Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Vantar 17 íslenska
krakka til kynningar
á vetrartískunni
ENN á ný hyggst hollenski list-
hönnuðurinn Martie Dekkers
leita eftir fyrirsætum meðal
íslenskra barna í tiskutímariti
sem ætlað er ungu kynslóðinni í
Evrópu. Tvær 7 ára fyrirsætur
vantar og fimmtán á aldrinum
13 til 14 ára. Tímaritið er gefið
út í 2 milljónum eintaka og dreift
um alla Evrópu.
„Eg var mjög ánægður með
hvemig til tókst í fyrra og er því
kominn aftur til að gera annan
bækling og gefa um leið íslenskum
krökkum tækifæri til að kynnast
fyrirsætustörfum,“ sagði Martie.
Hann sagðist verða á Hótel Sögu
kl. 10, laugardaginn 4. mars og
biður þá sem áhuga hafa á að reyna
fyrir sér, sem fyrirsætur að gefa
sig þar fram. „Það er alls ekki nauð-
synlegt að hafa reynslu á þessu
V öruskiptaj öf nuðurinn
í janúar og febrúar:
*
Ohagstæður um
1,5 milljarða kr.
Vöruskiptajöfnuðurinn við út-
lönd var óhagstæður um 318
milljónir kr. í febrúarmánuði, en
í febrúar 1986 var hann hagstæður
um 591 milljónir kr., þegar miðað
er við fast meðalgengi á viðskipta-
vog. Ut voru fluttar vörur fyrir
3.124 milljónir en inn fyrir 3.442
milljónir kr.
Fyrstu tvo mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 5.085 milljónir
kr., en inn fyrir 6.634 milljónir og
«ar vöruskiptajöfnuðurinn því óhag-
stæður um 1.549 milljónir. A sama
tima í fyrra var hann hagstæður um
486 milljónir kr. á sama gengi.
Fyrstu tvo mánuði ársins var verð-
mæti vöruútflutningsins 16% minna
á föstu gengi en á sama tíma í fyrra.
Sjávaraftirðir voru um 72% alls út-
flutningsins og voru 19% minni en á
sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli
var 15% meiri, en útflutningur kísil-
jáms 16% minni. Útflutningsverð-
mæti annarrar vöru var 21% minna
á þessu tímabili, miðað við sama tíma
í fyrra.
Verðmæti vöruinnflutningsins var
19% meira en á sama tímabiii i fyrra.
í tilkynningu Hagstofunnar um vöru-
skiptin við útlönd kemur fram að hér
skiptir talsverðu máli að rekstrar-
vöruinnflutningur álverksmiðjunnar
var mun meiri en í fyrra. Verðmæti
innflutnings til stóriðju, svo og olíu-
innflutnings, fyrstu tvo mánuði
ársins, var samtals 12% minna en á
sama tíma í fyrra, reiknað á föstu
gengi. Þessir innflutningsliðir eru
jafnan breytilegir frá einu tímabili til
annars, en séu þeir frátaldir reyndist
annar innflutningur hafa orðið um
27% meiri en í fyrra, reiknað á fiistu
meðalgengi á viðskiptavog.
Ein myndanna af íslensku krökk-
unum sem prýddu tískutímaritið
fyrir vetrartískuna 1987.
sviði,“ sagði Martie. Ljósmyndirnar
verða allar teknar í Reykjavík dag-
anna 18. til 27. mars næstkomandi.
Sóley Eiríksdóttir sýnir skúlptúr á Kjarvalsstöðum.
Morgunbladið/Júlíus
Kjarvalsstaðir:
Sýmng á skúlptúr
SÓLEY Eiríksdóttir opnar
sýningn á skúlptúr unnum úr
leir á gangi Kjarvalsstaða á
laugardag 4. apríl.
Þetta er fyrsta einkasýning
hennar.
Sóley lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1981 og hefur tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Flest verkin á sýningu Sóleyjar
eru unnin á þessu ári og í fyrra.
Sýningin stendur til 20. apríl
og er opin daglega frá
kl. 14-22.
Fjórir stjórnarmenn í yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis segja af sér:
Málsmeðferðin brýtur í bága við
gnmnreglur réttarfars í landinu
- segir í bréfi til forseta sameinaðs þings að taka við slíkum fnimboðsKögn-
Hinn 28. mars 1987 kvað yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis upp
þann úrskurð, að framboðslisti Borgaraflokksins í kjördæminu við
kosningar til Alþingis 25. apríl 1987 væri ógildur. Byggt var á því,
að aðeins hefðu borizt yfirlýsingar frá sex meðmælendum framboðs-
listans fyrir lok framboðsfrests kl. 24.00 27. mars 1987.
