Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
37
pitrgim Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaralJur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Blaðinu snúið við
Utgefð frá Reykjavík stend-
ur nú traustari fótum en
fyrir rúmu ári. Þá áttu tvö af
stærstu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum borgarinnar
við mikla erfiðleika að stríða.
Um margra ára skeið var Bæjar-
útgerð Reykjavíkur þungur
baggi á borgarsjóði og þar með
borgarbúum. Frá 1947, þegar
Bæjarútgerðin var stofnuð og
til 1985, greiddi borgarsjóður
samtals 1.211 milljónir króna á
verðlagi ársins 1985, vegna
rekstrar fyrirtækisins. I þau 38
ár sem BUR var starfrækt varð
borgarsjóður að leggja fram
peninga öll árin, að undanskyld-
um árunum 1967 og 1968.
Síðasta árið kostaði BUR borg-
arbúa 40 milljónir króna. Þrátt
fyrir þessi útgjöld töldu stjórn-
endur Reykjavíkurborgar
nauðsynlegt að halda rekstri
BÚR áfram, enda hefur fyrir-
tækið alla tíð verið bakhjarl í
atvinnulífi borgarinnar og mikil
lyftistöng.
Grandi hf. var stofnað í nóv-
ember 1985 með sameiningu
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
Isbjarnarins. Liðið ár er því
fyrsta fulla starfsár fyrirtækis-
ins.
Tilgangurinn með sameiningu
fyrirtækjanna var tvíþættur. í
fyrsta lagi að koma í veg fyrir
að útgerð frá Reykjavík drægist
meira saman en orðið var. I
annan stað að borgarsjóður og
þar með útsvarsgreiðendur í
Reykjavík þyrftu ekki að leggja
fram fjármuni í rekstur útgerð-
arinnar. Á liðnu ári var 1,4
milljóna króna hagnaður af
reglulegri starfsemi Granda, en
þegar tekið hefur verið tillit til
taps á dótturfyrirtæki og sölu
eigna, varð 14,7 milljóna króna
tap í heild.
í viðtali við Brynjólf Bjarna-
son, framkvæmdastjóra Granda
hf., sem birtist hér í Morgun-
blaðinu í gær, kemur fram að
róttækar breytingar þurfti að
gera á rekstri Granda á síðasta
ári. Fyrsta verkefnið var fjár-
hagsleg endurskipulagning og
er henni lokið. Jafnframt henni
varð að breyta skipulagi og
stjórnun fyrirtækisins. Brynjólf-
ur segir að fyrstu mánuðimir
1986 hafi verið sársaukafullur
tími fyrir starfsfólk fyrirtækis-
ins. 180 starfsmönnum var sent
uppsagnarbréf, en af þeim voru
90 endurráðnir. Fyrstu mánuð-
irnir voru _því erfiðir fyrir
Granda hf. Akvörðunin um að
sameina fyrirtækin var umdeild.
Vinstri flokkarnir í borgarstjórn
reyndu að gera hana að pólitísku
bitbeini í borgarstjórnarkosn-
ingunum á síðasta ári. Davíð
Oddsson borgarstjóri hafði það
pólitíska hugrekki sem þurfti til
að sameiningin yrði að veni-
leika. Andstæðingar höfðu uppi
stór orð — orð sem þeir eiga
erfitt með að standa við nú
nokkrum misserum síðar. Hrak-
spár um rekstur Granda rættust
ekki, en höfðu mikil áhrif á
starfsandann innan fyrirtækis-
ins, eins og Brynjólfur bendir á.
Þó of snemmt sé að fella
dóma, eins og Brynjólfur segir
réttilega, bendir allt til þess að
framtíð Granda sé trygg. Á
þessu ári er stefnt að því að
grynnka nokkuð á skuldum fyr-
irtækisins, en farið verður
varlega í fjárfestingar. Þá eru
uppi hugmyndir um að minnka
eignarhlut Reykjavíkurborgar í
Granda éða eins og Brynjólfur
Bjarnason segir: „Ég tel að
borgarsjóður eigi að heijast
handa um sölu á einhverjum
hluta á þessu ári... það er ekki
markmið að borgin eigi stóran
hluta í Granda.“
Það er forvitnilegt að fylgjast
með starfsemi Granda og hvern-
ig þar hefur verið haldið á
málum. Annað fyrirtæki í sjáv-
arútvegi sem áður var bæjarút-
gerð, er Hvaleyri hf. í
Hafnarfirði, sem keypti Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar. Saga
þessara fyrirtækja síðustu mán-
uði er skólabókardæmi um að
eignarhald og rekstrarform fyr-
irtækja skiptir verulegu máli.
