Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 72
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
tfgmiÞfftfetfe
Viðlaga
þjónusta
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Rflrið og Starfsmannafélag ríkisstofnana:
Allt útlit var
fyrir að samn-
ingar næðust
ALLT útlit var fyrir að samning-
ar tækjust milli samninganefnda
ríkisins og Starfsmannafélags
ríkisstofnana í nótt, en í því fé-
legi eru sjúkraliðar.
Viðræður milli deiluaðila drógust
á langinn þar sem um marga starfs-
hópa er að ræða innan Starfs-
mannafélagsins en samningamenn
voru bjartsýnir um að samningar
yrðu undirritaðir í nótt. Á íjölmenn-
um fundi sjúkraliða í gær var
samþykkt að fresta, ótímabundið,
að ganga út af vinnustöðum á mið-
nætti s.l.
í framhaldi af samningum milli
ríkisins og Starfsmannafélagsins
var búist við að undirritaðir yrðu
samningar milli Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags borgarinnar,
en í því félagi eru m.a. sjúkraliðar,
sem starfa á Borgarspítalanum.
í gær voru undirritaðir samn-
ingar við félagsfræðinga en félag
náttúrufræðinga, bókasafnsfræð-
inga og háskólakennara funduðu
hjá sáttasemjara fram eftir kvöldi.
Þá voru haldnir fundir með
starfsmönnum Pósts og síma, fé-
lagsráðgjöfum og sjúkraþjálfurum
í gær, án árangurs.
Slökkviliðið í þrjú
útköll í gærkvöld
SLÖKKVILIÐIÐ I Reykjavík
var kallað út þrisvar í gærkvöld
með stuttu millibili.
var vitað um orsök eldsins þegar
síðast fréttist.
Skemmdir urðu nokkrar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Baldvin Jónsson, forstjóri Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, afhendir Eiriki Einars-
syni ávísun með vinningsupphæðinni og Kristbjörgu Sigurfinnsdóttur, eiginkonu hans, blómvönd.
Með þeim á myndinni er Jónas Eggertsson, umboðsmaður happdrættisins.
Ég ætla að klára húsið mitt
- sagði Eiríkur Einarsson, sem hlaut 3,5 milljónir í happdrætti DAS
„MADUR getur ekki sest niður.
Ég stend hér alveg stjarfur,“
sagði Eiríkur Einarsson, vél-
tæknir, sem hlaut hæsta vinn-
ing á árinu, 3,5 milljónir króna,
í happdrætti DAS I gær.
„Eg ætla að nota peningana til
að klára húsið mitt sem er vel á
veg komið og borga upp lán.
Lengra hef ég ekki hugsað enda
er allt svolítið ruglingslegt, það
er ekki nema hálftími síðan ég
frétti af þessu," sagði Eiríkur sem
býr ásamt fjölskyldu sinni í Graf-
arvogi. Hann sagðist hafa átt
sama miðann síðan 1972. „Ég hef
unnið þrisvar eða fjórum sinnum
á miðann áður, en það voru allt
vinningar af smærri gerðinni.
Einu sinni fékk ég þó næstlægsta
vinninginn, 15 þúsund krónur, en
það er svo langt síðan að í dag
samsvarar upphæðin 150 krón-
um,“ sagði Eiríkur.
Kl. 18 kom upp eldur í ösku-
tunnugeymslu úr timbri við
Sólheima 35 og tókst að slökkva
hann fljótlega. Geymslan er ónýt.
Sala SÍF fyrsta ársfjórðunginn:
Slökkviliðið var kallað að Þórufelli
6 klukkan 19.50. Þar var eldur
laus í íbúð á fyrstu hæð. Kviknað
hafði í hlutum, sem voru í pappa-
kassa á miðju gólfi. íbúamir voru
ekki heima þegar eldurinn kom
upp, en aðrir íbúar hússins höfðu
ráðið niðurlögum eldsins þegar
slökkviliðið kom á vettvang og var
einn þeirra fluttur á slysadeild
með snert af reykeitrun.
Verðmæti útflutts salt-
físks 90% meira en í fyrra
Þá kom upp eldur í vél nýlegrar
jeppabifreiðar, sem stóð fyrir utan
Tjamargötu 3 um kl. 20.30 í gær-
kvöld. Eigandinn var fjarri og ekki
Bíræfnir þjófar:
Loðna, bútungur, gellur, þorskf és o g hryggir meðal nýrra afurða
FYRSTA ársfjórðung þessa árs I fiskframleiðenda utan 12.000 um 1,8 milljarðar króna. Á sama
flutti Sölusamband íslenzkra | lestir af saltfiski að verðmæti tíma í fyrra nam útflutningurinn
________________________________________________________ 9.000 lestum að verðmæti 960
milljónir króna. Aukning í magni
er því um 30% og í verðmætum
90%. Auk hefðbundins útflutn-
Stálu 30 þúsundum af
stúlku sem svaf í strætó
ÞRJÁTÍU þúsund krónum var
stolið af tvítugri stúlku á meðan
hún svaf i strætisvagni. Pening-
ana ætlaði stúlkan að nota til að
festa kaup á bifreið.
