Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
Eitt skref
Eg held nú að ríkissjónvarpinu
sé ekki öllu lengur stætt á hin-
um háheilaga sjónvarpslausa
fimmtudegi, en risinn virðist seint
ætla að vakna af dvalanum. Annars
hef ég sitthvað við fimmtudags-
dagskrá Stöðvar 2 að athuga, en sá
dagur ætti raunverulega að sitja í
öndvegi hjá stöðinni. Þá er fyrst að
líta á Opnu línuna. Er ekki til full-
mikils ætlast af áhorfendum að þeir
hringi næstum á hvetju kveldi til
forsvarsmanna stöðvarinnar? Ég
hefði talið heppilegra að opna fyrir
símann þegar tilefni gefst og kalla
þá til fólk með „eld í æðum“. Ljós-
brot Valgerðar Matthíasdóttur vekja
ljúfar kenndir þar sem Valgerður
flögrar um listmarkaðinn með bros
á vör, en ég er ekki eins sáttur við
dagskrárkynninguna, sem skotið er
inní þáttinn. Mér fínnst hún persónu-
lega ekki eiga heima í slíku lista-
sprangi og svo er gjaman búið að
kynna dagskráratriðin margsinnis á
skjánum, of mikið má nú af öllu
gera. Haltu samt áfram að flögra
um listmarkaðinn, Valgerður, ekki
veitir af að kynna bardús listafólks-
ins, hvort sem þar er um að ræða
listmálara eða listakokka. Morðgát-
an stendur fyrir sínu, en svo tekur
við einhver aumasti sjónvarpsþáttur
sem hér hefír sést og nefnist sá Af
bæ í borg. Ráðlegg ég forsvarmönn-
um Stöðvar 2 að heíja sýningar á
bíómyndum fimmtudagskvöldsins
fyrr en nú er í stað þess að teygja
lopann með amerískum ruslþætti.
Bíómyndir Stöðvar 2 eru nefnilega
margar hveijar hin ágætasta afþrey-
ing og yfirleitt nýlegri en myndir
ríkissjónvarpsins, hins vegar eru
sjónvarpsþáttaraðimar í ríkissjón-
varpinu oftast valdar af slíkri
smekkvísi að til fyrirmyndar má telj-
ast.
HvaÖ nœst?
Hvað á ég að segja við ykkur
næst, ágætu lesendur? Mér dettur
bara ekkert í hug, en þar sem ég
er enn staddur á árdögum verkalýðs-
hreyfingarinnar þegar verkamenn
fengu aðeins borgað fyrir þá vinnu,
sem þeir inntu af hendi, verð ég
bara að kreista orðabelginn — og
kviknar ekki ljós í myrkrinu: Tókuð
þið eftir sjónvarpsviðtalinu við Gerði
Pálmadóttur i Flónni fyrr í vikunni,
þar sem Gerður sýndi okkur sjón-
varpsáhorfendum frumlegar flíkur
unnar úr íslensku ullinni, sem nú á
að niðurgreiða? Gerður sagði sínar
farir ekki sléttar. Hún selur flíkum-
ar á 50% hærra verði í Evrópu en
Álafoss, en fær samt litla sem enga
fyrirgreiðslu. Einn bankastjórinn
ráðlagði henni meira að segja að
fara að vinna í banka þegar hún
sótti um lán til að fjármagna rekst-
urinn. Hefði bankastjórinn svarað
forstjóra Álafoss á svipaðan veg og
athafnakonunni Gerði í Flónni — ég
bara spyr?
