Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
61
(
Á Mímisbar, (frá hægri): Hörður Friðþjófsson, Andri Bachmann og Hannes Jón Hannesson.
Fjör á Mfmisbar
Á Mímisbar á Hótel Sögu sér nýtt tríó nú um hljóðfæraleik og söng, á föstudags- og laugardagskvöldum.
Það skipa Andri Bachmann, trommuleikari, Hannes Jón Hannesson, er leikur á bassagítar og Hörður
Friðþjófsson, gítarleikari. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á meiri „stuðmúsikk", heldur en áður hefur verið
á Mímisbar og segja að allir muni finna þar eitthvað við sitt hæfi. Islenskir hlóðfæraleikarar spila í öllum
sölum Hótel Sögu og hefur svo verið um nokkra hríð.
hrey
CARAVAH
Göngutjald og svefnpoki:
kr. 9.400
KAUPFÉUjGIN
DOMUS ILANDINU
/V1IKIIG4RDUR
Vignir við
verk sín
— Óforskammað. Frú Olsen er með kíkir og er að njósna
um okkur.
Listamaðurinn í hópi
brosmildra sýningargesta.
C' PIB
COSPER
á liðnum árum, hefur fengið áhuga
á því sem maður er að gera — það
er oft þannig að þegar fólk þekkir
mig og þekkir myndirnar, þá skilur
það betur hvað ég er að gera. Það
hafa flestir gengið í gegnum þetta
og það tekur nokkur ár, þetta smá-
vindur upp á sig þangað til einn
góðan veðurdag er það kannski
meira heldur en maður ætlaðist til!“
— Þannig að þú ert farinn að
geta lifað á listinni?
„Ja, það fer að koma að því! Ég
get að minnsta kosti helgað mig
listinni og að því stefna nú flestir.
En það fer enginn út í myndlist til
þess að verða ríkur á þvfi Þá eru
allar aðrar leiðir betri!“
— Er hægt að staðsetja þig
innan einhverrar listastefnu?
„Ég veit það ekki. Það urðu veru-
legar breytingar upp úr 1980 þegar
nýþýski expressjónisminn kom til
sögunnar. En núna er þetta að
færast aftur í einfaldara form, mini-
malismi áberandi. Þessir einlitu
skúlptúrar sem ég hef verið að gera,
bera keim af minimalismanum. Það
er minna um tjáningu, bara einn
litur og form, sem standur útaf
fyrir sig. En svo geri ég líka öðruví-
si skúlptúra sem eru meira fígúr-
atívir og byggðir á öðru en grjóti.
Til dæmis bronsi, gifsi, tré, gleri
og blýi.“
— Af hverju ertu með Akra-
fjallið í myndum?
„Ég er frá Akranesi og það er
að sjálfsögðu ekkert §all eins fal-
legt og Akrafjallið! En ég nota það
ekki sem slíkt, ég vil ekki að þú
takir sérlega eftir því í myndinni,
en Akrafjallið er með í myndum
um heimþrána svo dæmi sé tekið.
Ég nota ýmis tákn í myndunum,
hef til dæmis gert þessar kyrralífs-
myndir með þríhyrningum í stað
hefðbundinna ávaxta í skál. Svo set
ég skálina á dálítið erfíða staði sem
maður á kannski ekki von á. Þessi
maður hérna þarf til dæmis að bera
COSPER.
þennan stóra stein fyrir aftan bak
og um leið þarf hann að passa upp
á skálina fyrir ofan höfuð sér. Þetta
er táknrænt fyrir þá togstreitu sem
við þurfum að búa við. Myndirnar
mínar tákna oft það sem við þurfum
á okkur að leggja — bara til þess
að geta lifað einföldu lífi.“
Morgunblaðið/JÁS
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1987 verður
haldinn íÁtthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugar-
daginn 11. apríl 1987 og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði
18. greinar samþykkta bankans.
b) Heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31,
dagana 8., 9. og 10. apríl næstkomandi.
F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf.,
Benedikt Davíðsson, formaður,
Þórunn Valdimarsdóttir, ritari.
\
llílliot
SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- 0G B0RÐBÚNAÐ
NÝBÝLAVEGI24-SÍMI41400
HEILDSÖLUDREIFING
S. MAGNUSSON HF.
NÝBÝLAVEGI 24 - POB 460 - 202 KÓPAVOGI - S: 41866
J