Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987 Thérese, Þrír karlar og ein karfa o g fleiri góðar Spennandi frönsk kvikmyndavika með nýlegum og g’lænýjum myndum hefst í Regnboganum á morgun Claude Chabrol (til vinstri) við tökur á sakamálamyndinni Kjúkling- ur í ediki. Kvikmyndir Amaidur Indriðason Kannski Frakkar séu að bæta fyrir heldur kléna kvikmyndaviku í fyrra því þessi, sem hefst í Regn- boganum í dag og stendur til nk. föstudags, er mjög athyglisverð og spennandi. Myndirnar " nvjar, sú elsta frá 1984 og n'.. frá 198' ,.,r 'Rp o't ,(0»- ættu að gel'a fólki einirv.-ija myul af því sem franskir kvikmyndagerð- armenn hafa verið að fást við undanfarið. Franska vikan, sem haldin er í samvinnu Alliance Francaise, Unifrance Film Inter- national og franska sendiráðsins, er líka góð upphitun fyrir kvik- myndahátíð Listahátíðar, sem haldin verður í Reykjavík næsta haust og veitir henni jafnvel góða samkeppni. Og ekki má gleyma því að vönduð kvikmyndavika eins og þessi gefur fólki tækifæri til að sjá myndir sem annars kæmu aldrei hingað og veitir um leið kærkomna hvíld frá amerískum myndum sem ráða markaðinum hér á landi. Það eru ansi fjölbreytileg við- fangsefni sem franskir kvikmynda- gerðarmenn eru að fást við sé tekið mið af þeim níu myndum sem sýnd- ar verða í Regnboganum. Tvær þeirra vekja sérstaka athygli við fyrstu sýn, en það eru grínmyndin Þrír karlar og ein karfa (Trois hommes et un couffin) eftir kven- leikstjórann Coline Serreau um piparsveina þrjá sem lenda óvart í því að ala upp ungbarn og Thérese eftir Alain Cavalier um stúlku sem gengur í klaustur. Báðar hafa unn- ið til verðlauna og hlotið einróma lof gagnrýnenda, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og báðar hefðu sjálfsagt aldrei borist hingað nema í gegnum kvikmyndahátíðir. Þá verður á dagskrá hátíðarinnar myndin Kjúklingur í ediki (Poulet au vinaigre) eftir Claude Chabrol, um mæðgin sem standa í vegi fyrir fasteignabraski, Augljós þrá (Fiagrant Désir) eftir Claude Far- aldo, um morðmál í kastala einum í Bordeau-héraðinu, Dauðinn kemur aðeins tvisvar (On ne meurt que deux fois) eftir Jaeques Deray, sem er klassísk lögreglumynd, Logn og heiðríkja — fárviðri eftir hádegi (Beau temps mais orageux en fin de journée) eftir Gérard Frot- Coutaz, um kynslóðamissætti í fjölskyldu, Rauður koss (Rouge Baiser) eftir Véra Belmont um ást- ir ungs fólks, sem verður aðskilið þegar Indókína-stríðið brýst út, Sjó- ræningjakonan (La Pirate) eftir Jacques Doillon, um lespískt ástar- samband og að lokum Síðu frakk- amir (Les longs Manteaux), spennumynd sem gerist í Bólivíu. En lítum nánar á hveija mynd og styðjumst að nokkru við sýning- arskrá. Með aðalhlutverkin í „Þrír karlar“ fara Roland Giraud, Michel Boujenah og André Dussolier. Þeir leika menn sem deila saman íbúð í París og njóta alls þess munaðar sem piparsveinalífið veitir út í ystu æsar. Það tekur allt saman breyt- ingum þegar þeir, dag einn, finna körfu fyrir framan dyrnar hjá sér og í henni ungbarn. Skyndilega eru þeir orðnir fósturfeður og málið tekur að flækjast er þeim berst önnur sending er gefur myndinni blæ lögreglusögu. Hið áhyggju- lausa piparsveinalíf er ekki lengur eins áhyggjulaust og áður. Þetta er önnur mynd Coline Serreau í fullri lengd og hlaut hún þrenn Sesar-verðlaun á síðasta ári, m.a. sem besta franska myndin 1985. En líkt og oft vill verða gekk ekki sérlega vel að finna aðila til að ijármagna hana. Engin hafði trú á hugmynd Serreau. Henni tókst að semja við leikara sína og tækni- fólk um að þeim yrði ekki borgað fyrr