Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar, Finnbogi Jónsson, fyrrum
framkvæmdasljóri Iðnjiróunarfélags Eyfjarðar (sem átti frum-
kvæðið að stofnun Istess ásamt Pétri Antonssyni, fyrrum
framkvæmdastjóra síldarverksmiðjunnar í Krossanesi), eiginkona
Finnboga, Sveinbjörg Helga Sverrisdóttir, og Ingvi Rafn Jóhanns-
son, rafvirkjameistari.
Fóðurverksmiðja
Istess formlega
tekin í notkun
Guðmundur Stefánsson þakkar Gígju fyrir að gangsetja verk-
smiðjuna. Til hægri er Valur Arnþórsson.
FÓÐURVERKSMIÐJA ístess
hf. í Krossanesi var formlega
tekin í notkun síðastliðinn
föstudag að viðstöddum fjöl-
mörgum gestum. Það var Gígja
Birgisdóttir, Ungfrú ísland,
sem gangsetti vélar fyrirtækis-
ins. Istess hf. starfar á sviði
loðdýraræktar og fiskeldis.
Skipta má starfseminni í
þrennt; framleiðslu fóðurs, sölu
fóðurs, tækjabúnaðar og ann-
arra aðfanga og í þriðja lagi
annast félagið ráðgjöf og leið-
beiningar varðandi fiskeldi og
loðdýrarækt, og tekur að sér
hönnun og skipulagningu fi-
skeldis og loðdýraræktarbúa.
Verksmiðjan, sem tekin var í
notkun á föstudaginn, er ein full-
komnasta fiskfóðursverksmiðja,
sem reist hefur verið, að sögn
aðstandenda hennar. Við hönnun
hennar og uppbyggingu hefur
verið tekið tillit til alls þess nýj-
asta, sem vitað er um fískfóður-
framleiðslu. Áætluð framleiðslu-
geta verksmiðjunnar er 12—14
þúsund tonn af fóðri á ári. Fram-
leitt verður svokallað þanið fóður,
sem núorðið er ráðandi fóðurgerð
á markaðnum.
Eigendur ístess eru Kaupfélag
Eyfirðinga, sem á 26%, Síldar-
verksmiðjan í Krossanesi, sem á
jafn stóran hlut, og T. Skretting
a/s í Noregi sem á 48%. Hlutaféð
er 20 milljónir króna, en áætlaður
stofnkostnaður er 90—100 millj-
ónir króna.
Fyrirtækið var stofnað 1. júlí
1985. Hjá fyrirtækinu vinna nú
12 manns, þar af einn í Færeyj-
um. Framkvæmdastjóri ístess er
Guðmundur Stefánsson, markaðs-
stjóri Pétur Bjarnason, verksmið-
justjóri er Einar Sveinn Óiafsson
og gæðastjóri Jón Árnason. Stjórn
fyrirtækisins skipa nú Geir Zoega,
sem er formaður, Valur Arnþórs-
son og Torgeir Skretting.
fisH
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Brynjar Axelsson tekur við fyrsta pokanum úr verksmiðjunni.
Páll Jóhannesson tenórsöngvari:
Veitir fólki visst sjálfstraust
að geta staðið upp og sungið
PÁLL Jóhannesson, tenórsöngvari, heldur tónleika nú um helgina á
tveimur stöðum, í Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 16.00 á morgun,
laugardag, og kl. 14.00 á sunnudag í Húsavíkurkirkju. Þar syngur
hann lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Verdi
og fleiri. Undirleikari er Dorota Manzcyk. Páll hóf söngnám árið
1973 — en starfaði áður sem trésmiður, og reyndar nokkur fyrstu
ár söngnámsins. Nú kennir hann söng við Tónlistarskólann á Akur-
eyri. Til að forvitnast nánar um söngferil Páls hitti blaðamaður
hann að máli nú í vikunni.