Hvemig stendur annars á því að
sjónvarpið gerir ekki athafnamönn-
um lands vors hærra undir höfði en
raun ber vitni? Sérstakir þættir eru
á sjónvarpsdagskránni, þar sem
rætt er við listamenn og er það vei,
ekki veitir af að hlúa að andlegri
mennt þjóðarinnar, en ég tel að ekki
skipti minna máli að styðja við fram-
kvæmdamenn á borð við Gerði í
Flónni, djarfhuga einstaklinga er
vilja skapa ný tækifæri á útflutn-
ingssviðinu. Að mínu mati er heldur
ekkert við því að segja þótt einkaað-
ilar fái kvikmyndargerðarmenn til
að smíða hugglegar auglýsinga-
myndir er kynna verk framkvæmda-
mannana í íslenska sjónvarpinu. Og
hvað fínnst ykkur um þá hugmynd
að einkaaðilar gætu pantað slíkar
kvikmyndir uppí sjónvarpi? í dag eru
ýmis rannsóknarverkefni unnin á
vegum til dæmis Orkustofnunar að
beiðni einkaaðila. Er ekki upplagt
að nýta kvikmyndaver sjónvarps-
stöðvanna á sama hátt fyrir einka-
fyrirtækin útí bæ — að sjálfsögðu
gegn hæfílegri þóknun.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Ríkissj ónvarpið:
Hiti og sandfok
HBBN Hiti og sandfok
OQ 50 (Heat and
Dust), bresk
bíómynd frá árinu 1985,
er á dagskrá sjónvarps í
kvöld. Myndin gerist á
Indlandi, á nýlendutíman-
um og í nútímanum. Bresk
kona lendir í ástarævintýri
með indverskum höfðingja
en það verður henni til
ógæfu. Hún lýsir reynslu
sinni í bréfum til systur
sinnar. Rúmlega hálfri öld
síðar erfír ung frænka
hennar bréfín og verða þau
til þess að hún ferðast til
Indlands og fetar á sinn
hátt í fótspor ömmusystur
sinnar. Kvikmyndahand-
bókin okkar gefur þessari
mynd fjórar stjömur og
telur hana frábæra.
Atríði í kvikmyndinni
Hiti og sandfok.
Rás 1:
Hvað er leikhúsfræði?
14
■I Hvað er leikhús-
00 fræði, hvað er
— fagurfræði,
hvert er menningarhlut-
verk safna í nútímasam-
félagi? Hlín Agnarsdóttir
leikhúsfræðingur flytur er-
indi um fræðigreinina
leikhúsfræði í Sinnu í dag.
Umsjónannaður þáttarins,
Þorgeir Ólafsson, segir frá
hugtakinu fagurfræði
(estetik) og í hveiju sú
fræðigrein felst. Rætt
verður við Þór Magnússon
þjóðminjavörð um menn-
ingarlegt hlutverk safna í
nútíma samfélagi. Ragpi-
hildur Richter fjallar um
bókina Rásir dægranna
eftir Málfríði Einarsdóttur.
Það er þriðji hluti umfjöll-
unar um ævisagnir sem
verið hefur í þættinum und-
anfama laugardaga.
ÚTVARP
©
LAUGARDAGUR
4. apríl
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur." Pétur Péturs-
son sér um þáttinn. Fréttir
eru sagðar kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veðurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum er lesið úr forustu-
greinum dagblaöanna og
sfðan heldur Pétur Péturs-
son áfram að kynna
morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 í morgunmund. Þáttur
fyrir börn í tali og tónum.
Umsjón: Heiðdis Norðfjörð.
(Frá Akureyri.)
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir
10.25 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir. Tilkynningar.
11.00 Vísindaþátturinn. Um-
sjón: Stefán Jökulsson.
11.40 Næst á dagskrá. Stiklað
á stóru í dagskrá útvarps
um helgina og næstu viku.
Umsjón: Trausti Þór Sverris-
son.
12.00 Hér og nú. Fréttir og
fréttaþáttur í vikulokin í um-
sjá fréttamanna útvarps.
12.45 Veöurfregnir.
12.48 Hér og nú, framhald.
13.00 Tilkynningar. Dagskrá.
Tónleikar.
14.00 Sinna. Þáttur um listir
og menningarmál. Umsjón:
Þorgeir Ólafsson.
15.00 Tónspegill. Þáttur um
tónlist og tónmenntir á
líðandi stund. Umsjón:
Magnús Einarsson og Ólaf-
ur Þórðarson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Barhaútvarpið
17.00 Að hlusta á tónlist. 26.
þáttur. Meira um forleiki.
Umsjón: Atli Heimir Sveins-
son.
18.00 íslenskt mál. Guðrún
Kvaran flytur þáttinn.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
SJÓNVARP
xQ>-
LAUGARDAGUR
4. apríl
15.00 íþróttir. íslandsmeist-
aramótið í sundi og fleira.
Umsjónarmaður: Bjarni Fel-
ixson.
18.00 Spænskukennsla: Haþl-
amos Espanol. Ellefti þáttur.
Spænskunámskeið í þrett-
án þáttum ætlað byrjend-
um. íslenskar skýringar:
Guðrún Halla Tulinius.
18.30 Litli græni karlinn (8).
Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
18.40 Þytur í laufi. Níundi þátt-
ur í breskum brúðumynda-
flokki. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
19.00 Háskaslóðir. (Danger
Bay) — 8. Frelsunin.
Kanadískur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga um
ævintýri við verndun dýra í
sjó og á landi. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
19.26 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Smellir.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Lottó.
