Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Skipstjórnannenn, sem luku 200 rúmlesta réttindaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, ásamt kennurum og' skólastjóra. Fremri röð: Hrafnkell Guðjónsson kennari, Vilmundur Víðir Sigurðsson kennari, Jón Þór Bjarnason kennari, Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir kennari, Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri, Benedikt H. Aifonsson kennari, Tryggvi Gunnarsson kennari. Aftari röð, þeir sem luku prófi: Böðvar Sverrisson, Eyrarbakka, Sigurður Birgir Karlsson, Hvammstanga, Helgi Ingvarsson, Stokkseyri, Bjarnfinnur Sverrisson, Eyrarbakka, Ásgeir Óiafsson, Selfossi, Egill Egilsson, Hellissandi, Rafn Richardsson, Hvammstanga, Ólafur Gunnarsson, Siglufirði, Páll Kristj- ánsson, Kópavogi, Þorfinnur Jóhannsson, Stokkseyri, Sveinn Magnússon, Eyrarbakka og Kristján Runólfsson, Kópavogi. 24 sjómenn luku 200 rúm- lesta réttindaprófi NÝLEGA voru útskrifaðir 24 sjómenn, sem lokið höfðu 200 rúmlesta réttindaprófi frá Stý- rimannaskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, 12 frá hvorum skóla. Hæstu einkunn í Reykjavík hlaut Bjamfinnur Sverrisson, 9,19, sem er ágætiseinkunn. Næstir voru Sigurður B. Karlsson og Sveinn Magnússon, sem fengu báðir 9,15, ágætiseinkunn. Bestum árangri í hópi Suðumesjamanna náði Halld- ór Dagsson, 9,70, og Hjalti Ástþór Sigurðsson, 9,31, hvort tveggja ágætiseinkunnir. Útskrift þessara 24 sjómanna fór fram í sal Sjómannaskólans, en námið var undir faglegri umsjá Stýrimannaskólans í Reykjavík og tóku nemendur Fjöibrautaskólans próf í tækjum við Stýrimannaskól- ann, en próf í sjómannafræðum, siglingafræðum, siglingareglum og stöðugleika em hin sömu. Ámi E. Valdimarsson sjómælingamað- ur er prófdómari. Aðalkennari skipstjómardeildar undanþágumanna við Fjölbrauta- skóla Suðumesja hefur verið Jóhannes S. Guðmundsson stýri- maður. Við bekkjarslitin töluðu auk skólastjóra Stýrimannaskólans, Hjálmar Ámason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja, og Óskar Jónsson, kennari skipstjóm- ardeildarinnar í stærðfræði. Einnig vom viðstaddir Ingólfur Halldórsson aðstoðarskólameistari og Ambjöm Jóhannesson kennari. Stýrimannaskólinn í Reykjavík býður nemendum sem Ijúka rétt- indanámi víðs vegar um landið, en það var haldið á 9 stöðum, auk deilda við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vestmannaeyjum, upp á nám á 2. stigi í sérstakri deild, ef nægileg þátttaka fæst, svo að þeir geti náð fullum réttind- um á fískiskip á tveimur haustönn- um, ef það þykir henta betur. Nemendur sem luku prófi frá Pjölbrautaskóla Suðumesja, vom: Ámi Valur Þórólfsson, Grindavík, Amór Valdi Valdimarsson, Grindavík, Gunnar Maríusson, Sandgerði, Guðlaugur Gústafsson, Grindavík, Hjalti Ástþór Sigurðs- son, Keflavík, Karl K. Ólafsson, Sandgerði, Kristinn Guðmundsson, Sandgerði, Kristmundur Hrafn Ingibjömsson, Keflavík, Sigurður Davíðsson, Keflavík, Sigurður Ing- ólfsson, Keflavík, Stefán Valdi- marsson, Sauðárkróki og Halldór Dagsson, Garði. Gert við brúna yfir Fjallsá Unnið var að viðgerð á brúnni yfir Fjallsá í Öræfum nýlega, en hún skemmdist síðastliðið sumar í miklum vatnavöxtum. Mun stór isjaki hafa rekist á einn stöpulinn undir miðri brúnni, sem snerist aðeins og seig niður öðru megin. Síðan þá hefur verið 13 senti- metra halli á hluta brúarinnar. Morgunlaðið/Sigurður Gunnarsson Hugleikur frumsýnir nýjan sjónleik; „Ó þú!