Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
!
Afmæliskveðja:
Anna Jónsdóttir
frá Mýrarlóni
90 ára er í dag amma mín Anna
Jónsdóttir frá Mýrarlóni. 90 ár er
langur tími og engar smáræðis
breytingar hafa átt sér stað í þjóð-
félaginu á þessum tíma. Á fólk
eðlilega misauðvelt með að fylgjast
með og fylgja breytingunum eftir.
Hún amma mín virðist aldrei hafa
haft neitt fyrir þessu og skilur unga
fólkið vel á hverjum tíma, það veit
ég sem fékk aðeins að kynnast
sveitasælunni hjá henni á sumrin
iem lítil stelpa. Þar var ekkert ver-
ið að æðrast yfir smáglappaskotum
æskunnar heldur öllu tekið með ró.
Það væri efni í heila bók að skrifa
ævisögu ömmu og erfitt að setjast
niður og ætla að hafa þetta stutt,
en það skal reynt og stiklað á stóru.
Ámma giftist ung afa mínum,
Sigurjóni Kristjánssyni frá Stóru-
Brekku í Fljótum, og bjuggu þau
fyrstu árin á Molastöðum þar sem
þeirra fyrsta barn, Sverrir, faðir
minn, fæddist. Síðar flytja þau til
Akureyrar þar sem fjögur börn
bætast við. Aðeins tveir drengir
komust upp, Sverrir og Rafn, en
hann lést ungur, aðeins tæplega
tvítugur. Amma mátti líka sjá á
feftir afa á besta aldri en hann lést
árið 1930. Það er því ýmislegt sem
amma hefur mátt reyna í gegnum
tíðina og satt best að segja veitist
mér erfítt að skilja hvemig hægt
er að bera svona byrðar, en amma
á sterka trú sem hefur hjálpað henni
í gegnum raunimar.
Árið 1932 birtir aftur til hjá
íimmu minni, þá flyst hún með
drengina tvo að Mýrarlóni til yndis-
gs manns, Guðmundar Jónssonar,
'■m ég þekkti aldrei nema sem
^oðan afa. Hann var ekkjumaður
með þrjá drengi, Svein, Víking og
Vigni, sem var yngstur og var í
fóstri annars staðar. Amma og afí
giftust fljótlega og hefur eflaust
oft verið Qörugt í kringum drengina
fjóra og í nógu að snúast á stóru
heimili. Ekki var nútímaþægindun-
um fyrir að fara sem okkur þykja
svo sjálfsögð og nauðsynleg í dag.
Þegar amma og afi voru orðin
ein í kotinu mörgum árum síðar
tóku þau að sér litla stúlku, Rósu
Leósdóttur, og ólu upp. Var hún
þeim gleðigjafi og börnin hennar
síðar.
Árið 1973 bregða amma og afi
búi og flytja til Akureyrar þá orðin
þreytt á búskapnum og kominn tími
til að hægja aðeins á. Keyptu þau
íbúð í Skarðshlíðinni og undu sér
vel þar. Alltaf er jafn gott að koma
norður til ömmu hvar sem hún býr,
alltaf sama hlýjan sem streymir á
móti manni. Afí lést árið 1979 eftir
veikindi og bjó amma ein í tvö ár,
þá nánast orðin blind og veittist
henni ekki auðvelt að þurfa að flytja
á Dvalarheimilið Hlíð er hún dvelur
nú á. Elsku amma, ég er viss um
að þér fínnst þetta orðið alltof langt
hjá mér, en þú veist nú að ég skrifa
ekki stystu sendibréf sem um getur.
Ég, Siggi og börnin sendum þér
bestu kveðjur í Hlíð í dag þar sem
ég veit að þú færð góða umönnum
og bið Guð að lýsa veginn þinn á
ævikvöldinu.
Áslaug Sverrisdóttir
Herbergi með útsýni
sýnd í Regnboganum
REGNBOGINN hefur hafið sýn-
ingar á myndinni Herbergi með
útsýni þar sem Maggie Smith,
Denholm Elliott, Judi Dench og
Julian Sands fara með aðalhlut-
verkin. Leikstjóri myndarinnar
er James Ivory. Myndin er byggð
á sögu eftir E.M. Forster (höfund
Ferðarinnar til Indlands) en höf-
undur handrits er Ruth Prawer-
Jhabvala. Myndin hlaut þrenn
Óskarsverðlaun; fyrir besta hand-
ritið eftir öðru efni, bestu bún-
ingana og bestu listrænu
stjórnina.
Sagan gerist í byrjun aldarinnar
og segir frá ungri stúlku, Luey Ho-
neychurch, sem fer sína fyrstu ferð
frá Englandi til Ítalíu. Með henni í
ferðinni er fylgdarkona, miðaldra
frænka hennar, Charlotte Bartlett.
Þær lenda í ýmsum ævintýrum og
Dalvík:
Mikið fannfergi eftir
þriggja daga snjókomu
Dalvík.
MIKIÐ fannfergi er nú á Dalvík
eftir þriggja daga linnulausa
snjókomu. Eins og víðar um
Norðurland brast á iðulaus vest-
an stórhríð um hádegi þriðjudags
og var vindhraði allt að 12 vind-
stigum. Eftir einn af snjóléttari
vetrum, sem komið hefur, eru
þetta mikil viðbrigði þar sem all-
ar götur eru ófærar og mikið
verk framundan að hreinsa snjó
af þeim þegar upp styttir.
Segja má að Dalvík og Svarfað-
ardalur hafi sloppið vel við tjón af
völdum fárviðrisins. Þó fuku nokkr-
ar þakplötur af þremur húsum á
Dalvík, en ollu ekki öðru tjóni. í
Svarfaðardal fauk gamall braggi á
rafmagnslínu og slitnaði hún við
það og orsakaði það rafmagnsleysi
í sveitinni um nokkurn tíma.