Rekstur fyrirtækja í eigu sveit-
arfélaga og/eða ríkisins verður
aldrei sá sami og í höndum ein-
staklinga og samtaka þeirra.
Þau lúta ekki þeim lögmálum
sem gilda um einkarekstur og
markmið opinberra fyrirtækja
eru ekki þau sömu, þ.e. arð-
semi. Stjórnmálamenn eru of
gjarnir á að nota slík fyrirtæki
í eigin þágu — stunda greiða-
semi á kostnað almennings. Við
íslendingar höfum ekki efni á
slíku.
Einkavæðing sjávarútvegsins
á höfuðborgarsvæðinu er af hinu
góða. Sameining BÚR og ís-
bjarnarins var skref í þá átt, en
er ekki að fullu lokið. I Hafnar-
firði var skrefið stigið til fulls.
Á síðustu misserum hefur
innlendur hlutabréfamarkaður
verið í örri þróun. Viðhorf al-
mennings til fyrirtækja er að
breytast og jafnframt þykja
hlutabréf betri kostur en áður
sem leið til sparnaðar. Það færi
vel á því að Reykjavíkurborg
undir forystu Davíðs Oddssonar
riði á vaðið og gæfi almenningi
kost á að íjárfesta í vel reknu
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir PÉTUR PÉTURSSON
Ólög-leg- vopnasala
stórmál í Svíþjóð
Áfall fyrir hugsjónir sænskrar
utanríkisstef nu
I nokkur ár hefur því öðru hvoru verið haldið fram að
sænskir vopnaframleiðendur, og þá einkum Bofors-verksmiðj-
urnar, selji útlendum aðilum vopn í trássi við sænsk lög.
Sænsk löggjöf hefur þrengt mjög að kostum vopnaframleið-
enda hvað þetta varðar og í orði er öll sala til erlendra aðila
og útflutningur vopna bannaður frá Svíþjóð, en frá þessari
reglu eru gerðar undantekningar. Vopnaframleiðendur verða
þá að sækja um heimild til ríkisstjórnarinnar í hvert skipti
sem þeir fá pöntun erlendis frá. Sérstök stofnun, vopnaeftir-
litið, tekur á móti þessum pöntunum og fjallar um þær, metur
þær og sendir síðan ríkisstjórninni til afgreiðslu. Þessi stofn-
un á að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um allt er varðar
sölu og útflutning sænskra vopna og hún á einnig að hafa
eftirlit með því að lögum og reglum þar að lútandi sé fram-
Eins og kunnugt er er Svíþjóð
hlutlaust land og utan hern-
aðarbandalaga, en sú stefna sem
fylgt er, og hefur almennt fylgi
meðal þjóðarinnar og stærstu
þingflokkanna, kveður á um að
hlutleysið skuli varið með vopna-
valdi ef með þarf. Talið er að
hlutleysið verði lítils virði ef ekki
sé hægt að sýna fram á að fyrir
sé í landinu vopnabúnaður, sem
geti veitt viðnám ef til stríðsátaka
og innrásar kæmi. Innlend vopna-
framleiðsla, sem bæði byggist
bæði á einkafyrirtækjum og ríkis-
rekstri, er því talin ill nauðsyn,
en engu að síður er lögð á það
áhersla að þessi framleiðsla sé
nýtískuleg á hverjum tíma og fylgi
kröfum tækni og vísinda.
Neyðast til að
flytja út vopn
Sænski herinn er ekki nægilega
stór markaður til þess að þessi
framleiðsla beri sig og hefur því
verið brugðið á það ráð að selja
sænsk vopn á erlendum mörkuð-
um og er töluverð eftirspurn eftir
þeim, ekki síst á þeim svæðum
þar sem vopnuð átök eiga sér stað.
En um leið vill Svíþjóð slá vörð
um og halda uppi heiðri sínum sem
friðelskandi þjóð, sem beiti sér
fyrir því á alþjóðavettvangi að
deilumál séu leyst án vopnavalds.