20.35 Fyrirmyndarfaöir. (The
Cosby Show) — 12. þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur með Bill Cosby í
titilhlutverki. Þýðandí Guðni
Kolbeinsson.
21.10 Gettu betur — Spurn-
ingakeppni framhaldsskóla
— Úrslit. Stjornendur: Her-
mann Gunnarsson og
Elísabet Sveinsdóttir. Dóm-
arar: Steinar J. Lúðvíksson
og Sæmundur Guðvinsson.
21.55 Paul Young — hljómleik-
ar. Frá hljómleikum söngv-
arans i Birmingham 1985.
22.50 Hiti og sandfok. (Heat
and Dust). Bresk bíómynd
frá árinu 1983. Leikstjóri
James Ivory. Aðalhlutverk
Julie Christie, Greta Scacchi
og Christopher Cazenove,
Susan Fleetwood og fleiri.
Myndin gerist á Indlandi á
nýlendutímanum og nú á
dögum. Bresk kona á ástar-
ævintýri með indverskum
höfðingja og lendir í ógæfu
i kjölfar þess. Hún lýsir
reynslu sinni í bréfum til
systur sinnar. Sextiu árum
síðar erfir ung frænka henn-
ar bréfin sem vekja áhuga
hennar. Hún feröast til Ind-
lands og fetar á sinn hátt í
fótspor ömmusystur sinnar.
Þýðandi Rannveig Tryggva-
dóttir.
1.05 Dagskrárlok.
Cí
0
STOD2
LAUGARDAGUR
4. apríl
§ 09.00 Lukkukrúttin. Teikni-
mynd.
§ 09.20 Högni hrekkvísi.
Teiknimynd.
§ 09.40 Penelópa puntudrós.
Teiknimynd.
§ 10.05 HerraT. Teiknimynd.
§ 10.30 Garparnir. Teikni-
mynd.
§ 11.00 Fréttahornið. Frétta-
tími barna og unglinga.
Umsjónarmaöur er Sverrir
Guðjónsson.
§ 11.10 Teiknimynd.
§ 11.30 Fimmtán ára. Nýr
myndaflokkurí 13 þáttum
fyrir börn og unglinga. Þaö
eru unglingarnir sem fara
með öll hlutverkin og semja
sjálf textann jafnóðum.
§ 12.00 Hlé.
§ 16.00 Ættarveldið (Dyn-
asty). Blake biður lögfræð-
ing nokkurn að losa sig við
Alexis og gera Steven arf-
lausan.
§ 16.45 Draugasaga (Ghost
Story). Bandarísk kvikmynd
byggð á skáldsögu Peter
Straub með Fred Astaire,
Douglas Fairbanks jr. og
Melvyn Douglas í aðalhlut-
verkum. Leikstjóri er John
Irvin.
§ 18.30 Myndrokk.
19.05 Hardy-gengið. Teikni-
mynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Undirheimar Miami
(Miami Vice). Crockett lætur
draga sig á tálar til þess aö
koma upp um glæpaflokk
nokkurn.
§ 20.50 Benny Hill. Breskur
gamanþáttur.
§ 21.15 Kir Royal. Ný þýsk
þáttaröö um slúöurdálka-
höfundinn Baby Schimmer-
los og samskipti hans viö
yfirstéttina og „þotuliðið" í
Múnchen.
§ 22.15 Vitnið (Witness).
Bandarísk kvikmynd frá
1985 með Harrison Ford
og Kelly McGillis í aöalhlut-
verkum. Leikstjóri er Peter
Weir. Lögreglumaður er
myrtur og eina vitnið er átta
ára drengur úr Amish-trúar-
hópnum. Lögreglumaður-
inn John Book fær málið i
sínar hendur og leitar skjóls
hjá Amish-fólkinu þegar lífi
hans og drengsins er ógn-
aö. Mynd þessi var útnefnd
til 8 óskarsverölauna árið
1986.
§ 00.00 Krydd í tilveruna. (A
Guide for the Married Wo-
man). Bandarísk kvikmynd
frá árinu 1978 með Cybill
Shepherd, Charles Frank
og Barbara Feldon í aöal-
hlutverkum. Ungri húsmóö-
ur finnst líf sitt vera heldur
tilbreytingarsnautt og leitar
ráöa hjá vinkonu sinni. Viö
þaö verður líf hennar svo
skrautlegt að henni finnst
sjálfri nóg um.
§ 01.30 Myndrokk.
§ 03.00 Dagskrárlok.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Bein lína til stjórnmála-
flokkanna. Þriðji þáttur:
Fulltrúar Þjóðarflokksins
svara spurningum hlust-
enda.