Það kom berlega í Ijós í þessum
veðraham að Dalvíkingar búa við
alvarlegt ástand í símamálum. Oft
hefur verið erfitt að eiga við símann
bytjar á því að þær fá ekki, eins og
þeim hafði verið lofað, herbergi með
útsýni.
en á þriðjudaginn var gjörsamlega
ómögulegt að nota hann þó líf lægi
við og hending að hægt væri að
ná sambandi á milli húsa. Ástand
sem þetta er bagalegt því síminn
gegnir ríku hlutverki í öryggismál-
um.
Björgunarveit Slysavarnarfé-
lagsins og Hjálparsveit skáta voru
í viðbragðsstöðu allan tímann og
skipulögðu sólarhringsvaktir. Að-
stoðuðu þær íjölda fólks til og frá
vinnu og fluttu börn af leikskóla
til síns heima. Allir bátar komu í
höfn nema Baldur sem lá í vari
sunnan við Langanes.
Fréttaritarar.
Danskynn-
ing í Frosta-
skjóli í kvöld
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN í Frosta-
skjóli heldur í kvöld, 3. apríl,
danskynningarkvöld þar sem
allflestir dansskólar borgarinnar
sýna og kynna starfsemi sína.
Meðal þeirra dansskóla sem sýna
eru Blitz, íslandsmeistarar ungl-
inga í „freestyle“-dansi frá Jass-
ballettskóla Báru, Kramhúsið,
Dansskóli Auðar Haralds, Ballett-
skóli Guðbjargar, Ballettskóli
Sigríðar Ármanns, Dansnýjung
Kollu, Dansstúdíó Sóleyjar, Dans-
skóli Sigurðar Hákonarsonar og
Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar.
Dagskráin byijar kl. 21.00 og
verður dansað á eftir til kl. 00.30.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Borgarnes — Mýrarsýsla
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er i Sjálfstaeðishúsinu Borg-
arbraut 1. Opið frá kl. 14.00-17.00 og frá kl. 20.00-22.00 alla daga
fyrst um sinn. Sími 93-7460.
Forstööumaöur skrifstofunnar er Örn Símonarsson.
------------------------------------------------ í
I
Seltirningar
Kosningaskrifstofa sjálfstaeðisfélaganna á Seltjarnarnesi, Austur-
strönd 3, er opin daglega frá kl. 16.30-19.30. Vinsamlegast tilkynnið
fjarvistir á kjördag. Komið og ræðið málin.
Stjórnin.
\
Sjálfstæðismenn
— Langholti
— Opið hús —
Opið hús í kosningarskrifstofunni Langholtsvegi 124, laugardaginn
4. april kl. 14.00-17.00. Frambjóöendur líta við. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Kópavogur
— kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi er í Sjálfstæöis-
húsinu Hamraborg 1,3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga I
frá kl. 9.00-19.00. Símsvari er opinn allan sólarhringinn, sími 40708.
Kosningasímar eru 44017 og 44018.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Hafnarfjörður
— föstudagskvöld
Áður en fariö verður á dansleik suður i Keflavik föstudagskvöldiö
3. april eru allir ungir Hafnfirðingar hvattir til að mæta á opið hús
(party með veitingum) í Sjálfstæðishúsiö við Strandgötu sem búið
er að sanna gildi sitt sem slíkt. Veigar verða ekki af skornum
skammti. Flensborgarar eru sérstaklega velkomnir og takið með
ykkur gesti.
P.s. Opið hús er fyrir alla hvort sem þeir fara á ball eða eigi, og
ókeypis verður í rúturnar til og frá Keflavík.
Stefnir — B.Ó.
Kópavogur
— kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi er í Sjálfstæðis-
húsinu Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga
frá kl. 9.00-19.00. Símsvari er opinn allan sólarhringinn, simi 40708.
Kosningasímar eru 44017 og 44018.
Sjáifstæðisflokkurinn.
Vörður — F.li.S.
— Akureyri
Varðarfélagar! Rétta leiðin er á lllugastaði um helgina þar sem safn-
að veröur kröftum fyrir komandi kosningar.
Skráið ykkur sem fyrst hjá stjórnarmeölimum.
Stjórnin.
Akranes — fulltrúaráð
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi heldur fund laugardaginn
4. apríl kl. 14.00 i Sjálfstæðishúsinu við Heiöarbraut.
Fundarefni:
Kosningavinnan. Frambjóðendur mæta á fundinn.
Fjölmennum.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.
Seltirningar
Kosningaskrifstofa sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi, Austur-
strönd 3, er opin daglega frá kl. 16.30-19.30. Vinsamlegast tilkynnið
fjarvistir á kjördag. Komið og ræðið málin.
Stjórnin.
Norðlendingar
í Reykjavík
Rabbfundur um byggðastefnu unga fólks-
ins, stjórnmálaástandið og kosningarnar.
Frummælandi Vilhjálmur Egilsson. Fundar-
staður veitingahúsiö Hrafninn, kjallari.
Fundartími kl. 20.00 föstudaginn 3. april.
Allir velkomnir.
Ungir sjálfstæðismenn Norðurlandi vestra.
| --------------------------------------!-------------------------
| Húsvíkingar á réttri leið
Almennur stjórnmálafundur sunnudag 5.
apríl í félagsheimilinu.
Frummælendur: Efstu menn á lista Sjálf-
stæðisflokksins i kjördæminu.
Hríseyingar á réttri leið
Almennur stjórn-
málafundur í Brekku
sunnudagskvöld 5.
april kl. 21.00.
Frummælendur:
Halldór Blöndal og
Tómas Ingi Olrich.