Það er því skýrt tekið fram í
sænskum lögum að ekki megi
selja vopn til þeirra landa, sem
eiga í stríðsátökum, né þeirra
svæða þar sem spenna ríkir og
hætta er á að vopnuð átök brjót-
ist út. Fullyrðingar þess eðlis að
sænsk vopn rati engu að síður á
blóðuga vígvelli, t.d. í Iran og Ir-
ak, eru því afar viðkvæmt mál
fyrir sænsk stjórnvöld og ekki
síður þegar því er haldið fram að
sænskir embættis- og stjórnmála-
menn hafi vitað um þetta án þess
að gn'pa til viðeigandi aðgerða.
Carl Algernon, forstöðumaður
sænska vopnaeftirlitsins, framdi
sjálfsmorð fyrr á þessu ári, að
talið er, vegna þeirra uppljóstr-
ana sem rannsóknarlögreglan og
fjölmiðlar hafa komið fram með
undanfarna mánuði varðandi
ólöglega vopnasölu.
Þessar ásakanir hafa því leitt
til þess að víðtæk lögreglurann-
sókn hefur staðið yfir frá því
1984. Undanfarna mánuði hefur
þetta mál verið ofarlega á baugi
í Svíþjóð og ijölmiðlar fjalla um
það daglega. Nýjai' vísbendingar
koma fram og vitni eru leidd fram,
sem hafa komið með vísbendingar
sem ekki verður horft fram hjá,
cnda viðurkenndi forstjóri Bo-
fors-verksmiðjanna, Anders
Calberg, það nú fyrst fyrir nokkr-
um dögum að fyrirtæki hans hefði
selt vopn til landa, sem voru á
bannlista ríkisstjórnarinnar, en þá
er eftir að vita hvort stjórnvöld
hafi vitað um þessa sölu og jafn-
Forstjóri sænska vopnafyrirtæk-
isins, Bofors, hefur aðeins stjórn-
að fyrirtækinu í tæp tvö ár og
neitar að bera ábyrgð á ólög-
legri vopnasöiu.
Ráðherra utanríkisviðskipta í
stjórn sænskra jafnaðarmanna,
Matz Hellström, skipti um ráð-
herrastól og tók að sér land-
búnaðarmálin sem ekki teljast
umdeildur málaflokkur eins og
er í sænskum stjórnmálum.
vel beint eða óbeint lagt blessun
sína yfir hana. Ráðherrarnir þver-
taka fyrir að svo sé. Sumir þættir
þessa máls eru fremur í ætt við
miðlungsgóðan reyfara, en hinn
velskipulega og formfasta hvers-
dagsleika opinbers lífs í Svíþjóð,
enda birta blöðin nýjustu fréttir
um framvindu málsins eins og um
framhaldssögu væri að ræða.
Abyrgðm og
mannaskipti
Tíð mannaskipti einkenna þær
stöður þar sem eldur þessa máls
brennur heitast og sýnir það eitt
út af fyrir sig hversu viðkvæmt
málið er. Menn sitja ekki lengi í
ábyrgðarstöðum innan Bofors-
fyrirtækisins. Sjálfur fram-
kvæmdastjórinn, Anders Calberg,
hefur aðeins gegnt því starfi frá
því 1985 og neitar að bera ábyrgð
á því sem gerst hefur í vopnasölu
fyrir þann tíma. Fyrir nokkrum
mánuðum skipti Matz Hellström,
sem farið hefur með utanríkisvið-
skipti í stjórn jafnaðarmanna frá
1982, um ráðherrastól og varð
landbúnaðarráðherra, en sá ráð-
herra sem fer með innflytjendamál
bætti á sig utanríkisviðskiptum.
Fjármálaráðherrann Kjell-Olof
Feldt er ásakaður um að hafa
lagt blessun sína yfir ólöglegar
vopnasendingar frá Svíþjóð á
árunum 1973—75 er hann var
viðskiptaráðherra.
Það var tekið til þess að Matz
þessi Hellström var mjög gagn-
rýninn á þær vopnasöluheimildir,
sem stjórn borgaraflokkanna
veitti þegar hann var í stjórnar-
andstöðu á síðari hluta áttunda
áratugarins, en hefur sem ráð-
herra hvað eftir annað gefið
heimild fyrir stórum vopnasend-
ingum til landa þar sem sumir
hafa talið hættu á átökum, svo
sem í Indónesíu. Hefur hann rétt-
lætt gerðir sínar með því að vísa
til fyrri heimilda ráðherra borg-
araflokkanna og talið sig bundinn
af þeim.
