Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
fclk í
fréttum
Moreau á
fullri ferð
Franska leikkona, Jeanne More-
au, sem á sér marga aðdáendur
á Islandi, nálgasc nú sextugt, en
lætur engan bilbug á sér finna. Hún
hefur nýlokið við að leika í kvik-
mynd sem heitir „Kraftaverkið" og
fjailar um mann er lamast og held-
ur til heilsulindanna við Lourdes, í
Frakklandi til að leita sér lækninga.
Reuter
Góðum gesti fagnað
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, var vel fagnað er
hún kom til borgarinnar Tbilisi, í ferð sinni til Sovétríkjanna. Þessi
ungi maður, er smellti kossi á kinn hennar, var í móttökunefnd þeirri
er mætti á flugvöllinn til að taka á móti hinum góðu gestum. Geof-
frey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, stendur að baki Thatcher
og fylgist brosmildur með.
íslenskur
listamaður
í Bandaríkjunum:
Dýrindis djásn á uppboði
Hertogynjan af Windsor, sem
lést á síðasta ári, átti mjög
mikið af skargripum og hafa þeir,
í gær og í dag, verið á uppboði í
Genf hjá Sotheby’s fyrirtækinu.
Flestir skartgripanna 200 eru gjafir
frá eiginmanni hennar, hertoganum
af Windsor, fyrrum Játvarði VIII
Englandskonungi og er talið að
þeir muni seljast fyrir um 7,5 millj-
ónir dollara (um 300 millj. ísl.kr.).
Andvirði skartgripanna rennur til
Pasteur stofnunarinnar í París, er
vinnur að rannsóknum á sviði lækn-
isfræði. Djásnin eru hönnuð af
ýrnsum frægum skartgripasmiðum
og á flestum þeirra eru áletranir
sem ekki var vitað um fyrr en nú
er þau voru sett á uppboðið og er
sagt að sagnfræðingar muni koma
til með að velta fyrir sér merkingu
þeirra.
Meðal skartgripanna er armband
með mörgum krossum, cr hinn
frægi Cartier hannaði fyrir hertog-
ynjuna og ber hver hinna gimstein-
um skrýddu krossa áletrun. Einn
þeirra sem á stcndur „Guð haldi
sinni verndarhendi yfir konungin-
um, Wallisar vegna“ (God Save the
King for Wallis) gaf Játvarður,
þáverandi konungur, frú Wallis
Simpson, síðar hertogynju af
Windsor, eftir að gerð hafði verið
tilraun til að ráða hann af dögum
árið 1936.
Akrafjall, heimþrá og grj ót
~~ _ R.'Utrr. Rouler
Gimsteinum prýdd næla er virt er á 90.000-120. Armbandið góða.
000 dollara (3,6-4,8 milljónir ísl.kr.).
AP mynd
Hertogahjónin af Windsor eftir brúðkaup þeirra í júní
1937.
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara
Morgunhlaðsins í Bandaríkjunum.
VIGNIR Jóhannsson myndlist-
armaður frá Akranesi hefur búið
í Bandarikjunum í nokkur ár.
Hann stundaði framhaldsnám í
grafík á Rhode Island, bjó siðan
í New York um skeið og dvelur
núna í New Mexico. Vignir verð-
ur með sex einkasýningar á þessu
ári, þar á meðal í Gallerí Borg i
Reykjavík í apríl. Hann hefur
þegar sýnt í New Haven og New
York, en síðan taka við New
Mexico, Reykjavík, Helsinki og
loks Los Angeles í nóvember.
Auk þess tekur Vignir þátt í sam-
sýningum í Washington og New
Mexico. Vignir sýnir málverk,
kolateikningar og skúlptúr. Við
hittum hann að máli á sýning-
unni í New Haven.
Vorið 1986 fór Vignir til New
Mexiko að ræða við eigendur Si-
doni listamiðstöðvarinnar í Santa
Fe, honum leist vel á sig og féllst
á að halda þar sýningu í apríl næst-
komandi. Samningurinn fól í sér
að listamiðstöðin kostaði dvöl hans
í New Mexiko síðastliðinn vetur og
útvegaði honum vinnuaðstöðu í
Santa Fe. „Þeir eru með verkstæði
sem ég get gengið í eftir þörfum.
Það kemur sér vel fyrir mig, því
að þótt ég hafi haft næga aðstöðu
til að mála, hefur mig skort aðstöðu
fyrir mína skúlptúra. Þetta hjálpar
mér mjög mikið.“
— Gera mörg gallerí þetta, að
kosta listamenn í tiltekinn tima?
„Já, já. Flest meiriháttar gallerí
gera það. Þau taka að sér ákveðinn
fjölda af myndlistarfólki og sjá því
fyrir lifibrauði. Þetta er beggja
hagur, því að listamaðurinn getur
þá framleitt það sem hann vill sjálf-
ur en galleríið fær verk á sýningu."
Það sem Vignir sýndi í New
Haven og New York var unnið að
mestu á árinu 1986 og núna eftir
áramótin. „Ég er að fara meira og
meira út í skúlptúra," segir Vignir.
Hann hafði farið daginn fyrir sýn-
ingu út í grjótnám í New Haven,
valið sér góða steina og unnið við
að koma þeim fyrir og lita þá um
nóttina.
— Hefurðu unnið skúlptúra á
þennan hátt áður?
„Ég var 1982 með sýningu í Los
Angeles og þá fór ég út í gijótnámu
og valdi mér eitt tonn af steinum.
Það var afgreitt af vörubíl inn í
sýningarsalinn og ég vann úr því
þar. Þar málaði ég steinana en
hérna nuddaði ég lit í þá. Sjáðu til,
liturinn er í sjálfu sér ekkert annað
en mulið gijót, þannig að þetta er
sami efniviður, annarsvegar hrár
og hinsvegar unninn."
— Hvað ertu að segja með
þessum myndverkum?
„Ég er yfírleitt að tala um tilfinn-
ingar — mínar og annarra. Hvað
það er sem heijar á fólk. Mér finnst
það meginatriði í myndum að þær
séu sjónrænt sterkar, grípi mann
og segi manni eitthvað. Tilgangur-
inn er að segja það með myndinni
sem aðrir ná að skynja og höfðar
til þeirra."
— Þú ert með sex sýningar í
ár, þýðir það að þú sért „búinn
að finna þig“?
„Nei, ég hugsa að það sé meira
það að fólk sem maður hefur kynnst
Leikkonan Jane Fonda, sem komin er vel á fimmtugs-
aldur, segist aldrei hafa verið í betra formi en einmitt
nú og eftir myndinni að dæma getur það vel staðist. Hún
er nýbúin að senda frá sér nýja bók þar sém hún leiðir
lesendur í allan sannleik, að eigin sögn, um það hvað
þeir geti gert til að líta betur út og láta sér líða vel.
Æfingamar eru ekki jafn
strangar og í fyrri bók Fonda
enda segist hún sjálf hafa
ofgert sér með
matarkúrum
og æfingum. Sem sagt
allt er rúmlega fertugum
fært'.
Allt er rúmlega fer-
tugum fært!