20.15 Harmonikuþáttur. Um-
sjón: Bjarni Marteinsson.
20.40 Ókunn afrek — Maður-
inn með ratsjárheilann.
Ævar R. Kvaran segir frá.
20.05 íslensk einsöngslög.
Eygló Viktorsdóttir syngur
lög eftir Pál ísólfsson, Sig-
valda Kaldalóns, Karl O.
Runólfsson, Eyþór Stefáns-
son, Sigfús Einarsson,
Ragnar H. Ragnar og J.
Benedict, Fritz Weishappel
leikur með á píanó.
21.20 Á réttri hillu
Umsjón: Örn Ingi (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Lestur Passíusálma.
Andrés Björnsson les 40.
sálm.
22.30 Tónmál
Um rússneska pianóleikar-
ann Heinrich Neuhaus og
nemendur hans. Soffía Guð-
mundsdóttir flytur fyrsta
þátt sinn. (Frá Ákureyri.)
23.10 Danslög
24.00 Fréttir.
00.05 Miönæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
1.00 Dagskrárlok. Næturút-
varp á rás 2 til morguns.
na
LAUGARDAGUR
4. apríl
1.00 Næturútvarp.
6.00 I bitið - Rósa Guöný
Þórsdóttir kynnir notalega
tónlist í morgunsárið.
9.03 Tíu dropar. Helgi Már
Barðason kynnir Ijúfa tónlist
og upp úr kl. 10 drekka
gestir morgunkaffiö hlust-
endum til samlætis.
11.00 Lukkupotturinn. Bjami
Dagur Jónsson sér um þátt-
inn.
12.45 Listapopp I umsjá
Gunnars Salvarssonar.
14.00 Poppgátan. Gunnlaug-
ur Ingvi Sigfússon stýrir
spurningaþætti um dægur-
tónlist. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. þriðjudags-
kvöld kl. 21.00.)
15.00 Við rásmarkiö. Þáttur
um tónlist, íþróttir og sitt-
hvað fleira í umsjá Siguröar
Sverrissonar og íþrótta-
fréttamannanna Ingólfs
Hannessonar og Samúels
Arnar Erlingssonar.
17.00 Savanna, Ríó og hin
tríóin. Svavar Gests rekur
sögu íslenskra söngflokka í
tali og tónum.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tilbrigði. Þáttur í umsjá
Hönnu G. Sigurðardóttur.
(Þátturinn veröur endurtek-
inn aðfaranótt miðvikudags
kl. 02.00.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Með sínu lagi. Umsjón:
Guðrún Gunnarsdóttir.
20.00 Rokkbomsan — Þor-
steinn G. Gunnarsson.
21.00 Á mörkunum. — Jóhann
Ólafur Ingvason. (Frá Akur-
eyri.)
22.05 Snúningur. Vignir
Sveinsson kynnir gömul og
ný dægurlög.
00.05 Næturútvarp.
Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00,
9.00, 10.00, 12.00, 16.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.00—19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5.
Um að gera
Þáttur fyrir unglinga og
skólafólk.
LAUGARDAGUR
4. apríl
08.00—12.00 Valdís Gunnars-
dóttir. Valdís leikur tónlist
úr ýmsum áttum, lítur á það
sem framundan er hér og
þar um helgina og tekur á
móti gestum. Fréttir kl.
08.00 og 10.00.
12.00—12.30 f fréttum var
þetta ekki helst. Randver
Þorláksson, Júlíus Brjáns-
son o.fl bregöa á leik.
12.30—16.00 Asgeir Tómas
son á léttum laugardegi.
Öll gömlu uppáhaldslögin á
sínum stað. Fréttir kl. 12.00
og 14.00.
15.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson leikur 40 vinsæl-
ustu lög vikunnar. Fréttir kl.
16.00.
17.00—19.00 Laugardags-
popp á Bylgjunni með
Þorsteini Ásgeirssyni. Frétt-
ir kl. 18.
19.00—21.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir Iftur á atburöi
síðustu daga, leikur tónlist
og spjallar við gesti.
Fréttir kl. 19.00.
21.00—23.00 Anna Þorláks-
dóttir í laugardagsskapi
Anna trekkir upp fyrir kvöld-
ið meö tónlist sem engan
ætti að svíkja.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson nátthrafn Bylgj
unnar heldur uppi stans-
lausu fjöri.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gfsla
son leikur tónlist fyrir þá
sem fara seint i háttin og
hina sem fara snemma á
fætur.