Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 33

Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 OO 33 Noregur: 10 menn biðu bana Reuter Góðviðrisgöngutúr Japönsku kirsuberjatrén í Washingtou D.C. eru nú í fullum skrúða, eins og myndin ber með sér. Ibúar höfuðborgarinnnar njóta g-öngutúrs meðal trjánna í góðviðrinu. í flugslysi við Skien Osló, Reuter. TIU menn biðu bana er tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Beechcraft-90 fórst í gærkvöldi við bæinn Skien, sem er suðvestur af Osló. Flugvélin brotlenti í skóglendi skammt frá Skien í svarta þoku og votviðri. Kviknaði eldur í henni í lendingunni. Orsakir slyssins eru ókunnar. Flugvélin var í eigu norska leiguflugfélagsins Scanex Air. Um borð voru átta farþegar og tveggja manna áhöfn. Flugvélin var í þann mund að ljúka leigu- flugi frá Hanvoer í Vestur-Þýzk- alandi er hún fórst. Flugmaður flugvélarinnar var norskur en þjóðerni annarra, sem um borð voru, lá ekki fyrir í gærkvöldi, og ekki heldur hveijir tóku vélina á leigu. Yaxtahækkun í Bandaríkjunum ERLENT New York. Reuter. HELSTU viðskiptabankarnir í Bandaríkjunum hækkuðu í gær vexti og létu þar með undan mikl- um þrýstingi á fjármagnsmark- aði. Fjármálasérfræðingum ber saman um, að með þessari hækk- un hafi verið bundinn endi á vaxtalækkunarskeiðið. Nokkrir stærstu bankanna hækk- uðu vextina, þá, sem þeir taka af lánum til bestu viðskiptavina sinna og jafnan eru hafðir til viðmiðunar, úr 7,5% í 7,75% og er hér um að ræða fyrstu vaxtahækkunina síðan í júní árið 1984 þegar vextir voru hækkaðir úr 12,5% í 13%. Það, sem einkum knúði á um vaxtahækkun nú, voru horfur á au- kinni verðbólgu og allnokkur hækkun skammtímavaxta, sem hafa verið bönkunum þungir í skauti. Þegar gengi dollarans lækkar rýrast innstæður erlendra fjármagnseig- enda og reyna þá bankarnir að bæta þeirn upp missinn með því að hækka innlánsvextina. Forseti íslands í óopinberri heimsókn í Finnlandi: Vigdís fagnar útgáfu Islendingasagnanna Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaösins. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, segir, að hún sé stolt af því, að íslendingar skuli nú hafa gefið Finnum það besta, sem þeir eiga, íslendingasögurn- ar. Forsetinn lét svo um mælt í Helsinki í gær í tilefni þess, að fyrsta bindi af íslendingasögum í finnskri þýðingu var gefið út, en fyrsta eintakið var afhent henni. Vigdís vakti einnig athygli á því, að of lítið væri um, að Islendingar og Finnar lærðu tungu hvors ann- ars og gætu þýtt bókmenntir þessara þjóða beint úr frummálinu. Einkum væri þörf á að skáld og rithöfundar yrðu færir um þetta til að þýðingarnar yrðu lifandi bók- menntir en ekki einungis fræðilega réttar. Vigdís kvaðst einnig óska þess, að fleiri finnskir rithöfundar fengju bækur sinar þýddar á íslensku. Nú mætti það heita tilviljun ef íslenskt forlag gæfi út finnska bók eða finnskt forlag bók eftir íslenskan höfund. Tungumálavandamálið ylli því, að forlögin gætu ekki einu sinni metið bækur, sem þeim byðust frá hinu landinu. Forsetinn lagði áherslu á, að lest- ur góðra bókmennta væri besta leiðin til að kynnast hugsunarhætti annarra þjóða. Einkum vegna þess, að bækurnar væru alltaf tiltækar, þær væru ekki stundarfyrirbrigði eins og kvikmyndin. Bókaforlagið Otava mun gefa út íslendingasögurnar allar á næstu árum. Fyrsta bindið er í raun endur- útgáfa Eiríks sögu rauða, Laxdæla sögu og Fóstbræðra sögu. Þýðandi er Jyrki heitinn Mántylá, fyrrum lektor í finnsku við Háskóla ís- lands. Þessar þrjár sögur voru upphaflega gefnar út í byijun átt- unda áratugarins. Næsta bindi verður ný þýðing Njálu og mun koma út á næsta ári. Þýðandi er Jarkko Láine, sem er ungt finnskt skáld. Það sést því miður einnig á útgáf- unni, að tungumálavandinn er mikill milli íslendinga og Finna. Sögurnar eru að vísu prentaðar á finnsku, en nöfn þeirra eru einnig sókn í Finnlandi. Hyggst hún kynna á íslensku. Þegar á fyrsta titilblaði stendur t.d.: „Fríks saga ravða.“ Það mætti spyija hvort þetta Frík sé einhver nútíma hetja frá íslandi. Vigdís er þessa viku í einkaheim- sér finnskt menningarlíf, fyrst og fremst leiklist. I gær hitti hún for- seta Finnlands, Mauno Koivisto í hádegisverðarboði í forsetahöllinni. Hussein í Hollandi Haag, Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur er væntanlegur í einkaheimsókn til HoIIands á sunnudag og mun hann eiga viðræður við utanríkisráð- herrann Hans van der Broek um ráðstefnu um Miðausturlönd. Ta- lið er að Hussein muni leita eftir þvi við Hollendinga, að þeir beiti áhrifum sínum sem smáþjóð, er njóti virðingar hvarvetna, til að ráðstefnan verði að veruleika. Fram hefur komið margsinnis, að Hollendingar eru því fýsandi að PLO-fulltrúar fái á einn eða annan hátt að eiga aðild að slíkri ráðstefnu. Raunar hefur fylgi við málstað Pa- lestínumanna aukizt í Hollandi allra síðustu ár, samhliða því að borið hefur á gyðingaofsóknum, ríkis- stjórninni til sárrar hrellingar. í þessari heimsókn er Hussein og frú hans sérstakir gestir Beatrice drottningar, segir í Reuterskeyti. Farsími fyrir athafnamenn í FARARBRODDI ALLSTAÐAR! • Léttastur (3,1 kg). • Minnstur (12,3x5,7x22,7). • Vatnsþéttur (sá eini). • Sterkur. • Öruggur. • Góð greiðslukjör. • 2 ára ábyrgð. P.s.: Að sjálfsögðu tökum við á móti pöntunum og veitum upplýsingar í Simonsen farsíma 985-23500. BENCOhf Lágmúla 7, sími 91-84077.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.