en myndinni yrði lokið og að- eins ef af henni yrði gróði. Það lið þurfti ekki að hafa áhyggjur því „Þrír karlmenn“ var söluhæsta myndin í Frakklandi 1985-1986. Thérese eftir Cavalier hlaut sex Sesar-verðlaun við síðustu afhend- ingu fyrir skemmstu og hún hlaut Dómnefndarverðlaunin á Cannes- hátíðinni sl. vor. Myndin segir frá lífi ungrar, guðhræddrar stúlku, sem gengur í klaustur til að gerast brúður Krists og sýnir okkur ham- ingju hennar í ást sinni á Guði. Hún er seinna tekin í helgra manna tölu sem heilög Thérese frá Lisieux, en það er stórt nafn í franskri trúar- bragðasögu. Myndin er gerð eftir sannsögulegum atburðum, sem áttu sér stað í lok síðustu aldar, þegar Théresa Martin varð ástfangin af Jesú Kristi. Hún ákvað að ganga í klaustur, gegn vilja fjölskyldu sinnar, til að lifa fyrir ástina og ekkert nema ástina og með gífur- legri einbeitni náði hún svo langt í ætlunum sínum að hún dó úr ást. Kirkjan var staðráðin í að halda á lofti þessu einstæða tilfelli og fékk hana til skrifa bók um ástríðu sína. En líf hennar var í rauninni ekkert merkilegt heldur snérist þvert á móti um smámuni hversdagsins. Jqfnvel dauði hennar var átakalít- ill, en hún dó úr berklum 24 ára. Fyrir henni var dauðinn aðeins eitt þrep í viðbót til að nálgast ástina sína. Hugmyndin að verkinu er 15 ára gömul. Þegar hún kveiknaði bauð Cavalier leikkonunni Isabelle Adj- ani titilhlutverkið, óþekktri leikkonu þá, en handritið var ekki fullunnið. Það var svo ekki fyrr en fyrir fjór- um árum að Cavalier steypti sér út í gerð myndarinnar eftir að klaust- urreglan frá Lisieux gaf út bók um líf Thérese. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Catherine Mouchet, sem leikur Thérese, Aurore Prieto og Sylvie Havault, en þetta er fyrsta mynd Alain Cavalier frá því hann gerði Undarlegt ferðalag (Un Étrange Voyage), sem sýnd var á frönsku kvikmyndavikunni hér árið 1982. Jacques Deray er annar kunningi af franskri hátíð, en mynd hans Löggusaga (FIic Story) með Alan Delon og Jean-Louis Trintignant í aðalhlutverkum, var sýnd hér í fyrra. Þar var á ferðinni létt og skemmtileg löggumynd um elting- arleik súperlöggu við súperbófa. Dauðinn kemur aðeins tvisvar, sem Deray gerði tíu árum seinna, er um rannsóknarlögreglustjórann Stani- land, sem er svolítið eins og Delon í Löggusögu, sjálfstæður og fylgir lítt reglum. Honum þykir best að vinna einn og er fenginn til að rannsaka morð á Charly Berliner. Það lítur í fyrstu út eins og venju- legt morðmál sem yfirmaður Staniland vill koma frá hið fyrsta. En Staniland er ekki á sömu skoðun og grunur hans styrkist þegar hann finnur segulbandsspólur á heimili hins myrta, sem benda til ástríðu- fulls ástarsambands við hina dularfullu Barböru. Með aðalhlut- verkin fara Michel Serrault, Charl- otte Rampling, Xavier Deluc og Elisabeth Depardieu, eiginkona Gérards. Önnur lögreglusaga er Augljós þrá eftir Faraldo með bandaríska leikaranum Sam Waterston í aðal- hlutverki og landa hans Lauren Hutton í öðru hlutverki. Waterston, sem stóð sig svo vel í Blóðvöllum (The Killing Fields), leikur hér leynilögreglumann sem fenginn er til að rannsaka morð á húsfreyjunni í kastala einum í Bordeau-héraði. Og eins og í hinum klassísku hver- gerði-það-myndum höfðu allir nánustu ættingjar hennar meiri eða minni ástæðu til að koma henni fyrir kattarnef. Waterston kemst smám saman innundir hjá fjölskyld- unni og kemur þá margt í ljós; framhjáhald, peningavandamál, lygavefir og stöðug hræðsla við fjöl- skylduföðurinn. Aðrir sem fara með hlutverk í myndinni eru Mariso Berenson, B. P. Donadieu