Umboðsmenn Borgaraflokksins
kærðu úrskurð yfirkjörstjórnar
Vestfjarðakjördæmis til landskjiir-
stjómar, sem felldi hinn kærða
úrskurð úr gildi 31. marz 1987 og
mat framboðslista Borgaraflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi gildan og
merkir hann listabókstafnum S.
I forsendum úrskurðar landskjör-
stjómar kemur fram, að á fundi
yfirkjörstjómar Vestfjarðakjör-
dæmis laugardaginn 28. mars 1987
hafi legið fyrir meðmæli 54 manna
með lista Borgaraflokksins en af
þeim hafi 11 reynzt gölluð og ein
verið afturkölluð. Síðan segir:
„Samgöngur í Vestfjarðakjördæmi
höfðu truflast vegna illviðris og
meðal annars valdið því að yfirkjör-
stjórnarmaður komst ekki frá
Patreksfirði á fundinn á ísafirði.
Við þessar aðstæður telur lands-
kjörstjórn að veita hefði átt
umboðsmanni Borgaraflokksins
hæfilegan frest til að bæta úr ágöll-
Félag íslenzkra hljómiistarmanna:
Sverrir Garðarsson
lætur af formennsku
SVERRIR Garðarsson hefur nú
látið af formennsku í Félagi
íslenzkra hljómiistarmanna eftir
19 ára setu í þeirri stöðu. Björn
Amason tekur við formennsk-
unni, en Sverrir verður áfram í
stjórn næsta árið, hið 25. í röð-
inni.
Félag íslenzkra hljómlistar-
manna var 55 ára hinn 28. febrúar
síðastliðinn, en vegna umfangsmik-
illa hátíðahalda á 50 ára afmælinu,
var ákveðið að fresta hátíðahöldum
þar til á næsta stórafmæli eftir 5 ár.
I stjóm FIH eru nú: Björn Áma-
son, formaður, Sverrir Garðarsson,
Hafliði .Jónsson, Ásdís Þorsteins-
dóttir og Hallberg Svavarsson. ,, . _ „
Sverrir Garðarsson
um þeim er vom á meðmælendalist-
um.“ í framhaldi þessa segir frá
því, að til viðbótar hinum 42 gildu
meðmælum, er yfirkjörstjórn höfðu
borizt á fundinum, hafi landskjör-
stjóm borizt frá yfirkjörstjórn í
lokuðu umslagi merktu landskjör-
stjóm meðmælendalisti með 11
nöfnum, þar af 10 gildum. Þetta
umslag hafi samkvæmt áritun á því
verið afhent lögreglunni á ísafirði
kl. 00.25 þann 29. marz. Síðan seg-
ir: „Bárust því landskjörstjórn 51
gild meðmæli með framboði Borg-
araflokksins frá yfirkjörstjórninni í
Vestfjarðakjördæmi.“ Við þessar
forsendur landskjörstjómar og
málsmeðferð verður að gera mjög
alvarlegar athugasemdir.
í fyrsta lagi lá ekki fyrir yfirkjör-
stjórn Vestfjarðakjördæmis á fundi
hennar 28. marz 1987, að illviðri
eða samgönguerfiðleikar hefðu
valdið því, að meðmæli með fram-
boðslista Borgaraflokksins bárust
ekki til kjörstjórnarinnar í tæka tíð.
Aðstandendur framboðslistans
höfðu ekki samband við yfirkjör-
stjórnarmenn fyrir lok framboðs-
frests né síðar þeirra erinda, að
meðmæli með listanum kæmust
ekki til yfirkjörstjórnar af þessum
sökum. Umboðsmenn framboðslist-
ans á fundi yfirkjörstjórnar 28.
marz létu þess í engu getið, að
veðurfar og samgöngur ættu þátt
í því, að tilskilinn meðmælendafjöldi
hefði ekki borizt. í símskeyti efsta
manns á framboðslista Borgara-
flokksins, sem barst yfirkjörstjórn
kl. 15.50 laugardaginn 28. marz
með beiðni um frest til kl. 10.00 á
mánudagsmorgun „til þess að
ganga frá formsatriðum vegna lista
þessa“, kom þessi mótbára heldur
ekki fram. Hefðu athugasemdir
komið um það til yfirkjörstjórnar
fyrir lok framboðsfrests, að með-
mæli einhvers framboðslista
kæmust ekki í hennar hendur vegna
veðurfars eða ófærðar, hefði hún
að sjálfsögðu getað skipað ein-
hveija menn sem umboðsmenn sína
annars staðar í kjördæminu til þess
um.