Gleymdist í
óveðrinu og
beið í 19 tíma
á heiðinni
ÞORBJÖRG Guttormsdóttir, 18
ára nemi í Bændaskólanum á
Hólum, lenti í óskemmtilegri
lífsreynslu á þriðjudaginn. Hún
dvaldi þá ein í 19 klukkustundir
í vöruflutningabíl á Öxnadals-
heiði í „brjáluðu veðri“ eftir að
ferðafélagar hennar höfðu verið
teknir upp í aðra bíla á leið til
Akureyrar en hún gleymst!
Þorbjörg var stödd á Akureyri
um helgina ásamt tveimur skólafé-
lögum sínum og héldu þau af stað
áleiðis til Hóla á þriðjudagsmorgun.
Hún sagði svo frá, er blaðamaður
ræddi við hana símleiðis í gær:
„Við vorum komin upp í Bakkasels-
brekkuna þegar við festum bílinn.
Veðrið var alveg bijálað. Við yfir-
gáfum bílinn og fórum í vönaflutn-
ingabíl sem var á eftir okkur, en
skyggnið var það slæmt að bílstjór-
inn ákvað að fara ekki lengra svo
við biðum í bílnum. Um sexleytið
komu svo menn frá vegagerðinni
ofan af heiðinni og sneru okkur við
— sögðu að það þýddi ekkert að
reyna að halda áfram. Þá festist
vöruflutningabíllinn en við vorum
svo heppin að það var að koma
bílalest ofan af heiðinni og við átt-
nir að fá að fara með þeim bílum.
Menn flýttu sér svo yfír í hina
'ulana, ég var síðust og þegar ég
. 'íiim út sá ég hvorki bíla né menn.
Þeir voru farnir og allir héldu
greinilega að ég væri í næsta bíl!
Þeir hafa örugglega ekki verið
komnir langt en skyggnið var svo
slæmt að ég sá ekki neitt. Ég
reyndi líka að kalla en hávaðinn í
veðrinu var svo mikill að ekkert
heyrðist."
Þorbjörg sagði að þegar allir
voru farnir út úr flutningabílnum
nema hún hefði einn vegagerðar-
mannanna kallað inn í bílinn — „ég
svaraði honum en hann hefur ekk-
ert heyrt í mér fyrir veðrinu og
læsti bílnum. Það tók því nokkkurn
tíma fyrir mig að komast út og
þegar það tókst voru allir farnir."
Milli klukkan 1 og 2 eftir hádegi
á miðvikudaginn fannst Þorbjörg
svo. Það voru menn frá RARIK á
leið upp á heiðina til viðgerða sem
fundu Þorbjörgu í flutningabílnum.
„Mér leið strax betur þegar ég
komst í bílinn til þeirra, í hlýjuna.
Þeir höfðu líka heitt að drekka og
nóg að éta. Ég var með þeim um
daginn en síðan komu menn frá
Vegagerðinni að moka heiðina og
á eftir þeim Norðurleiðarrútan. Ég
fór með henni vestur."
Þorbjörg á afmæli í dag, föstu-
dag, verður 19 ára. „Nei, þetta var
ekki beint skemmtileg afmælis-
gjöf,“ sagði hún í gær. En hvað
gerði hún sér til dundurs í bílnum:
„Það var nú lítið hægt að gera.
Ég reyndi að halda á mér hita. Ég
var náttúrulega hrædd, mér var
orðið mjög kalt á höndum og fótum
þó ég væri vel búin. Svo fann ég
ullarsokka í farangri sem annar
félaga minna hafði skilið eftir og
þeir björguðu mér." Þorbjörg sagð-
ist lítið hafa getað sofið, „sennilega
svaf ég þó smávegis. En það var
erfítt því hávaðinn í veðrinu var
svo mikill. Ég varð líka að hreyfa
mig, nudda fæturna til að halda
þeim heitum. Mér kólnaði strax ef
ég var of lengi kyrr“.
Félagar Þorbjargar komu til
Akureyrar kl. 10 um kvöldið og fór
þá hver til síns heima. „Frænka
mín á Akureyri fór síðan að óttast
um mig kl. 10 morguninn eftir og
talaði við félaga mína. Haft var
samband við fólk úr öllum bílunum
.og þá kom í Ijós að ég hafði alls
ekki verið með, eins og allir héldu!“
„Ég byrjaði hjá Sigurði Dementz
1973. Þetta var bara tómstunda-
gaman fyrst en eftir því sem á leið
varð alvaran meiri. Ég fór svo í
Söngskólann í Reykjavík og var hjá
Magnúsi Jónssyni í fimm ár. Það
var ekki fyrr en ég kom þangað
að ég ákvað að fara út í sönginn
af krafti,“ segir Páll.