Forstjóri vopnaeftirlits-
ins fremur sjálfsmorð
En það sem mesta athygli hefur
vakið er sviplegt fráfall forstöðu-
manns vopnaeftirlitsins, Carls
Algernon. Hann varð fyrir neðan-
jarðarlest í miðborg Stokkhólms
í janúar á þessu ári. Fyrst í stað
var talið að hér hefði verið um
að ræða morð af yfirlögðu ráði,
en rannsóknarlögreglan er nú á
þeirri skoðun að um sjálfsvíg hafi
verið að ræða. Algernon var áður
hátt settur yfirmaður í sænska
hernum og átti þar að baki óflekk-
aðan feril. Hann var rúmlega
sextugur að aldri og naut hvar-
vetna trausts, en var undir miklu
álagi vegna þeirra ásakana sem
hér um ræðir. Hann hafði verið
yfirheyrður af rannsóknarlögi'egl-
unni og átti von á framhaldsyfir-
heyrslum rétt áður enhann framdi
sjálfsmorð. Þá hefur það heyrst
að iiryggislögreglan sænska
(Sápo) hafi gert húsleit á skrif-
stofu hans. Klukkutíma áður en
hann tók þá örlagaríku ákvörðun
að kasta sér fyrir lestina hafði
hann átt viðræður við Anders
Carlberg, forstjóra Bofors-verk-
smiðjanna. Ekki hafa fjölmiðlar
enn fengið vitneskju um það hvað
þeim fór á milli, en vitni segja að
Algernon hafi verið mjög brugðið
eftir að viðtalinu lauk.
Vopnin rata á vígfvöllinn
Hinar ólöglegu vopnasendingar
Bofors-verksmiðjanna virðast
helst hafa farið í gegnum dóttur-
fyrirtæki þeirra í löndum, sem
ekki eru á bannlista hjá sænskum
stjórnvöldum, eins og England,
Júgóslavía og Singapore. Þangað
eru vopnin seld og breytt um sölu-
skýrslur án þess að sendingarnar
séu opnaðar og síðan er góssið
flutt á ákvörðunarstaði í löndum
eins og Taiwan, Thailandi, íran
og Líbýu. Handbækur hernaðar-
sérfræðinga sýna að. sænsk vopn
eru til í þessum löndum þrátt fyr-
ir að þessi lönd eru á bannlista
sænsku stjórnarinnar.
Fyrir u.þ.b. mánuði síðan sté
formaður sambands danskra far-
manna fram í ljós fjölmiðla og
fullyiti að dönsk skip hefðu flutt
ólöglegar vopnasendingar fyrir
sænska vopnaframleiðendur.
Hann fullyiti einnig að Olof
Palme, fyrrum forsætisráðherra
Svíþjóðar, hefði fengið vitneskju
um þessa flutninga og stöðvað
a.m.k. einhveijar sendingar. Þá
hefur það einnig komið fram að
starfsmenn dótturfyriitækis Bo-
fors í Englandi hafi sent Palme
bréf árið 1985 og getið um grun-
semdir sínar, um að sænsk vopn
hafi verið send til bannlýstra
landa. Bréf þetta á Paime að hafa
sent vopnaeftirlitinu, en síðan
hafi ekkert verið á það minnst og
það aldrei komið í hendur lögregl-
unnar.
Einna ævintýralegust er þó frá-
sögn forstjóra flutningafyriitækis
eins sem komst undir manna
hendur vegna gjaldþrots. Hann
gat ekki gert grein fyrir milljóna-
tekjum, sem hann hafði árin
1973—75 á annan hátt en þann,
að hann hafi stjórnað um 100
vopnasendingum fyrir Bofors-
verksmiðjurnar til Irans. Þessar
sendingar máttu hvergi koma
fram og vildi hann því fá trygg-
ingu fyrir því hjá þáverandi
viðskiptamálaráðherra sem er
Kjell-Olof Feldt, núverandi fjár-
málaráðherra. Átti hann að hafa
hitt ráðherrann í gamla bænum í
Stokkhólmi og segir hann óhugs-
andi að ráðherrann hafi ekki vitað
af þessum sendingum. Ráðherr-
ann sver aftur á móti og sáit við
leggur að hann hafi aldrei hitt
þennan mann, hvað þá átt við
hann tal einslega um annað eins
mál og þetta.