“ - Ástar- saga pilts og stúlku Áhugamannaleikfélagið Hug- leikur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í kvöld, 4. apríl, á Galdra- loftinu, Hafnarstræti 9. Leikritið ber nafnið „Ó þú“ og fjallar um ástir og örlög pilts og stúlku, þeirra Indriða og Sigríðar í Tungu. Þetta er nútímaverk sem gerist í ólgusjó íslenskrar pólitíkur og í undirheimum Reykjavíkurborg- ar með viðkomu í norðlenskri sveita- sælu og á brimóttri strönd Jótlands. Höfundar verksins em þær Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Þetta er fjórða starfsár Hugleiks og leikritið hið þriðja í röðinni af verkum sem samin eru innan vé- banda hópsins. í fyrra sýndi félagið „Sálir Jónanna" sem var m.a. sýnt á Norræna leiklistarþinginu í Reykjavík sl. sumar. Árið þar áður sýndi Hugleikur „Skugga-Björgu“. (Úr fréttatilkynningu.) Úr leikritinu „Ó þú“ sem frumsýnt verður í kvöld. Vestmannaeyjar: 270 manns útskrif- ast af starfs- fræðslunámskeiði Vestmannaeyjum. HÁTÍÐARBRAGUR var yfir bænum á laugardaginn þegar 270 manns tóku við viðurkenn- ingarskjölum eftir að hafa Iokið námskeiðum og útskrifast sem sérhæft fiskvinnslufólk. Ekkert annað en stærsta samkomuhús bæjarins dugði til að rúma allan þann fjölda sem þarna var við- staddur. Þetta er langstærsti hópurinn sem útskrifast á landinu en slík námskeið hafa verið haldin víða um land fyrir fastráðið starfsfólk fiskvinnslu- stöðva. Þetta var stór dagur hjá Jóni Kjartanssyni, formanni Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, en fyrir um 10 árum lagði hann til fyrstur manna á þingi Verkamannasam- bandsins að koma á menntun fyrir fískvinnslufólk. Sagði Jón að nú væru tímamót og hann sagðist hafa orðið var við þakklæti verkafólks og áhugi þess hefði verið mikill. Hann þakkaði forráðamönnum fisk- vinnslustöðvanna velvild og stuðn- ing við að koma námskeiðunum á fót. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, var viðstaddur og sagði að þetta væri góður dagur. Stórir hlutir væru að gerast, hið almenna fisk- vinnslufólk sem vinnur að undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, hefur fengið það viðurkennt að það á rétt á aukinni menntun. Bað Guðmund- ur fólk að hætta að svara því til er það væri spurt um hvað það starfaði: Ég vinn bara í físki. Berið heldur höfuðið hátt og gangið með reisn, sagði Guðmundur. Gylfi Gautur Pétursson var full- trúi sjávarútvegsráðherra við athöfnina. Sagði Gylfí að störf físk- vinnslufólks væru meðal mikilvæg- ustu starfa þjóðfélagsins og því Morgunblaöio/bigurgeir Forráðamenn hverrar stöðvar fyrir sig afhentu starfsfólki sínu viðurkenningarskjölin. væri nauðsynlegt að þessi stétt búi við góð launakjör og góðan að- búnað. Sagði Gylfí að þessi námskeið væru algjör nýlunda hér á landi og þar hefði sjávarútvegur- inn sérstöðu. „Mín skoðun er sú að þessi námskeið séu aðems byijun á því sem koma skal. Ég tel um- fangsmikilla aðgerða þörf til bættrar menntunar í sjávarútvegi og efla þarf fræðslu um mikilvægi sjávarútvegs í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Skipu- lagi, stjóm og námsframboði skóla í sjávarútvegi þarf að breyta þann- ig að það hafí aukið notagildi fyrir atvinnulífíð. Ég tel því að með nám- skeiðum þessum og framhaldsnám- skeiðum sem fylgi í kjölfarið ætti að vera lagður grundvöllur að heil- steyptu námi fyrir starfsfólk í fiskvinnslu sem gæti orðið hluti af hinu almenna framhaldsskóla- kerfí," sagði Gylfi Gautur Péturs- son. Amar Sigurmundsson, fulltrúi vinnuveitenda, sagði að búið væri að vinna mikið verk á skömmum tíma og stór stund væri upp runn- in, 270 manns fá afhent skírteini sín að loknu starfsfræðslunám- skeiði. Guðmundur Karlsson, for- stjóri Fiskiðjunnar, sagði að gott samstarf hefði náðst milli frysti- húsa, verkalýðsfélaga og sjávarút- vegsráðuneytis um námskeiðahald- ið. Imynd matvælaframleiðenda hefði ekki verið sem skyldi og sam- félagið litið fiskvinnsluna homauga. Sagði Guðmundur að aukin fræðsla og starfsþjálfun væri vel til þess fallin að breyta þeirri ímynd. Það tók um klukkustund að kalla allan hópinn upp á svið þar sem forráðamenn hverrar stöðvar fyrir sig afhentu starfsfólki sínu viður- kenningarskjölin. Að loknum ávörpum var öllum viðstöddum boð- ið upp á veitingar í boði stöðvanna og sjávarútvegsráðuneytisins. — hlq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.