Það er í öðru lagi rangt að yfir-
kjörstjórnarmaður hafi ekki komizt
frá Patreksfirði á fundinn á ísafirði
vegna illviðris. Þegar formaðuryfir-
kjörstjórnar boðaði þennan mann á
fund hennar, sem haldinn var 11.
marz 1987, kvaðst hann ekki
myndu koma á kjörstjórnarfund
fyrr en á kjördegi en óskaði þess
að varamaður sinn, sem búsettur
er á Isafirði, kæmi til fundar í sinn
stað fram að því. Þetta áréttaði
hann í símtali við formann yfirkjör-
stjómar 26. marz 1987. Það lá því
fyrir, að þessi yfirkjörstjórnarmað-
ur reyndi ekki að komast frá
Patreksfirði til fundar yfirkjör-
stjórnar á ísafirði laugardaginn 28.
marz 1987.
I þriðja lagi er þess að geta að
yfirkjörstjórn Vestíjarðakjördæmis
fjallaði að sjálfsögðu aldrei um þau
meðmæli með lista Borgaraflokks-
ins, sem afhent voru á lögreglustöð-
inni á ísafirði í lokuðu umslagi
merktu landskjörstjórn aðfaranótt
29. mars kl. 00.25 — átta klukku-
stundum eftir að hún kvað upp
úrskurð sinn. Þótt þetta lokaða
umslag hafi verið lagt með gögnum
frá yfirkjörstjórn til landskjör-
stjórnar er það beinlínis rangt og
villandi að segja, að landskjörstjórn
hafi borizt 51 gild meðmæli með
framboði Borgaraflokksins „frá
yfirkjörstjórninni í Vestfjarðauni-
dæmi“, eins og fram kemur í
forsendum úrskurðar landskjör-
stjórnar.
Það er ljóst, að úrskurður lands-
kjörstjórnar er í meginatriðum
byggður á forsendum, sem ekki
lágu fyrir yfirkjörstjórn Vestfjarða-
kjördæmis, þegar hún kvað upp
úrskurð sinn um ógildi framboðs-
lista Borgaraflokksins. Þær ástæð-
ur, sem hún telur hafa átt að valda
því að yfírkjörstjórn Vestfjarðakjör-
dæmis hefði átt að gefa umboðs-
manni framboðslista Borgara-
flokksins hæfílegan frest til að
bæta úr ágöllum á meðmælendalist-
um — illviðri og samgönguerfíðleik-
ar —, eru til fundnar eftir að
yfírkjörstjórn kvað upp úrskurð
sinn. Slík málsmeðferð brýtur í
bága við grunnreglur réttarfars í
landinu sem ætla verður að halda
beri í heiðri ekki síður við málskot
milli tveggja úrskurðaraðila sam-
kvæmt kosningalögum en endra-
nær. Við þetta verður ekki unað
né heldur þá gáleysislegu leiðsögn
landskjörstjómar við framkvæmd
kosninga, sem þessi afgreiðsla
hennar ber vott um.
Fyrir því sjáum við ekki annan
kost, virðulegi þingforseti, en að
segja af okkur störfum í yfírkjör-
stjórn Vestfjarðakjördæmis.
Pétur Kr. Hafstein,
Guðmundur Kristjánsson,
Björn Teitsson,
Sturla Halldórsson.
Stjórn BSRB:
Stjórnvöid gangi
þegar til samninga
„Stjórn BSRB skorar á stjórn-
völd ríkis og Reykjavíkurborgar
og annarra sveitarfélaga, sem
ekki hafa samið, að ganga nú
þegar til samninga við aðildarfé-
lög BSRB,“ segir meðal annars
í samþykkt stjórnar Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja síðast-
iiðinn þriðjudag.
Ennfremur segir í samþyktinni:
„Félagsmenn í aðildarfélögum
BSRB eiga siðferðiskröfu á því að
fulls réttlætis sé gætt í samskiptum
hins opinbera við starfsmenn sína.
Bandalagsstjórnin lýsir fullri
ábyrgð á hendur stjórnvöldum
vegna þeirrar tregðu sem verið hef-
ur á samningaviðræðum.
Framhald þeirrar afstöðu hlýtur
að kalla á verkfallsaðgerðir, sem
sýnist vera það sem stjórnvöld
skilji“.