og Anne Roussel, en auk þess að leikstýra skrifar Faraldo sjálfur handritið. Claude Chabrol er reyndasti leik- stjórinn á hátíðinni og hann skrifar yfirleitt handritin að myndum sínum sjálfur eða með öðrum. Kjúklingur íedikier 37. mynd þessa sjóaða leikstjóra og segir frá þrem- ur fyrirmönnum í litlum bæ úti á landi sem virðast ætla sér að græða á umfangsmikilli fasteignasölu. En hætta er á að áætlun þeirra nái ekki fram að ganga vegna þess að mæðgin nokkur neita að selja húsið sitt og hvorki loforð né hótanir megna að fá þau ofan af þijósku sinni. Með aðalhlutverkin fara Jean Poiret, Stéphane Audran (eiginkona Chabrol, sem leikið hefur í mörgum hans myndum), Michel Bouquet, Jean Topart og Lucas Belvaux. Það má vera að einhveijum þyki Chabrol velja kyndugt nafn á mynd- ina sína en Gérard Frot-Coutaz slær honum þó við með heitinu á sinni mynd, Logn og heiðríkja - fárviðri eftir hádegi. Það kemur í ljós að nafn myndarinnar er jafnframt ein fyrsta setning hennar og vísar til veðurspárinnar þennan daginn og gefur til kynna að það eigi eftir að síga á ógæfuhliðina fyrir persónum myndarinnar þegar á líður. Ungur popptónlistarmaður í París kemur Úr myndinni Thérese eftir Alain Cavalier. Frönsk kvikmyndavika 1987 Semaine du cinéma frangais 1987 4-4-87-10-4-87 REGNBOGINN, ALLIANCE FRANCAISE og UNIFRANCE Film International í samvinnu við Franska sendiráðið Samedi 4 Laugard. 4. 15 h — kl. 15 17 h — kl. 17 19 h — kl. 19 21 h —kl.21 23 h — kl. 23 Premiere „Trois hommes et un couffin44 „Rouge baiser4* (Rauður koss) 1985 — V. Belmont „Les longs manteux" (Slðu frakkamir) 1985 — G. Béhat „Thérése" 1986 — A. Cavalier „Rouge baiser" (Rauður koss) 1985 —V. Belmont Dimanche 5 Sunnudagf 5. „Roujfe baiser*4 (Rauður koss) 1985 — Belmont „Les longs manteux** (Sfðu frakkamir) 1985-G. Béhat „Trois hommes et un couffin“ (Þrír karlar og ein karfa) 1985 — C. Serrau „On ne meurt que deux fois“ (Dauðinn kemur aðeins tvisvar) 1985 — J. Deray „Lca longs manteux” (Sfðu frakkamir) 1985 —G. Béhat Lundi 6 Mánud. 6. „Rouge baiser" (Rauður koss) 1985 —V. Belmont Trois hommes et un couffin“ (Þrír karlar og ein karfa) 1986 —C. Serreau „Thérése" 1986 —A. Cavalier „TVois hommes un couffin“ (Þrír karlar og ein karfa) 1985 — C. Serreau „On ne meurt que doux fois" (Dauðinn kemur aðeins tvisvar) 1985 — J. Deray Mardi 7 Þriðjud. 7. „La pirate** (Sjórœningjakonan) 1984 — J. Doillon „Poulet au vinaigre** (Kjúklingur í ediki) 1985-C. Chabrol „La pirate“ (Sjóræningjakonan) 1984 — J. Doillon „Trois hommes et un couffin** (Þrí r karlar og ein karfa) 1985 —C. Serreau „Poulet au vinaigre“ (Kjúklingur f ediki) 1985-C. Chabrol Mercredi 8 Miðvikud. 8. „Beau temps mais orageux en fin de journée*4 (Logn og heiðríkja) 1986 „Flagrant désir“ (Augljós þrá) 1986 —C. Faraldo „Poulet au vinaigre4* (Kjúklingur f ediki) 1985 —C. Chabrol „Flagrant désir“ (Augljós þrá) 1986 — C. Faraldo „Beau temps mais orageux en fin de joumée“ (Logn og heiðrikja) 1986 Jeudi9 Pimmtud. 9. „Poulet au vinaigre** (Kjúklingur i ediki) 1985 -C. Chabrol „La pirate" (Sjórœningjakonan) 1984 — C. Doillon „Thérése“ 1986 — A. Cavalier „Poulet au vinaigre" (Kjúklingur f ediki) 1985 — C. Chabrol „La pirate“ (Sjóræningjakonan) 1984 — J. Doillon Vendredi 10 Föstud. 10. „Flagrant désir“ (Aug(jós þrá) 1986 —C. Faraldo „Beau temps mais orageux en fin de joumée'* (Logn og heiðrikja) „Flagrant désir“ (Augljós þrá) 1986 —C. Faraldo „Thérése" 1986 — A. Cavalier „Beau temps mais orageux en fin de journée** (Logn og heiðríkja)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.