En friðarsamtök, sem lagt hafa
á sig mikla vinnu við að kanna
ólöglegar vopnasendingar frá
Svíþjóð, hafa fengið það staðfest
hjá fyrrverandi ráðherrum í stjórn
Iranskeisara að íranski herinn
hafi keypt vopn frá Svíþjóð á þess-
um tíma. Ákærandi forstjóra
flutningafyriitækisins telur að
eitthvað geti verið hæft í fullyrð-
ingum hans. Þessum fyrrverandi
forstjóra, sjálfum ákærandanum,
friðarrannsóknarmönnum og
ýmsum af þeim, sem gefið hafa
upplýsingar í þessu máli, hefur
verið hótað lífláti í nafnlausum
bréfum og upphringingum. Ákær-
andinn og forstjórinn hafa fengið
sérstaka lögregluvernd vegna
þessara hótana.
Allar þessar umræður, fullyrð-
ingar og getgátur um ólöglega
vopnasölu sænskra fyriitækja
hafa þegar skaðað álit Svíþjóðar
út á við og hætt er við að þetta
mál eigi eftir að draga enn frek-
ari dilk á eftir sér innanlands. Það
eiga örugglega eftir að verða fleiri
mannaskipti á háum stöðum, þeg-
ar öll kurl eru komin til grafar
og rannsóknarlögreglan hefur lok-
ið rannsókn sinni sem nú hefur
tekið þtjú ár.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins í Lundi í Svíþjóð.
Reykjavík;
••
Oryggis-
mál olíu-
tanka
könnuð
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
í heild, tillögu Sigurjóns Péturs-
sonar um öryggisráðstafanir
vegna olíutanka við EUiðaár,
en samþykkt síðari hluti tillög-
unnar var frestað á fundi
borgarráðs 10. mars.
I tillögunni segir: „Borgarráð
samþykkir að fela borgarverkfræð-
ingi að láta kanna nú þegar ástand
og öryggismál allra olíutanka í
borginni og skila niðurstöðum til
borgarráðs innan tveggja mánaða.
Þá samþykkir borgarráð að krefj-
ast þess af Landsvirkjun, að nú
þegar verði gengið frá fullnægjandi
öiyggisráðstöfunum við olíutanka
hennar í Elliðaárdal."
Reykjavík:
Gjald við
stæðissjálf-
sala hækk-
ar um 50%
BORGARRÁÐ hefur samþykk
að hækka gjald fyrir bifreiö.i
stæði á stæðum þar sem er.i
sjálfsalar um 50%.
Á bifreiðastæðum við Grettisgötu
7 til 9 og við Laugaveg 77 eru sjálf-
salar. í bréfi Inga Ú. Magnússonar
gatpamálastjóra segir að hér sé um
-amræmingu gjalda að ræða og því
•r lagt til að þau verði hækkuð.
Gjaldið var 10 kr. fyrir hveijar byr-
iaðar 30 mín., en verður 10 kr.
fyrir hveijar byijaðar 20 mín. Ilám-
arksstöðutími verður eftir sem áður
2 klukkustundir.
Skoðanakannanir í sviðsljósi
Skoðanakannanir þykja orðið svo sjálf-
sagður fylgihnöttur almennra kosn-
inga hér á landi að líklega fyndist mörgum
það nánast óbærileg tilhugsun ef þær
væru ekki framkvæmdar. Um hvað ættu
menn þá að tala?! Samt er ekki nema
tæpur áratugur frá því kannanir af þessu
tagi fóru að skipta verulegu máli —
a.m.k. frá sjónarmiði stjórnmálamanna —
og ráða einhveiju um „umræðuna“ marg-
frægu í þjóðfélaginu. Það eru ekki nema
fjögur ár frá því Morgunblaðið hóf að taka
þátt í þessum leik — þá í samstarfi við
fyrirtækið Hagvang — og það varð tilefni
fréttar yfir þvera forsíðu blaðsins. Að
undanförnu höfum við birt nokkuð reglu-
lega kannanir frá Hagvangi og Félagsvís-
indastofnun Háskólans. Ein slík er
væntanleg og verður vafalaust tilefni mik-
illa bollalegginga um stjórnmálaástandið.