Eftir nám í Söngskólanum fór
Páll til Ítalíu. Þar var hann fyrst
hjá kennara sem verið hafði hér á
landi á vegurn Pólyfónkórsins „en
svo skipti ég fljótlega um kennara
— fékk einn virtasta kennara í
Mílanó, Pier Miranda Ferraro. Hann
var áður frægur söngvari. Hjá hon-
um náði ég áberandi árangri.
Söngnámið er þróun — maður er
alltaf að byggja ofan á — og Ferr-
aro kom á hárréttum tíma. Ég fór
að geta beitt röddinni mun betur
er ég notaði tækni hans.“
Páll segir að sér hafi þótt námið
óttalegur barningur — „en þegar
ég kom til hans sá ég það mark
nálgast hraðar að verða stórsöngv-
ari.“ Páll var fimm vetur á Italíu
og kom heim í fyrravor. En hann
segist ekki ætia að stoppa of lengi,
„ég ætla aftur út í sumar eða
snemma í haust“. Þá fer hann til
Ítalíu til að fínpússa það sem hann
lærði áður og til að læra fleiri óper-
ur.
Páll kennir nú söng eins og áður
sagði og segir hann kennsluna eiga
vel við sig. „Hér eru góðar raddir
en þær vantar meiri athygli. En
nemendur mínir hafa náð að til-
einka sér það sem ég hef fram að
færa og ég er ánægður með það.“
Páll segist telja að söngur á Akur-
eyri hafi staðnað, því fólk hafi ekki
veitt því næga athygli hvað það er
að syngja. „En þetta er vonandi að
breytast. Ég tel það mikilvægt fyr-
ir fólk að geta staðið upp og sungið,
það veitir vissa útrás. Það opnar
raust og ég held að fólk sé að gera
sér betur grein fyrir þessu en áður.“
Páll hélt áfram: „Ef söng er ekki
veitt nógu mikil athygli staðnar
hann og hljóðfæraleikur um leið.
Söngur er næring fyrir hljóðfæra-
leikinn, það skapast jafnvægi þarna
á milli. I Reykjavík er geysilegur
ujipgangur í tónlistarlífinu og söng-
urinn á þar mikinn hlut að máli.“
Páll var spurður hvort nóg væri
að gera fyrir söngvara á Akureyri.
Ilann svaraði: „Nei, það mætti vera
meira og söngvarar þyrftu líka að
vera fleiri. Það er stórt atriði að
geta lifað og hrærst í tónlistarlífí,
að geta borið sig saman við aðra.
Og sá sem hefur nóg að gera þrosk-
ast. Ég er eini söngvarinn á
Akureyri með svona mikið nám að
baki og auðvitað myndi ég dala
hér, smátt og smátt. Það gefur
augaleið að ef maður vinnur ekki
að sinni iðn þá stirðnar maður.“
En hefur Páll ekki tekið þátt í
uppsetningu á óperum? „Nei, hér
er auðvitað ekkert sett upp og ég
hef ekki enn komist inn í hópinn
fyrir sunnan. Þeir sem ráða einblína
allt of mikið á einhverja eina eða
tvo. Þeir fylgjast ekki nógu vel með
hvað er að gerast hér heima. Þeir
hafa fengið talsvert af erlendum
söngvurum — en það er reyndar
að minnka því íslenskir söngvarar
eru að nálgast þennan alþjóðamæli-
kvarða, þó enn sé nokkuð í land.
En þegar verið er að fá erlenda
söngvara til að laða að fólk þyrftu
að vera einhver skipti — íslenskir
söngvarar þyrftu þá að fá tækifæri
til að spreyta sig í viðkomandi landi
í staðinn," sagði Páll Jóhannesson.