Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 68

Morgunblaðið - 03.04.1987, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 68 Farðu bara inn. Forstjórinn er búinn að bíða eftir þér frá því snemma í morgun. HÖGNIHREKKVÍSI Framboð Alberts löngn ráðgert Reykvíkingur skrifar: Það er nú svo með stjómmálin, að ekki er allt sem sýnist við fyrstu fréttir og jafnvel er ekki alltaf að treysta því sem maður heyrir eða sér, jafnvel þótt það sé í Ríkissjón- varpinu sjálfu. Það er hins vegar vitað og marg- rætt meðal stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar gegnum tíðina að þegar þeim hefur eitthvað þótt skorta á í stuðningi við hann eða þeim hefur þótt umfjöllun um hann vera ónóg eða kastljós hefur beinst að honum vegna afskipta hans af málum, sem hann hefði betur aldrei komið nærri, þá hefur hann sjálfur eða hans nánustu stuðningsmenn „hótað“ sérframboði. Þetta hefur verið leikið gegnum árin og er ekkert nýmæli. Það er þó fyrst nú sem látið er verða af þessu en að því hlaut að koma, svo oft og svo kerfísbundið sem reynt hefur verið að fínna ástæðu fyrir sérframboðinu. Ummæli formanns Sjálfstæðis- flokksins um að Albert gæti ekki orðið ráðherra í næstu ríkisstjóm ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði að henni skipti engum sköpum um sérframboð Alberts nú. Hann hefði reynt, annað hvort sjálfur eða hans næstu stuðnings- menn, að flnna ástæðu fyrir því að geta farið fram sjálfur nú. Það voru síðustu forvöð. Ummæli formanns Sjálfstæðis- flokksins komu því eins og himna- sending fyrir Albert í þetta skiptið. Að vísu unnu ákveðnir aðilar að því að reyna að fá fram einhver þau ummæli frá ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem gætu orðið til þess að Albert gæti kloflð sig frá flokknum. Það lá í augum uppi að það gæti reynst happadijúgt að hamra á spumingunni um það, hvort Al- bert fengi örugglega ráðherrasæti því það myndi gera útslagið um það hvort hann væri eða færi úr flokkn- um. Það er því ekki útilokað að ein- mitt þess spuming fréttamanna sjónvarpsstöðvarinnar hafí verið sérstaklega útbúin til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir atbeina stuðningsmanna Alberts til að fá úr því skorið nú fyrir kosningar, hvort hann hefði einhveija mögu- leika innan flokksins, eftir það sem á undan var gengið. Svar formanns Sjálfstæðis- flokksins var með eindæmum heiðarlegt og fátítt, að stjómmála- menn veki jafn mikið traust og þegar Þorsteinn Pálsson sagði, að maður sem hefði nýlega yfírgefíð ráðherrastól vegna meintra ásak- ana um misferli í ijármálum gæti vart búist við að verða ráðherra fyrir sama flokk á ný. Hefði Þorsteinn Pálsson ekki gefíð þessa yfírlýsingu hefðu nán- ustu samstarfsmenn Alberts ömgglega fundið upp einhveija aðra tylliástæðu til að hvetja hann til úrgöngu 1. sæti listans í Reykjavík og sérframboð Alberts Guðmundssonar væri staðreynd engu að síður. Það er svo önnur saga, að þetta sérframboð er mikill harmleikur hvemig sem á það er litið, en eink- um og sér í lagi fyrir þá sem að því standa. Staðreyndin er sú að þegar fram líða stundir, allt til kjördags, munu þau atkvæði sem tilheyra Sjálfstæð- isflokknum skila sér þangað, því enn er ekki allt komið á daginn í sambandi við þau mál, sem mest hafa þrýst á um afsögn margnefnds ráðherra. Og þegar litið er á stuðnings- mannalið það sem nú gengur til liðs við Albert Guðmundsson, þá er það að uppistöðu til lið óánægðra kjós- enda úr öllum flokkum, fólk sem vill viðhalda einhvers konar upp- steit í íslensku stjómmálalífí, ásamt með fólki úr vinstri vængjum stjóm- málanna, sbr. Aðalheiður Bjam- freðsdóttir! Hvemig klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum með þann bak- grunn sem nú er þekktur og á eftir að verða til umfjöllunar í fréttum, sem upphaflega má rekja til upp- ljóstrana Helgarpóstsins eða beint til opinberra embættismanna, ætlar að vinna hug og hjörtu landsmanna er fleirum en mér ofviða að skilja. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14 , mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurair og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar •• Okumönnum verður samkvæmt umferðarlögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglausnir, skylt að aka með full- um ljósum að nóttu sem degi frá og með næstu áramótum. Auka- kostnaður hvers bifreiðareiganda vegna viðbótareldsneytis og slits á ljósaperum gæti orðið 1.500-2.000 krónur á ári. Kostnaður þjóðarinnar af aukinni ijósanotkun gæti sam- kvæmt þessu orðið um 200 milljónir króna á ári. xxx essar tölur eru byggðar á laus- legum útreikningi sem Gísli Jónsson prófessor hefur gert. For- sendurnar eru þær að „meðalbiT með 50 hestafla vél sé ekið 12.000 km á ári, eða í 300-400 klukku- stundir. Miðað er við að helming þess tíma sé myrkur, þannig að ljós- in yrðu tendruð hvort sem er. Gísla reiknaðist til að eldsneyti til fram- leiðslu raforkunnar sem eyðist við að láta ljósin loga í dagsbirtu kost- aði um 1.000 krónur á ári. Auk þess þarf að skipta einu sinni oftar um Ijósaperur við aukna notkun. Gísli segir það rangt að það kosti ekkert að láta ljósin loga eins og stundum sé haldið fram. Með því væri verið að bijóta grundvallarlög- mál eðlisfræðinnar; orka verður ekki til úr engu. Það sé hinsvegar Ijóst að aukakostnaður við það að aka með ljósum í dagsbirtu sé hverf- andi. Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda telst til að rekstrarkostnaður „með- albifreiðar" sem ekið er 12.000 kílómetra á ári sé um 180.000 krón- ur. Er þá tekið tillit til eldsneytis, viðhalds, vaxta, afskrifta og ann- arra gjalda af bifreiðinni. Gjaldið fyrir aukna ljósanotkun á þessum ímyndaða meðalbfl er því innan við 1% af rekstrarkostnaði hans. Á landinu eru nú skráðar 128.000 bifreiðir. X X X Hemmi Gunn ber höfuð og herð- ar yfir aðra íslenzka útvarps menn að vinsældum, ef marka má nýlega skoðanakönnun. Af erlend- um skemmtikröftum virðist Bill Crosby lang vinsælastur, en þættir hans eru í Ríkissjónvarpinu á Iaug- ardagskvöldum. Það kemur ekki á óvart að þætt- ir Hemma Gunn á Bylgjunni eftir hádegi á sunnudögum njóti vin- sælda. Þættir Hemma.eru hressir og fjörugir og einmitt á þeirri línu sem fólk vill hafa á þessum tíma hvíldardagsins. Eftir rúmlega 50 ára skammt af sinfóníum og þung- um hádegiserindum hjá einokunar- fyrirtækinu Ríkisútvarpið. þyrsti þjóðina í léttara efni. Og Hemmi Gunn var þar réttur maður á réttum tíma. xxx * Oskarsverlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood í þessari viku. Víkveiji hefur um árabil verið aðdáandi Paul Newman og gladdist fyrir hans hönd. En útnefning Newman leiðir í ljós galla þessarar verðlaunaveitingar. Sjö sinnum áður hefar hann verið út- nefndur en aldrei hlotið Óskarinn, þrátt fyrir frábæran leik í mörgum hlutverkum. Og gagnrýnendur eru sammála um að í hlutverki sínu í Peningalitnum sé hann nokkuð frá því sem hann hefur gert bezt áður.' Annað athyglisvert við afhend- inguna er það, að flestallar myndir sem verðlaun hljóta hafa verið eða eru nú sýndar í íslenzkum kvik- myndahúsum. Er þetta til marks um breytta tíma og nútímalegan þankagang íslenzka bíóstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.