Skoðanir manna um gildi og áhrif kann-
ana eru mjög skiptar. Sumum finnst
ótrúlegt að hægt sé að draga ályktanir
um viðhorf tugþúsunda — erlendis milljóna
— kjósenda af viðtölum við 600 til 1.500
manns. Framhjá því verður þó ekki horft
að þetta er gerlegt ef viðmælendurnir —
úrtakið — eru smækkuð mynd af þjóð-
inni. Könnun sem bundin er við ákveðinn
þjóðfélagshóp, aldurshóp, atvinnu, mennt-
un eða kyn o.s.frv. dugar hins vegar ekki
nema þegar hún fjallar um hópinn sjálfan.
Það er þess vegna afar hæpið að skoðana-
könnun á vinnustað — svo dæmi sé tekið
— gefi markverðar upplýsingar um við-
horf í þjóðfélaginu almennt. En menn
þurfa ekki einu sinni að taka mark á vönd-
uðum skoðanakönnunum til að átta sig á
því að eftir þeim er tekið og um þær er
mikið talað.
☆
ÞAÐ ætti ekki að þurfa að rifja upp
þau einföldu sannindi að niðurstöður kann-
ana og kosninga eru tveir gerólíkir hlutir.
Á hinu virðast margir ekki átta sig að
skoðanakönnun er heldur ekki kosninga-
spá. Spá um úrslit kosninga getur að vísu
farið býsna nærri niðurstöðum könnunar
en stundum getur líka verið nokkur mun-
ur á. Til þessa liggja ýmsar ástæður og
breytilegar. Það liggur til dæmis í augum
uppi að skoðanakönnun segir okkur fyrst
og fremst hver viðhorf þátttakenda eru
þegar könnunin er gerð — ekki hver þau
verða í framtíðinni, hvort sem er degi
síðar, viku, mánuði, ári eða eftir lengri
tíma. Og aðstæður breytast og viðhorf
breytast. í öllum könnunum verður líka
að gera ráð fyrir ákveðnum skekkjum sem
geta breytt fylgi flokka um svo sem 2-5%
til eða frá. Skekkjumörkin sem svo eru
nefnd á fagmál eru misjöfn eftir stærð
úrtaks og viðmiðunartölum í niðurstöðum.
Ef flokkur fær 40% fylgi í könnun sem
nær til 1.500 rnanna má gera ráð fyrir
því að skekkian geti verið plús eða mínus
2,5%
Einnig ber að nefna í þessu sambandi
að tilefni getur verið til þess að ætla að
stuðningsmenn einhvers flokks séu tregari
að láta skoðanir sfnar í ljós en stuðnings-
menn annarra flokka. Reynslan hér á landi
er sú að Sjálfstæðisflokknum vegnar að
jafnaði betur í könnunum en kosningum
en þveröfugt gildir um Framsóknarflokk-
inn og Alþýðubandalagið. Það getur líka
reynst erfitt fyrir þá sem standa að könn-
unum að ná sambandi við einhvern
stuðningshóp stjómmálaflokks þótt hann
sé inni í úrtakinu. Ef til að mynda þúsund
Heimdellingar eða þúsund ríkisstarfsmenn
eru veðurtepptir og símasambandslausir á
Öræfajökli getur það skekkt niðurstöður
skoðanakönnunar um fylgi Sjálfstæðis-
flokks annars vegar og Alþýðubandalags
og Kvennalista hins vegar.
Þijár síðustu skoðanakannanirnar —
könnun Skáís fyrir Stöð 2 sem birt var á
sunnudaginn, könnun sama fyrirtækis fyr-
ir Helgarpóstinn sem birt var í gær og
könnun DV á mánudaginn — hafa eðlilega
vakið mikla athygli því ef niðurstöður
þeirra gengju eftir yrðu gífurlegar breyt-
ingar á Alþingi. En auðvitað eru þetta
ekki kosningaspár. Og þessar kannanir
eru líka ýmsum annmörkum háðar sem
gefa tilefni til varfærnislegra ályktana.
Hlutfall þeirra sem óráðnir em í afstöðu
sinni er óvenju hátt eða milli 30 og 35%.
