Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
53
Óánægja -
með síma-
kerfið í
Borgarfirði
Hvannatúni í Andakíl.
ER SÍMKERFIÐ komið í hnút?
Lausnin er auðveldari en þig
grunar. Þannig spyr söldudeild
Pósts og síma í auglýsingu og
svarar símnotendum fyrir
nokkru. Notendur í Borgarfirði
vilja spyija Landsímann að því
sama. Borgfirðingar bæta ekki
möguleikann á að nota símann
með þvi einu að kaupa betri og
fullkomnari tæki. Það hefur áður
komið fram hve algjörlega óvið-
unandi ástand er á símamálum
her.
Á kvöldin er vart hægt að hringja
milli húsa innan svæðis, sérstaklega
þó á svæði tengdu stöð á Hvann-
eyri. Á daginn er ástandið ekki
alltaf jafn slæmt. Margir mundu
þó kjósa að greiða hærri afnota-
gjöld ef þeir rhættu búast við bættri
þjónustu. Það kostar fyrirtæki ekki
lítið, ef starfsmenn þurfa að reyna
óralangan tíma að ná í númer, hvort
sem það er verslun, banki eða ann-
að í næsta verslunarstað eða lengra.
Undanfamar vikur hafa nýjar
álagsbilanir gert vart við sig. Eftir
að hafa reynt að hringja og lagt
aftur á slitnar ekki sónninn, þess í
stað er áfram merkið „á tali“ eða
það hringir áfram. Eftir um það
bil hálfa mínútu er von til að reyna
á ný. Spumingin er hve mörg skref
reiknast á notanda, ef ekki slitnar
eftir samtal. í sl. viku náðist ekki
út af svæðinu þegar kl. var 10
mínútur gengin í tólf.
Það ætti að vera hægt að jafna
nokkuð hina miklu notkun á kvöld-
in með því að lengja tímabilið, þegar
ódýrara er að hringja, fram til kl.
18. Þá er almennur verslunar- og
skrifstofutími á enda. Ódýrara
tímabilið var á sínum tíma innleitt
til að minnka álag á almennum
vinnutíma. Nú verður að létta á
ódýrara tímanum með því að lengja
hann.
í undirbúningi er tenging á nýrri
stafrænni stöð í Borgamesi. Fyrir-
hugað er að tengja minni stöðvar,
s.s. Hvanneyri og Hreðavatn, beint
við Borgarnes, en ennþá er óvíst
með tengingu fleiri stöðva. Vænt-
ánlega batna möguleikar á að ná
milli númera í sama hreppi og í
héraðinu. Póstur og sími hefur ekki
gert réttar áætlanir um aukningu
í símanotkun hér á landi. Er nú svo
komið að margir eru tilneyddir að
kaupa sér bílasíma, sem hefur mik-
inn kostnað í för mér sér. Póstur
og sími hefði meiri tekjur með
bættri þjónustu.
- D.J.
MAGN-
DRUNGNAR
RAFHIiÖÐUR
TÖLVUSP1L HF.
sími: 68-72-70
Paper Lace skemmta i Glaumbergi í Keflavik nk. föstudag og
laugardag.
Keflavík
Paper Lace skemmt-
ir í Glaumbergi
BRESKA hljómsveitin Paper
Lace er væntanleg til íslands
föstudaginn 3. april og
skemmtir 3. og 4. apríl í veit-
ingahúsinu Glaumbergi í
Keflavík.
Meðal laga sem Paper Lace
hefur sungið og komist hafa á
vinsældalista eru „The Night
Chicago Died“ og „Billy don’t be
a Hero“.
í hljómsveitinni Paper Lace eru
Chris Morris, Chris Rayner, John
Rayner og John Chambers.
Hljómsveitin hefur verið þannig
skipuð undanfarin sjö ár.
I byijun maí kemur hljómsveit
Hermans Hermits til íslands og
mun hún einnig skemmta í
Glaumbergi.
323 1300 LX 3 dyra HATCHBACK
323 1300 LX 4 dyra SEDAN
323 1500 GLX 5 dyra Station
Opið laugardag og sunnudag frá kl.1—5
BÍLABORG HF.
SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 68-12-99
Athugið að aðeins kemur takmark-
að magn af hverri gerð.
TRYGGIÐ YKKUR PVÍ BÍL
STRAX!!
Nóg pláss fyrir fjölskylduna og farangurinn
3 dyra HATCHBACK
Allir MAZDA 323 af árgerð 1987
voru uppseldir, en okkur tókst að
fá til viðbótar nokkra af þessum
úrvalsbílum og verða þeir til af-
greiðslu í apríl. Eftirfarandi gerðir
eru væntanlegar:
4 dyra SEDAN