardnadze,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
og annarra háttsettra sovéskra
embættismanna. Sagði að embætt-
ismenn utanríkisráðuneytisins
héldu fram að fjarlægja þyrfti öll
hlerunartæki úr hluta sendiráðsins
á næstu tveimur vikum.
„Hvernig á Shultz að geta opnað
munninn í sendiráðinu?" hefur
dagblaðið eftir embættismanni ein-
um. „Þetta mál er líklegt til að
vekja miklar deilur og ýmsir í
Bandaríkjamenn vilja ganga hratt
til verks.“
Embættismenn stjómarinnar
hafa áður sagt að engar mikilvæg-
ar upplýsingar hafi verið sendar
úr sendiráðinu af ótta við að sové-
skir útsendarar héfðu kornið fyrir
hlerunartækjum í fjarskiptatækj-
um.
{ fréttum bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CBS var greint frá
því á miðvikudagskvöld að rann-
sóknarmenn vamarmálaráðuneyt-
isins teldu að njósnir iandgöngulið-
anna hefðu hafist sýnu fyrr en
viðurkennt hefur verið og þær
upplýsingar, sem komist hafa í
hendur Sovétmanna, gætu valdið
meira tjóni en hingað til hefur
verið talið.
Sjónvarpsstöðin sagði að þeir,
sem vinna að rannsókn málsins,
væru sannfærðir um að njósnirnar
hefðu hafist sumarið 1985 þegar
bandaríska leyniþjónustan CIA
varð fyrir miklum áföllum í
Moskvu, sem enn hafa ekki verið
skýrð.
Clayton Lonetree liðþjálfi og
Arnold Bracy undirforingi em sak-
aðir um að hafa stundað njósnir
frá Janúar fram í mars 1986.
CBS sagði að starfsmenn leyni-
þjónustunnar teldu að Arthur
Hartman hefði ætíð gert of lítið
úr þeirri ógn, sem stafaði af njósn-
um Sovétmanna. Þar hafi meira
að segja engin breyting orðið á
eftir að hann fann hljóðnema í rit-
vél ritara síns.
Greint er frá því atviki í skýrslu,
sem enn er leynileg, frá Bobby
Inman, fyrmm aðstoðaryfirmanni
CIA. Hermt er að í skýrslunni sé
greint frá sex tilvikum, sem fund-
ist hafi sovésk hlemnartæki í
öðmm sendiráðum Bandaríkja-
manna, sagði CBS.
Ákveðið hefur verið að senda
alla landgönguliða úr bandaríska
sjóhernum heim frá Moskvu og
senda aðra í þeirra stað til að
gæta sendiráðsins í Moskvu vegna
njósnahneykslisins. Búist er við að
þessi skipti á varðmönnum fari
fram í þessum mánuði.
Reuter
Sovéskir verðir skoða skilriki fólks fyrir utan bandaríska sendi-
ráðið í Moskvu.
Aðalleikarar í njósnahneykslinu
em sovésk kona, sem ráðin var
túlkur, og „frændi“ hennar Sasha,
njósnari KGB.
Þrír landgönguliðar em nú í
haldi og segja yfirvöld að sovéskar
konur hafi talið tvo þeirra, Lone-
tree og Bracy, á að láta KGB hafa
upplýsingar. Þriðji maðurinn er
Robert Stanley Stufflebeam. Hann
er gmnaður um að hafa látið und-
ir höfuð leggjast að greina frá
skiptum starfsbræðra sinna við
sovéska aðilja og að hafa logið á
fundi. Stufflebeam var handtekinn,
en ekki sakaður um að hafa brotið
af sér.
Violettu Seina hefur verið lýst
sem skolhærðri, aðlaðandi ungri
konu. Hún gegndi stóm hlutverki
í njósnamálinu í sinnepsgulu, níu
hæða byggingunni í Moskvu.
„Ilún var mun betur klædd en
aðrir Sovétmenn," sagði sendiráðs-
starfsmaður einn. Sagt er að Seina
hafi verið fáskiptin.
Lonetree sagði í yfirheyrslu að
hann hefði verið í ástarsambandi
við Seinu og hún hafi kynnt hann
fyrir „frænda“ sínum Sasha. Lone-
tree komst brátt að því að Sasha
væri njósnari. Lonetree sagði að
sér hefðu verið greiddir 3.500 doll-
arar og hefði hann eytt þúsund
dollumm í kjól handa Seinu.
Haft var eftir sovéskum starfs-
manni sendiráðsins að Seina hefði
í upphafi unnið þar og síðar í bú-
stað sendiherrans.
Þetta er fyrsta njósnahneykslið,
sem landgönguliðar hafa flækst í
síðan þeim var falið að gæta sendi-
ráðsins í lok fimmta áratugarins,
að sögn starfsmanna sendiráðsins
í Moskvu. Aftur á móti hafa sovét-
menn oft reynt að koma sér fyrir
innan sendiráðsins með einum eða
öðmm hætti.