Könnun Skáís fyrir Stöð 2 er bundin við
Reykjavík og Reykjanes og vægi
Reykjavíkursvæðisins í könnun DV er
meira en í kosningum. Úrtakið er heldur
ekki nægilega stórt til þess að með ein-
hverri vissu sé hægt að reikna út skiptingu
þingsæta eins og gert hefur verið og blás-
ið út. Svo er annað — og hér er komið
að þýðingarmiklu atriði: Aldur kjósenda
getur ráðið úrslitum um það hvort þeir
kjósa Borgaraflokkinn eða Sjálfstæðis-
flokkinn. I könnunum Skáís og DV er
þess ekki gætt að þátttakendur skiptist
rétt í aldurshópa. Þetta er í lagi ef aldur
ræður engu um afstöðu kjósenda eins og
stundum má vera. En ef sú tilfinning er
rétt — sem ég heyri víða — að verulegur
munur sé á afstöðu ungs fólks og hinna
sem eldri em til Alberts Guðmundssonar
þá er hér ferð atriði sem valdið getur
mikilli skekkju í fyrrnefndum könnunum.
Það er tilgáta mín að meirihluti ungs fólks
hafni Albert og Borgaraflokknum. Niður-
stöður Félagsvísindastofnunar ættu að
geta sýnt hvort eitthvað er hæft í þessu
en þar er þess gætt að þátttakendur skipt-
ist rétt í aldurshópa.
v
☆
TIL em þeir sem halda að niðurstöður
skoðanakannana geti ráðið úrslitum um
niðurstöður kosninga. Þess vegna segja
sumir að að setja beri þeim takmörk og
banna þær í svo sem eina til tvær vikur
fyrir kosningar. Hugmyndir í þessa vem
hafa verið ræddar á Alþingi en engar til-
lögur um efnið hafa verið afgreiddar. Hér
er mikið álitamál á ferðinni og menn ættu
að hugsa sig vandlega um áður en þeir
taka afstöðu.
Ég held að óhætt sé að fullyrða að niður-
stöður kannana Skáís og DV um fylgi
hins nýja Borgaraflokks Alberts Guð-
mundssonar hafi þegar haft áhrif á
vinnubrögð í öðrum stjórnmálaflokkum.
Tilvera þessa flokks og hinn mikli stuðn-
ingur við hann hefur á vissan hátt ýtt til
hliðar flestum þeim málefnum sem menn
héldu að kosningarnar myndu snúast um.
Það má jafnvel taka svo djúpt í árinni að
segja að margra vikna eða mánaða undir-
búningsvinna sé að engu orðin. Þarna er
dæmi — sem ekki verður dregið í efa —
um raunvemleg áhrif skoðanakannana á
stjórnmálamenn. En hitt er meira álitaefni
hvernig kjósendur bregðast við. Þjappar
þetta væntanlegum kjósendum Borgara-
flokksins saman og sannfærir þá um að
þeir eru ekki að kasta atkvæði sínu á glæ?
Eða álíta þeir sem samúð hafa með Al-
berti að þeir þurfi ekki að styðja hann úr
því svo margir aðrir ætli að gera það?
Renna tvær grímur á þetta sama fólk
þegar það sér að kannski leiðir svona
mikið fylgi Borgaraflokksins — ef það
yrði að vemleika — yfír okkur upplausn
i þjóðfélaginu, margflokkastjórn eða
stjórnarkreppu? Þannig mætti halda áfram
að spytja. Ég hygg að engin augljós eða
einhlít rétt svör séu til við svona spurning-
um. Og í reyndinni eru svörin væntanlega
breytileg frá einum manni til annars. Sú
þversögn virðist líka blasa við að oft megi
með góðum rökum draga gagnstæðar
ályktanir — en báðar jafn gildar að því
er virðist — um þessi efni.
Á endanum er það þá niðurstaðan af
þessum vangaveltum að við vitum ekki
og getum líklega ekki vitað neitt með vissu
um það hver áhrif skoðanakannana em á
kjósendur þegar til kosninga kemur. Kann-
anirnar lifa þetta af enda er hugmyndin
að þeim ekki að hafa áhrif á kjósendur
heldur gefa mönnum áreiðanlegar vísbend-
ingar um það hvaða viðhorf em uppi í
þjóðfélaginu hveiju sinni.
Guðmundur
Magnússon