Stúlkan fékk útborguð laun á
miðvikudag. Hún lagði hluta laun-
anna inn á bankareikning, en þar
sem hún ætlaði að ganga frá bif-
reiðakaupunum um kvöldið tók hún
þtjátíu þúsund krónur með sér í
reiðufé. Hún býr í Hafnarfirði og
tók vagninn þangað. Þegar vagninn
var kominn nokkuð áleiðis syfjaði
stúlkuna og sofnaði hún stutta
stund. Hún varð ekki vör við að
peningana vantaði fyrr en skömmu
eftir kvöldmat, en þá var hringt í
hana og henni sagt að peningavesk-
ið hennar hefði fundist í vagninum.
Peningaveski stúlkunnar var
tómt, en hún endurheimti skilríki
sín og greiðslukort. Stúlkan, sem
ekki vill láta nafns síns getið, sagði
að vagninn hefði verið fullur af
fólki alla leiðina og því ótrúleg
bíræfni að taka peningana. „Ég sat
aftarlega í vagninum, út við glugga
og veit ekki hvort einhver fór í tösk-
una mína og tók veskið þaðan, eða
hvort ég hef kannski misst peninga-
veskið niður á gólf og einhver gripið
það þar,“ sagði hún. „Ég er mest
undrandi á að fólk skuli geta verið
svona samviskulaust, því allir hljóta
að sjá hvað það er slæmt að missa
mánaðarlaunin sín. Ég varð af bíla-
kaupunum, en sem betur fer átti
ég meira sparifé og get því bjargað
mér fram að næstu útborgun. Það
væri sjálfsagt erfiðara ef aðstæður
mínar væru verri, til dæmis ef ég
væri einstæð móðir."
ings er hafinn útflutningur á
ýmsum öðrum afurðum svo sem
saltaðri loðnu, þorskfésum,
þorskhryggjum og bútungi.
Sigurður Haraldsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SÍF, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að fram-
leiðslan hefði nú verið um 1.000
lestum minni en á sama tíma í fyrra
vegna verkfalls sjómanna. Þrátt
fyrir verkfall farmanna hefðu af-
skipanir verið mjög hraðar og
greiðslur borizt fljótt og vel. Birgð-
ir um áramót hefðu verið í algjöru
lágmarki og helmingur birgða nú
væri framleiðsla síðustu tveggja
vikna, sem enn sé ekki pökkunar-
hæf. Mest hefði til þessa farið til
Portúgal, 5.000 lestir og 3.000 til
Spánar. Auk þessa færu svo fimm
skip utan næstu daga með samtals
5.000 til 6.000 lestir. Einn farmur
hefði þegar farið til Grikklands og
annar til Ítalíu auk þess, sem tals-
vert hefði verið flutt til þangað í
gámum, en þar hefðu þegar verið
seldar 600 lestir af söltuðum þorsk-
flökum.
Sigurður sagði, að talsverð hreyf-
ing væri á sölu saltfisks í neytenda-
umbúðum og mætti þar nefna
saltaðar gellur og roðlaus flök, sem
SÍF seldi meðal annars í Banda-
ríkjunum og öðrum hefðbundnum
mörkuðum auk smærri markaða,
sem tækju takmarkað magn í einu.
Þar mætti nefna Sviss og Kuwait.
„SÍF hefur ekki getað annað eftir-
spum eftir harðþurrkuðum saltfiski
í ýmsum Afríkulöndum og vegna
þess höfum við verið að vinna að
þróun annarra afurða, sem gætu
komið í staðinn. Fyrstu tilrauna-
sendingarnar af þurrkaðri og
saltaðri loðnu, þurrkuðum þorsk-
fésum og hryggjum hafa þegar
farið til nokkurra aðila í Afríku.
Enn hefur ekki verið samið um sölu
á miklu magni af þessum afurðum,
en vonir standa til að nokkuð af
þeim megi selja í Afríku. Þá má
nefna að dálítið af bútungi hefur
verið selt til eyríkisins La Reunion
í Indlandshafí, en það er skammt
austan við Madagaskar," sagði Sig-
urður Haraldsson.
i
i