Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Þórður Péturs- son — Minning Kveðja frá barnabörnum Fæddur 21. júlí 1911 Dáinn 4. mars 1987 „Klökkva blandnar kvedjur hljóma, knúð er harpan fyrir þér. Strengir hjartans innstu óma, er þig tíminn frá oss ber. Minning ljúf um mikið verk mun oss gera í framtíð sterk. Fyrir gekkstu á söngsins sviði, signdir hóp vom orku og friði.“ (Finnbogi Amdal) Afí er allur. Þetta voru sláandi fréttir. Þessu var erfitt að kyngja og við hreinlega vildum ekki trúa að hann væri horfínn frá okkur. Ein átakanlegasta stund í lífí okkar var runnin upp. Afi fæddist í Reykjavík 21. júlí 1911. Hann fluttist ungur að árum til ömmu sinnar og afa í Teitsbæ í Keflavík, þar sem hann svo ólst upp. í Keflavík kynntist hann Ingu ömmu og bjuggu þau ásamt fjórum bömum sínum, foreldrum okkar, í Teitsbæ (síðar Aðalgata 11). Bjuggu þau þar allt til ársins 1984, en þá fluttust þau á Blikabraut 5 í Keflavík. Það er frá afa að segja að hann fékk fljótlega áhuga á bifreiðum, enda áhugamaður um allar nýjung- ar. Þetta áhugamál átti síðar eftir að einkenna hans líf á einn eða annan hátt. Til marks um það, þá eignaðist hann fyrsta díselvagninn á ísiandi árið 1935 og stundaði vöruflutninga milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Hann var einn af brautryðjendum hraðfrystiiðnaðar á Suðumesjum og árið 1937 stofnaði hann ásamt tveimur félögum sínum Hraðfrysti- húsið Jökul í Keflavík. Þar var oft mikið um að vera bæði í frystihús- inu sjálfu og í kringum bátaútgerð- ina. Þeir félagar vom miklir Eitt litið ævintýr í súkkulaði og sælgæti . . . hefur opnað! Glæsilegt úrval! Glæsileg verð! jarðarberja EGG sulta 450 9- 00 aðeins ,00 1/2 kg. kaffi 15800 Jacobj tekex Juvel hveiti 00 80i Eldbú hvílar VÍÐIS srútiur .80 2 RÚLLUR VÍÐIS hvftur wc PAPPÍR 2980 Opið til kl. 19 í kvöld, en til kl. 13 á morgun laugardag athafnamenn og störfuðu ötuliega að öllu sem þeir tóku sér fyrir hend- ur. Þar starfaði afi sem verkstjóri og bifreiðastjóri allt þar til starf- semin hætti og fyrirtækið var selt árið 1975. Afi hóf síðan störf fyrir Vamar- liðið árið 1978, þá 67 ára að aldri og starfaði hann þar í sjö ár. Síðari árin átti hann við veikindi í mjöðm- um að stríða og þurfti að gangast undir erfíðar aðgerðir vegna þess, árin 1980 og 1985. Hann lét það þó ekki aftra sér við vinnu eða í sínu daglega amstri. Það sem ein- kenndi afa var mikill dugnaður, samviskusemi og glaðlegt fas. Enda var hann þekktur fyrir að láta verk- in tala. Hann fylgdist ávallt með aflabrögðum báta og útgerðinni al- mennt, alveg fram á síðasta dag. Minningar okkar um afa ein- kennast af léttleika og einstakri góðvild. Hann hafði gaman af ferðalögum og þá hafði hann ein- stakt lag á börnum og nutum við góðs af því hvorutveggja. Hann hafði gaman af að segja frá, sem hann og gerði á einstaklega skemmtilegan hátt. Afi fylgdist vel með því sem var að gerast meðal okkar og var ávallt reiðubúinn til að rétta hjálparhönd. Hann var alla tíð andlega hress og lét það ekki á sig fá þó líkaminn hafí verið orðinn lúinn. Hann gaf sig ekki, beit á jaxlinn og brosti síðan. Við eigum eftir að sakna hans því minningin er sterk. Minningar okkar um hans hlýja viðmót, skemmtilegu heimsóknir, léttleika og einstaka húmor eiga eftir að lifa með okkur um ókomna tíð. Hann afí, elsku karlinn okkar, er hniginn til foldar. Einhvern veg- inn er það svo að maður reiknar ekki með að missa þá sem eru síspaugandi og fjörugir. Þá er hætt við að ekki verði tekið eftir hvað líkaminn er orðinn hrumur vegna þess hve andinn er hress. Þannig var afí. Gamli atorkukarlinn átti alltaf jafn erfítt með að sitja aðgerða- laus. Hann var sá sem við mættum á rúntinum, maðurinn sem glotti og bauð okkur neftóbak með glettni í augum og gerði smá grikk ef hann sá sér færi á. Þó virtist hann finna ef eitthvað bjátaði á og lét þá stríðnina eiga sig. Hann hafði lag á að veita stuðning án þess að víkja orðum að vandamálinu og vorum við ætíð léttari í skapi en áður eftir skraf við afa. Honum tókst með þijósku að þrauka í vinnu þar til fyrir tveimur árum að hann varð að lúta lægra haldi fyrir heiis- unni. Það þýddi þó aldeilis ekki að sest væri í helgan stein, því jafnan fylgdist hann með að allt gengi sinn vanagang jafnt á verkstæði pabba sem og hjá fjölskyldunni. Þá fór afí daglega niður að höfn að íeita frétta af aflabrögðum því ætíð var grunnt á útgerðarmanninum, enda hafði hann verið viðloðandi físk- verkun og útgerð stærstan hluta ævinnar. Frásagnargleði afa var mikil og sagði hann jafnan frá liðnum tíma og atvikum með jákvæðu hugarfari og brosi á vör. Samt vitum við að æska hans var enginn dans á rós- um, þar sem hann missti móður sína sex ára gamall og var eftir það alinn upp hjá rosknum móðurfor- eldrum og þurfti snemma að vinna baki brotnu til að leggja heimilinu lið. Um tvítugt giftist hann ömmu Ingu sem staðið hefur við hlið hans alltaf síðan. Þó amma sé smá vexti hefur hún yfir að búa mikium hug- arstyrk sem við höfum notið góðs af í sorg okkar yfir fráfalli afa. Það er furðulegt til þess að hugsa að við megum ekki oftar eiga von á léttu banki afa á forstofuhurðina þegar hann kíkir við á kvöldin. Þessa síðustu daga hefur okkur oft dottið í hug það sem Kahlil Gibran segir um sorgina: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Megi Guð blessa afa og styðjp ömmu í sorg hennar líkt og hún hefur styrkt okkur. Arnar, Bogga, Asa og Hlynur. Parketnýjung Kahrs gæðaparket er lakkað um U.V. lakki sem tekur öðru lakki fram. Lakkið hefur matta og stama áferð. Það er svo sterkt og frá- bært í frammistöðu að Kahrs ráðleggur ekki frekari lökkun. Líttu við, það borgar sig. Parket er okkar fag 50 ára parketþjónusta EGILL ARNASON HF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 AI ICTI IDCTD rCTl 1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.